Gjallarhorn


Gjallarhorn - 11.05.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 11.05.1911, Blaðsíða 2
64 • ••#••••••••••••• • • • • yiþingi. Rvík. 11. Mai 1911. Milliþingfanefnd í peningamál- um landsins var kosin í sameinuðu þingi. Kosningu hlutu: Hannes Haf- stein, A. Flygenring, M. Blöndahl og Sig. Hjörleifsson. Landritari sjálf- kjörinn formaður nefndarinnar. Voga-Bjarni. Fjárveitingin til hans marðist í gegn í sameinuðu þingi með hans eigin atkvæði. Þó þannig að Iaun eru honum ákveðin 6 þúsund kr. og alt að 4 þús. kr. eftir reikningi í ferðakostnað. Farmgjaldið var felt í efri deild, svo búið er með þá „fluguna" í bráðina. Loftskeytafjárveitingin sömuleiðis feld, lagði þó Björn gamli afarfast að flokksmönnum sínum að hjálpa sér með það. Stjórnarskrárfrumvarpið samþykt. Eftir því eiga ráðherrar að vera þrír, og einn þeirra forsætis- ráðherra. Þingmenn skulu vera 40 að tölu. 26 í neðri deild og 14 í efri deild. Af þeim skulu 10 kosnir hlutfalls- kosningu um alt land, sameinað al- þing kýs hina 4 óbundnum kosning- um úr flokki annara þingmanna fyrir allan kjörtíma neðri deildar, í fyrsta sinn er það kemur saman eftir að nýjar kosningar hafa farið fram. 30 af þingmönnum skulu kosnir til 6 ára, í sérstökum kjördæmum, óhlutbundnum kosningum, eftir því sem kosningarlögin mæla fyrir, en hinir 10 þingm. skulu kosnir til 12 ára. 5 þingmenn á 6 ára fresti og jafnmargir varamenn um leið á sama hátt. Þingrof nær eigi til þeirra. Alþing skal halda annað hvort ár, og auka- þings skal forseti sameinaðs þings boða til ef meira en helmingur þing- manna æskir þess, og skal það standa í 4 vikur. „Grettir.“ Tvennar kappglímur voru haldnar á sunnudaginn var á »Hótel Akureyri* að tilhlutun »Grettis«, og þar glímt um tvo verðlaunapeninga, er félagið hefir látið gera fyrir nokkrum árum, í því augnamiði, að glímt skyldi um þá árlega. Aldurstakmark þátttakenda eru ákveðin: um gullpeninginn 15 —18 ára og um silfurpeninginn 12—15 ára ung- lingar. Glímurnar fóru mjög vel fram, því yfirleitt var glímt vel. Silfurpen- inginnjhlaut Þórður Kolbeinsson, (kaup- manns Arnasonar,) en gullpeninginn Stefán Árnason (bankaritara Eiríksson- ar). Einhverjar raddir heyrðust um það að Stefán væri fyrir ofan tiltekið ald- urstakmark. »Gjh.« hefir kynt sér þetta mál, og er enginn flugufótur fyrir því, mishermið sprottið af rangfærzlu ald- urs hans í skólaskýrslu gagnfræðaskól- ans og — öfand? Stefán er afburða- glímumannsefni og hefir mörgum full- tíða manni á »kné komið« er svo vilja telja hann eldri en 17 ára. OJALLARHORN. V. •••*••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Páll postuli kveður söfnuð sinn í Tyrus. Eftir Karl Gerok. Ut á haf og inn til hafna ótal stýra fley; fjöldi þeirra festir stafna fyrir Tyros-ey. Ymsir ferma aðrir taka auð við bryggjusporð, Gott er heilum heim að aka. heims frá yztu storð. En sú þröng og köll og kliður komudrengjum mót! hugarþrá og feginsfriður fyllir hal og snót. Röskur sveinn þar ryður veginn, reynir kraftaþraut, þar til sér hann sigri feginn sinnar brúðar skaut. Fjarri þessum fans og kliði, færist hógvær drótt út með breiðu sævarsviði, sorgarstilt og hljótt. Páll þar fer með fljóð og sveina; fellur loks á kné; nú skal kveðja, nú skal reyna náðarstundar hlé. Lengri, lengri leið skal halda, liðnir dagar sjö; — flestir eiga kosti kalda, kjörin boðin tvö. Heitum kærleikskossi mengi kveður hetjan góð; eftir honum horfir lengi hnfpin vinaþjóð. Páll á skip, og akker undin, utar færist gnoð, vinarhópur böli bundinn beið, unz hverfur voð. Loks til borgar bræður snúa — börn í nýrri trú; hvernig mátti hjá þeim búa heilög kempan sú? Mörgum sýndist hjá sér heima húsið föðurlaust; orð hans samt þeir eiga og geyma, andans líf og traust. Hitt er valt, hve við hann leiki veðrin skæð í för; von og kvíði valda reiki; völt eru manna kjör. Hulið er oss helzta fárið hér í lífi manns: skilnaðsstundar sviðasárið, sem að bíður hans! Það, að skilja þvert um vllja þreytir snót sem hal, — hörðust kylja hrygðarbylja hér í táradal! Vinur finnur vin um síðir: verður auðnan trygg? Þá sem ást og yndi prýðir: er þeim lukkan dygg? Einum hlífir hafið kalda, hinn fer einn á kjöl; annar má til elli tjalda, annan byrgir fjöl! Hjón, sem ungar ástir gleðja, yndi og saklaust geð; hvort mun hitt með harmi kveðja hels við kaldan beð? Móður kyssir kátur drengur, kjörinn Drottins gjöf: hvort mun þeirra lifa Iengur, lfta annars gröf? Víst er gott að vita eigi vorra daga kjör; gakk þú rakleitt Guðs á vegi, glögg þó vanti svör. Elskan venst við svöðusárin, situr helzt í ró, þó að vakna vilji tárin vinurinn þar sem bjó. Elska, láttu hátt í hæðir, heim á Drottins stað, þar sem enginn ótti mæðir, engir skiljast að! »Vertu sæll, við sjáumst aftur«, seg, er kemur hún: Drottins elsku undra kraftur öllum geymir rúm. Vinir, þér sem hér í heimi hafið stundarbið: elskist! því í æðra geimi aftur finnist þið! Þó að ^eljar hvíni bylur hjartaprúður vert! Drottins börn ei Bani skilur; borgari guðs þá ert! (í apríl ’ii. M. J.) Matarforði. Akureyrarkaupstaðar. Því var hreyft í síðasta blaði »Gjh.« að kaupstaðurinn væri eigi birgur af matvöru, og að neyð væri fyrirsjáan- leg, ef hafís tefði skipaferðir fram eftir sumrinu, eins og stundum hefir átt sér stað hér við norðurlandið. »Norðri« viil mótmæla þessum um- kvörtunum, en gerir það á þann hátt, að líta verður svo á, að það sé gert aðallega í hagnaðarskyni fyrir eina verzlun kaupstaðarins, og skal þeim mótmælum þessvegna eigi svarað hér, heldur litið alment á málið. Fyrir nálægt 20 árum síðan voru aðeins fimm verzlanir á Akureyri. Hver verzlun hafði sína föstu ákveðnu við- skiftamenn. Það var því auðvelt fyrir þessar verzlanir að ætlast á um, hve mikinn forða af nauðsynjavörum þær þyrftu að hafa, til þess að birgja sína viðskiftamenn, enda mundu þær hafa gert það vel viðunandi. Nú eru verzlanirnar hér orðnar nær 30, og sú breyting á orðin, að við- skiftamenn verzlananna eru altaf að skifta um og flytja sig frá einni verzl- un til annarar, og sérstaklega cru það þó kaupfélögin sem breytt hafa afar- mikið viðskiftalífinu. Og ekki leikur efi á, að breytingin er afar þýðingar- mikið framfaraspor — að flestu leyti. Það eitt finst oss athugavert við það verzlunarlag sem nú var nefnt, að eng- in verzlunin finnur skyldu hvíla á sér, til að liggja með meiri vöruforða en nægir fyrir hana milli skipaferða, þá er gert er ráð fyrir að þau gangl hindrunarljiust. Á þessu verður varla ráðin bót' með öðrum ráðum en að stofna »kornforðabúr«. Allmörg sveit- arfélög landsins hafa þegar fyrir nokk- rum árum ráðist í það, og vitum vér mörg dæmi þess, að það hafi orðið að miklu gagni. Og hvað skyldi vera því til fyrir- stöðu að kaupstöðunum sé það jafn framkvæmanlegt? Auðvitað þarf til þess allmikið fé, en lfklegt sýnist að til slíks fyrirtækis myndi fást landssjóðs- lán með góðum kjörum. < Ekki virðist og ólíklegt að kaupfé- Kopíupressa fæst í bókaverziun Odds Björnssonar á Akureyri. lögin, er hafa nú náð, að sögn, meiri- hluta af bændaviðskiftum héraðsins, væru fús til að Ieggja töluvert á sig til framkvæmda þessa máls, því ískyggi- legt er það í meira lagi að geta bor- ið kvíðboga fyrir því á hverjum vetri, að nauðsynjavörur þrjóti, ef ís hamlar ferðum skipanna um nokkurn tíma. Berklaveiki í stórbæjum. Það er orðið alkunnugt, að mann- dauði af berklaveiki er langmestur þar sem fjölbýli er mest og húsakynni lé- legust. Manndauðaskýrslur á Englandi sýna þetta Ijóslega. Manndauði af berkla- veiki minkan í jöfnu hlutfalli við her- bergjafjölda fólks. Meðal fjölskylda sem búa í 1 herbergi er berkladauði 2,5%o 2 — — — I,8%0 3 — — — 1,2°/00 4 og fleiri — — o,7%o í Liverpool hefir bæjarstjórnin á síð- ustu 25 árum látið rífa niður 8000 hí- býli, sem álitin voru óheilnæm fólkinu. „Qrettisbelti4“. Um það verður glímt í Rvík í næsta mánuði. Páll Stefánsson verzlunarfulltrúi mætir fyrir félagsins hönd við þetta tæki- færi. Líkneski Jóns Sisrurðssonar er nú fullgert. Það er til sýnis í alþingis- húsinu. Árni Qislason leturgrafari í Reykjavík er dáinn. Var mesti sæmdarmaður. Prestastefna verður haldin á Akureyri, frá 27.—29. júní n. k. Geir biskup stýrir henni. Qufuskipaferðir. Alþingi hefir veitt 4000 kr. til fastra gufuskipaferða milli Svíþjóðar og íslands. Þær byrja að líkindum í suftiar. „Vesta" er væntanleg í kvöld. Jörundur kominn til Sauðárkróks. Töluverður ís er á Siglu- firði og nokkur íshroði á Eyjafirði. ÍOOO ára afmæli Norðmandí. Það verður hátíðlega haldið í Rúðuborg í sumar. Þá eru liðin iooo ár síðan Göngu- Hrólfur settist þar að. Sem fulltrúar ís- lands eiga að mæta þar Skúli Thoroddsen og Guðm. Finnbogason. Til þess hefir alþingi veitt Skúla 1200 kr. en Guðmundi iooo kr. ' Siaurður Sizurðsson alþingismaður hefir sagt sig úr sjálf- stæðisflokknum. Þjóðvinafélagið. Þar er kosinn forseti Jón Þorkelsson dr. Ritnefnd, Björn Jónsson, síra Jens og Einar Hjör. Tryggvi Gunnarsson hefir til þessa verið forseti félagsins síðan það var stofnað, og jafnan staðið þar afarvel í stöðu sinni og mælist kosning þessi afar- illa fyrir í Rvík.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.