Gjallarhorn


Gjallarhorn - 18.05.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 18.05.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. V, 22. -•-•-•-•¦•-•-»"• • • •¦¦?¦• • ' Ritstjóri: Jón Stefansson. Akureyri 18. maí. »•-•- 1911. Stærst úrval, lœgst verð. co 5 C/D co Vefnaðarvöruverzlun Gudmanns EfferfL, Akureyri hefir ávalt stærst úrval af allskonar vefnaðarvöru, skófatnaði, höfuðföt- mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm um, tilbúnum fatnaði handa konum, körlum og börnum, olíufatnaði, sápu og ilmvatni og ýmsu fleira. íslenzkar vörur teknar háu verði. Stærst úrval, lægst verð. / S | \ Heilbrigðisnefndin. Það er vær blundur, sem heilbrigð- isnefndin hefir tekið sér; enn standa allir sorphaugar og íorarvilpur bæjar- ins í sama ástandi og áður. Það væri þó sfzt vanþörf á að hreinsa — þó ekki væri nema versta óþverr- ann — frá aðalgötum bæjarins. ífyrsia lagi er það ógeðslegt og — ef til vill — hættulegt að anda að sér 6- lyfjan þeirri, sem upp úr forunum gufar, þegar hitna tekur í veðrinu. / öðru lagi er það hvimleitt að sjá börn- in vera að leika sér og jafnvel velta sér upp úr haugunum, bera óþverrann á sér inn í híbýli manna og ata þar í ábreiður og annað þ. k.', en afleið- ingar ófyrirsjáanlegar. / þriðja lagi er þetta sorglegur vottur um óhreinlæti vor íslendinga, og má nærri geta, að útlendingar, sem þetta sjá við aðalgötu bæjarins, líti heldur smáum augum á menningarástand vort. Eg sá — í fyrra- t- sumar—ferðafólk af »Oceana« halda fyr- ir vitiíi er það gekk út Brekkugötu, svo var megn ódaunin úr forunum neðan við götuna. Fólkið sá öskuna, gjarðarusl- ið, pjáturdallana og annað sviplík skraut í forunum þarna og það hristi höfuð- in yfir okkur. Nefndin má til að hreyfa sig og lagfæra eitthvað hér, það hefir ekki þann kostnað í för með sér, og vart trúi eg því, að það sé efnaleysi bæj- arins sem því veldur, að eigi er að gert, því að fáir eru svo fátækir, að þeir geti eigi veitt sér þrifnað allan. Aðalmaður nefndarinnar reis upp hér á árunum sem postuli hreinlætisins og reit margar blaðagreinar um óþrifnað vorn i blöðin syðra. Hvað er nú orð- ið af öllum þrifnaðaráhuganum? Er þessi sami maður nú orðin of sam- dauna því, sem hann þá vítti, til þess að sjá að hér er ærið nóg að starfa. Það er ekki nóg að áfella og rífa niður, það verður að leiðbeina mönn- úm og ganga á undan með góðu eft- irdæmi — byggja upp aftur —. í heil- brigðisnefndinni hefir þessi nefndar- maður tækifæri til að sýna í verkinu það, sem hann svo fagurlega hefir bent á—á pappírnum. Nú er að sýna, að af ábuga hafi verið ritað, en ekki af al- gengum pennakvilla. Akureyri er, að mörgu leyti, á und- an öðrum bæjum hér á landi, en ekki mundi sá heiðurinn minka fyrir bæinn, ef hann yrði sannnefndur hreinlátasti bær landsins. Til þess verður heil- brigðisnefndin að starfa, og þá fyrst Og fremst að þrifnaði við götur bæj- arins og kring um hús manna; þvi að fyrsta skilyrði fyrir þrifnaði öllum er hreinlæti utanhiiss(sbr.Hollendingar). Hrafn. Aths. ritstj. Ofanritaða grein var >Gjh.« (fast- lega) beðið að birta af einum borgara bæjarins, þeim er og mátti vænta af, að hefði bæði þekklngu og áhuga á málefninu. Opinberunarbók. Jón Kristjánsson lagaskólakennari og ung- frú Todda Benediktsdóttir (Þórarinssonar) í Reykjavík. Btazráð Havsteen. Hans er von heim í næsta mánuði. »Ojh." hafa boi ist útlend blöð, er skýra frá að hon- um hafi verið boðið í miðdegisvcrð hjá konungi vorum 10. apríl, ásamt fleiri stór- mennum. »•••••• •-?-••-•-?-•-•-•-•-•-•-•- Bmma Qad. 15. apríl s. 1. voru liðin 25 ár síðan hún lauk fyrsta leikriti sínu. Síðan hefir hún samið heilan hóp af leikritum og sraásögnm. Danir hafa tekið þeim vel, enda má um þau flest, segja að þau séu máluð eftir „Hafnar- lífi". Ýmsir rithöfundar héldu samsæti frúnni til virðingar og gekk heilmikið á þann dag í hóp þessháttar manna. íslendingum er Emma Qad aðallega kunn vegna listiðnskóla hennat, er ýmsar íslenzkar stúlkur hafa not- ið tilsagnar og styrks á, og svo af „Skræl- ingjasýningunni". Bkkia Tolstojs er mjög hugsjúk um þessar mundir yfir máli því er ,stjórnin rússneska hefir látið höfða gegn henni, út af því að hún hefir selt útgáfurétt á ýmsum bókum Tolstojs, er stjómin hafði áður gert upptækar. Ef málið fellur á ekkjuna, fær hún minst eins árs fangelsi. Enn fást örfá eintök af hinni á- gætu skáldsögu Eiríkur Hanssoi) eftir Jóhann Magnús Bjarnason, { bókaverziun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.