Gjallarhorn


Gjallarhorn - 26.05.1911, Side 1

Gjallarhorn - 26.05.1911, Side 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson. V, 23. a Akureyri 26. maí. 1911. >-• Heilbrigðisnefndir). Grein með þessari fyrirsögn birtist í síðasta blaði »Gjallarhorns«. Höfund- ur hennar, sem blaðið telur málsmet- andi mann hér í bænum, skrifar undir dulnefndinu Hrafn og notar þennan Hrafnsham til að kasta ónotum að heilbrigðisnefnd bæjarins og sérstak- lega þó til mín. En eins og krumma er gjarnt, hefir þessi Hrafn hlaupið á sig, er hann telur mig vera aðalmann nefndarinnar. Bæjarfógeti er formaður hennar og hann mun fúslega kannast við að aðgerðaleysi nefndarinnar sé fremur honum en mér að kenna. Hafa valdið því veikindi og ýmsar annir, að nefndin hefir ekki verið kölluð saman nú nýlega, þrátt fyrir ósk mína og annara. — Það skal játað, að Akureyri er langt frá fyrirmyndarbær að þrifnaði og þurfti Hrafn ekki að fræða mig á því. Frá því eg kom hingað hefi eg haft góðan vilja á að kippa ýmsu í lag, en vald til að framkvæma það sem eg hefði viljað, hefi eg ekki, og fjárhagur bæjarins er af skornum skamti til verulegra umbóta. Að öðru leiti finn eg ekki ástæðu til að svara þessum Hrafni, þar sem eg ekki veit hvaða málsmetandi mað- ur það er, vissi eg það, mundi eg máske svara ýtarlegar. Eg hafði ekki haldið, að »Gjallar- horn« leyfði neinum undir dulnefni að bakbíta mig, en fullsáttur mun eg þó verða við það, ef það vill birta hið rétta nafn þessa Hrafns. Sleingrímur Matthíasson. Fundið gull gorður í Sandi Og það smíðað gull! — ekki er nú fólkið aldauða, þótt oft hafi skolfið norður við Skjálfanda í þessi þúsund ár! Það er ekki ónotalegt að fá fast- andi og á sængina slíkt talnaband úr hvítagulli og kúríel ! Reyndar ergit mig að sjá á svona smíði mitt og ó tal annara orðið að hálfvegis leirburði. Leirburði já! Því þegar við erum lengi búnir að berja stráin í Bragatúni og halda við einir eigum himinn og hauð- ur, þá er það ergilegt að sjá sig flæmdan utangarðs og eiga fáar þúfur frjálsar eftir á óðalskoti sínu í sjötíu ár! En — gleðin yfirgnæfir hjá þeim, sem með Glúmi þora að syngja: »Rudda ek sem jarlar, orð lék á því forðum, með veðrstöfum Viðris vandar inér til landa.« Gull er norður á Sandi! — betra gull voluðum Bragabörnum en Mó- mýrar- og Miðdalsgullið þeim Mamm- ons sonum! Eg er að meina stökur Ouðm. Friðjónssonar í 2. hefti Eim- reiðarinnar í ár, til minningar Stefáns gamla frá Gönguskörðum og Heiði, föður þeirra Stefáns skólameistara og séra Sigurðar í Vigur. Guði sé lof fyrir þær stökur og þann frómlynda ágæta bændaöldung, sem þær svo meistaralega heiðra! Ekki segi eg að smíðið sé með öllu smá- gallalaust, heldur hitt, að þau smálýti hverfa eins og gasgufa, þegar kvæðið er betur athugað og lesið í kjölinn, því það fer djúpt og er rekið, felt og smelt, með hugviti og hugvitskendum (sentiments); eiga þau einkenni einkar- vel, að í minningarkveðskap, og bæta upp leiftur og eldingar annara skálda, sem yrkja sléttara og eins og beint frá hjartanu. Nú þótt erfitt sé að rjúfa festina og tína tölu og tölu fyrir sig til að sýna gullsmíðina, vil eg samt til skýringar tilfæra fáeinar hendingar: »Æskukraft, sem í þér brauzt, engum tókst að skemma; — auðnan gaf þér orðalaust úrvalskonu snemma. Vegastjarna varð hún þér — var þér sól í heiði; þögl og vitur sómdi sér svo sem króna á miði. —, — í þér reyndi úrval manns okkar móðir snauða. Út á hafi, inn til lands, öndvert lífi og dauða. Um þig greri og óx við skin afbragðs kjarna gróður, langa æfi vildar vin vorrar smára móður. Þá kemur lýsing landshátta móti Tindastóli. Ein stakan í þeim kafla er þessi : »Tindastóls in klökkva kinn kunni sólskins veiði, var f henni vegur þinn: Veðramót og Heiði. Lýsing mannkosta Stefáns er ein hin snjallasta í ferhendum stökðm. Til dæmis þessar: Tvítugur varstu að hreysti og hug á hverjum dægramótum; manna tveggja maki að dug, meðan stóðstu’ á fótum. Látni höldur! Þjóðarþing þvílík skyldu fleiri, — tvíelleftum tannfelling tuttugu sinnum meiri! Eg flyt gullgerðarmanninum þakkir mínar með þessari stöku: Sjáirðu Braga-börnin mín berja gadd um vetur: dreyptú á þau Dvalins vín, og dreptu svo, ef getur! Matth. Jochumsson. Verzlun J. V Havsteens hefir nú með síðustu skipum fengið afar miklar birgðir af allskonar vörum. Skal sérstaklega bent á: NAUÐSYNJAVÖRUR, allsk. VEFNAÐARVÖRUR, stærst úrval í bænum, t. d. karlmannafataefni kvenkápur, silkitau margskonar, hálslín- og bindi, ótal tegundir o. fl. o. fl. VÍNFÖNG og VINDLA kaupa hygnir menn eigi annarssraðar. Verzlunin er orðin þjóðkunn fyrir vöruvöndun og selur þó með betra verði en annarstaðar hér í bæ er um að gera. Ef ykkur vanhagar um eitthvað, þá leitið þess fyrst í verzlun J. Y. Havsteens. B A L T I C skilvindan. Síðan Burmeister & Wain hættu að smíða »Perfect" skilvinduna, hefi eg leitað mér upplýsinga hjá SÉR- FRÆÐINGUM um pað hvaða skilvinda væri bezt og fullkomnust og álitu þeir að það væri BALTIC skil- vindan. BALTIC skilvindan er smíðuð í Svíaríki úr bezta sænsku stáli og með öllum nýjustu endurbótum. Hún hefir fengið æðstu heiðursmerki á sýningunum og er einföld og ó- dýr. Hin ódýrasta kostar aðeins 35 kr. BALTIC F skilur W 70 mjólkurpund á klukkutíma og kostar aðeins 40 kr. Nr. 10 skilur 200 mjólkurpund á kl.st. og kostar 100 kr. Skilvindan er af mjög mörgum stærðum. Útsölumenn eru í flestum kauptúnum landsins. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar: Jakob Gunnlögsson, Köbenhavn, K. •- ♦-♦ ♦ ♦ ♦ • ♦ ♦ ♦ ♦ % ♦-♦-♦ # # # # # ♦-♦ • ♦ • ♦-♦- ♦ ♦•••• Stóra norræna telegraffélagiO hefir nýskeð sent út ársreikning sinn fyr- ir árið 1910, er sýnir að „netto" gróði fé- lagsins var yfir árið 8 miljónir kr. Höfuð- stóll félagsins er 27 miljónir kr., en vara- sjóður nú orðinn 40 miljónir. Silunganef er til sölu. Oddur Björnsson vfsar á seljanda

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.