Gjallarhorn


Gjallarhorn - 01.06.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 01.06.1911, Blaðsíða 2
76 GJALLARHORN. V Fjárhagsástandið. Um 450 þúsund kr. tekjuhalli. Kaflar úr fjárlögunum. »Báglega tókst með alþing enn . . .« Lesendur „Gjh." rekur víst minni til allra sparnaðarloforða „Sjálfstæð- is“-flokksins þegar hann varað brjót- ast til valda 1908 og allra árása hans á Heimastjórnarmenn pá út af þeim efnum. það voru því líkur til að þeir „Sjálfstæðis"-menn mundu fara af- ar gætilega og sparlega með lands- fé, þegar þeir voru orðnir einvald- ir um meðferð þess. En raunin hefir orðið öll önnur. Það sýndi sig þegar á þinginu 1909 hver alvara hafði fylgt máli þeirra og nú tekur út yfir. Tekjuhallinn hefir aldrei verið eins ískyggilegur og nú. Bitlingum óg þurfamannafé aldrei verið ausið eins óhemjulega og nú. Flokksaflið aldrei notað sér „afl meiri hlutans" til þess að ausa lands- fé í svanga vinnumenn flokksins eins og nú er. Á síðasta umræðufundi um fjár- lögin í sameinuðu þingi óx tekju- hallinn um nær 50 þúsund kr. „Sjálf- stæðis“-menn voru þar í algleym- ingi og Heimastjórnarmenn réðu ekki við neitt. Þá var það að^Bjarni Jónsson frá Vogi veitti sér 20 þús. kr. á fjárhagstímabilinu. Og þá var það, að séra Sigurði í Vigur blöskr- aði svo austurinn í flokksbræðrum um sínum, að hann reis öndverður við, drap fyrir þeim loftskeytamál- ið og forðaði þar 60 þúsund kr. — Annars verða ýmsar sérstakar fjár- veitingar gerðar að umræðuefni síð- ar hér í blaðinu og skal því eigi farið lengra út í þá sálma í þetta sinn. Á fjárlögunum eru tekjurnar á- ætlæðar 2887400 kr. en útgjöldin 3333567 kr. Tekjuhallinn verður því 446167 krónur samkvæmt þeirri áætlun. En áreiðanlegt mun það að tekju- hallinn hlýtur að reynast enn meiri, áætlunin öll svo úr garði gerð. Sér- staklega telja margir áfengistollinn sem áætlaður er tekjumegin, hærti en nokkurt vit sé í. Til vegabóta er veitt alls 315500 kr., til gufuskipaferða 212300 kr., til síma 313900 kr., til vita 93950 kr., kirkju- og kenslumála 587140 kr. til vísinda og bókmenta 162740 kr., til verklegra fyrirtækja 438394 kr., til eftirlauna og styrktarfjár 158400 krónur. Til verklegra fyrirtækja er fénu skipt á þessa leið: Til Torfa Bjarnasonar 1500 kr. h. á., bryggjugerðar í Vestmannaeyjum 5000 f. á., framhaldsrannsókna á járnbraut- arstæði frá Rvík austur í Arness- og Rangárvailasýslur 3000 kr. f. á., »sam- bands íslenzkra samvinnufélaga* til að útbreiða þekkingu á kaupfélagsskap og öðrum samvinnufélagsskap 500 kr. h. á. (Styrk þessum skal verja til fyrirlestra um þetta efni á þeim stöðum, er stjórn- arráðið tiltekur og gegn jafnmiklu til- lagi annars staðar að), búnaðarfélaga 22000 kr. h. á , Búnaðarfélags íslands, þar af til kenslu í mjólkurmeðferð 3000 kr. h. á., 54000 kr. h. á., iaun skóg- ræktarstjóra 3000 kr. h. á , til skóg- græðslu 8000 kr. h. á., handa Ung- mennafélagi Islands til efl.ugar líkam- legra íþrótta og til skóggræðslu IOOO kr. h. á., til sandgræðslu 4000 kr. h. á., styrkur til samvinnu smjörbúa 12000 kr. h. á., til verkfræðings, er sé til aðstoðar landsstjórn og héraðsstjórn- um 3500 kr. h. á., laun handa tveim dýralæknum 2800 kr. h. á., styrkur til að semja dýralækningabók, alt að 400 kr. f. á., til tveggja manna til að læra dýralækningar erlendis 1200 kr. h. á., Jóninnu Sigurðardóttur til marteiðslu- skólahalds á Akureyri 1000 kr. h. á., kvenfélagsins Ósk á ísafirði til mat- reiðsluskólahalds 1000 kr. h. á., Iðn- aðarmannafélagsins í Reykjavík til þess undir yfirumsjón iandsstjórnarinnar að reka iðnskóla í Reykjavík 5000 kr. h. á., Iðnaðarmannafélagsins á Akureyri til kvöldskólahalds 1000 kr. h. á., Iðn- aðarmannafélagsins á ísafirði til kvöld- skórahalds 1000 kr. h. á., Iðnaðar- mannafélagsins á Seyðisfirði til kvöld- skólahalds 600 kr. h. á. (styrkurinn til þessara félaga fari ekki íram úr 4/s reksturskostnaðar), þess að styrkja efni- fega iðnaðarmenn til náms erlendis 2500 kr. h. á., Páls Jónssonar frá Djúpavogi til þess að fullgera og kaupa einkaleyfi á atkvæðavél 600 kr. f. á., Helga Valtýssonar til þess að setja straumferju á einhverja á landsins, eft- ir samráði við stjórnarráðið 1200 kr. f. á., handa hæfum manni fyrst til utanfarar nokkra mánuði til að kynna sér verk- un og flokkun á íslenzkri ull undir rnarkaðinn og því næst ferðast um landið og kynna bændum meðferð á ull til útflutnings á markaðinn 1200 kr. h. á., til Kaupmannafélagsins og Verzl- unarmannafélagsins til þess að halda uppi skóla fyrir verzlunarmenn í Reykja- vík, þó ekki yfir 4/5 reksturskostnaðar 5000 kr. h. á., til Bjarna Jónssonar frá Vogi til viðskiftaráðanautsstarfa, samkvæmt erindisbréfi frá 30. júlí 1909 alt að 10000 kr. h. á., þar af 6000 kr. laun h. á. og alt að 4000 kr h. á. til ferðakostnaðar eftir reikningi, heiðurs- gjöf til prófessors við landbúnaðar- háskólann í Khöfn C. O. Jensen 2000 kr. f. á., til byggingafróðs manns til þess að leiðbeina við kirkju- og barna- skólabyggingar 1600 kr. h. á., til sama eftir reíkningi fyrir skoðanir húsa á prestssetrum, alt að 400 kr. h. á., laun og ferðakostnaður handa 5 fiski- yfimatsmönnum 8200 kr. h. á., laun tveggja yfirmatsmanna á gæðum síldar, annars á Akureyri, hins á Siglufirði, 1200 h. á., til Fiskifélagsins 2500 kr. h. á., þóknun til vörumerkjaskráritara 360 kr. h. á., til efnarannsóknarstofu í Reykjavík 3200 kr. h. á., fiskiveiða- sjóðs íslands 6000 kr. h. á., leiga eftir Gullfoss 300 kr. h. á., styrkur til Sam- ábyrgðarinnar 5000 kr. h. á., til eftir- lits með útflutningi á hrossum 600 kr. h. á., aðgerðar og umbóta á bryggj- unni í Krossvík á Akranesi 1000 kr. f. á., styrkur til hafnarbryggjugerðar í Hafnarfirði alt að 25000 kr. f. á., styrkur til hlutafélagsins klæðaverk- smiðjan Iðunn 6000 kr. f. á., til eftir- lits með silturbergsnámunni í Helgu- staðafjalli 1000 kr. h. á. Þessar eru fjárveitingarnar er tel- jast til vísinda og bókmenta: Til Stórstúku Goodtemplara á ís- landi, til eflingar bindindi, 2000 kr. h. á., Bindindissameiningar Norður- lans 300 kr. h. á. Þessi tvö félög gefi stjórnarráðinu reikning fyrir hvern- ig fénu er varið. Til Jóns sagnaskálds Stefánssonar á Litluströnd (Þorgils Gjallandi)) 1200 kr. f. á., Jóns Ófeigs- sonar til að fullsemja og búa undir prentun þýzk-fsl. orðabók 1500 kr. h. á., Einars skálds Hjörleifssonar 1200 kr. h. á., Þorst. skálds Erlings- sonar 1200 kr. h. á., séra Valdemars Briems 800 kr. h. á., Guðm. skálds Magnússonar (Jón Trausti) 1200 kr. Guðm. Guðmundsson skáld 600 kr. h. á. h. á., Guðm Friðjónssonar skálds 400 kr. h. á., Sigfúsar Einarssonar til efl- ingar og útbreiðslu sönglistar og söngþekkingar hér á landi 1200 kr. h. á., Jónasar Jónssonar (Plausor) til að rannsaka og rita um íslenzkan sálmasöng (Hymnologi) frá 1550 til 1900 600 kr. h. á., alþýðufræðslu Stúdentafélagsins 500 kr. h. á., Leik- félags Reykjavíkur, gegn minst 500 kr. framlagi úr bæjarsjóði Reykjavík- ur, alt að 2000 kr. h. á , Jóns Jóns- sonar sagnfræðings til að rannsaka og rita um sögu Islands 1000 kr. h. á. Hannesar Þorsteinssonar alþingismanns til að semja æfisögur lærðra manna íslenzkra á síðari öldum 2500 kr. h. á , landmælinga á íslandi 5000 kr. h. á , dr. Helga Péturss til jarðfræðis- rannsókna 2000 kr. h. á., dr. Helga Jónssonar til mýra- og grasfræðisrann- sókna 1500 kr. h. á., Jóns Ólafssonar alþingismanns styrkur til að semja og búa undir prentun íslenzka orða- bók með íslenzkum þýðingum, 1500 kr. h. á., Bjarna Sæmundssonar skóla- kennara til fiskirannsókna 600 kr. h. á , mag. art. Agústs Bjarnasonar til þess að gefa út heimspekilega fyrir- lestra, alt að 600 kr. h. á., Sighv. Grímssonar Borgfirðings til þess að kynna sér skjöl á söfnum í Reykja- vík 300 kr. f. á., Laufeyjar Valde- marsdóttur til að nema tungumál við Kaupmannahafnarháskóla 400 kr. h. á., Guðm. Hjaltasonar til þess að halda alþýðufyrirlestra utan Reykjavíkur 400 kr. h. á., jarðskjálftarannsókna 550 kr. h. á., veðursímskeyti innanlands 4800 kr. h. á., Einars Jónssonar mynda- smiðs 1200 h. á., Guðm. heimspek- ings Finnbogasonar, til þess að gefa út heimspekisfyrirlestra sína, alt að 600 kr. h. á., Mag. art. Sigurður Guðmundsson frá Mjóadal til þess að undirbúa bókmentasögu Islands 600 krónur hvert árið. Magnúsar Ólafssonar ljósinyndara til þess að taka myndir af helztu stöðum hér á Iandi, íslenzk- um mannvirkjum og viðburðum, 500 kr. f. á. Við sjálfan sig. Eftir Drauma-Finn. I. »Hvað vilduð þér vera ? Franskur? ef þér væruð ekki Englendingur,« spurði Soult marskálkur hertogann af Wellington. Hefði sama spurning ver ið lögð fyrir mig fundarkvöldið mikla, hvað eg vildi vera, væri eg ekki ís- lendingur, hefði mér orðið ógreiðara um svarið en Wellington. Hann svar- aði : »Væri eg ekki Englendingur, vildi eg vera Englendingur.* Einhver enskur rithöfundur sagði þó nýlega: Það er líka orðið vandasamt að vera Englendingur, því hvað lífið ætlar að verða er ekki lengur auðráðin gáta. Þetta og margt annað flaug mér í hug á Templarahúsfundinum. Mér kom í hug Alexander mikli og Sturla Sig- hvatsson og Cæsar (0: Sesar) og Klaufi, sem barðist með höfðinu, og kind með tíu hölum, sem Gröndal kvað, og Álft- nesingar, sem ætluðu að byggja línu- skip, og margt fleira. Hvernig er tíminn að breytast? Mér láðist að standa upp og spyrja »meiri hlutann*. Eða hvað á þjóðin að gera? Mér láðist að spyrja »minnihlutann«. Og hver ráð eru til þess að gera oss sjálfstæða þjóð ? Mér láðist að spyrja Ungmennafélagið, þegar það fór að sparka. Alt af verð eg of seinn til skips; — ekki fyrir það: ungu menn- irnir, þótt fráir séu, eru sjaldan fljót- ari að finna lagið, en hinir eldri og fótstirðari. Hvað á úr oss að verða ? Vitum vér hvað vér viljum, eða hvað það er, sem vér viljum? Bara nú komi ekki köttur í bjarnar stað; það er eins og mér standi þá á sama ! Mér sárnar eitt: að geta ekki sagt og því síður gert eitthvað stórt áður en eg dey. »Friður á jörð og mönnunum góður viljiL Jú, það var stórt. Þá út gekk boðið frá keisaranum Ágústó, og þá birtist þetta boð að ofan, niður til hjarðmannanna hjá Betlehem. En það var nú þá. En nú er sem ekkert hafi verið, og nú kemur boð að sunnan — ekki frá Birni sjálfum, heldur frá þeim Bjarnarungúnum, að aliir Álftnesingar ætli að byggja línuskip og einangra landið og skilja við Danmörku og segja: »Við og veröldin!« En eg sný orð- unum við og segi: »Veröldin og við«. Við verðum fyrst að halda almenni- legan Kóngsbænadag og læra að kunna okkur hóf, eins og Karl heitinn rauði sagði við Klaufa; við verðum fyrst að bæta ráð okkar innanlands og verða sjálfbjarga og samtaka, brjóta odd af oflæti okkar og fara bónleiðir til búða. Eða skyldum við vera viðbúnir, ef á hólminn kæmi ? Fyrir hvað væri að berjast — falla eða sigra? Erum við þá vissir um, að hagur okkar standi betur að vígi en Gyðinga, þegar sagt var frá hærri stöðum: »Þið þekkið ekki ykkar vitjunartíma* ? Og hverjum getum við boðið byrginn, fáir, fátækir, smáir og þar á ofan sundurþykkir ? Hvar er »sigur sonarins góða«? Hefir hann endurfætt oss til lifandi vonar, skírt oss nýrri skírn til nýrrar lifandi trúar og kærleika, sem þolir hel og höggsár?

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.