Gjallarhorn


Gjallarhorn - 08.06.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 08.06.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefánsson. V, 25. » • • ? »¦¦• •••••• Akureyri 8. júní. 1911. ?>?••» Botnvörpusektamálið. Hættir „Valurinn" strandgæzlu við ísland? Alþingi neitaði að greiða ríkissjóði Dana framvegis 2h hluta af fjársekt- um þeim, er þeir botnvörpungar gjalda sem »Valurinn« hrerrrmir í landhelgi. Það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem kom þessari neitun í gegn, en með honnm flæktust þó að því starfi þeir Einar á Geldingalæk og Stefán í Fagra- skógi, báðir fulltrúar bændastéttarinn- ar, sem Heimastjórnarflokkinn prýða á alþingi.— En Björn Jónsson fyrverandi ráðherra greiddi atkvæði með Heima- stjórnarrr.önnum, og mun því valda, að hann hefir nú fengið víðtæka þekk- ingu á málinu. En nú er að koma f ljós hvernig Danir ætla að taka í málið. J. C. Christensen, fyrverandi yfirráð- herra Dana, sá maður, sem í raun og veru ræður mestu um stjórnmál þeirra og athafnir í þeim efnum, um þessar mundir hefir ritað rækilega um málið f blað sitt snemma í f. m. Skýrir hann þar frá gerðum alþingis og segir alla sögu málsins frá því er Danir létu byggja »Valinn« 1906 eingöngu handa Islend- ingum (árlegur kostnaður við útgerð »Valsins« hér við land er yfir 100 þús- und kr.). Hafi þótt sanngjarnt að ís- lendingar létu þessa 2/3 hluta sektanna koma í móti, enda hafi ráðherrar Islands lofað að styðja að því, hver eftir ann- an, en nú hafi þó útborgun sektanna verið feld burtu úr fjárlögunum í ann- að sinn, en ályktunarorð hr. J. C. Christensens eru á þessa leið: Pað svar, sem réttast vœri að gefa íslendingum við þessu vœri að láta »Valinn* vera kyrran hér í Danmörku og að við [DanirJ létum okkur nœgja að senda hernaðarbát til strandvarna við ísland. Og sennilega verður það endirinn. Eg vona það verði. Gufuskipaferðir milli íslands og Svíþjóðar Alþingi veitti 4000 kr. styrk til gufuskipafélags, sem tæki að sér að halda uppi ferðum milli íslands og Sví- þjóðar beina leið án millistöðva. Sænsk blöð, sem »Gjh.« hafa verið send, ræða málið af mikilli alvöru og áhuga og hvetja þess eindregið, að að ferðirnar komist á. Vilja þau láta ríkissjóð Svíþjóðar styrkja fyrirtækið ötullega með fjárveitingu, til þess að það komist vel á laggirnar í fyrstu og telja það vænlegra en að vera að smá- reyta til ferðanna ef illa liti út með að þær svari kostnaði. Enginn vafi leikur á því, að mikill gróði gæti íslendingum orðið ,að því að gufuskipasamband þetta kæmist á sem fyrst — og vonandi að það verði sem bezt og fullkomnast. Utan úr heimi. Ólympisku leikirnir. Þess er getið í erlendum blöðum að íslendingar (I- þróttasamband Reykvíkinga?) hafi sótt . um leyfi til að taka þátt í Óly'mpisku leikjunum næsta sumar. Var engin fyrirstaða að fá það leyfi. íslendingar koma því væntanlega þar fram sem slíkir, en ekki eins og um árið — taldir með dönsku hluttakendunum. Kólera hefir stungið sér niður í Pétursborg. Menn gera sér þó von um að hægt verði að hefta útbreiðslu hennar. Forseta-líkneskið. Danska blaðið »Pól- itiken« flytur mynd af því ásamt lýs- ingu, nú nýlega. Þykir myndin vel gerð. Eimreiðarslys varð nýlega í Amerfku. 200 kennarar voru í eimreiðinni er hún fór út af sporinu og valt niður mikinn halla. Yfir 100 særðust, marg- ir af þeim til ólífis. Minnismerki. í Lundúnum var af- hjúpað líkneski til minningar um Victoríu drotningu 16. f. m. Er það eitthvert stærsta minnismerki, sem reist hefir verið. Mikið var um dýrðir við þá at- höfn Dýrt bréf. Nýlega var haldið upp- boð í Leipzig á Þýzkalandi og selt þar meðal annars bréf með eigin-hand- arskrift Luthers, skritað árið 1521, þann 28. apríl, til Karls keisara fimta. Það seldist á 102,000 mörk. Kaup- andinn var miljónamæringurinn Pier- pont Morgan hinn ameríski. /ón ísleifsson rafmagnsfræðingur hefir nýlega unnið fyrstu verðlaun í sam- kepni, sern háð var í Niðarósi um fyrirmynd á brúarbyggingu af svo- nefndri Gerber-tegund. Roosevelt hefir í hyggju að fara til Grænlands á þessu ári og skjóta hvítabirni. Með honum verður f för- inni norðurfarinn Bartlett. Jakob Vorm Múlter norski rithöfund- urinn, andaðist nýverið, eftir uppskurð. Hann var aðeins rúmlega fertugur, og hafði þó unnið sér talsverðan orðstýr. Móðir hans var hin nafnkunna skáld- kona Amalía Skram. Verzlun J. Y Havsteens hefir nú með síðustu skipum fengið afar miklar birgðir af allskonar vörum. Skal sérstaklega bent á: NAUÐSYNJAVÖRUR, allsk. VEFNAÐARVÖRUR, stærst úrval í bænum, t. d. karlmannafataefni kvenkápur, silkitau margskonar, hálslín- og bindi, ótal tegundir o. fl. o. fl. VÍNFÖNG og VINDLA kaupa hygnir menn eigi annarsstaðar. Verzlunin er orðin þjóðkunn fyrir vöruvöndun og selur þó með betra verði en annarstaðar hér í bæ er um að gera. Ef ykkur vanhagar um eitthvað, þá leitið þess fyrst í verzlun J. K Havsteens. Drotningin í Belgíu er hættulega veik um þessar mundir, talið efasamt hvort lífsvon sé. Helztu læknar heims- ins fengnir þangað til hjálpar. >Játnkóngar> Brooklyns, Níels Poul- sen, sá er kallaður var »járnkóngur« sökum þess að hann hafði náð nærfelt allri járnverzlun þeirrar borgar í hend- ur sér, er nú dáinn 67 ára gamall. Hann kom til Ameríku 21 árs og var þá aleiga hans 6 kr. Nú var hann orðinn miljónamæringur. Hann hefir látið sérlega margt gott af sér leiða. Herheimsðkn. Vilhjálmur Þýzkalands- keisari hefir nýverið ritað Taft, for- setanum ameríkanska, og boðið mikl- um hluta af sjóherliði Ameríkumanna að heimsækja herinn þýzka í sumar. Ætlar keisarinn að veita þeim mót- töku í Kiel, verður þar á skipi sínu »Hohenzollern«. William Scharling prófessor í hag- fræði og fyrverandi fjármálaráðherra Dana er látinn. Vátryggingar. England hefir ætíð verið frömuður annara landa hvað vá- trygging snertir. Af íbúum þess voru nú við síðustu áramót 70% lífsvá- trygðir. Hvað skyldu það vera mörg »procent« af íslendingum er hafa fengið sér lífsábyrgð: Jónas (iuolausrsson heldur uppi svörum, fyrir ísland, í »Riget« móti árásagreinum Knud Ber- líns. Ferst Jónasi það mjög myndar lega og óvíst að Berlín beri þar nokk- urn sigur úr býtum. BóktnentafélazlO. Góðar horfur eru á að heimflutn- ingsmálið fái góð málalok, samkomu- lag náist um heimflutninginn og er það vel farið. Sýnist meiningarlítið að aðaldeild félagsins sitji niðri í Khöfn. Ágœt heilsufræðisrit: 1. Sundhed, Skönhed, Styrke, verð 1 kr. 25 a., 2. Helsebot (tímarit) 1. ár, verð 1 kr, útvegar bókaverzlunOddsBjörnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.