Gjallarhorn


Gjallarhorn - 08.06.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 08.06.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 81 Til nafna míns. Eg hefi ekki tíma til að tala við þig í þessu blaði nafni minn, en skal hugsa eftir þér við taekifæri. Qamli Adam í Paradís. Skipaferðir. »Aus(ri« kom hingað 5. þ. m. Fjöldi farþega var með skipinu. Þar á meðal ýmsir stórstúkuþings fulltrúar. Hingað kom Sigurður Hjörleifsson ritstjóri. »Ingólfur« kom og þann 5. þ. m. frá útlöndum. Saltfarma hafa þeir fengið þessa dagana R. Ólafs- son, Sn. Jónsson og Qránufélagið. Ráðherra Kr. Jónsson fer utan til Khafnar með „Botniu", frá Reykjavík 14. þ. m. „Slálfstœðis“-menn hafa kosið í miðstjórn flokksins þá Benedikt Sveinssn, Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Jens Pálsson, Jón Þorkelsson og Magnús Blöndahl. Heimastiórnarmenn hafa kosið í miðstjórn flokksins þá: August Flygenring, Halldór Jónsson, Hannes Hafstein, Jón Ólafsson og Lárus H. Bjarnason. Forsetalíkneskið. Ákveðið má víst heita að það eigi að standa á brautinni er liggur upp að mentaskólanum. Bogadregnar brautir á að gera, til beggja handa við það, upp að skólanum. Dr. Vaitýr Quðmundsson hefir boðist til að ábyrgjast 2 þús. kr. af því fé, er vantar til þess að íullgera leikvöllinn mikla í Reykjavík. Er það myndarlega gert af doktor- num. Síldarafli er talsverður hér á pollinum þessa daga. Konsúll Tulinius kaupir hana og frystir til beitu, mun það koma sér vel áður langt líður fyrir Eyfirð- inga sem nú eiga von á »fiskhlaupi« á hverri stundu. Opinberunarbók. Ungfrú Oddný Lilliendahl og Jón Ásgeirsson verzlunarskólanemi á Ak- ureyri. Axel Tulinius sýslumaður Suður-Múlasýslu hefir sótt um lausn frá embærti, sökum heyrnarbilunar Leiðréttinz. í síðasta blaði »Gjh.« hefir slæðst inn prentvilla í tolllögin í nokkrum eintökum af blaðinu: 1,00 tollur af limonaði o. fl. á að vera 0,10. Til mafgjörðar og bökunar. Flórians eggjaduft . 10 au. Möndluf, Cítron og — býtingsduft 10 — Vanilledropar Vanille lyftiduft . ... 10 - | , g,ösum á IO) I$ og 3G aura. Vanillestangir . . . 15 — |j Ýmiskonar krydd f bréfum. Kardemommudropar, Ávaxtalitur Hindberjadropar, guiur, rauður og grænn í 1 Kirseberjadropar glösum á 10, 15 og 20 au. j í glösum á 15 og 25 aura. Cacao. Ekta, áreiðanlega óblandað, holl- lenzkt 'U pd. á 40 aura. Súkkat. Bezta Livorno-súkkat V4 pd. 40 — Soya. einkar góð í glösum á 25 og 30 — Sapuhúsið Oddeyii“. Talsími No. 82. Slysfarir eru æði tíðar og ekki sízt að menn detti af hestbaki og festi sig í ístað- inu. Nú hefir Karl Sigurjónsson söðlasmiður látið gera fstöð svo út- búin, að eigi er hægt ,að festa sig í þeim, þótt menn falli af hestbaki og ættu sem flestir að fá sér svoleiðis fstöð. Forsög Gerpulveret Fermenta og De vil finde at bedre Gerpulver findes ikke i Handelen. Buchs Farvefabrik, Köbenhavn- I bókeverzlun Sig. Sigurðssonar eru þessar bækur nýkomnar: Aug. Bjarnason: Hellas. E. Hjörleifsson: Gull. Guðm. Guðmundsson: Friður á jörðu. íslenzk söngbók (handhæg bók 17 Júnf). Sagan af Huld drotningu ríku. Einnig margskonar rímur og sögur. Alþingistíðindin 1911 kóma með fyrstu ferð. Sömuleiðis fást margskonar ritföng svo sem pappír, umslög, kladdar, vasa- bækur o. fl., alt selt mjög ódýrt. Mehls Lanol-sápa og Mehls Ideal-sápa eru nútfmans beztu og ódýrustu hand- sápur, drjúgar og með þægilegum ilm. E. Mehls Fabrik, Aarhus. . Aldarafmœti Jóns Sigui ðssonai laugardaginti 17. þ. m. Minningarhátíð verður haldin á Akureyri. Skrúðganga hefst af innri hafnarbryggjunni kl. 11 f. h. á hátíðasvæðið á Oddeyri. Þar verða rœður haldnar, sungin kvœði, leikið á horn o. s. frv. íþróttir verða sýndar: Glímur, sund, kappreiðar, stökk, hjólreiðar, skotfimi, kappróður. Verðlaun verða veitt. Danspallur er á hátíðasvæðinu. Hatíðabönd verða seld á innri hafnarbryggjunni kl. 8—io f h. hátíðisdag- inn og eftir það á hátíðasvæðinu og kosta 25 au. — Börn 10 ára og yngri hafa ókeypis aðgang. Hátíðaskrár skrautprentaðar fást keyptar á 5 aura 2 dögum fyrir hátíðina. Fjölmennið í skrúðgönguna. Akureyri, 8. júní 1911. Forstöðunefndin. 17. júní. Á hátíð þeirri, er haldin verður á Akureyri 17. þ. m. til minningar um ald- arafmæli Jóns Sigurðssonar, verða þessar íþróttir sýndar: Fegurðarglíma. Sund —- hraðsund, leikir á sundi. Kapphlaup, fyrir fullorðna og drengi. Stökk, hástökk og langstökk. Hjólreiðar tvenskonár. Kappróður. Kappreiðar, skeið stökk. Pokahlaup, og fyrir hverja þeirra veitt ýmist ein eða tvenn verðlaun.— Þeir sem ætla að taka þátt í íþróttasýningu þessari, verða að hafa gefið sig fram við einhvern af oss undirrituðum í siðasta lagi pann 15. þ. m. kl. 6. e. h. og gefum vér allar nánari upplýsingar. Guðmundur Guðlaugsson. Gísli J. Ólafsson. A. J. Bertelsen. Adam Þorgrímsson. Ldrus J. Rist. Reynið Boxkalfsvertuna °8 notið ekki aðra skósvertu, OUJtl fæst hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi Buchs FarvefabriK Köbenhavn. Skandinavisk Exportkaffe Surrogat F. Hjort, Köbenhavn. Hollandske Shagftobakker Golden Shag tned de korslagte Piber paa grön Advarsel- ediket. Rheingold Special Shag Brillant Shag, Haandrullet Cerut „Crowion“ Alle sorter Cigaretter. Fr. Christensen og Philip, Köbenhavn. Með því eg fer til útlanda með gufuskipinu »Ingolf« þá auglýsist hérmeð að verzlun- arstjóri Kristján Sigurðsson veitir verzlun minni forstöðu í fjærveru minni. Akureyri 8. júní 1911. Sigtr. Jóhannesson.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.