Gjallarhorn


Gjallarhorn - 22.06.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 22.06.1911, Blaðsíða 1
QJALLARHORN. Ritstjóri: JdN Stefánsson. V, 27. • Akureyri 22. júní. • 1911. JVlinningarljóð á hundrað ára afmæii |óns Sigurðssonar sungin á fæðingarstað hans Rafnseyri í Arnarfirði 17. júní 1911. Þagnið, dœgurþras og rígur! Þokið meðan til vor flýgur örninn mær, sem aldrei hnigur íslenzkt meðan rennur blóð: minning kappans, mest sem vakti manndáð lýðs og sundrung hrakti, fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð. Fagna, ísland, ýremstum hlyni frama þíns, á nýrri öld, magna Jóni Sigurðssyni sigurfull og þakkargjöld! Lengi hafði landið sofið lamað, heillum svift og dofið — fornt var vigið frelsis rofið, jarið kapp og horfin dáð. Loks hófst reisn um álfu alla, árdagsvœttir heyrðust kalla — þjóð vor rumska þorði varla, þvi að enginn kunni ráð — — þar til hann kom friður, frœkinn, fornri borinn Arnar-s/oð, bratta vanur, brekkusækinn. Brjóst hann gerðist fyrir þjóð. Vopnum öflugs anda búinn, öllu röngu móti snúinn, hreinni ást til ættlands knúinn, aldrei hugði’ á sjálfs síns gagn. Fætur djúpt i fortið stóðu, fast i samtíð herðar óðu fránar sjónir framtið glóðu. Fylti viljann snildarmagn. Hulinn kraft úr lœðing leysti, lifgaði von og trú og re'tt. Frelsisvirkin fornu reisti, framtíð þjóðar mark lét sett. Áfram bauð hann: »Ekki víkja«. Aldrei vildi heitorð svikja. Vis'si: Hóf æ verður rikja vilji menn ei undanhald. Viðsýnn, framsýnn, fastur, gœtinn, fjáði jafnan öfgalœtin, Skipaferðir.; >Nora<, eimskip íneð salt til konsúfá Otto Tulinius o. fl. 25. þ. m. *Austri< (J. Júliníusson) kom frá Rvík 18. þ. m. Farþegar: Ólafur G. Eyjólfsson verzlunarskólastjóri, ICreyns vindlasali hol- lenzkur, séra Matthías Eggertsson í Gríms- ey o. fl. »Castor< eimskip Björgvinarfél., kom frá Rvík 21. þ. m. og með því flestir þeir farþegar, er héðan fóru um daginn. Enn- fremur bankastjóri Björn Kristjánsson, ung- frú Björg Gísladóttir, frú Jónína Magn- úsdóttir, frú Oktavía Smith, Pétur Á. ÚI-* kostavandur, sigri sœtinn, sótti réttinn, skildi vald. Jafnt í byr og barning gáður báts og liðs hann gœtti þols. Engum dœgurdómum háður-------------- Dýrra naut hann sjónarhvols. Lifsstrið hans varð landsins saga. Langar nœtur, stranga daga leitaði’ að hjálp við hverjum baga hjartkærs lands, með örugt magn. Alt hið stærsta, alt hið smæsta ait hið fjærsta og hendi næsta alt var honum eins: hið kœrsta ef hann fann þar lands sins gagn. Ægishjálm og hjartans mildi hafði jafnt, er stýrði lýð magn i sverði, mátt i skildi málsnild studdi, hvöss og þýð. „Amarfjörður fagra sveitin! fjöllum girt, sem átt þann reifmn þar, sem nafni hann var heitinn, hetjan prúð, sem landið ann, heill se' þér og þínum fjöllum, þar sem sveinninn, fremri öllum l’œrði að klifa hjalla af hjöllum, In ítt, unz landi frelsi vann! Ey rin Rafns! Það Ijós er lýsti löng ru siðan við þinn garð, enga helspá í sér hýsti: íslam is reisnar tákn það varð. ísland, þakka óskasyni, endurrefsnar fremstum hlyni, þakka Jóní Sigurðssyni, sem þe'r 'vftí gnest og bezt. Sjást mun eftir aldir næstu enn þá Ijó.s af starfi glœstu. Nær sem marki nær þú hæstu nafn hans Ijómar œöst og mest. Gleðji Drottinn frömuð frelsis fósturjarðar sverð ög skjöld! hagabætir, brjótur helsis. blessist starf þitt öld af öld. X X- afsson á Patreksfirði, Jón Ólafsson verzl- unarm. Patreksfirði, frú J. Arnesen á Eski- firði. Sigfús Daníelsson verzlunarstj. á ísa- firði o. fl. »Vesta*. (Godtfredsen) kom í dag aust- an um land frá útlöndum. Farþegar: Jón Jónsson frá Múla, Andrés Guðmundsson stórkaupm. Leith, Emil Schou bankastj. Debeli steinolíufélagsframkvæmdarstj óri ■og frú, Kr. Blöndal póstafgreiðslumaður á Sauðárkrók, séra Sig. Sivertsen Hofi i Vopnafirði, séra Jón Jónsson prófastur Stafafelli o. fl. Aldarminning Jóns Sigurðssonar 17. júní hófst hér á Akureyri með því að skot- ið var nokkrum fallbyssuskotum kl 8 um morguninn, en kl. 11 f. h. hófst skrúðganga af hafnarbryggjunni á Ak- ureyri út á hátíðasvæðið á Oddeyrar- tanga, og þar setti bæjarfógeti Guðl. Guðmundsson hátíðina kl. 12 á há- degi og 'mælti jfyrir minni konungs, Friðriks VIII., en sungið var á eftir. Þá flutti Matth. Jochumson snjalt er- indi um Jón Sigurðssorj og las upp nokkur ný erindi um hann og fiytur »Gjh« þau bráðlega, en á eftir var sungið kvæði Matthíasar sem prentað er á öðrum stað hér í blað- inu. — Þá talaði Ingimar Eydal um ísland, Jón Borgfjörð um Rafnseyri í Arnarfirði, þar sem J. S. er fæddur og Frb. Steinsson fyrir Vestur-íslend- ingum en á milli var sungið og leik- ið á horn. Um kl. 2 steig Stefán Stefánsson skólameistari í ræðustólinn og hélt kjarnyrta og snjalla ræðu um HásKóla íslands, en eigi náðum vér nema smá köflum úr ræðu hans því maðurinn er hrað- máll eins og allir vita, sem hann hafa heyrt: »Merkur er þessi dagur, merkur fyrir þá sök að hann er aldarafmælis- dagur Jóns Sigurðssonar, vors allra merkasta og ágætasta manns, sem fæðst hefir og lifað á síðustu tímum, manns- ins sem ekki lét sér neitt óviðkom- andi, sem íslenzkt var og nokkurs var um vert, ekkert sem á einhvern hátt horfði landi og þjóð til viðreisnar og frama, mannsins, sem hafði svo óvenju- lega glögt auga fyrir því hvar átti að byrja og hvert átti að stefna, ef þjóðin ætti að geta rétt við og staðið öðr- um á sporði. Þessum þjóðskörungi vorum, sem réttilega hefir verið nefndur sómi Is- lands sverð þess og skjöldur, var það ljóst að þjóðin varð að vitkast, varð að mentast ef henni ætti að verða nokkurra verulegra framfara auðið. Þess vegna lét hann sér mjög um- hugað um skólamál landsins. Latínu- skólinn var fyrst framan af æfi J. S. eini skóli landsins. Svo koma æðri skólarnir, prestaskólinn og læknaskól- inn. En Jón Sigurðsson vildi líka fá lagaskóla stofnaðan, svo allar fjöl- mennustu embættastéttir landsins gætu fengið mentun sína og embættisundir- búning í landinu sjálfu. Vafalaust hefir það vakað fyrir honum, að upp af þessum þrem stofnunum, eða um þær, yxi með tímanum háskóli íslenzkur há- skóli. Og í dag, nú fyrir tæpri stundu, var háskóli íslands stofnsettur í höfuðstað landsins. Fyrir þá sök verður þessi dagur tvöfaldur tnerkisdagur í sögu þessa lands eða það vonum vér öll og þess ósk- um vér öll af hjarta. 17. júní verður framvegis tvíhelgur með þjóð vorri. En þeir eru nokkrir sem spyrja: »Hvað eigum »við fáir fátækir smáir* að gera með háskóla,« því er fljót- svarað. Hann á að verða miðstöð þjóð- lífs vors, miðstöð íslenzkrar menningar hvaðan oss komi mannvit, þjóðleg heilbrigði og hvers konar þrifnaður, í einu orði hann á að verða heili vors litla þjóðlíkama. Vér verðum að trúa því og vona og biðja að þetta rætist og vér verð- um að róa að því öllum árum, hlú að þessum vísi, Svo hann þroskist sem fyrst. Sú var tíðin að vér skipuðum önd- vegi í bókmentum Norðurlanda, þó smáir værum og fáir. Ekki er alt undir stærðinni komið. Og enn slær bjarma af ritfrægðardýrð feðra vorra á land vort og þjóð. Én vér lifum eigi enn um margar aldir í því ljósi. Vér verðum að tendra nýtt Ijós, ljós er bregði nýrri birtu yfir landið og út yfir höfin til fjarlægra landa. Þetta er hlutverk háskólans nýja. Hann blómgist þjóð vorri til ævar- andi blessunar og frama.« Nokkru síðar las skólameistari upp kvæði, Hannesar Hafsteins, sem prent- að er hér fremst í blaðinu og var gerður að því mikill rómur. Þá hófust íþróttir og fer hér á eft- ir skýrsla um verðlaunin er veitt voru í hverri grein: GLímur (fegurðarglíma). 1. verðlaun Ari Guðmundsson, Þúfnavöllum. 2. verðlaun Jón Haraldsson, Einarsstöðum. Sund (hraðsund). 1. verðlaun Björn Arnórsson verzlunarm. 50 metra á 38V5 sek. 2. verðlaun Olafur Magnússon Bitru 50 m. á 39 sek. Sundleikur. 1. verðlaun Kr. Karls- son bankaritari. 2. verðlaun Tómas Björnsson realstúdent. Vinnubœkur °g Vinnutöflur fást í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.