Gjallarhorn


Gjallarhorn - 22.06.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 22.06.1911, Blaðsíða 2
V. GJALLARHORN. 88 Hundrað ára minni Jóns Sigurðssonar. Akureyri 17. júní 1911. Nú opnar sólin allar himingættir Og Islands tindum vefur gullið skraut; í lofti syngja landsins heillavættir Um lífsins sigur yfir dauðans þraut. Nú gefst að sjá hve grær á fögru vori, Hve gróðrarvarminn leitar hjarta Fróns Og fræin kalla: fram! í hverju spori. Svo fagurt er í kringum messu Jóns. Það mátti sjá á morgni fyrri aldar, Er manndómssólin tók að vekja þjóð, En brott að flýja feigðarþokur kaldar: Pá fæddist þú, vor yngsti, mesti Jón! Pá skein frá hæðum skírnctrdýrðlings messa Er skörungsefnið vort í reifum lá, Og sólin reis að signa það og blessa, Úr sumarnótt, og kysti fold og sjá. t*á gafst að sjá — þótt margt sé á að minnast, Hve margra gáfna þarf svo vakni þjóð, Hve margar þrautir verða fyrst að vinnast, Svo verkin stóru reynist heillagóð. Þeir Magnús, Jónas, Baldvin, Tómás, Bjarni, þeir bygðu vel, og merkin sýndi Frón; En illa vinst að græða grös á hjarni: Þann grunn að skoða bjóst vor ungi Jón. Pá gafst að sjá, því nú var unnið, unnið, Og undirstaðan lögð við rætur lands. Svo þegar hálfnað hundraðs skeið var runnið, Menn heyrðu og skyldu þróttar orðin hans: „Vér víkjum eigi! Frelsi fult til valda! Vér fylgjumst allir; Saga visar leið. En hér þarf vits og vilja fleiri alda. Þvi vinnum trútt að stutt er œfiskeið!“ Hvað vanstu Jón? það verður aldrei talið, En við oss blasir undra-þrek og spekt. I gegnum aldir heyrist hanagalið, Er hófstu kallið: »Eitt er nauðsynlegt. Pú átt að vita, vera trúr í starfi, Og víkja ei frá hlið þíns bezta manns. Og svo þú haldir frelsi og föðurarfi, Pá fylg þú jafnan merkjum sannleikans!« Nú gefst að sjá. Hvað sér þú ungi lýður, I sjónarskuggsjá hundrað ára bils? Að tíminn æðir eins og fossinn stríður, En ekki sérðu rök þess töfraspils. Lær dæmi hans, er fór ei fyr að tala Um frelsismál en stóð með ægishjálm, Og spurði hvorki um frægð né fagurgala. En fullger stóð með vits og raddar málm, Vorn nýja dýrðling nú er tíð að biðja, (Sem nafna hans menn báðu fyr á tíð,) Að árni’ hann þess, að blessist öll sín iðja I aldir fram til hjálpar vorum lýð. Kom andi Jóns, er gerist þröng á þingi, Og þiggðu enn þinn gamla veldisstól, Og sýn hvað beri sönnum íslendingi, Er sigra vill og glæða líf og sól. En oss er tæpt að trúa heimsins glaumi, I tárahélu breytist oft vor dögg; Vor sólarylur deyr í vetrardraumi; Vor dýrust kenning oft varð svipuhögg. Kom andi Jóns, með sumarsól og blóma, Er sverfur land þitt frost og ís og bál, Og anda samhug, frelsi, frið og sóma í fósturjarðar þinnar merg og sál! X J■ Skáldið »Heilla«-símskeyti Kflpphlaup (fullorðinna). i. verðlaun Haraldur Olafsson too m. á 132/s sek. 1. verðl. Jakob Einarsson 100 m. á 13 2/5 sek. [Hlupu tvisvar, voru í bæði skiftin hnífjainir og því báðum dæmd 1 verðl.] Kapphlaup (drengja á fermingaraldri) 1. verðl. Helgi Pálsson 100 m. á 153/s sek. 2. verðlaun Viktor Magnússon 100 m. á 154/5 sek. Kapphlaup (yngri drengja) 1. verðl. Vigfús Friðriksson 50 m. 7*ls sek. 2. verðl. Oddgeir Jónsson 50 m. á 9 sek. Kapphlaup (stúlkna um fermingu) 1. verðl. Sigríður Kristjánsdóttir 50 m. á 8 sek. 2. verðl. Magnúsína Krist- insdóttir 50 m. á 83/5 sek. Pokalilaup (fullorðinna) I. verðl. Gísli J. Oiafsson. Pokahtaup (drengja) i.verðl. Viktor Magnússon 50 m. á 15. sek. Langstökk, i. verðl. Jakob Einars- son meter 5^0- 2- verðl. Sófus Arna- son m. 4,57. Hjólreiðar. 1. verðlaun Haraldur O- lafsson 350 m á 49 sek 2. verðlaun Þorv. Jónsson og Sófus Arnason 350 m. á 49V5 sek. Hjólreiðar (fyrir að ríða 50 m. á sein lengstum tímd). 1. verðl. Þorv. Jónsson 50 m. á 4 mín. 14 sek. 2. verðl. Sófús Arnason 50 m. á 3 mín. 10 sek. Skotfimi. 1. verðlaun Stefán Thor- arensen. 10 skot á 150 m. færi 81 v:nn- ing. 2. verðlaun Jón Þórarinsson, 10 skot 150 m. 73 vinninga. 3. verðlaun Andr. J. Bertelsen, 10 skot 150 m. 66 vinninga. Jón Einarsson hafði sömu vinninga- töiu en í miili hans og A. J. Beríel- sens var með beggja samþykki varp- að hlutkesti. Kappreiðar. Stökk: Rauður hestur Steingríms Þorleilssonar frá Grýtu 1. verðl. Skeið: Rauð hryssa Jóns Har- aldssonar, Einarsstöðum. 1. verðlaun. Síðan var dansað fram á miðnætti. Veður var hið bezta um daginn, alt af logn að heita mátti. >Gjh« hefir frétt, að víða hér nyrðra voru haldnar þjóðminningarhátíðir 17. júní, t. d. á Húsavík, í Vaglaskógi, Möðruvöllum í Hörgárdal og víðar. Háskólinn. Embœttaskipun og stjórn. Háskóli Islands var settur 17. þ. m. og hefir ráðherra skipað menn í em- bættin til bráðabyrgða, en veitt verða þau ekki fyr en sfðar í sumar og er umsóknarfrestur til 10. ágúst. En há- skólinn tekur til starfa 1. október í haust. Embættin eru nú svo skipuð: / guðfrœðisdeildinni eru prófessorar síra Jón Helgason og síra Haraldur Níelsson, en síra Eiríkur Briem dócent. / lagadeildinni eru þrír prófessor- ar: LáruS H. Bjarnason, Einar Arn- órsson og Jón Kristjánsson, / lœknadeildinni eru prófessorar Guðm. Björnsson landlæknir og Guðm. Magnússon. Aukakennarar verða þar hinir sömu og áður. / Heimspekisdeildinni • er Björn M. Olsen prófessor í íslenzkri málfræði og menningarsögu, Agúst Bjarnason prófessor í heimspeki og Hannes Þor- steinsson dócent í sögu íslands og bókmentum. Háskólakennararnir hafa síðan valið ið sér stjórn. Prófessor B. M. Ólsen er rektor háskólans. Forstjóri guðfræðisdeildarinnar er prófessor Jón Helgason, forstjóri laga- deildarinnar og varaformaður háskóla- ráðsins er prófessor L. H. Bjarnason, forstjóri læknadeildarinnar prófessor Guðm. Magnússon og forstjóri heim- spekisdeildarinnar prófessor Agúst Bjarnason. Þessir 5 menn mynda háskólaráðið. Jakob Qunnlöscsson stórkaupmaður í Khöfn hefir verið sjúk- ur lengi vétrar en er nú á batavegi. Hann fór um miðjan maí s. 1. til Karlstad sér til heilsubótar og húsfrú hans með honum. Mafthías Jochumsson fór áleiðis til Noregs með »Castor« í fyrradag og ætlar að ferðast þar um, til þess að rannsaka og skoða ýmsa forna sögustaði og skrifar hann svo ritgerð um það mál á eftir. Ennfrem- ur ráðgerir hann að halda fyrirlestra hér og þar í Noregi um ísland og ís- lenzk málefni og er lfklegt hann fái marga áheyrendur, því margir Norð- menn þekkja nafn Matthíasar og sess hans á hinu íslenzka bókmentasvæði. Það má heita þiekvirki af M. J. að ráðast í þetta ferðalag, svo háaldrað- ur sem hann er nú orðinn (76 ára), en hann heldur sér svo vel, andlega og likamlega að með afbrigðum er. Munu t. d. fáir sem sáu hann á ræðu- stólnum 17, júní og heyrðu þá ræðu hans um Jón Sigurðsson, hafa ætlað, að þar væri nær áttræður maður — af þeim sem ekki vissu það. Ungfrú Herdís dóttir M. J. fór með honum í ferðalagið og ráðgerir að syngja þar sem hann heldur fyrirlestra. þau er hér fara á eftir voru send héð- an 17. júní og Ias bæjarfógeti þau upp frá ræðustólnum á hátíðasvæðinu. Rafnseyrarhdtlðin Arnarfirði. Blessaður veri sá staður þar sem Jón Sigurðsson var borinn, blessað það hérað er hann ól. Minningarhátíð Jóns Sigurðssonar, Akureyri. Jorstöðunefndin. Hdskóli Islands, Rvík. Guð gefi hann megi verða sú ar- inglóð, er islenzkt þjóðerni og islenzk menning hafi hitann úr á komandi öldum og varpi œvarandi Ijóma yfir land vort og þjóð. í'yrír Oagnfrœðaskólann Norðlenska. Stefán Sfefánsson. Hdskóli íslands, R.vik, blessist og blómgist, íslenzkri. menn- ingu til eflingar og þjóð vorri til œ- varandi frcegðar og frama. Minningarhdtíð Jóns Sigurðssonar, Akureyri. £æjarsffórnin.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.