Gjallarhorn


Gjallarhorn - 30.06.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 30.06.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: JdN Stepánsson. V, 28. Akureyri 30. júní. • »•?•••*•»•?•- Gjalddagi ,Gjallarhorns' Skúli Thoroddsen Utan úr heimi. er 1. júlí. Blaðið má borga inn í flestar hinar stærri verzlanir á Norður- og Austur- landi. Þeir Eyfirðingar, er þess óska, geta borgað það í Kaupfélagsverzlunina. JNærsveitameni) eru beðnir að muna eftir að vitja blaðsins, þegar þeir eru á ferð í bænum. íslendingar erlendis. Embœttisprófi við háskólann hafa lokið þessir landar: í lögfræði: Oddur Hermannsson og Sigurður Lýðsson með I. eink. og Guð- mundur Ólafsson með II. eink. í læknisfræði: GuðmundurThorodd- sen og Stefán Jónsson, báðir með I. eink. Heimspekisprófi hafa ennfrem- ur lokið: Steingrímur Jónsson og Sig- hvatur Blöndahl með ágætiseink., Bryn- jólfur Árnason með I. eink. og Pórð- ur Þorgrímsson með II. eink. Prófessor Þorv. Thoroddsen hefir verið boðinn á alþjóðamót landfræð- inga og jarðfræðinga, sem haldið verð- ur í Róm í haust í sambandi við 50 ára ríkisafmæli ítalíu. Dr. Þ. Th. hefir ennfremur verið beðinn að halda þar ræðu, og er það talin mikil sæmd. Hann fer til Rómaborgar í ágústmán- uði og dvelur þar þangað til mót þetta'er um garð gengið. Kaupmanna- hafnarháskóli hefir beðið hann að .vera þar fulltrúa sinn. — Alt þetta er mikill vegsauki fyrir prófessor Þ.Th. og einn- ig fyrir ættjörð hans — ísland. Guðm. Finnbogason magister hefir afhent Hafnarháskóla doktorsritgerð um heimspekileg efni, og er ákveðið að hann verji hana við háskólann — sem siður er til — síðast í septembermán- uði. Höffding prófessor hefir iokið miklu lofsorði á ritgerðina, svo Guð- mundur mun eiga nafnbótina vísa. Fjalla-Eyvindur. — Jóhann Sigurjóns- son hefir nú lokið við Ieikrit sitt, en ekki varð það leikið í vetur, eins og ráðgert var. Bókaverzlun Gyldendals hefir nú keyþt fyrsta útgáfuréttinn að því, og kemur það þar út í haust, á dönsku. Á því máli heitir það »Bjærg- Eyvind og hans Hustru«. alþingisforseti, er fór til Rúðuborgar, samkvæmt fjárveiting alþingis, til þess að mæta þar á þúsund ára hátíðinni fyrir hönd íslands, kom heim aftur úr því ferðalagi með eimskipinu »Ceres« um daginn. Eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, var aðalhátíðahaldinu í Rúðuborg frestað að nokkru leyti, sakif þess að Berteaux hermálaráðgjafi Frakka lét líf sitt við slysfarir, er Ioft- flugstilraunir ullu, 21. f. m., og vildi Falliéres Frakkaforseti þess vegna ekki að aðalræðuhöldin í Rúðuborg færu fram fyr en 23. eða 24. þ. m. — En aðalhátíðin, íþrótta- og leikja-sýningar o. s. frv., fóru fram, eins og áður hafði verið ráðgert, 4. —11. þ. m. Geta má þess til, að hr. Sk. Th. muni skrifa greinilega um ferðalag sitt og birta á prenti opinberlega áður Iangt um líður. Blönduóssskólinn nýi. Húnvetningar eru fastráðnir í því að endurreisa kvennaskólahúsið á Blönduósi, það er brann í vetur sem leið, enda fengu þeir styrk, áfram, hjá þinginu í þvf augnamiði. Vandfenginn mun sá staður á land- inu, er almennur skóli sé ver settur, en á Blönduósi. Væri ísland efnaðra land en það er, væri auðvitað ekkert móti því að styrkja þar sýsluskóla handa hinum »blíðari hluta mann- kynsins« — en því er nú ekki að heilsa. Og eftir því sem málunum er nú komið, er að sætta sig við það sem er og óska þess að kvennaskóla- húsið nýja verði sem bezt úr garði gert. Kvennaskólanefnd Húnvetninga hef- ir nú samið við Sigtrygg Jóhannesson kaupmann á Akureyri um að byggja kvennaskólahúsið nýja, og mun óhætt að fullyrða, að hún hafi verið þar heppin í valinu. — Húsið á nú að vera úr steini og á að vera fullgert fyrir 1. september 1912, og hefir S. Jóhannes- son tekið að sér að byggja það fyrir 27,500 krónur. Það á að standa-rétt fyrir sunnan gamia skólahúsið, er brann, og vera þrjár lofthæðir. — S. Jóhannes- son sigldi með »lngólfi« síðast til þess að kaupa sjálfur erlendis efni til húss- byggingarinnar, og mun hann vanda bygginguna sem bezt hann má. Prestakötl veltt. Grundarþing eru veitt séra Þorsteini Briem, og er hann kominn hingað norður. Grenjaðarstaðaprestakall er veitt séra Helga Hjálmarssyni, er þjónað hefir brauðinu undanfarið. Aasre Barléme stórkaupmaður í Kaupmannahöfn (eigandi Carl Höepfners verzlana) kom hingað með »Vestu« og dvelur hér um tíma í sumar. AOkomumenn i bænum þessa dagana: Pétur Jónsson alþm. á Gautlöndum, Sigurður Jónsion dbrm. í Yzta-Felli og kona hans, Jón Jónsson kaupfélagsstjón á Héðinshöfða, Gísli Jónsson kauptélúgsstjóii á Sauðárkróki. Khöfn, 15. júní. Franz fóseph keisari hefir verið heilsu- bilaður tíndanfarið. Nú er þó sá las- leiki að batna, en í staðinn að koma annað ekki betra, — keisarinn virðist vera að verða geðveikur. Ameríkuherfloti. Síðast í f. m. komu til Khafnar fjórir bryndrekar úr ame- ríkanska herflotanum, í heimsókn. Að- míráll Badger hét foringi fararinnar. Hafnarbúar efndu til allmikilla hátíða- halda í borginni fyrir gestina, og heim- sóknin fór hið bezta fram. Tolstoj. Stjórnin rússneska hefir boð- ið ekkju Tolstojs hálfa miljón rúblna fyrir búgarðinn Jasnaja Poljana. Ekk- jan gerir sig ekki ánægða með minna en 600,000 rúblur. Christian IX. Fyrir 3 árum síðan var ákveðið að reisa honum veglegt minn- ismerki í Kaupmannahöfn, og skyldi það bera af flestum öðrum að fegurð og stærð. Frú C. Nielsen varð hlut- skörpust með tilboð sitt, um varða- smíðina. Hún hefir nú lokið gipssteyp- unnC og kvað myndin vera forkunnar- vel gerð. Þegar varðinn verður upp- settur, er hæð hans áætluð 29 álnir. fians prínz andaðist 27. f. m., eft- ir stutta legu í lungnabólgu. Hann varð 85 ára gamall, og hafði verið heilsu- góður fram að síðustu tímum. Eins og menn muna var hann bróðir Kristjáns 9. Töluverð bókmentastarfsemi liggur eftir hann, og bráðlega verða gefin út ýms rit, er eftir hann hafa fundist. Díaz fyrv. forseti í Mexíkó flýði þaðan nú um síðustu mánaðamót. Hann var eigi orðinn óhræddur um líf sitt þar, enda var gerður að hon- um aðsúgur á leiðinni til skipsins. Ferð hans er heitið til Evrópu. —* Víst má telja að öllum óeirðum sé lokið í bráðina í Mexi'kó. Flugslys varð nýlega í Mílanó. Flug- maðurinn Cirri hrapaði úr 200 metra hæð til jarðar og dó samstundis. Kona hans og börn voru sjónarvottar að slysinu. Stðrbruni. Síðast í f. m. brunnu til kaldra kola 15 stórhýsf í Umeá í Sví- ' þjóð. Mörg hundruð manna eru hús- næðislaus, og ýmsir hafa meiðst. Up'p- hæð skaðans óviss er síðast fréttist. / Portúgal er mesti ófriðartími um þessar mundir. T. d. eru nú þar í hegningarhúsunum yfir 5000 ,pólitísk- ir' fangar, og margir tugir manna hafa látist snögglega í fanyelsunum, svo að allar líkur þykja til, að þeir hafi ver- ið lífiátni,- án dóms og laga. Me3al þessara íanga eru margir yfirmenn ur hernum. 1911. Járnbrautarslys varð nýlega í Com- balets á Frakklandi. Eimreið, er flutti 300 börn og ungar stúlkur, sem voru á pílagrímsferð, hafði stanzað hjá eim- reiðarstöð einni, en þá kom á flugferð hraðlest og gat ei stöðvað sig, svo að hún rakst á »pílagrímalestina«. Urðu farþegar hennar hryllilega útleiknir flestir, og fjöldi þeirra lét þegar lífið. Stjórnin hefir fyrirskipað stranga rann- sókn á, hvort eigi sé hér aðgæzluleysi um að kenna. Kplanámur á Spitzbergen. Árið sem leið voru sendir sænskir verkfræðingar til þess að rannsaka kolanámur á Spitz- bergen. Árangur af þeim rannsóknum hefir orðið sá, að í Svíþjóð er nú stofn- að hlutafélag til þess að vinna nám- urnar, er sagðar eru að vera kola- miklar. Hlutafélagið heitir »Isafjorden Belsund*, og er hlutafé þess 100 þús. kr. — í sumar verður byrjað á undir- búningi undir námugröftinn. Voða-flagslys varð í Frakklandi 21. f. m. Stofnað hafði verið til kappflugs frá París til Madríd á Spáni (sem er nál. 150 mílur), og franska blaðið »Petit Parisien* heitið sigurvegaran- um 100,000 frönkum i verðlaun. Geysimargt manna var því þarna saman komið, til þess að horfa á, er kapparnir lögðu af stað, og þar á meðal yfirráðherra og hermálaráðherra Frakka. Um 20 flugmenn höfðu gefið sig fram til kappflugsins, og lögðu þeir af stað með 5 mínútna millibili; gekk það vel þar til kom að þeim næstsíðasta, Train að nafni, merkum flugmanni. Þegar hann hafði hafið sig í 20 metra hæð, kom ólag á vél hans, svo að hann hafði ekki fulla stjórn á henni; varð hann því tafarlaust að fara niður aftur, en þá tókst svo illa til, að vél hans lenti á áðurnefndum ráðherr- um, og stýfðn skrúfublöðin þegar ann- an handlegginn af Berteaux hermála- ráðherra og moluðu höfuð hans, svo að hann dó samstundis; en Monis yfirráð- herra fótbrotnaði á báðum fótum og nefbrotnaði; á hann lengi í þeim meiðsl- um, en er þó talinn úr hættu. Enn- fremur sköðuðust margir fleiri, þar á meðal sonur yfirráðherrans. — Nýr hermálaráðherra er skipaður, Goiran hershöfðingi. Lögregluliðið í Berlín. Yfirlögreglu- stjórnin í Berlín hefir ákveðið að all- margir af lögregluþjónunum þar skuli læra japönsku gllímuna Jiu-Jitsu, og er þegar fenginn japanskur kennari handa þeim. Bóksalar um land alt áminnast hér með um að senda bókapantanir fyrir komandi haust í tækan tíma til bókaútgefanda Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.