Gjallarhorn


Gjallarhorn - 06.07.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 06.07.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. U 29. ^ Fjármálanefndii). Milliþinganefndin, sem svo heitir, er nú sest á rökstóla í Reykjavík. Verksvið nefndarinnar sést að nokkru leyti af þingsályktuninni um skipun hennar, er hljóðar svo:. »AÍþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að skipa 5 manna nefnd, til þess að taka til íhugunar fjármál Iandsins, sérstaklega: 1. Að rannsaka með hverju móti til- tækilegast sé að auka tekjur lands- sjóðs, og í sambandi við það, hvort heppilegt væri að landið hefði einkasölurétt á nokkrum aðfluttum vörum, svo sem tó- baki, steinolíu, kolum o. fl. 2. Að íhuga bankamál Iandsins og önnur peningamál, er standa í sambandi við þau, þar á meðal á hvern hátt hagkvæmast verði að stofna fasteignaveðbanka og útvega markað fyrir íslenzk verð- bréf. Fjórir nefndarmanna skulu kosn- ir af sameinuðu þingi með hlut- ' | fallskosningu, en landsstjórnin nefn- ir sjálf til einn þeirra, og skal hann vera formaður nefndarinnar. Kostnaður við nefndina greiðist úr landssjóði. Aðstoð við nefndar- störfin, svo og útgjöld til þess að útvega nægar upplýsingar, teljast til kostnaðar við nefndina. Nefndin skal senda Iandsstjórn- inni tillögur sínar svo fljótt, sem hún fær því við komið, og þau lagafrumvörp, er hún kann að sem- ja um þessi efni, en landsstjórnin Ieggi fyrir alþingi svo fljótt sem unt er þau af frumvörpum þess- um, er hún aðhyliist.* Landritari er formaður nefndar- innar, sem sjálfsagt var, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blað- inu, ásamt því hverja þingið kaus í hana. Af þeim kumpánum er Ágúst Flygenring fjármálamaður mikill, hefir þar praktiska þekkingu í bezta lagi, duglegur og hagsýnn útgerð- armaður og kaupmaður, sem hann hefir verið í mörg ár. Hannes Haf- stein hefir víðtæka þekkingu á þeim svæðum — fjármála — sem flestum öðrum. Um þá meðlimi nefndar- innar, sem Sjálfstæðisflokkurinn •caus, er líklega bezt að vera fáorð- Ur, því fæstir munu skilja hvað þeir hafi þar að gera. Ritstjórinn hefði getað skýrt frá í blaði sínu, hefði hann haft einhverjar tillögur í þessa ítt, er vit væri í, og því ekki þurft *ð grafa pund sitt í jörðu, og af fjármálaritsmíðum hins nefndar- •Uanns Sjálfstæðisflokksins verður ^kki séð að hann eigi nokkurt er- 'Hdi í nefndina. Raunar var það bæði ómynd og ^þarfi af þingmönnum, að kjósa Ritstjóri: Jön Stefánsson. Akureyri 6. júlí. Friðarfáninn. Pér blaðamenn, sem mótið lýðsins vilja, og miklu ráðið, hverja leið hann fer, — þér verðið um fram alt að læra' að skilja, hve ábyrgð sú er stór, er hafið þér: Pér getið lýðinn leitt i dauðans voða, en líka' i gæfu' og friðar morgunroða. Pér hafið einatt hert að lýðsins böndum og heimsku alið, siðum þjóða spilt, og bölvun orðið lýðum bæði' og löndum, frá Ijóssins braut i myrkur þjóðir vilt, og blöðin gert að fláum friðarspilli i fárra sveit og heilla þjóða milli! En einatt lika leitt til sátta' og friðar og léð þeim veika trausta styrktarhönd. Með degi hverjum vaxa völdin yðar svo vitt sem menning fer um höf og lönd. Pví kveð eg yður til þess, friðarfána sem fyrst og hœst að taka' á stefnuskrána. 1911. Upp, upp með friðarfánann, góðir hálsar, sem frelsismerkið bera viljið hátt! þvi engar þjóðir fyrri verða frjálsar en friður rikir hjá þeim, kyrð og sátt. Pá fyrst er krafta allra unt að neyta, i orði' og verki sér til góðs að beita. í alheimsfriðar fylking kveð eg alla, sem finna hjá sér þrá til nokkurs gððs! Og orðsins menn eg einkum vildi kalla, sem eldinn helga geyma sögu' og Ijóðs, að vekja' og glæða viljann allra þjóða til vegs og sigurs friðarstarfsins góða! Guðm. Guðmundsson. (Kvæði það, er hér fer á undan, er þriðji og síðasti kaíli af kvæðinu Friðarfáninn í kvæðasafninu »Friður ,á jörðu« eft- ir Guðm. Guðmundsson. — »Gjh.« hefir ekki verið send bók- in til umsagnar, en getur þó ekki stilt sig um að geta þess, að það vill mæla hið bezta með henni og eggja lesendur sína á að kaupa hana.) ekki menn utan þingsins í nefnd- ma. Bezt hefði hún verið skipuð svo, að í henni hefðu átt sæti, auk formannsins: kaupmaður, bóndi, útvegsmaður og iðnaðarmaður, og nóg er auðvitað hæfra slíkra manna utan þingsins. En það er eins og báðir flokkar þingsins hafi verið samhuga í því að reyna að setja bitlinga-blæ á nefndarskipunina með því að troða í hana eingöngu þing- rnönnum — þeim sem næstir stóðu pottinum! — Eitt bendir nefndarskipunin greinilega á — eitt, sem flestir vissu reyndar áður, eða höfðu grun um, en sem nefndarskipunin staðfestir: Pað, að þetta land, þessi þjóð, er komin i fjárhagsvandrœði — ef til vill fjárhagsógöngur. Horfurnar eru auðvitað enn verri, en ástand- ið er enn þá, þegar aðflutnings- bannið er komið á, með tekjumiss- inum, sem því fylgir. Margt hefir auðvitað stuðlað að því að reka fjárhag landsins í það nauðungar-ástand, sem hann er kominn í. Ráðsmenska Sjálfstæðis- flokksins hefir orðið þjóðinni hryggi- lega dýr. Óspilunin á landsfé var gífurleg. Bitlinga-austurinn hams- laus. Af öllu því sýpur nú þjóðin í framtíðinni. Að ógleymdu eftirlaunaendeminu, sem ríður þjóðinni eins og mara, og hefir riðið um fjölda ára, - en ætti nú að fara að létta af. Það er líka líkast þvi, eða hitt heldur! Nei, nú á »fjármálanefndin« að »finna út« einhverja nýja skatta, sem unt sé að leggja á bak þjóð- arinnar— henni »si sona« til stuðn- ings við bakið!----- VeOráttan helzt enn þurviðrasöm, svo til vandræða horfir. Þó rigndi dálítið í gærkveldi og nótt. Alþingiskosningar. ii. Þess var getið í síðasta blaði, að Ari Jónsson hefði verið að halda fundi með kjósendum sínum í Strandasýslu og fengið daufar und- irtektir undir mál sín. Hann býður sig þar fram aftur fyrir hið samein- aða Sjálfstæðis-Landvarnarlið. Móti honum verður fyrir Heimastjórnar- menn, Guðjón Guðlaugsson kaupfé- lagsstjóri í Hólmavík, gamall full- trúi Strandamanna um fjölda ára, og því reyndur þingmaður, greind- ur og gætinn, er getið hefir sér jafnan hinn bezta orðstír á þingi. Tækist nú meira en í meðallagi klaufalega til hjá Strandamönnum, ef honum væri ekki vís kosningin. Þess er réttast að geta, að Iausa- frétt úr Reykjavík segir, að þar bjóði sig fram, eða réttara sagt, verði boðn- ir fram, af hálfu Andbanninga, þeir Halldór Daníelsson yfirdómari og meistari Guðmundur Finnbogason. - »Gjh.« telur fremur ólíklegt, að fregnin geti verið sönn, jafnvel þó bannlagagutl L. H. Bjarnason muni ef til vill veikja kjörfylgi hans með- al ýmsra Heimastjórnarmanna. Á ísafirði er fullyrt, að þar bjóði sig fram Magnús Torfason bæjarfó- geti í stað séra Sigurðar Stefánsson- ar í Vigur, er ekki vilji nú gefa kost á sér þar aftur. - Heimastjórn- armenn á ísafirði eiga þar sérlega álitlegt þingmannsefni, ef fáanlegt væri til þess að gefa kost á sér, og er það Ólafur Davíðsson verzlunar- stjóri. Hann hefir setið á éinu þingi áður og þótti þar mikið til hans koma um margt. Hann er vitur mað- ur og vel að sér, vel máli farinn og röggsamur í öllu hátterni. Vélarbátapóstferðir um Eyjafjörö. Um þær er „Gjh.« skrifað: . . . Ekki skil eg, hvernig þeir menn hugsa sér að koma þeim á, sem hafa verið vottar þess, vetur eftir vetur, að vikum saman hefir verið svo mikið brim, að ólendandi hefir verið á allri strandlengjunni frá Arnarnesvík til Siglufjarðar, þótt gott hafi verið að ferðast á landi og menn hafi þar farið allra ferða sinna óhikað. Þess eru tæplega nokkur dæmi, að fannfengi hafi verið svo mikið, að póstur hafi ekki komið fram ferð sinni milli Akureyrar og Siglufjarð- ar, og menn hafa jafnan getað treyst því, að koma bréfum sínum með honum á ákveðnum tíma. Komist vélarbátapóstferðirnar á, verður það alt í reikandi óvissunni. — — Mér finst það ennfremur ósanngjarnt, að taka póstferðirnar af Hallgrími pósti Krákssyni, meðan hann getur gegnt þeim — nema eitthvað komi þá í staðinn. Hann hefir nú verið póstur á þessum slæma póstvegi yfir 30 ár og jafnan leyst starfið af hendi með stakri samvizku- semi og þrautseigju, en er nú að verða ellimóður maður og endist því tæplega mörg árin við það hér eftir. • Eg vona hlutaðeigendur hugsi sig vel um, áður en póstferðunum verður breytt svo, að vélarbátar taki þær að sér. Það verða tóm óþæg- indi og vandræði að því. — — Þráinrt. Aldarafmœli Jóns Sigurðssonar. Skrautrituð spjaldbréf fást aðeins f bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.