Gjallarhorn


Gjallarhorn - 06.07.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 06.07.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 97 » 4 « • • ♦ • • Prestafundurinn. Fundargerð. Priðjudaginn 27. júní 1911 komu prestar í félagi þessu saman til fund- arhalds á Akureyri. Ressir mættu á fundinum: Síra Geir Sæmundsson prófastur á Akureyri, síra Jakob Björnsson, Saur- bæ, síra Þorsteinn Briem, Grundarþing- um, síraTheodór Jónsson, Bægisá, síra Stefán Kristinsson, Völlum, síra Jónas Jónasson kennari á Akureyri, síra Bjarni Porsteinsson, Siglufirði, síra Helgi Árna- son, Ólafsfirði, síra Kristján E. Þórar- insson, Tjörn. Síra Árni Björnsson próf- astur á Sauðárkrók, síra Björn Jónsson, Miklabæ, síra Guðbrandur Björnsson, Viðvík. Síra Árni Jónsson prófastur á Skútustöðum, síra Árni Jóhannesson, Grenivík, síra Ásmundur Gíslason, Hálsi, síra Björn Björnsson, Laufási, sira Sig- urður Guðmundsson, Ljósavatni, síra Jón Arason, Húsavík, síra Helgi P. Hjálmarsson, Grenjaðarstað. Síra Sig- urður P. Sívertsen, Hofi, síra Jón Jóns- son, prófastur, Stafafelli. Fundurinn byrjaði með guðsþjón- ustu í kirkjunni og prédikaði for- maður fjelagsins, vígslubiskup Geir Sæmundsson á Akureyri. Pá var gengið til fundar í Good- templarahúsinu, og setti formaður fjelagsins fundinn og mintist í fund- arsetningarræðu sinni sérstaklega þeirra tveggja látnu prófasta, er mestan þáttinn áttu í stofnun og viðhaldi þessa félagsskapar, þeirra síra Zofoníasar sál. Halldórssonar og síra Hjörleifs sál. Einarssonar. Pá var kosinn fundarstjóri í einu hljóði síra Geir Sæmundsson. Til skrifara á fundinum nefndi hann þá síra Bjarna Rorsteinsson og síra Stefán Kristinsson. í dagskrárnefnd voru kosnir þeir síra Árni Jónsson, síra S. P. Sívertsen og síra Björn Jónsson. Pessi mál voru tekin fyrir: eflaust mundi verða fyrir kirkju- líf vort, að fá bæði nýja sálma og þá ekki, sfður ný lög við hlið hinna eldri. Ýmsir fleiri tóku til rháls, og hnigu ræður þeirra allra í sömu átt og frummælanda. Síra Bjarni Porsteinsson skýrði einnig frá starfi nefndarinnar, einkum að því er snertir upptöku hinna nýju sálma- laga. Eftir umræðurnar var í einu hljóði samþykt svolátandi tillaga: Fundurinn er eindregið þeirrar skoðunar, að brýn þörf sé á því að fá viðbæti við sálmabók vora ásamt nýjum lögum, og felst fyrir sitt leyti á sálmava! það og sálma- lög, sem nefndin lagði fram á fund- inum. Fundurinn felur nefndinni að greiða sem bezt fyrir útgáfunni í samráði við biskup landsins og koma henni í framkvæmd á þessu ári ef unt er. 3. Síra Jónas Jónasson kennari á Akureyri hélt fyrirlestur um kristin- dómsfrœðslu barna. Lagði hann á móti kverkenslu barna, einkum með- an þau eru innan 12 ára, og sér- staklega því að byrja á fræðunum; færði hann mörg og skýr rök fyrir því, hversu óheppileg sú aðferð væri. Lagði hann það til í enda fyrirlestrarins, að eftirfylgjandi breyt- ingar væri sem fyrst gerðar á upp- fræðingu barna í kristindómi: 1. Að börnum sé alls ekki kend fræðin og kverið til þess að byr- ja með, af því það er alls ofviða hugsunarmagni þeirra óg deyfir trúartilfinningu þeirra. 2. Að trúarkenslan byrji með biflíu- sögunum og fyrst nærfelt ein- göngu um Krist og ef til vill nokkur fleiri atriði, og séu settar í samband við það einstöku létt- ar greinir úr fræðunum, ritning- argreinar og sálmvers. 3. Að trúarkenslan verði látin halda áfram með fullkomnari biflíusög- um og lestri biflíukjarna eða skóla- biflíu, sem lesin væri með skýr- 1. Síra Guðbrandur Björnsson í Viðvík hóf umræður um húsvitjan- ir. Hann taldi húsvitjanir ákaflega nauðsynlegar og þýðingarmiklar. Ekkert styrkir eins vel sameiningar- bandið —kærleiksríkt og hlýlegt sam- band —milli prests og safnaðar, eins og rækilegar húsvitjanir, ekkert, sem gefur prestinum eins gott tækifæri til að kynnast verulega öllum með- limum safnaðarins, eins þeim, sem fjærst búa, eins þeim, sem sjaldan eða aldrei koma til kirkju. Pessvegna er mjög svo æskilegt, að prestar ræki þetta starf betur en verið hef- ir, og reyni að gera húsvitjanir sín- ar sem uppbyggilegastar og setja á þær meiri andlegan blæ en verið hefir. Fundarmenn þökkuðu fyrirlestur- inn. Síra Sig. P. Sívertsen tók í sama streng eins og málshefjandi. Taldi þýðingu rækilegra húsvitjana mjög mikla og skýrði frá tilraunum sínum í þá átt, að reyna að gera þær andlega uppbyggilegar. Margir fleiri tóku til máls. Eftir langar og fjörugar umræður samþykti fundur- inn svo hljóðandi tillögu: Fundurinn álítur nauðsynlegt, að prestarnir leggi sem mesta rækt við húsvitjanir á þann hátt, sem hver prestur fyrir sig álítur farsælastan og líklegastan til uppbyggingar safn- aðanna. 2. Viðbœtir við sálmabók vora og kirkjusöngsbœkur. Síra Sig. P. Sívert- sen hóf umræður um það mál. Hafa þrír nefndarmenn í því máli, þeir síra Sig. P. Sívertsen, síra Geir Sæ- mundsson og síra Bjarni Porsteins- son, setið nokkra undanfarna daga á fundi til þess að köma sjer sam- an um ákveðnar tillögur um upp- töku nýrra sálma og nýrra laga. Talaði frummælandi um hina brýnu þörf, sem væri á slíkum viðbæti, og hve vekjandi og lífgandi það ingum kennarans. 4. Að síðasta veturinn fyrir ferm- inguna verði börnin látin læra fræðin með stuttum skýringum, og væri rétt að nokkrir sálmar, léttir og vel valdir, væri látnir fylgja því kveri. Alls ætti sú bók að vera styttri en Klaveness-kver, og ekki skylt, að hún væri lærð utan að nema að nokkru leyti. Síra Sig. P. Sívertsen flutti því næst annað erindi um þetta sama mál. Voru þétta aðaldrættirnir í er- indi hans: 1. Hverjir eiga að kenna kristindóminn? Foreldrarnir og heim- ilin verða að leggja trúargrundvöll- inn hjá börnunum, því aldrei verð- ur kristindómskensla í góðu lagi hjá nokkurri þjóð, nema foreldrar og heimilin leggi þar góða og veru- lega undirstöðu. En fæst heimili eru einfær um þetta og hjálpin á að sjálfsögðu að koma frá prestun- um. Kristindómsfræðslan ætti að halda áfram að vera sem áður fyr eitt aðalstarf prestsins. 2. Hvernig á að kenna kristindóminn? Eflaust æskilegasta leiðin að kenna sem mest munnlega, en naumast verður hjá því komist að nota einnig bæk- ur. Og á því ríður, að þær séu rétt notaðar. Sagðar fyrst og skýrðar. Kent í réttri röð. Biblíusögur fyrst. Prestar kappkosti að gera kenslu sína sem mest aðlaðanda. Bæn, samtal, sálmasöngur og lestur í biflíunni. Utanaðlærdómur þarf að minka. 3. Hve mikið á að kenna í kristnum fræðum? Sjálfsagt biflíu- sögur; eigi minna úr nýja testa- mentinu en hjá Klaveness. Biflíu- skýringu dálitla og hið allra mark- verðasta í kirkjusögu. Kverið þarf að vera mjög stutt og einfalt. Uin- fram alt meiri biflíulestur og meiri sálmasöngur. 4. Hverjar breytingar á að gera á núverandi kenslu í kristnum fræðum? Leggja ekki að- • •••••• -•••-♦-• ••••••••• aláhersluna á kunnáttuna eins og verið hefir, heldur á skilninginn og að hið góða orð komist til hjartn- anna. Meira samtal og frásaga en verið hefir. Fá aðrar og betri kenslu- bækur en nú eru, sérstaklega styttra og einfaldara kver. 5. Hverjir eiga að koma breytingunum á? Auðvit- að þurfa heimilin, prestarnir og kennararnir að vera samtaka f því, °g Þyrfti að gefa út einfaldar leið- beiningar í því efni, einkum fyrir heimilin. Prestar þurfa að láta þetta mál verulega til sín taka og reyna að hafa hönd í bagga með öllum breytingum, sem í því efni eru gerðar. Eftir að þessi erindi höfðu verið flutt, hófust ítarlegar umræður um málið. Stóðu þær yfir lengi dags, og tóku flestir fundarmenn þátt í þeim. Nefnd var sett í málið til þess að semja tillögur til fundar- ályktunar, þeir síra Sig. P. Sívert- sen, síra Jónas og síra Árni Jóns- son. Að loknum umræðum voru svo hljóðandi tillögur samþyktar: Fundurinn álítur: 1. Að kristindómsfræðsla barna ætti aðallega að vera í.höndum heim- ilanna og prestanna, en ekki sé heppilegt að varpa henni að miklu leyti upp á skólana. 2. Að ávalt eigi að byrja þá fræðslu með því að segja börnunum frá innihaldi þess, er læra á, en ekki setja þeim fyrir að læra neitt fyr en búið sé að kynna þeim og skýra efnið. 3. Að ekki beri að leggja of mikla áherslu á utanbókarlærdóm, en þess meiri á hitt, að reyna að ná tökum á tilfinninga- og vilja- lífi barnanna. 4. Að semja þurfi og gefa út stutt- ar og einfaldar leiðbeiningar fyr- ir heimilin, er kenni hvernig þau eigi að haga kristinsdómsfræðslu sinni. 5. Að semja þurfi ennfremur tvær nýjar kristindómskenslubækur til notkunar við fermingarundirbún- ing barnanna; sé í annari þeirra ítarlegar biflíusögur og stutt á- grip um helztu menn kirkjunnar, en í hinni sé stutt yfirlit yfir aðalatriði kristindómsins og auk þess úrvals sálmavets og leið- beiningar til biflíulesturs. Fundurinn óskar, að biskup lands- ins taki þetta mál að sér til fljótra og heppilegra framkvæmda. 4. Pá flutti síra Árni prófastur Björnsson erindi um líknarstarfsemi. Slík starfsemi á sér að vísu stað hjá þessari þjóð, en í of smáum stíl, og sérstaklega á sér mjög lítið stað sú líknarstarfsemi, sem hafin sé og rekin af kirkjunni og kristn- um söfnuðum sem slíkum. Petta þarf að breytast. Vér þurf- um að taka höndum saman allir, prestar, sóknarnefndir og héraðs- nefndir, og reyna að koma á kirk- julegri, félagslegri líknarstarfsemi, t. d. til líknar ekkjum, til líknar gam- almennum, til að koma á fót barna- hælum eða uppeidisstofnunum fyr- ir fátæk börn. Margt fleira tók máls- hefjandi fram; var gerður góður rómur að máli hans, og allir þeir, er tóku þátt í umræðunum á eftir, síra Geir, síra S. P. Sívertsen o. fl., tóku í sama streng og mæltu hið bezta fram með máli þessu. Aó loknum umræðum var samþykt svo hljóðandi ályktun: Fundurinn skorar á sóknarpresta, sóknarnefndir og héraðsnefndir í Hólastifti, að stuðla sem bezt að líknarstarfsemi miðaðri við fyrir- liggjandi þarfir á hverjum stað og beitast fyrir slíkri félagsstarfsemi þar sem hún ekki er þegar til. 5. Hvað á að gera iil þess að auka virðing og vinsœldir alþýðu gagnvart kirkju og prestastétt? — Um þetta efni flutti síra Sigurðar Guðmundsson á Ljósavatni erindi nokkurt. Taldi hann þetta hvort- tveggja minna en æskilegt væri og væri það illa farið. Urðu töluverðar umræður út af þessu erindi, og var það hið helzta innihald þeirra, að hið bezta meðal til þess að auka þessa virðingu og þessar vin- sældir, væri það að öll framkoma prestanna, bæði f kirkju og utan, bæði f andlegum málum og verald- legum, væri í einu orði sagt góð og prestsembættinu og kristindóms- málefninu sannarlega samboðin. 6. Pá hélt síra Björn Jónsson á Miklabæ’ fyrirlestur um aðskilnað ríkis og kirkju. Var hann haldinn í hinum stóra sal Goodtemplara- hússins og öllum gefinn kostur á að heyra fyrirlesturinn og taka þátt í umræðunum. Var þar margt manna saman komið. Fyrirlesturinn var ít- arlegur og efnismikill og verður hér ekki greint nákvæmlega frá efni hans, meðfram rúmsins vegna, með- fram vegna þess, að mjög líklegt er, að fyrirlesturinn komi bráðlega fyr- ir almenningssjónir. Pess skal þó getið, að fyrirlesturinn gekk allur og eindregið í þá átt, að mæla á móti aðskilnaði ríkis og kirkju, og það af mörgum ástæðum, er tekn- ar yoru greinilega fram. Á eftir fyrirlestrinum urðu ítar- legar umræður um málið eftir því sem tíminn gat leyft, og tóku þátt í þeim auk frummælanda þeir síra Sig. P. Sívertsen, Guðlaugur sýslu- maður Guðmundsson, Björn mála- færslumaður Líndal, Bjarni Jónsson bankastjóri og síra Guðbrandur Björnsson. Fundurinn stóð yfir frá kl. 9 um kvöldið til kl. hálf eitt um nóttina. Morguninn eftir ræddi prestafund- urinn málið enn að nýju, og var í umræðulok í einu hlióði samþykt svo látandi fundarálylnun: Fundurinn hallast að aðalstefnu prestastefnunnar á Pingvöllum 1909 í aðskilnaðarmálinu. 7. Pá flutti síra Sig. P. Sívertsen e/indi um breytt verksvið presta. — Áður voru prestar svo að segja algerlega neyddir til að hafa á hendi mörg önnur annarleg störf í sveit- arfjelagi sínu. Nú er þetta víða orð- ið breytt, og slík störf eru víða komin yfir á herðar annara. Út af því hefir aftur bólað á þeirri skoð- un, að prestarnir væri þjóðinni nú ekki nærri eins þarfir og áður. Prestar verða að gera alt sitt til þess, að þessi skoðun þroskist ekki, heldur hverfi. Vera samíaka í því að vinna af alhuga að eflingu guðs- ríkfs í landinu, vera auðmjúkir og hógværir og sístarfandi, og umfram alt að gleyma því ekki, að lyfta hug og hjarta til himins og biðja guð um blessun yfir alt þeirra starf fyr- ir kirkjuna og landið. Fundarmenn þökkuðu þessa á- gætu hugvekju, og í umræðunum á eftir lýsti sér hinn innilegasti sam- hugur með öllu aðalefni hennar. 8. Rætt um fyrirkomulag og fram- tið félagsskapar presta i hinu forna Hólastifti. Síra Björn Jónsson inn- leiddi umræður um það mál. Allir, sem töluðu í því máli, voru sömu skoðunar um það, að sjálfsagt væri að halda þessum félagsskap áfram. Nefnd var kosin til þess að semja ný lög fyrir fjelagið: Síra Geir Sæ- mundsson, síra Jónas Jónasson og Síra Stefán Kristinsson. Næsti fund- ur ákveðinn að ári á Hólum í Hjalta- dal og byrji á sunnudegi með guðs- þjónustu í Hóladómkirkju. Áður en fundi var slitið ræddu prestarnir ýms smærri málefni á víð og dreif, þar á meðal sérstak- lega um fermingarformála hinnar nýju helgisiðabókar, er mönnum þótti hvorki vel skýr né viðkunn- anlegur, og var forseta félagsins fal- ið að skrifa biskupi um það mál í samræmi við það, hvernig umræð- ur féilu á fundinum. Pá var fundargerð lesin upp og samþykt og fundi slitið síðdegis á þriðja degi.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.