Gjallarhorn


Gjallarhorn - 12.07.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 12.07.1911, Blaðsíða 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stepansson. • # # #•###•### ##••#•• ••# •#• • ##• # ## # # ••# ######## •###- V, 30. Akureyri 12. júlí. 1911. D D P A D. D. P. A. Sé yður ant um að mótor yðar vinni vel og full- nægjandi, er um að gjöra að hafa sem bezta stein- olíu. Allar olíutegundir vorar eru rannsakaðar í efnarannsóknarstofu Steins prófessors í Kaupmanna- höfn og hafa reynst lausar við allar sýrur, er geta skaðað vélhluta mótorsins. Sérstaklega hefir vor Special Sf Whife olía reynst einkar heppileg fyrir mótora hverju nafni sem þeir nefnast. Hið danska steinolíuhlutafélag Akui eyi ai deildin. Telegramadr.: Carolus. Telefon no. 14. D w D P A Frá Vestur-íslendingum. Stjórnartíðindi Canada telja þar búsetta 4,867 íslendinga við síðustu áramót. Valdemar Davíðsson, fæddur á Ferjubakka í Þingeyjarsýslu 1856, druknaði 26. maí s.I. í Winnipeg- vatni. Hann hafði á hendi póstferðir um vatnið, milli íslendingafljóts og Mikleyjar, og var í póstferð, er hann druknaði. Aldarafmæli Forseta héldu Vest- ur-íslendingar hátíðlegt í Winnipeg 17. júní með gríðar-fjölmennri sam- komu. Aðalræðuna um Jón Sigurðs- son hélt dr. Jón Bjarnason, en auk hans töluðu séra Lárus Thorarensen og prófessor Runólfur Marteinsson. Kvæði um J. S. fluttu: Stephán G. Stephánsson (og er pað prentað hér í blaðinu), dr. Sig. Júl. Jóhannesson, séra L. Thorarensen, M. Markússon, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og Gutt- ormur J. Guttormsson. í samsætis- lok sungu allir „Eldgamla ísafold". — Félagið »Helgi Magri" hafðifor- göngu fyrir samsætinu. — Myndin af J. S., eyrsteypan, sem send verð- ur vestur um haf, á að standa ein- hversstaðar í Gimli kjördæmi, segir „Heimskringla". Það hefir borið við í vor, sem ekki hefir komið fyrir áður, að inn- flytjendaumsjónarmenn hafa sent aft- ur heim til íslands nokkra íslend- inga og bannað peim landsvist í Ameríku, að orsakalausu, að því er séð verður, eina unga stúlku meðal annara, vegna þess þeir uppgötv- uðu, að hún væri þunguð! Brunl. 12. júní s.l. brann í Skarðstöð vestra verzluuar- og íbúðarhús Guðmundar kaupm. Jónassonar ásamt geymsluhúsi og bryggju; vátrygt samtals fyrir 34 þús. kr. Eldsupp- tök ókunn. Hitar miklir hafa verið undanfarið. Af útlendum blöð- um er svo að sjá, sem hitabylgja mikil hafi gengið sunnan yfir Norðurálfuna og sé hún nú komin alla leið til Fróns, Utan úr heimi. Bankahrun. Birkbeck Bank í Lund- únum hefir nýskeð auglýst, að hann sé neyddur til að hætta útborgunum. Bankinn hefir sérstaklega verið notað- ur af smærri »spörurum«, svo við- komendum verður þetta tilfinnanlegt. Flugslys. Efnt var ti! kappflugs í Berlín seint í f. m. Var sagt, að á- form þýzku flugmannanna hefði verið, að ná lengra í fluglistinni en Frakkar um daginn. Einn þátttakandinn, Schen- del að nafni, hrapaði niður úr 1500 metra hæð með einn farþega og létu þeir báðir lífið á svipstundu. Kona flugmannsins var viðstödd, og leið hún í ómegin, er hún sá vélina hrapa niður. Jarðskjálftarnir i Mexikó. i þeim hafa farist 1300 manns og fjöldi slas- ast meira og minna, ennfremur hafa þeir valdið afskaplegu eignatjóni. Roosevílt fyrv. forseti Bandaríkjanna, hefir haft talsvert sterkan flokk um sig nú upp á síðkastið, og var talið víst, að hatin yrði Taft forseta hættulegur keppinautur við næstu forsetakosningu. En nú hefir hann lýst yfir því, að hann styðji Taft af öllum mætti, svo víst má telja, að hann sitji áfram, og er það vel ráðið, svo honum gefist tími til að vinna að framkvæmd á friðar- tillögum sínum. Hitinn. 1 f. m. dóu á einum degi 6 menn í París — af hita. 4 urðu vitskertir. Vilh. Lassen, fyrv. fjármálaráðherra Dana, er andaðist 1908, hefir núver- ið reist minnismerki í Sæby í Dan- mörku. Við það tækifæri hélt J. C. Christensen aðalræðuna; er það fyrsta ræðan, er læknar hafa leyft honum að halda síðan hann var skorinn upp í vetur. Alþjóða-kvenréttindafundur hefir stað- ið' yfir uú undanfarið í Stokkhólmi. Ymsar af merkustu kvenréttindakonum heimsins eru þar staddar. Ofrétt hvaða kröfur þær hafa samþykt. Alþjóðablað. Anieríkanskur auðmað- ur, Theodor Stanton að nafni, er stundað hefir blaðaútgáfu, hefir áform- að að gefa út alþjóðablað, er byrji að koma út um næsta nýár. 80 eiga ritstjórar þess að verða, sinn af hverj- um þjóðflokki. Efni blaðsins verður að eins um alþjóðamál, og hlutdrægn- islaust frá þeim skýrt. Blaðið á að heita »Journal internationale«. Fransósmeðalið »Hata«. Eftir að það hefir verið reynt af flestum kyn- sjúkdóma læknum Dana, og þeim virst það engin áhrif hafa á fransós, hafa læknar í Danmörku samþykt að hætta að brúka það. Svona fór um sjóferð þá. Var óþarflega mikið gumað af því. Sykurverksmiðjurnar dönsku hafa nú gert upp reikninga sína fyrir árið sem leið, og hafa þær í hreinan árs- arð 6 miljónir 690 þús. kr. af rekstr- inum. 100 kílómetra. Hjólreiðafélagið »Cyk- listen« efndi nýverið til hjól-kappreiða við Friðrikssund í Danmörku. Var lengd vegarins, er þreyta skyldi, á- kveðin 100 kílóm. 10 menn tóku þátt í kappreiðunum, og var sá sem fyrst- ur varð 3 kl.tímn 27 mín. að »hjóla« alla þá leið. (Það er jafnlöng leið og frá Akureyri til Sauðárkróks meðfram símanum). Stórlán. Borgarstjórn Berlínar hefir ákveðið að taka 323 miljóna kr. lán. Er það aðallega ætlað til að prýða borgina og þrifa þar til. Reikninga B— handa kaupmönnum og UITlslÖgf með »firma«-nafni selur prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.