Gjallarhorn


Gjallarhorn - 12.07.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 12.07.1911, Blaðsíða 2
100 GJALLARHORN. V. • ••• + + ♦ ♦•♦ • • • • • • • i Hvert stefnir? Eftir Þórhall biskup Bjarnarson. Eg geri mér ekki vonir um, að það sem eg segi um landsmál í litla blaðinu mínu, verði tekið upp í stærri blöðin og komi með þeim hætti fyrir fleiri augu. Landsmála- blöðin eru á einhverjum flokksklaf- anum og sinna þeim Hjaðninga- vígum einum. Og mig langar þó einmitt að geta talað svo að margir heyri, og nokkuð megi í eyrum loða, og helst af öliu að svíði í huganum, svo að fram verði að koma í viljanum. Mér er það svo innilega og hræði- lega ljóst að íslenska þjóðin er ein- mitt nú á beinum glötunarvegi, sekk- ur í ánauð og svívirðingu, ef vér hrökkum nú ekki við, og tökum breytta og betri stefnu. Reyndin hefir orðið sú að vér höfum ekki verið því vaxnir að eiga með oss sjálfir, hvorki einn og einn fyrir sig og enn síður all- ir saman í félagsbúinu. Vér hælumst af því, að hér í landi hafi aldrei vérið þessi bænda- þrælkun, sem annarstaðar er kunn. Aðalsættir voru hér engar til að kúga, segjum vér. Kostur fylgdi þar samt löstum, meðan goðaætt- anna gætti. Og ekki er það tjónið minst á 13. öld, er niður eru bryt- jaðir höfðingjarnir, með ættgengna drottins-blóðinu til skjótra úrræða og öruggrar forustu. Bændaþrælkun var hér ekki að útlendum hætti. En um nokkrar aldir áttum vér íslendingar fjár- haldsmenn, og þá erlenda: Til kaupmannanna varð alt að sækja. Peir skömtuðu og skiftu. Úr því helsi var engin lausnarvon, og um að gera að hafa sem mest út úr þessum fjárhaldsmönnum, og ná sér ögn niðri á þeim aftur með svikum og prettum. Það var ekki góður viðskifta- skóli fyrir þjóðina, og varla kyn þótt henni tækist miður vel að fara með efni sín, er fjárhaldsmenskunni þeirri loksins létti. Og það lá svo undur nærri, er ný og stórum bætt tæki komu upp í landinu til fjár- veltu og viðskifta, að sækti í gamla lagið aftur. Bankarnir og útibúin komu í stað kaupmannanna forð- um. Rað þarf mikið viljamagn til þess að fá - að nokkru - sigrað náttúruna innra með sér, hvað þá fyrir utan sig, og getur þá komið að góðu liði að reyna að skilja það, hvaðan meinin stafa, sem við er að fást.---- Sparsemi og atorku og fyrir- hyggju og skilsemi gátum vér ekki lært í einokunarskólanum langa. Og enn búum vér að þeim skóla. Dugnaðurinn er töluverður, alténd í áhlaupi. Eigi eru t. d. aðr- ir betri aflamenn en íslendingar, en sagt að þeir úti í frá hirði betur skipin sín. Pað er sparsemin og ráðdeildin sem mest brestur á hjá oss. Tíminn sem vér höfum haft til þess að læra að fara með efni vor, sem fullveðja menn, er enn svo stuttur. Um það væri margt og mikið að segja: — Vér erum raunalega eyðslusöm þjóð í einkalífi voru, með töluvert óhóf í ýmsum greinum, og með tískutild- ur. Vér eyðum áður en aflað er. Viðskiftalífið alt baneitrað af óskil- semi. íslendingsnafnið er í öðrum löndum að verða kunnugast að plötuslætti og prakkaraskap. En þetta á ekki að vera umtals- efnið núna, heldur félagsbúskapur þjóðarinnar, landsmálahliðin. Nú er svo mælt að hver þjóð hafi þá leiðtoga og forystumenn sem hún á skilið, ávöxt og endur- skin af sjálfrar hennar kostum og löstum. Svo er sérstaklega mælt um blöðin, og séu þau besti speg- ill hverrar þjóðar. Og mikið er auð- vitað satt í því. Rökrétt ályktun af því er sú, að öllum umbótatilraun- um verði að snúa til hvers eins fyr- ir sig, karls og konu. Og það er meginsannleikur. Nú sný eg mér samt að lands- málahliðinni, og spyr hvert stefnir í félagsbúskapnum, af því að eg hygg að þaðan megi núna fá á- takanlegast dæmi einmitt til að vekja þá hræðslu og þá gremju í hugum manna, sem nauðsynleg er til þess að hver ein og hver einn hrökkvi við og hefjist handa. Hugarbót einnar og einnar manns- sálar er undirstaða allrar félagsbót- ar, og hitt eins víst og satt að trú- arlífið, guðsmeðvitundin, eilífðar- samkendin, er og verður sterkasti þátturinn í hugarbótinni. Rví á trú- málablað, sem lifir í sínum tíma og fyrir hann, svo miklar lendur saman við landsmálagögnin svonefndu. Glötunarvegurinn sem vér íslend- ingar gönum áfram, liggur beint niður í þrældómsstöðu ósjálfbjarga niðursetnings-aumingjans. Fallhraðinn eykst stórum með ári hverju og hverju þingi sem háð er, aldrei þó líkt því jafn-voðalega og nú síðast. Pað þarf hart viðbragð til að stöðva sig á barminum. Undirstaða rétts skilnings er hér sú, að það er féð sem í heiminum drotnar, miklu meira en kanónurn- ar. Féð stýrir nú kanónunum ef þeim er beitt. Napóleónar vorra tíma eru bankamenn og kaupmenn, mennirnir sem haldið hafa á og valdið yfir auðsafninu. Enn er eigi lengra komið en svo að hver þjóð potar sér í samkeppninni, fjármála- menn og stjórnmálamenn á bandi saman, alténd bak við tjöldin, að afla brauðsins fyrir hina mörgu munna, og létta að því er auðið er sinni eigin þjóð lífið með því að láta aðrar þjóðir vinna undir henni og vinna fyrir hana. Verður það með ótal sogæðum viðskifta- lífsins. Smáþjóðirnar eru þar í voða að verða þjónandi undiriægjur hinna stóru. Rað er svo miklu brotaminna að drotna yfir öðrum þjóðum með fénu, með lánum yfirráðum framleiðslunnar í landinu o. s. frv. heldur en með blóðugum styrjöld- um. Geta svo smælingjarnir að nafninu haft sín eigin lög, og heit- ið að eiga með sig. Rað er bara ekki nent að nostra við kreddur kristinnar siðmenningar þegar langt kemur undan, eins og t.,d. suður í Afríku. Rar eru svörtu greyin bryt- juð niður, vanti nokkuð á fylstu skil. Og hætt er altaf við að hrotta- skapurinn komi fram í kúguninni á útkjálkum heims, og er það athuga- vert fyrir oss hérna úti á íslandi, þó að hvíta skinnið kunni að hlífa nokkuð. Það er svo sem gamalt þetta að auðgari þjóðirnar með mörgu og miklu tækjunum láti hinar fátækari og úrræðalausu þjóna sér, vinna fyrir sig. Einokunin hér á landi var ekki annað. Og enn áþreifan- legra dæmi er það, þegar vér á 14. öld verðum að fara að róa til að láta Rjóðverja fá fisk á borð. Hansaborgirnar ná með viti og auði öllum ráðum yfir verslun Noregs. Björgvinarkaupmenn eru í vasa Rjóðverja, en hér eru þeir aft- ur burgeisar í skipalausu og kúg- uðu landi, og svo verðum vér að yfirgefa sveitabúskapinn og veiða fisk handa drotnum drotna vorra. Voru oss þau umskifti þá ill. Peninga-yfirdrotnunin þó aldrei til líka áður sem nú er hún í heim- inum. Fátækari verða að lána hjá hinum auðgari. Happ eða óhapp fer eftir því til hvers lánað er, hvernig og hve mikið, og öll með- ferð fjárins síðan á eftir. Skiljast verður þó það, að hald og haft er þar komið á lántakand- ann nokkuð, og hætta getur stað- ið af. Enn brýnni verður hættan er útlend þjóð nær yfirráðum á fram- leiðslu lands og sjávar, nær valdi yfir móðurarfi þjóðarinnar sem náttúran hefir henni gefið. Heyra þar eigi síst undir fasteignakaup út- lendinga, allra viðsjálust þó er rek- in eru í seli. Er ekki alt slíkt á ferðinni hjá oss? Og sumt allískyggilega? En voðinn mikli kemur fyrst er lánað er um efni fram. Pá er þrælsstaða þjóðarinnar í aðsigi. Samlíkingardæmi milli smárrar þjóðar og stórrar — auðugrar og fátækrar, — hlutfallslega miðað og talað — er glettilega gott og nærri íslenzkum skilningi, þetta sem dreg- ið er frá hjáleigukotinu og höfuð- bólinu. Pað þurfa ekki að vera nein ófrelsisbönd í byggingarbréf- inu, en kotbóndinn verður samt á- nauðugur þræll undir stórbóndann. Kotbóndinn er heylaus á hverju vori, fær smám saman alla björg- ina frá höfuðbólinu, og alt með okurrentum, ef rannsakað er niður í kjölinn. Petta heitir svo líkn og hjálpsemi og er auðmjúklega þeg- ið. En svona garmur kemst ekki úr kútnum. Og vinna verður hann höfuðbólinu fremur en sér, hvenær sem á herðir. Svitadropar hans koma þar fram til sældar en eigi á sjálfs hans heimili. Peir sem tölur kunna að Iesa og þýða, eiga að hafa séð af blöð- unum hvernig fjárhag landsins er komið: Lán á lán ofan og lang- minst til arðsamrar framleiðslu. En voðinn gleymist við það að flokk- arnir hafa þetta að saurkasti hvor á annan. Alt snýst um það að ríða hverir aðra ofan — og reka burt frá jötunni. Pegar eitthvað þykir óvenju-vel sagt í franska þinginu, er oft sam- þykt að prenta ræðuna og slá henni upp í öllum þinghúsum og skólum. Og eigi væri því fé illa varið að prenta skrá yfir fjárbrutlið hjá síð- asta alþingi, og mundi fylla meðal- þinghúsvegg. Og hinum megin ætti vel við að hafa skólabekkjar-röðun á pólitísku brauðbítunum eftir því sem þeir hafa frá borði borið. Slík kensluáhöld væru þjóðinni þörf fyr- ir næstu kosningar. Væri vandalítið verk að semja. Nóg efnið í blöðunum báðum megin. Er bara einföld samlagn- ing. Hér er að komast spilling og rotnun inn í þjóðfélagslífið, þó enn mikið blandin ráðleysis-fumi, sem töluvert má við gera með bættri löggjöf. En hvort sem nú meira ræður stjórnleysið eða spillingin, ber að sama voðanum með sjálf- stæði landsins. Vinnuþrælar erlendrar þjóðar eða þjóða verðum vér íslendingar, gæt- um vér eigi efnalegs sjálfstæðis vors.----- Pað var út af trollara-yfirgangi á fiskimiðum að mætur og vitur mað- ur, sem nú er látinn, spáði því í tali við mig fyrir alllöngu, að hólm- inn okkar yrði með tímanum bara útlend veiðistöð: Karlmennirniryrðu þar vinnuþrælar við, og kvenfólkið íslenska notaðist mest við að þjóna losta útlendu sjómannanna. En þessi mynd, hún er beint framundan, með því glæpsamlega ráðlagi sem nú er á oss. Og kennir eigi margt móður og föðurhjartað sárinda yfir því að hafa getið börn þeirri þjóð, sem út í slíkt forað stefnir, af því að hún stýrir eigi betur ráði sínu? — Betur verður áréttað næst, og með tillögum til bjargráða. Pví nú er ábyrgðin í bili komin beint til þjóðarinnar. Sambands/agafrumvarpið frá 1508. Ekki kosningamál. Við kosningarnar í haust, til auka- þingsins, sem ráðgert er nú að halda næsta sumar og láta taka til starfa 1. júlí næstk., ætlast Heimastjórnar- menn ekki til að Sambandsmálið hafi nein áhrif á kosningarnar, og hefir miðstjórn flokksins samþykt svolátandi ályktun í því efni: „Miðstjórn Heimastjórnarflokks- ins telur sjálfgefið, að flokkurinn haldi fram óbreyttri stefnu um sambandsmálið, en ætlast þó, úr þvi sem komið er, ekki til þess, að þvi máli verði ráðið til lykta, án þess að það verði sérstaklega borið undir kjósendur, og væntir þess jafnframt, að þingmanna- efni flokksins lýsi sömu skoðun við undirbúning kosninganna i haust.“ Lögreglustlóri á Siglufirði í sumar verður yfir- dómslögmaður Vigfús Einarsson (frá Kirkjubæ).

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.