Gjallarhorn


Gjallarhorn - 05.08.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 05.08.1911, Blaðsíða 1
UJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. • 1911. V. 31. Akureyri 5. ágúst. D D P A D. D. P. A. Sé yður ant um að mótor yðar vinni vel og full- nægjandi, er um að gjöra að hafa sem bezta stein- olíu. Allar olíutegundir vorar eru rannsakaðar í efnarannsóknarstofu Steins prófessors í Kaupmanna- höfn óg hafa reynst lausar við allar sýrur, er geta skaðað vélhluta mótorsins. Sérstaklega hefir vor Special Sf. Whife olía reynst einkar heppileg fyrir mótora hverju nafni sem þeir nefnast. Hið danska steinolíuhlutafélag Akui eyi ai deildin. Telegramadr.: Carolus. Telefon no. 14. D D P A Rúðuborgarferð Skúla Thoroddsen. Pað hefir orðið all-mikið umtal, út um land alt, þangað sem síminn hefir náð, út af ávarpi því, sem Sk. Th. birti í blaði sínu 6. þ. m. og sem hann kveðst hafa beðið frakk- neska konsúlinn í Reykjavík að gera þjóð sinni kunnugt um. »Gjh.« kær- ir sig ekki um að leggja neinn dóm á þetta tiltæki Sk. Th., en telur rétt- ast, að birta bréfið eða ávarpið orð- rétt eftir »Pjóðviljanum«, ogferþað því hér á eftir. Getur svo hver og einn dæmt um það hjálparlaust, eft- ir eigin geðþótta, en margir munu þeir, er telja sjálfsagt að gera mik- ið veður út af »guðspjallinu«. Marg- ir munu og þeir vera, er hyggja, að ábyrgð þess skelli á baki höfund- arins, en ekki þjóðarinnar, svo það snerti því Skúla Thoroddsen einan, hvort vansæmd verður talin að þess- ari ritmensku hans eða ekki, ef hún birtist fleiri þjóðum en íslendingum. Sk. Th. getur þess á eftir ávarpinu í »Pjóðv.«, að hann vænti þess, »að íslendingum sem öðrum jjyki grein- in orð í tíma talað.« Hún hljóðar svo: „Til frakknesku þjóðarinnar. Sem forseti Alþingis íslendinga leyfi eg mér hér með að tjá hátíða- nefndinni í Rouen, sem og frakk- nesku þjóðinni yfirleitt, þakkir fyrir það, að hafa gefið mér, sem for- seta þingsins, kost á því, að heim- sækja yður við nýnefnt tækifæri. Pykist eg mega fullyrða, að ís- lenzku þjóðinni hafi verið þetta kært, eigi að eins vegna skyldleikans — þar sem Hrollaugur, bróðir Göngu- Hrólfs, nam land á íslandi, og af honum er þar mikil ætt komin* — heldur og engu síður vegna hins, að ísland hefir, eins og fjölda marg- ar þjóðir á jörðinni, notið góðs af því, að meðal frakknesku þjóðarinn- ar hafa lifað karlar og konur, sem fundið hafa ríkt til þess, að hið illa og djöfullega á eigi að þolast, hvort sem framið er í skjóli laga, * Ættfróður niaður á íslandi, (dr. Jón Poi- kelsson), sagði mér, að eg væri 1 þrítug- asta lið kominn af Hrollaugi. yfirvaldsskipana, eða á annan hátt, — fundið, að gegn öllu slíku er öllum skylt að hefjast handa, og að svífast jafnvel alls einskis, er mestu varðar. Eg á hér við byltingarnar þrjár, er einnig leiddu vekjandi strauma til ýmsra annara landa jarðarinnar. En það er því miður enn afar- margt, er viðgengst hér og hvar á jörðu vorri, sem enginn á að þola, og það því síður, sem iengur hefir gengið, og get eg því — við þús- und ára tímamótin í sögu Normand- ísins — eigi óskað frakknesku jajóð- inni, og þá um leið íbúum jarðar- innar í heild sinni, annars betra og nauðsynlegra, en þess, að henni auðnist að eiga jafnan sem allra flesta, karla og konur, sem að því leyti feta í fótspor frakknesku bylt- ingarmannanna, að þola eigi hið siðferðislega ranga, hvar eða við hvern sem beitt er, né undir hvaða yfirskyni sem er. An þess að fara í þessu efni um of út í einstakleg atriði, vil eg í þessu leyfa mér að benda á: I. Að öllum íbúum jarðarinnar, hver- ir og hvar sem eru, er í samein- ingu skylt að sjá um, að hvergi séu önnur lög látin þolast en þau, sem siðfræðilega rétt eru, t. d.: að.hvergi séu leyfðar hegningar í kvölum, hve skamma hríð, sem um ræðir, og það þótt að eins væri um augnablikið að ræða, að hvergi sé látið viðgangast, að nokkrum manni sé þröngvað til þess, eða leyft, að fara í stríð, nema um al-óhjákvæmi- lega sjálfsvörn sé að ræða, sem reyndar á aldrei að geta komið til, þar sem öjlum er skylt, hverrar þjóðar sem eru, að hefta slíka árás, að hvergi sé leyft að sjálfstæði nokkurs þjóðernis sé traðkað, eða að traðkað sé jafnrétti kvennaog karla í þjóðmálum, eða á ann- an hátt, eður að sjúkum eða bágstöddum sé eigi hvívetna jafnt hjálpað, hvar á jörðu sem eru, eða hverrar þjóðar, eða að allir eigi ekki jafnan og greiðan aðgang að því, að ná rétti sínum, að afla sér þekkingar, yfirleitt njóta unaðar af list- um og vísindum, þæginda hraðskeytasambandsins, beztu samgöngubóta o. fl. o. fl. Vér megum eigi gleyma því, sem hingað til hefir um of viljað við brenna, að alþjóðlega hjálparskyld- an, og þá jafnframt siðfræðilega ábyrgðin, sem á öllum hvílir, er einmitt enn ríkari, þar sem í hlut eiga hinir afskektu, fámennari eða fátækari. II. Að til þess að kippa öllu þessu í 'rétt horf, ættu allir íbúar jarð- arinnar, hvérrar þjóðar sem eru og hvar sem eru, að greiða ár- lega alþjóðlega skatta, og alt hið framangreinda að vera háð alþjóð- legu eftirliti. Oskandi þess, að frakknesku þjóð- inni megi auðnast, að eiga sem flesta ötula forgöngumenn, er fyrir nýnefndum skyldum mannkynsins berjast, leyfi eg mér að færa henni hlýjustu heillaóskir íslenzku þjóðar- innar. Pingrof. Pað er nú auglýst, og eru engin ný tíðindi raunar, því allir vissu það fyrir, eftir að síðasta þingi var slit- ið. Eiga kosningarnar að fara fram (samkv. lögum frá 1909) 28. októ- bermánaðar næstk. Pess má geta, í þessu sambandi ennfremur, að konungur staðfesti 11. f. m. öll þau lög, er alþingi af- greiddi og ráðherra vor lagði fyrir hann. Eins og gefur að skilja, var stjórnarskrárfrumvarpið ekki þeirra á meðal, og er nú að bíða átekta, hvernig næsta þing — og nýir menn, væntanlega — vilja láta það líta út. VinnubæKur og Vinnutöflur fást í bókaverzlun Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.