Gjallarhorn


Gjallarhorn - 11.08.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 11.08.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. •••••••••• V. 32. -• • ••••••••• Akureyri 11. ágúst. r 1911. Gjalddagi »Gjallarhorns« var i. júlí síðastl. Eyfirðingar, er það vilja, geta borgað blaðið í verz'un Magnúsar á Grund. Yfirleitt má borga blaðið með innskrift í allar hinar helztu verzlanir á landinu. Húnvetningar mega borga blaðið í verzl- un G. Gíslason & Hay á Hvammstanga og Carl Höepfners verzlun á Blönduósi, Skagaströnd og Kálfshamarsvík. Skagfirðingar í verzlun L. Popp og Gránufélagsverzlun á Sauðárkróki. þingeyingar í »K. Þ.« ogÖrum&WuIffs verzlanir — og Múlsýslungar í Örum & Wulffs og Gránu- félagsverzlanir. „GJALLARHORN." Merkur og hámentaður »ís:.nd- ingur« erlendis, skrifaði nýlega: _ _ _ »að öllu samtöldu tel eg »Gjh.« bezt íslenzkra blaða utan Reykjavíkur, svo eg skil ekki í öðru, en það eigi góða framtíð«. — — „Gjh." vill vera svo gott og ó- hlutdrægt fréttablað, að kaupendur þess þurfi ekki að kaupa önnur blöð. „Gjh." Ijær rúm vel skrifuðum greinum, þó blaðið sé ekki sömu skoðunar og höfuridarnir kunna að halda fram. í „Gjh." rita hinir ritfærustu menn á Norðurlandi, skáld og rithöfund- ar, eins og blaðið ber með sér. „Gjh." hefir útsölumenn í nær öllum kaupstöðum landsins og mjög víða í sveitum. Nýir kaupendur að næsta árgangi gefi sig fram sem fyrst. Frá Vestur-íslendingum. Gubm. Zóphóníasson frá Viðvík kom til Winnipeg 29. júní, og ætlar að ganga á dýralæknaskóla til þess að Ijúka prófi og verða svo fyrsti íslenzk- ur dýralæknir í Kanada. Hann hefir áður stundað dýralækninganám í Khöfn. — »Heimskr.« hrósar ráðagerð hans, og segir illa hafa vantað íslenzka dýra- lækna undanfarið þar vestra. Sigurður Steinsson frá Harðbak á Melrakkasléttu andaðist 9. júlí 82 ára gamall. Hafði dvalið utn 20 ár í Vest- urheimi. Koua hans, Friðný Friðriks- dóttir, Iifir og 4 börn þeirra, öll full- tíða fyrir löngu. „Heimskringla" lætur vel yfir ráð- herraskiftunum á íslandi þeim í vetur °g hyggur gott til Kr. Jónssonar í þeim sessi. Trésmiðafélag íslenzkt er í Winni- peg, og eru þar forustumenn ýmsir smiðir héðan frá Akureyri: Ásm. Bjarna- son, Aðalbjörn Jónasson o. fl. íslandsbanki. Kaflar úr ræðu landritara,Kl. Jóns- sonar, á síðasta aðalfundi. Árið sem leið var að mörgu leyti hagstætt ár. Framleiðsla á vörum innlendum með meira móti, einkum fiski, og sala góð í útlöndum. Bank- inn hefir þó átt við ýmsa örðug- leika að stríða. Eftirspurn eftir lán- um og peningum annars,vegar mjög mikil og þörf stór á meiru fé, t. d. til eflingar sjávarútvegi, en tregða hins vegar mjög mikil erlendis á fjárframlagi, í hvaða mynd sem er, til íslenzkra fyrirtækja. í nálægari löndum hefir að vísu greiðst mikið úr fjárþröng þeirri og peningakreppu, sem alment gekk yfir löndin fyrir nokkrum árum, eins og kunnugt er, og vextir hafa yfirleitt lækkað nokk- uð. En þetta er ekki einhlítt til þess að gera aðganginn greiðari fyrir okk- ur íslendinga að erlendum peninga- lindum, því að bæði er það, að yfirleitt gætir nú tniklu meiri varúð- ar en áður, og jafnvel eins konar tortrygni, og svo er þess ekki að dyljast, að ísland hefir ekki seinustu árin aflað sér neins aukins trausts í augum erlendra þjóða, sérstaklega ekki hjá þeim mönnum, sem við fjármál eða peningamál eru riðnir. Þetta kemur æ ljósara og Ijósara fram, þegar spurning er annaðhvort um sölu á íslenzkum verðbréfum (t. d. bankavaxtabréfum) eður um lántökur í stærri stíl. Bankinn hefir árið sem leið, eins og að undanförnu, gert sér alt far um, að styrkja aðalatvinnuvegi lands- ins með lánveitingum í stærri stíl og styðja að því, að framleiðsla gæti aukist í landinu, og að unt væri að selja allar íslenzkar afurðir fyrir peninga út í hönd hér innan- lands. En það verður að telja mjög þýðingarmikið og heillavænlegt fyrir landsmenn. Stórlán hefir bankinn veitt til eflingar botnvörpuveiðaút- gerð, og hafa þær lánveitingar bor- ið góðan og glæsilegan árangur. Má óhætt þakka það íslandsbanka, að þéssi grein sjávarútvegarins — ef til vill sú allra tryggasta Og upp- gripamesta um leið — er þegar svo vel á veg komin Ánægjuefni er það, að hlutafé bankans er meir og meir að verða innlent, þó að enn eigi það langt í land, að bankinn sé alger eign ís- lendinga. — Kaup á hlutabréfum bankans inn í landið hafa verið með mesta móti árið 1910. Yfirleitt má segja, að fjárhagshorf- ur almennings séu fremur að batna hér á landi, þrátt fyrir ýmsar skugga- hliðar, er lauslega hefir verið vikið á. Menn eru að læra það betur og betur, að fara gætilega með lánsfé og fjárglæframönnum fækkar, eða þeir geta ekki haft sig eins frammi og áður. Framleiðslan eykst og við- skiftamagn eflist. Vott um þetta má meðal annars sjá á því, að seðlavelta bankans (þ. e. upphæð sú, sem bankinn hefir í veltu af seðlum sínum) eykst árfrá ári, einkum það sem af er þessu ári. Umsetning bankans eykst, sér- staklega hér við aðalbankann — á 5 fyrstu mánuðum ársins 1911, hefir umsetning bankans t. d. verið hér um bil 5 milj. krónum hærri alls en 5 fyrstu mánuði ársins 1910. Viðskiftamönnum fjölgar. íslandsbanki hefir nú sambönd víðsvegar um heim og erlendum viðskiftamönnum fjölgar stöðugt. Leiðir það athygli að landinu og viðskiftum við það. — Þess má geta, að fyrir milligöngu íslandsbanka hefir nýlega hepnast að selja hálfa miljón af bankavaxta- bréfum Landsbankans, þeim er lands- sjóður átti. Séra Friðrik J. Bergmann, Vesturheimspresturinn, sem flestir ís- lendingar munu kannast við, var hér á ferð fyrir skömmu, en er nú farinn heimleiðis. Eru það fáir af hinum merkari löndum vorum vestanhafs, er leggja jafnmikið að sér og hann, til þess að heimsækja ættjörð sína setn oftast, og þökkum vér, hér heima, það ekki eins og skyldi. Slíkum gesti sem séra Fr. J. Bergmann hefði átt að halda fagnaðarsamsæti í þeini höfuð- bæjum landsins, er hann hefir komið til. Hann er það andans stórmenni, að oss löndum hans hefði átt að þykja vegsauki í því, að taka við honum tveim höndum opinberlega, þegar fær- ið gafst. En það var ekki gert, og mi er hann farinn. — »Qjh.« óskar honum góðrar ferðar og heimkomu. Þeir eru ekki margir, landar vorir, er hafa átt við slíkl ofurefli að etja og örðugleika að stríða út af skoðun- um sínum, eins og séra Fr. J.%B. Og fáir munu þeir vera, síðan Jón Sig- urðsson leið, er hafa sýnt slíkt sann- fætingarþrek og sjálfsafneitun sem hann^ til þess að fórna ekki skoðun sinni, hverju sem fram færi, og sé honum vel fyrir það. Hér er ekki rúm til þess að segja nákvæmlega frá, hvað það er, sem þeim ber á milli, sr. Fr. J. B. og mótstöðumönnum hans, vestheimsku klerkunum, enda er mörgum íslend- ingum vel kuiinugt um deiluna og hafa fylgt henni með athygli frá upp- hafi. Það er barátta Ijóssins við myrkr- ið. I fám orðum sagt, er »innblásturs- kenningin« aðalefnið. Þeir segja, að guð beri ábyrgð á hverju orði ritningar- innar og sé hún jdví áreiðanleg og ó- skeikul í öllum orðum og atriðum. En sr. "Fr. J. B. hefir nákvæmlega fylgt öllum biblíurannsóknum síðari tíma, og þær hafa kollvarpað trú hans á »innblásturinn&, því þekkingin á upp- runa hinna ýmsu »bóka« biblíunnar sannfærir hvern, er vill sjá hvað rétt er í því efni, en annars óskar sr. Fr. J. B. einskis fremur, en góðrar sam- vinnu allra deilda kirkjunnar. — Og um þetta hefir bardaginn staðið. Fyrir þessar kenningar hans, samþyktu stétt- arbræður hans, að leggja niður kenn- araembætti í íslenzkri tungu og bók- mentum, er hann hafði gegnt með , miklum dugnaði og árvekni í 10 ár. Þeir urðu að leggja embættið niður vegna þess þeir gátu ekki rekið hann frá því! En þeir vildu svipta hann því, hvað sem það kostaði. Sr. Fr. J. B. er Eyfirðingur, eða þó öllu heldur Þingeyingur, að ætt og upp- runa. Hann er fæddur í Garðsvík á Svalbarðsströnd í Suður-Þingeyjarsýslu 15. apríl 1858. Gekk inn í latínuskól- ann í Rvík 1874, fór vestur um haf árið eftir. Lauk stúdentsprófi 1881. Stundaði guðfræðisnám við háskólann í Kristjaníu í 2 ár, en lauk guðfræð- isprófi við prestaskóla í Philadelphiu 1886. Varð fyrst prestur Garðar-safn- aðar í Dakota og þjónaði fyrir ýmsa fleiri íslenzka söfnuði í mörg ár. Kenn- ari í Vinnipeg (sem áður er getiá) 1901. Prestur Tjaldbúðarsafnaðar í Vinnipeg 1903 og er það enn. — Hann gaf út »Aldamót« 13 ár (frá 1891), gotttíma- rit og vandað. 1906 stofnaði hann aftur nýtt tímarit, »Breiðablik«, er enn kemur út. Ýmislegt fleira hefir hann samið, og má þar sízt gleyma þók hans »ísland um aldamótin«, er hann ritaði um ferðalag sitt hér á landi 1899. Hann er kvæntur Guðrúnu Ó. Thor- lacius, rausnarkonu, sköruglegri, að sögn. »FjalIa-Eyvindur« Jóhanns Sigurjónssonar. »Dagmar«-leikhúsinu í Khöfn, sem er annað stærsta leikhús Dana, stýrir nú Adam Poulsen, frægur leikari, er verið hefir við konungl. leikhúsið und- anfarið, til þess hann tók við stjórn »Dagmar«-leikhússins ívor. Hann hefir nýlega skýrt frá í »Politiken«, hver leikrit hann ætli að láta leika á næsta leikári, (er byrjar 1. septb. næstk.), og er »FjaIla-Eyvindur« eitt meðal þeirra. Frú Jóhanna Dybwad, hin fræga norska leikkona, er ráðin sérstaklega til þess að leika Höllu, og er það eitt trygg- ing fyrir því, að leikritið er í miklu áliti. Hásetasamningar á síldveiðaskip og fiskiskip fást í bókaverzlun Odds Björnssonar. :

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.