Gjallarhorn


Gjallarhorn - 11.08.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 11.08.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 109 Ritdómarnir i „Nl“. Adam Rorerímsson fer laglega að ♦ með »NI.« og að flestu leyti betur og skynsamlegar en aðalritstjórinn. Að sönnu eru stjórnmálakenningar blaðs- ins alt af samar við sig, þó breytt sé um ábyrgðarmannanöfnin, enda svífur þar víst æ hinn sami andinn yfir vötn- unum, hvort sem Sigurður Hjörleifs- son eða Ingimar eða Lárus eða Guð- björn eða Adam er hafður til að púa þeim út. Eg hefi haft gaman af mörgum rit- dómum Adams. Margir þeirra eru mætavel samdir og á rökum bygðir, en það eitt þykir mér að stundum, að Adam tekur munninn fullan um of, þegar hann sezt í prófessorssætið í móðurmálskenslunni. Pað fer t. d. ekki sem bezt á þvf, að sjá hann sitja með Rorgils gjallanda og Bjarna frá Vogi á kné sínu, og vera að troða í þá, hvernig þeir eigi að reyna að gera sig skiljanlega á íslenzku. Vil eg benda Adam á það í vinsemd, að að öllu má ofmikið gera, og að hann ætti heldur ekki að taka of alvarlega né bókstaflega umsögn dr. Valtýs í Eim- reiðinni um árið. Vona eg hann skilji mig og taki tillit til orða minna — og haldi svo áfram með ritdómnna, því þeir eru þó það bezta, er »N1.« hefir flutt um langt skeið. Kári. Opinberunarbók. Ungfrú Valgerður Dahl-Hansen á Seyð- isfirði og Kr. Jansen stýrimaður (á »FIoru«) frá Björgvin. Qestir í bænum hafa verið margir undanfarið: Jón Þor- láksson landsverkfræðingur, Rögn. Olafs- son húsagerðarmeistari, Thorv. Krabbe verkfr. og frú, Dr. phil. Olafur Daníelsson og frú, frú Helga Olafsson (kona Jóns Ól- afssonar alþm.), Koefoed-Hansen skóg- ræktarstjóri o. fl. MlnningarsióOur Jóns A. Hjaltalín skólameistara er nú orðinn 321 króna, eftir því sem Skóla- skýrsla gagnfræðaskólans hermir frá. Nem- endur Hjaltalíns sál. og kunningjar ættu að heiðra minningu hins mæta manns með því að styrkja sjóðinn. »Safnast er saman kemur«, þó ekki sé mikið frá hverjum. Atdarminnlng: Forseta. Mag. Bogi Th. Melsted hefir ritað langa og ítarlega ritgerð um J. S. í »Berling«, æfiágrip J. S. og um vísindalega og póli- tiska starfsemi hans. Dr. Valtýr Guðmunds- son hefir ritað um J. S. í »Tiden«, viku- blað J. C. Christensens, en þá ritgerð hefir »Gjh.« ekki séð ennþá. Mannalát. Guðni Þorgrímsson húseigandi á Odd- eyri andaðist 30. f. m. 76 ára gamall, hinn mesti þrekmaður, dugmikill og iðjusamur. Hann og eftirlifandi kona hans, Anna Frið- finnsdóttir, bjuggu lengi í Bárðardal og áttu mörg börn, er öll komust vel á veg. Meðal þeirra er Þorvaldur verzlunarmað- ur á Oddeyri og Jón bóndi á Tjörnum í Eyjafirði. Kaupmenn o9 Haupfélög fá mjög lieppileg kaup á allskonar leirvörum (skálum diskum bollum o. s. frv.) frá R. Heron & Sons Kirkcaldy sem er víðþekt verksmiðja fyrir sitt sterka og smekklega leirtau. Aðalumboðsmenn verksmiðjunnar á íslandi eru: O. GÍSLASON & HAY, LEITH og REYKJAVÍK. Takið eftir! Undirritaður er fús til að annast umboðsmenskusförf í Svípjóð fyrir íslendinga og gefa upplýsingar, peim er óska, um sænskan varniug, er polir verzlunarsamkepni á Islandi. Virðingarfylst • • H. Gust. Odlund p. t. Hotel Akureyri. UTSALA. Frá i4. til 19. með 20°|0 með 30°|0 með 25°lo með 20°! |0 Flestar aðraf í einu. ágúst, að báðutn dögum meðtöldum, sel eg undirritaður tJl AQOI afSlæftj Ö" höfuðföt, handa fullorðnum og 10 ’ börnum. afslætti, Telpu- og Barnakjóla, Barnautanyfirtreyjur, ____ Kvenkápur (Stövfrakker), hvítar Frisertreyjur, Drengjaföt og Drepgjablússur, Náttföt handa börnum, misl. Man- sétskyrtur, Stórtreyjur, Líkföt og fl. Millipils úr ull, Hvítar Dömu Léreptsbuxur, Barna- Reformbuxur, Nærpil§ handa dömum, Hvítt og svart Slörtau. Heira Náttskyrtur, Drengja-Sportskyrtur, Herra Regn- hlífar, Höfuðklúta, Hálsklúta úr ull og bómull, Hanzka úr skinni og silki o. m. fl. vörur með 10 °/o afslætti ef keypt er fyrir minst 1 krónu Joþ. Christenseri. Smælki. Hún: „Ertu viss um, að það sé rétt ár í dag síðan við trúlofuðumst?" Hann: „Já! Eg leit einmitt í morgun í bankaávísanabókina mína, og sá þá, að það er áreiðanlegt." Fyrsti alþingismaður: „Þú hefir aldrei opn- að túlann á þér á þessum þingfundi, vinur minn “ — Annar alþingismaður: „Það er lýgi, kunningi! Eg geyspaði einlægt, á meðan þú hélst ræðuna." Undirrituð veitir tilsöffn í söng og fortepianospili. Herdís Matíhíasdóttir. Enhver bör pröve sit Held i det 9. Danske Kolonial (Klasse) Lotteri. Smaa Indsatser! btore Geninstchancer! Siörste Gevinst i heldigste Tilfœlde: ^ 1,000,000 Francs (En Million) kontant uden nogensomhelst Afkortning. Specielt kommer O) c o cc <D -C fölgende Præmier og Hovedgevinster til Udlodning: g 1 á Frs. 450,000, 1 á Frs. 250,000, 1 á Frs. 150,000 S 1 ' §> 1 - o c 2 - c 03 T3 3 100,000, 1 - „ 80,000, 1 - 60,000, 3 - „ 50,000, 2 - 30,000, 2 - „ 20,000, 5 - 10 á Frs. 10,000 etc. etc. 70,000, 40,000, 15,000, c Indsatsen for hver af de 5 Klasser er: S for 'j8 Lod Kr. 2,75, for '|4 Lod Kr. 5,50, | for j2 Lod Kr. 11,00, for 2j2 Lodder Kr.22,00 <x> =§ For alle 5 Klasser koster saaledes: 3 '|8 Lod Kr. 13,75, !|4 Lod Kr. 27,50, ' 03 •co C <D O Lod Kr. 55,00, ]2 Lodder Kr. 110,00. Fornyelseslodder og Trækningslister bliver efter hver "< Trækning tilsendt franko i lukket Konvolut. Hver Maaned finder en Trækning Sted, den næste alle- rede den 15.—16. August. Den autor. Spilleplan medfölger gratis. Forsendelsen af Lodder sker imod Forudbetaling eller ogsaa mod Post- opkrævning. 1 Bestillinger bedes tilsendt snarest. Waltei Werner Kollektör for det priv. Danske Kolonial (Klasse) Lotteri. Köbenhavn B. Det danske Stat garanterer Gevinsternes Tilstedeværelse!

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.