Gjallarhorn


Gjallarhorn - 18.08.1911, Qupperneq 1

Gjallarhorn - 18.08.1911, Qupperneq 1
UJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. • • • • • • • • »■«■« • • •••••• ««§«■> • • • • • • • • • • • • • • • • •••••••••• ••••••••••••••••••• ••••••••••••• V. 33. • Akureyri 18. ágúst. • 1911. •• • • •••••• • • • • • • • • • • •-• ••♦••-♦-•-♦ • • • •••• • • • • • • • • • • • • • * •-• • • •• • • • • • • • • • •••••• •••••••••• $> Nýkomið mikið úrval af allskonar hreinlæt- isvörum, handsápum, ilmvötnum, ilmefnapokum, smyrsl- um ýrmskonar o fl. Vefnaðarvöru- verzlun Gudmanns Efferfl Ennfremur: hárgreiður, • hárnœlur, hárkambar, svampar o. fl. o. fl. KOMIÐ og SKOÐIÐ. „S/ÓN ER SÖGU RÍKARI“ Gjalddagi »Gjallarhorns« var i. júlí síðastl. Eyfirðingar, er það vilja, geta borgað blaðið í verzlun Magnúsar á Grund. Yfirleitt má borga blaðið með innskrift f allar hinar helztu verzlanir á landinu. Húnvetningar mega borga blaðið í verzl- un G. Gíslason & Hay á Hvammstanga og Carl Höepfners verzlun á Blönduósi, Skagaströnd og Kálfshamarsvík. Skagfirðingar í verzlun L. Popp og Gránufélagsverzlun á Sauðárkróki. Þingeyingar í »K. Þ.< ogörum &Wulffs verzlanir — og Múlsýslungar í Örum & Wulffs og Gránu- félagsverzlanir. J^Jorræna stefnan í Færeyjum. „JJorrænt tímarit.“ Dönsk blöð fárast mikið yfir norræna mótinu, sem haldið var í Færeyjum (því sem skáldið Matth. Jochumsson segir frá, í ferðasögu sinni, hér í blað- inu) af Færeyingum, íslendingum og Norðmönnum, .og virðast vera hrædd um, að einhver meira en lítill sam- dráttur búi undir. Kenna þau »Vest- mannalaget« í Bergen mest um það, og segja að það eigi hugmyndina. — »Politiken« (14. júlí) segir að í ráði sé að gefa út »norrænt tímarit«, sem eigi að vera fyrir Noreg, ísland og Færeyjar, og í ritnefnd þess eigi að vera sinn maðurinn frá hverju landi, þessara þriggja. Er auðheyrt að blöð- unum er yfirleitt illa við hreyfinguna, og þó sérstaklega tímarits-hugmyndina. Biilow dómsmálaráðherra Dana brá sér til Færeyja og var þar á ferðinni um það skeið er mótið var haldið. Kirkjubælarprestakall á Fljótsdalshéraði er laust og verður veitt frá fardögum 1912. Umsóknarfrestur til 1. okóber í haust. Hellsuhællsfélazib. Síðari aðalfundur þess var haldinn 20. júlí. — Þar voru lagðir fram reikningar yfir tekjur félagsins og gjöld, yfir byggingar- kostnað hælisins og reksturskostnað frá september 1910 til ársloka. Sæsími er nú lagður milli Vestmannaeyja og lands, en ekki kominn í samband við land- símann enn þá. Rifstanzavlti. 1. þ. m. var byrjað að kveykja á hinum nýja vita á Rifstanga. Vitinn er járnturn 19 metra hár, rauðmálaður, og verður látið loga á honum frá 1. ágúst til 15. maí eftirleiðis. Vitavörður er skipaður Jóhann Baldvinsson bóndi á Rifi. Erlendur veiðiþjófur sektaður. Síðan Björn Lfndal var lögreglustjóri á Siglufirði, sumarið 1907, og sektaði útlenda veiðiþjófa og lögbrjóta hópum saman, hafa þeir víst að mestu haft frið fyrir lögreglunni þar, þangað til nú í sumar. Aðfaranótt 16. þ. m. fékk Vigfús Einarsson lögreglustjóri á Siglufirði botnvörpunginn »Marz« úr Reykjavík til þess að fara með sig þar út fyrir, í veiðiþjófaleit. Fóru þeir víða, bæði austur með landi og vestur, en kom- ust ekki í færi við neinn, fyr en þeir komu óvörum að einum vestur á Ffaga- nesvík, er »Thorgrim« heitir, frá Noregi. Var hann svo nærri landi og svo aug- ljóslega í landhelgi, að veiðum, að enginn vafi gat verið á. Tók lögreglu- stjóri hann þegar og hafði með sér til Siglufjarðar og kvað þar upp dóm. Gerði hann veiðarfæri og yeiðina (ca. 400 tn. af síld) upptækt, og auk þess að gjalda 600 kr. sekt í landssjóð. Nokkru síðar náði V. E. í skipshöfn af öðru norsku eimskipi, er »Ffernö« heitir, og grunur var á um Iandhelg- isbrot. Játaði skipstjórinn það á sig eftir nokkrar vöflur og bætti fyrir með 200 kr. sekt í landssjóð. Vonandi er að V. E. haldi svo á- fram sem hanu er byrjaður. Qarðar Qíslason stórkaupmaður í Reykjavík er væntanleg- ur hingað með s/s „Vesta", og geta þá við- skiftamenn hans hitt hann. Björn Jakobsson leikfimiskennari kom hingað nýlega frá Höfn. Hann hafði verið á íþróttamótinu í Óðinsey, svo sem alþingi veitti honurn styrk til, og ráðgerir að skrifa bráðlega skýrslu um ferðina, sem sjálfsagt er. Gestir í bænum. Pétur Jónsson alþm. á Gautlöndum, Sig- urður Jónsson dbrm. í Yztafelli, konsúlsfrú M. Porgrímsson frá Reykjavík, ungfrú Selma Guðjohnsen frá Kaupmannahöfn (dóttir Þ. G. áður verzlunarstjóra á Húsavík), Eðvald Möller verzlunarmaður, Valdemar Sigmunds- son skólastjóri í Norðfirði o. fl. Opinberunarbók. Sveinn Þórðarson (kaupin. Gunnarssonar) í Höfða og ungfrú SigurlaugVilhjálmsdótt- ir (óðaisbónda Þorsteinssonar) í Nesi í Höfða- hverfi. Jón Pálsson (hreppstj. Jónssonar) á Stóru- völlum í Bárðardal og ungfrú Guðbjörg Sig- urðardóttir (dbrm. Jónssonar). í Yztafelli. Síldarafli á hringnóta-veiðiskipin hefir verið mjög mikill undanfarið. Fjörðurinn er fullur af síld, inn að Hjalteyri. VeOrátta ágæt undanfarið. Hitar og blíðviðri. Myndarlegt fyrirtæki. Stærsta fjós ð landinu. Lögr. hefir áður getið þess, að hr. Eggert Briem frá Viðey hefði fengið til ræktunar hjá bænum allstóra spildu aí Vatnsmýrinni og ætlaði að gera þar tún. Sfðan hefir hann keypt lóð sunnan við I.aufásveginn, hér um bil mitt á milli Lftufáss og Gróðrarstöðv- arinnar, og hefir í vor og sumat bygt þar fjós og hlöðu. Útbúnaður allur á þessu er vafalaust hinn bezti og full- komnasti, sem til er hér á landi. Fjós- ið tekur 44 kýr. Það er úr steinsteypu með járnþaki, sem tyrft er yfir. Glugg- ar eru á þakinu, en vindaugu á veggj- unum, og brattinn á þakinu ekki mikill. Básarnir eru í 4 röðum, 11 f hverri, fjalagólf undir í básunum, en flórrennur aftan við úr steinsteypu. Jöturnar eru einnig úr steinsteypu, og má hleypa í þær vatni, þegar brynna þarf. 11 kýr snúa hausum til veggj- ar út að hvorri hlið hússins um sig, en 22 snúa hausum að gangi eftir miðju húsinu, 11 hvoru megin. Sunn- an við fjósið er steypt og lukt. stein- þró, gríðarstór, vatnsheld, og er þak- ið yfir hana einnig steypt úr steini, utan um járnbita og járnverk, eins og loftin í bókhlöðunni og Vífilsstaða- hælinu, og er þakið á henni jafnhátt gólfinu í fjósinu. En niður í þessa þró rennur þvagið úr flórrennunum sjálfkrafa og geymist þar, en notasl síðan til áburðar. Svo sterkt er þetta steypuloft, að kýrnar eru látnar ganga yfir það inn í fjósið, frá steinriði, sem upp er gengið. Sunnan við þetta er er öðrumegin steypt for, sem tekur á móti mykjunni frá fjósinu, en hinu- megin stór hlaða. (Eftir „Lögréttu".) Islendingasaga Boga Th. Melsteds. Dr. Carl Kucbler hefir nýlega skrif- að ritdóm um annað bindið af íslend- ingasögu Boga Th. Melsteds í hið heimsfræga vikublað »Literarische Zentralblatt fúr Deutschland«. Hann skýrir nákvæmlega frá innihaldi bind- isins og talar um, hve saga þessi sé nákvæm, áreiðanleg, gagnorð og ljós, lýsingar höf. bæði stuttar, glöggar og skarpar. Hann endar ritdóm sinn á þessa leið: »Melsted hefir einnig í hverjum einstökum kapítula þessa II. bindis ágætlega sýnt hæfileika sýna til þess að færa það saman, sem með erfiðis- munum er tínt upp úr mörgum heim- ildarritum, og setja meistaralega fram. Og þar sem þessi fyrsti og bezti sagnfræðingur ættlands síns hefir f starfi sfnu mætt margskonar óþægind- um frá löndum sínum, er það því leiðinlegra sem hann fyrir ótrauða starfsemi að góðu verki verðskuldar hina mesFu viðurkenningu. Hann er einn af beztu og óeigingjörnustu son- um ættlands síns og írömuðum hag- sældar íslands, og væri þess óskandi, að honum mætti hepnast eins vel áframhald hins góða ritverks síns og honum hafa hepnast bæði fyrstu bindin. En t'yrst og fremst er þess að óska, að létt verði undir með honum við verkið og yfir það bætt, sem misgert hefir verið við hann.« Bláber eru keypt í prentsmiðju Odds Björnssonar.

x

Gjallarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.