Gjallarhorn


Gjallarhorn - 18.08.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 18.08.1911, Blaðsíða 2
112 GJALLARHORN. V. Ferð til Færeyja og Noregs. Eftir Malth. Jochumsson. I. i Heim er cg kominn, og hallast ei flatt, hausinn er góður og maginn; eg drakk nú svo lítið, eg segi’ ykkur satt, að eg sá bœði veginn og daginn.« Og úr því eg lofaði að senda seðil í „Hornið" vil eg hripafáeina smápistla og bjóða því — úr því þessi skyndiför mín til vors gamla móðurlands, sem að líkindum verð- ur mín síðasta, gekk að óskum. Við feðginin* létum út 21. júní og lentum í Björgvin 5 dögum síð- ar; gekk þá hryðjuveður og sjór úfinn. í Björgvin átti eg ýmsagóð- kunningja, sem buðu okkur vel- komna, sér í lagi herra Wilhelm G. Olsen. Hann er kafarastjóri (Dykker- chef) Norðmanna, ágætur drengur og hér að góðu kunnur. Hann hef- ir aftur rétt hlut sinn eftir allmikið hrun og lifir nú við góð kjör, þótt minna hafi um sig en fyr. Hann á danska konu, góða og ástríka. Frá Olsen á egað berakærarkveðjurkunn- ingjum hans hér: Laxdal o. fl. Hjá þeim hjónum skildi eg eftir dóttur mína, en lét tilleiðast sjálfur að gera lykkju á leið mína og hverfa aftur til Fœr- eyja. Var flokkur ungra Norðmanna úr ýmsum fylkjum ferðbúinn að fara á stefnumót yfir til Færeyja í vin- áttuskyni, og'til að yngja þjóðlegan samhug og frændsemi, enda höfðu Færeyingar gert áður fyrir skemstu menn á fund Norðmanna í sama skyni. II. Færeyjaferðin. Með »Namsós« í úfnum sjó — Qelsvík prófessor — Við Hjaltland — Koman til Þórshafnar — Fundarhöld — Qleði! Qleði! — Fornbýlið Kirkjubœr — Patursson og Cuðný frá Karlsskála — Andlegar öldur — zMálstrefið* — Fœteyingar vakna. — Eimskip, er „Namsós" heitir, höfðu Norðmenn leigt sér til fararinnar. Það var gott far, en að mestu tómt, og gaf því lítt grið í úfnum sjó, en hann fengum við báðar leiðir. Alls vorum við um 80 í förinni; voru það karlar og konur af ýmsum stétt- um úr öllum álfum Noregs, þ. á m. 10 eða 12 Haddingjar (o: úr H.dal), er sýndu hinn fræga stökk- dans, sem sýnir arfgenga fimleiksí- þrótt. Hatti er haldið á stöng hátt yfir höfðum manna, og skal dans- arinn þegar minst varir hlaupa í loft upp og þeyta mður hattinum og halda þó takti. Var eiríkum einn þeirra svo fimur, að hvorki mundi Gunnar á Hlíðarenda né Ólafur kon ■ ungur hafa betur stokkið. Þar Iéku og.sveinar og meyjar vikivaka, líkt og Færeyingar eftir fornkvæðum. Skorti því ekki fjör og fagnað á förinni, þegar stormur og alda leyfði. Einn daginn mættu fáir til borðs. Og ær við sátum í salnum, lang- eygðir eftir vistunum, datt okkur í hug að skrlfa og festa upp svolát- andi auglýsing: »Horfið skran: 2 prófessorar, item 3 prestar og 10 kennarar, 5 stór- * Með mér var Herdís yngsta dóttir mín, sem eg studdi mig við - eins og Thor- valdsen við „Vonina". bændur, 5 blaðanegrar, item 15 ó- gefnar „gentur", o. m. fl. Finnend- ur eru beðnir að skila þessum skjóð- um og skrani skilvíslega til undir- ritaðra, móti maklegum fundarlaun- um." Síðan las hver, sem upp staul- kðist í salinn, auglýsinguna, alt til þess að Gjelsvík prófessor, sem er manna mestur og sterkastur, þreif blaðið í bræði sinni og kom því fyrir kattarnef. Við lágum um stund á Leirvíkurhöfn; það er á Hjaltlandi. Kom enginn maður út til okkar, þótt við gæfum merki; spurði þá hver annan, hvort eigi skyldi taka strandhögg eða ráðast til uppgöngu, úr því eyjarskeggjar grunuðu oss um ófrið og fornan víkingsskap. Var þá gengið til atkvæða, og varð mér þá að orði: „Upp skulum ór- um sverðum, úlfstamlituðr glitra". En það varð Hjöltum til lífs, að eng- inn var sá á skeiðinni, er skilja kynni vísu Egils Skallagrímssonar. Var afráðið, að leysa úr lægi og sigla þegar um nóttina áleiðis til .Færeyja; komum við svo kvöldið eftir til Þórshafnar. Og á meðan við lögðumst kom bátafloti með veifum og sönglist úr landi. Stóð maður við siglu á fremstu ferjunni, mikill og vasklegur, og hélt stutta tölu, bauð oss ýelkomna til eyjanna, því gott væri bræðrum að búa saman, skyldi oss ekkert skorta, skyldi hverj- um af oss vísað til gistingar, er á land kæmi, en allir síðan mætast á skytningi bæjarins. Fyrirmaðurinn var borgarstjórinn. Var viðtakan jafn lipur sem ástúðleg. Mér var vísað til kennata þess, er Dal heitir, bezta drengs, og (neð mér var vinur minn, Andre's Höfði, skáldmæringur Þrænda, og hrókur alls fagnaðar í ferðinni. Um kvöldið hittumst við í Klúbb- inum og varð svo þröngt, að því má ekki með orðum lýsa, enda sann- aðist þar, að þröngt mega sáttir sitja. Voru þá þegar allmargar ræð- ur haldnar, og ráð fyrir gert, að aðalmótið skyldi sett á hádegi dag- inn eftir þar efra á hálsinum, sem er forn þingstöð. Sá fundur fór og mjög myndarlega fram og stóð til kvölds. Enginn var þar fyrirbúnað- ur, fánar, vébönd eða sæti — fólk sat í brattri brekku, en klettur var andspænis, og á honum stóð sá, er talaði. Söngmenn voru þarnógirog ýms kvæði flutt, þótt tölurnar og þeirra fjöldi tæki yfir. Um hvað var talað? Eða hvað var aðalefnið? Það var hvorki pólitík, né önnur tiltekin framfaramál, né heldur nokkur sér- mál, og hvað var þá umtalsefnið? Það var gleði — gleðin yfir því, að frændur höfðu fundist. Og þetta nýstárlega efni virtist vera svo ríkt og auðugt af andríki, að ræðurnar streymdu af hvers talanda vörum sem leysingarfall úr fjallahlíðum á gróanda vori I Það var meiri fund- argleði en eg áður hafði nokkru sinni heyrt um eða séð — þar sem beinlínis gefið gleðiefni sást ekki fyrir hendi. Sama gleðin setti líf og sál í fund okkar næsta dag. Þá fór allur skarinn, víst nærfelt lOOOmanna, yfir fjallið til Kirkjubæjar — allir á fæti utan eg, sem fékk klár að sitja á. Vegurinn er nál. D/2 míla og allgrýttur, því vegir Færeyinga liggja á legi en ekki landi. Þann dag var veður bjart og blítt, enda dagurinn hinn minnisstæðasti. Kirkju- bær var biskupssetur Færeyja ;. stend- ur hinn forni garður enn, þótt oft hafi við hann verið gert, og mun vera hinn elzti stórbær á Norður- löndum, er heita má að standi með ummerkjum: bjálkaveggjum, stórum, dimmum, fremur lágum stofum og herbergjum, klefum og kjallara, o. s. frv. Þar er og kirkjutóftin mikla, úr harðsteini, heljarstór og há, en þaklaus, því að hún varð aldrei full- ger, víst sakir siðabótarinnar, sem öllu breytti og tók fé og völd af biskupum. Bærinn liggur á fagurri sléttu undir brattri grashlíð, en kletta- belti þar yfir. Þar fóðrast 40 — 50 kýr, og enn er þar hið mesta rausn- arbú. Þar býr og stærsti bóndi eyj- anna, Jóhannes Patursson og frú hans, Guðný Eiríksdóttir frá Karls- skála. Eru þau samvalin að skör- ungsskap og rausn. Patursson er ríkisþingsmaður og oddviti Færey- inga í flestu, en nóg þykir stjórn- inni og hinu danska valdi þar í eyjunum um einurð hans og afskifti af þjóðernishreyfingu og sjálfstæðis- þrá eyjarskeggja. Hann er vitur maður og vasklegur, vel máli farinn og altalaður á íslenzku. Veitingar voru öllum til reiðu, sem vildu, því ekki skorti mat eða drykk, en fyrir- menn höfðu herbergi sér, ef vildu. Þau hjón tóku mér mjög ástúðlega. í brekkunni stóð þingmótið og fór fram á sama hátt og hinn fyrri dag, nema nú var gleðin drjúgum sýni- legri. Kirkjubær geymir fornöld Fær- eyinga, svo allir sjá og finna til. Hér yfir brekkunni fól móðir Sverr- is son sinn nýborinn í heili þeim, sem enn er óhruninn og kendur við Sverri, hinn bezta fyrirliða og vitr- asta konung, sem stýrt hefirNoregi. Hér bjuggu og elztu ríkismenn eyj- anna, og á Kirkjubær mikla sögu, þótt enn sé órituð. Langt fram eftir deginum umdi og glumdi fjallið af söng og ræðuhöldum; er þess eng- inn kostur, að eg skýri frá efni alls þess; það væri sama sem að vilja lýsa fögru og hrífandi sönglagi með orðavaðli éinum. Efnið hefi eg tví- tekið \fram, að það var gleði og frændsemisylur, sem fylti alira hug og hjörtu. Þetta mun mörgum þykja undarlegt og öfgakent. En — hvað- an eða af hverju kom hitaalda sú, er sveif austur yfir löndin á sumri þessu og náði norður fyrir ísland? Er undarlegt, að andlegar öldur komi upp úr hafi mannlífsins hjá einhverri þjóð eða þjóðum — öldur nýrra eða fornra kenda og hugsjóna? Þekkja menn ekki slíkar öldur frá liðnum tíinum, öldur blindra öfga, oftrúar, hjátrúar, vantrúar, galdratrú- ar? Hvað þýddu fárin á miðöldun- um? Slíkar hreyfingar kunna líka að vera fagrar og vitrar, og svo virðist þessi vera. Og sannlega ber hún vitni um batnandi siðtnenning, eins og fleiri alþjóðahvatir og stefn- ur á síðustu tímum. En við skulum ekki halda lengra út í þá rannsókn, enda finn eg fyrir rnitt leyti enga öfga í því, að fornir írændur vakni til minnis og meðvitundar um sam- eiginlegan uppruna ogsögu? Mun- um eftir Skandínavismanum, sem logaði á Norðurlöndum um miðbik fyrri aldar. Þessi samdráttur er ná- skyldur þeirri hreyfingu eða máske áframhald hennar. Eitt verulegt (aktu- elt) efni bættist og við, bæði hjá Norðmönnum og Færeyingum, sem hér fundust. Það var málið eða „mál- strefið", sem kallað er. Eins og kunnugt er, tala Norðmenn ótal mál- lýzkur, og er hið nýja þjóðmál þeirra samsteypa úr hinum helztu þeirra, svo og íslenzku (fornnorsku). Það var ívar í Ási (I. Aasen), sem stofn- aði þetta mál, sem smámsaman hefir útbreiðst um allan Noreg, og þó mest meðal sveitafólks, því í stöð- unum er dansk-norskan í miklum meiri hluta, svo og í allri bókfræði landsins. En þótt svo langt sé kom- ið, að nýja-gamla málið hafi fengið jafnrétti við hitt að lögum og sé kent í skólum, er strefið langt frá því að vera hætt. Leggja sumir til, (og það var mín tillaga), að létt skyldi deilunni og málin tvö látin reyna sig, hvort betur hefði; mundi þá að líkindum draga saman með þeim og eitt og sama bókmál verða úr báðum. En hvorugur flokkurinn vill sinna þeim sáttum, heldur að annaðhvort steypist af stóli, svo er kappgirnin mikil og inngróin. En hvorttveggja málið er gott, bókmál- ið búið að vinna sér hefð, virðing og kærleik, fyrir starfsemi ótal á- gæt.a rithöfunda; en nýja málið er líka orðið norræna, miklu líkara ís- lenzkunni en hitt, og fult af krafti og merg — þótt oss smakki það hálfiHa í fyrstu meðan við ekki venj- umst því. Á því kveða nú nokkur beztu skáld Norðmanna, einriig þeir Árni Garborg, Andrés Höfði og ívar Mortensen (prestur í Guðbrandsdal). Nú er líkt ástatt í Færeyjum, að þeim leiðist danskan, sem er þeim lögboðin, og- vilja skinna upp og gera að bókmáli sitt heimamál, eða mállýzkur, því töluverður mismunur er þar á máli hverra eyjanna fyrir sxg, og vantar allmikið á, að auðvelt sé enn að fá samræmi til heildar í partana. En Færeyingar eru óðum að vakna og herða kröfur sínar, enda er sýn velgengni og uppgangur komin í eyjunum. í þessu og því- líku strefi mætast nú Norðmenn (strefararnir einkum) og Færeyingar, og inátti heyra óm þess í ýmsum ræðum. Gamall þingmaður og bóndi af Upplöndum sagði frá málsstref- inu í hans tíð á þingi; var það svo kýmileg saga um þverúð, öfgar og misskilning, að allir skellihlógu, enda var karlinn meinfyndinn. Pat- ursson talaði skorinort um væntan- legt sjálfstæði eyjanna, þó að enn „dependeruðu" þar margir af dönsk- unni. Þá talaði og annar Færeying- ur afbrigðavel; það var skáldið og kennarinn Símon Skarði, og ýmsa fleiri góða ræðumenn eiga eyjarnar. Eru það óbrotnir fiskimenn — flestir þeir, sem við þekkjum þaðan — alveg eins og með „strílinn" norska,— sem við höfum mest kynni við. Ættum við að sýna hvorttveggja þjóðinni miklu meiri virðing og hlý- indi, en hingað til hefir gert verið, enda ber oft við, að frá úteyjum Noregs og fiskimannalýð spretta landi og lýð merkismenn, og tveir a. m. k. „strílasynir" eru nú háskóla- kennarar Norðmanna og eru báðir göfugmenni. Hvað gerir ekki menn- ingin?

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.