Gjallarhorn


Gjallarhorn - 18.08.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 18.08.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 113 íslandsbanki. Reikningur hans fyrir júnímánuð er nýkominn. Viðskiftavelta hans hefir verið alls 4520 þús. kr. Víxillán num- ið 3 miljónum 4 þús. kr., sjálfskulda- ábyrgðarlán og reikningslán 1 miljón 537 þús., fasteignaveðslán 861 þús., handveðslán 214 þús., lán gegn ábyrgð sýslu- o.g bæjarfélaga 158 þús. — í veðbréfum átti hann í mánaðarlok 952 þús. — Útbúin þrjú höfðu til sinna umráða 1 miljón 674 þúsund. Bankinn skuldaði 3 milj. í hlutafé, í innstæðu á dálk og með innlánskjör- um 2 milj. 125 þús., erlendum bönk- um o. fl. 1 inilj. 556 þús. — Banka- vaxtabréfin námu 970 þús., seðlar í umferð 980 þús., varasjóður nam 219 þús., málmforði bankans var 421 þús. Ársarður 1910 var 200 þús. 635 kr. Leiðrétting:. Þegar „Gjh." flutti Vorvísur H. H. (um Jón Sigurðsson) hér á dögunum, hafa slæðst þar inn slæmar prentvillur. Kvæðið var prentað eftir úrklippu, sem „Gjh." fékk frá Reykjavík og þar var kvæðið prentað svona vitlaust. Eru lesendur, og þó sérstaklega hinn heiðraði höf., beðnir afsökunar á þessu. Hér kemur rétt prentað það erindið sem mest var afbakað um daginn: I Sjá! óskmögur íslands var borinn á íslands vorgróðrar stund, hans von er í blænum á vorin, hans vilji’ og starf er i gróandi lund. Hann kom, er þrautin þunga stóð þjóðlífs fyrir vori, hann varð þess vorið unga með vöxt i hverju spori. Hundraðasta vor hans vekur vonir nú um íslands bygð, nepjusúld og sundrung hrekur, safnar lýð í dáð og trygð. Skipaferðir. E/s Botnía kom 12. þ. m. á leið til Reykja- víkui. Fjöldi útlendra ferðalanga með. Enn- fremur Páll Stefánsson verzlunarumboðs- maður, Larsen frá Esbjærg ketsöluumboðs- maður kaupfélaganna 0. fl. E/s „Kong Helge" kom 16. þ. m. með tunnur og salt. Frakkneskt herskip „Lavoisier" lá hér á höfninni nokkra daga. Yfirliðarnir voru talsvert í landi. Nokkrir fengu sér reið fram með brekkum. Jón Jónsson fró Múla er fluttur búferlum frá Reykjavík til Seyðisfjarðar. Steinsrr. Matthíasson héraðslæknir, ráðgerir að fara til útlanda í haust (Lundúna og París) og dvelja þar í vetur, til að kynna sér nýjustu framfarir í læknisvísindunum. Dr. Valtýr Quðmundsson er kominn til Seyðisfjarðar til viðtals við kjósendur og dvelur þar um tíma. Mannalót- Gestur Sigurðsson beykir á Seyðisfirði varð bráðkvaddur þar 6. þ. m. 68 ára gam- all. „Hann var stiltur og prúður í fram- göngu, dugnaðar- og sæmdarmaður." Skipstjóri á einum hvalveiðabát Dahls á Mjóafirði, Thorsen að nafni, var fyrir skömmu að skjóta á hval úti á hafi. „SIó" þá fallbyssan hann svo hann hrökk útbyrð- is og kom ekki upp aftur. Cement, mjög góð tegund, fæst hjá Ragnar Ólafssyni. Mehls Lanol-sápa Og Mehls Ideal-sápa eru nútímans beztu og ódýrustu hand- sápur, drjúgar og með þægilegum ilm. E. Mehls Fabrik, Aarhus. Hjónaband. Þorleifur H. Bjarnason kennari við menta- skólann í Reykjavík og frú Sigrún ísleifs- dóttir, ekkja Björns heitins Ólafssonar augn- læknis. Smælki. Kennarinn: „Það er áreiðanlegt, að allir menn, sem eru góðir, og gera það eitt, sem rétt er, fá inngöngu í Himnaríki. En hvað verður þá um alla þá menn, sem vondir eru?" - „Pabbi minn sér um þá!“ hrópaði Júlíus litli sonur lögreglumannsins. 0 A. : „Var dúfan, sem Nói sendi út úr Örkinni, og sem kom aftur með olíuviðar- lauf i nefinu, karlkyns éða kvenkyns?" B. : „Hún hefir sjálfsagt verið kvenkyns; kvenfólkið getur nefnilega aldrei þagað, eins og þú veizt." — 0 Afi segir við 12 ára sonarson sinn: „Get- ur þú sagt mér nokkuð það, sem er leiðin- legt, Hinrik minn?“ - Hinrik, eftir nokkra umhugsun: „Já, afi minn! Þegar þú, eins fótaveikur og þú ert, í steikjandi hita, nreð allra mestu herkjubrögðum, ert búinn að staulast upp á 5 loft, og heyrir svo þar, að maður sá, sem þú þurftir endilega að finna, er fluttur ofan í kjallara. Er það e ki „leiðinlegt“ fyrir þig?“ % Kenslukonan: „Hver partur ræðunnar er orðið koss?" — Fjöldamargar stúlkur svara einum rómi: „Samtenging." % í blaði einu var þessi auglýsing: „Eng- inn má láta konuna mína fá neitt undir mínu nafni. Þegar eg get ekki einu sinni borgað mínar eigin skuldir, þá er það í mesta máta ósanngjarnt að ætlast til þess, að eg borgi skuldir konunnar minnar." % Konan, sem sá að maður hennar var bú- inn að hengja sig á dyrastafnum, sagði:§ „Drottinn minn góður! Dyrnar voru alveg nýmálaðar. Ef það hefði ekki verið, væri mér svo sem sama.“ % „Örkin er full,“ sagði flysjungurinn, um leið og hann stökk upp í vagninn. - „Nei, okkur vantar enn þá asnann," var sagt inni fyrir. % „Hvað kostar þetta talnaband?" spurði einu sinni falleg stúlka ríkan kaupmann. - „Barasta einn góðan koss," svaraði hann blátt áfram. — „Ágætt! Þá fæ eg það lán- að," sagði stúlkan, tók talnabandið og gekk burtu. En bætti um leið við: „Þér komið svo sjálfur bráðlega, og sækið borgunina." LISTIGARÐbFÉLýlGIÐ hefir áformað að halda hlutaveltu til ágóða fyrir Listigarðinn, og er vonast eftir að bæjarbúar styðji vel það fyrirtæki. Eru þeir, sem gefa, beðn- ir að skila gjöfunum til einhverrar af oss undirskrifuðutn við fyrsta tækifæri. Sigríður Sæmundssoij, 0. M. Guðmundssoq, y\nna Stephensen, y\nna Schiötij, Alma Thorarenseij. Ferðakoffort og Ferðakisfur beztar og mest úrval í Edinboig. ,Köbenhavns Margarinefabrik.4 Með s/s „Ask“ komu miklar byrgðir af hinu góðfræga smér- líki verksmiðjunnar til forðabúrsins á Akureyri og fæst |3að nú enn fremur í smásölu hjá flestum kaupmönnum hér í bænum. Kaupmenn og kaupfélög fá mjög heppileg kaup á t^sr allskonar leirvörum "ssu (skálum diskum bollum o. s. frv.) frá R. Heron & Sons Kirkcaldy sem er víðþekt verksmiðja fyrir sitt sterka og smekklega leirtau. Aðalumboðsmenn verksmiðjunnar á íslandi eru: G. GÍSLASON & HAY, LEITH og REYKJAVÍK. LAMPAR og alt þeim tilheyrandi, LAMPAGLÖS, KVEIKIR o. s. frv. Hvergi eins fjölbreytt, vandað og ödýrt úrval og í * verzlun Sn. Jónssonar. B A L TI C skilvinda. Síðan Burmeister & Wain hættu að smíða „Perfect" skilvinduna, hefi eg leitað mér upplýsinga hjá 3ÉR- FRÆÐINGUM um það hvaða skilvinda væri bezt og fullkomnust og álitu þeir að það væri BALTIC skil- vindan. BALTIC skilvindan er smíðuð í Svíaríki úr bezta sænsku stáli 1 og með öllum nýjustu endurbótum. Hún hefir fengið æðstu heiðursmerki á sýningunum og er einföld og ó- dýr. Hin ódýrasta kostar aðeins 35 kr. BALTIC F skilur 70 mjólkurpund á klukkutíma og kostar aðeins 40 kr. Nr. 10 skilur 200 mjólkurpund á kl.st. og kostar 100 kr. Skilvindan er af mjög mörgum stærðum. Útsölumenn eru í flestum kauptúnum landsins. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar: Jakob Gunnlögsson, Köbenhavn, K.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.