Gjallarhorn


Gjallarhorn - 25.08.1911, Síða 1

Gjallarhorn - 25.08.1911, Síða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. • • ♦ •• • •••••••• • •♦ V. 34. - • •-•-•- •- • • • • • ♦-• ••♦• • • i Akureyri 25. ágúst. • • • • • ••••♦• ♦-»-» • -»-»-»■ • ♦ • ••••••• • » • • • • •-»-» -»• • • • » • • •••• •• •••••• • • •'• •• •• ♦-• J 1911. • ••-••••• ••••••••••• • •• •••••••• Lífsábyrgðarfélagið „8 K A N DI A“. Þar sem eg vegna vaxandi anna hefi sagt af mér umboðsmensku fyrir lífsábyrgðarfélagið „Skandia" frá næsta nýjári, þá tílkynnist hér með heiðruðum skiftavinum mínum, er hafa líftrygt sig í nefndu félagi, að eftir þann tíma ber þeim að snúa sér til aðalumboðsmanns félagsins, hr. kaupmatms Þórarins Guðmundssonar á Seyðisfirði, með borgun á ið- gjöldum og alt annað er að félaginu lýtur. Akureyri, 23. ágúst 1911. 0. C. Thorarensen. að hver sá þingmaður fyrirgerði endurkosningu, er notaði afstöðu sína á þingi til þess að ná sér í „bein“ úr landssjóði eða af opin- beru fé þjóðarinnar, eins og tíðk- ast hefir um ýmsa þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Og því á að byrja við kosning- arnar í haust og segja: Burt með alla slíka. Og til þess að sýna að hér sé alvarleg hætta á ferðum og spill- ing, ef ekki er rönd við reist í tíma, verða nokkur dæmi tekin til athugunar næst, svo menn geti sjálfir dæmt. »Raunin er ólýgnust.« Heyrt hefi eg það fyrir vissu haft, að af hálfu Heimastjórnarmanna verði í kjöri við næstu kosningar Rögnvald- ur bóndi Björnsson í Réttarholti og Arni Björnsson prófastur á Sauðárkróki. Þeir eru báðir mætir menn, samvizku- samir og vinsælir f héraði. Qestir í bænum. Hannes Hafstein bankastjóri, Páll Stefáns- son verzlunarerindreki, Kr. Blöndal frá Sauð- árkróki, Ingibjörg H. Bjarnason kvennaskóla- stýra í Reykjavík. Víirslubiskupinn herra Geir Sæmundsson hefir undanfar- ið verið á vísitaziuferð um Eyjafjarðar- prófastsdæmi. Ojalddagi »Gjallarhorns« var i. júlí síðastl. Eyfirðingar, er það vilja, geta borgað blaðið í verzlun Magnúsar á Grund. Yfirleitt má borga blaðið með innskrift í allar hinar helztu verzlanir á landinu. Húnvetningar mega borga blaðið í verzl- un G. Gíslason & Hay á Hvammstanga og Carl Höepfners verzlun á Blönduósi, Skagaströnd og Kálfshamarsvík. Skagfirðingar í verzlun L. Popp og Gránufélagsverzlun á Sauðárkróki. Pingeyingar í »K. Þ.« ogörum & Wulffs verzlanir — og Múlsýslungar í Örum & Wulffs og Gránu- félagsverzlanir. »Sjálfstæðis«-þingmenn. Bitar og beig. Það er skamt síðan að regluleg pólitísk flokkaskifting hófst á ís- landi, og »brauðpólitíkusa«-stéttin er því einnig ung enn þá. Heimastjórnarmenn voru í meiri hluta frá því er þingrœðið fékk völdin og til þess snemma á árinu 1909. Á þeim tíma örlar ekki á »brauðpólitíkinni«. En 1909 komust Sjálfstæðismenn til valda. Og upp frá því rekur hvert endemið annað í þeim efn- um. Peir kepptust um að hagnýta sér að vera komnir að völdunum, að »kétpottinum», sem þeir höfðu kall- að svö áður. Til þess hafði verið barist og hamast, látlaust í mörg ár, að ná sér í »bein« úr honum. Til þess var slegið á allar við- kvæmustu tilfinningar þjóðarinnar 1908 og leikið án afláts á þá strengi, í nafni ættjarðarástar og umhyggju fyrir velferð föðurlands- ins! Takmarkinu — ,kétpottinum‘ — varð á þann hátt náð. Reir gráðugustu, sem slysast höfðu inn á þingið, röðuðu sér umhverfis pottinn og lögðu höfuð sín í bleyti, hvernig nú færi bezt á því að búa til »bein«, svo að enginn þeirra yrði afskiftur. Rað skifti litlu þó þau »bein« yrðu landssjóði dýr. Þó þau væru dæmd og rænd af súrum sveita alþýðunnar. Rað réði mestu að þau yrðu sem veglegust að upp- hæð og krónutali, sem þyngstur sjóður í þeim vasa er þeim var ætlaður staður. Engan hefir víst órað fyrir því, að »brauðpólitíkin« kæmist á svo hátt stig sem hún hefir komist þessi tvö ár, sem Sjálfstæðismenn hafa ráðið lögum og lofum. Eng- um getað hugsast að bitlingaaust- urinn úr landssjóði og af opin- beru fé í hvívetna, yrði jafn hams- laus og raun varð á. Enda sér þess merki. Fjármála- ferill Sjálfstæðismanna má heita blóði drifinn í sögu landssjóðs. Alt uppetið og eytt. Rví verður að taka í taumana, örugt og eindregið. Þjóðin verður að gjalda varhuga við að nokkur af »brauðpólitíkusunum« verði kos- inn á þing aftur. Þeir hafa auðgað sig of mikið af opinberu fé, þó ekki verði bætt á enn. Nú verður að fá þá menn, er um annað hugsa en að sjúga út fé af al- mannaeign í sína eigin vasa. Rjóð- in og landið þolir ekki slíka blóð- töku lengur, og verður því að kasta öllum lýðskrumurum nú við kosningarnar. Geta má því nærri, að Sjálfstæð- ismenn geri það ekki með Ijúfu geði, að hverfa frá »kétpotti« sín- um. Reir eru þegar byrjaðir núna á sama laginu og þeir höfðu fyrir kosningarnar 1908. Því að reyna að blinda kjósendur, æsa og trylla með Uppkastinu, sem þeir vilja telja öllum trú um að smelt verði á þjóðina, ef þeir fái ekki að sitja kyrrir til þess að varna því. En nú stendur þjóðin þeim mun betur að vígi en 1908, að hún veit hve mikið hún má byggja á orðum Sjálfstæðismanna. Nú veit hún hver árangurinn varð af öllu frelsisglamr- inu í blöðum þeirra, ræðum og rit- um þá. —Að hugsa annars um þann vitlausa yfirboðsleik, sem ríkt hef- ir á síðustu þingum. Flestir hafa hrópað hástöfum: Frelsi! Frelsi! Kvenfrelsi! Kosningafrelsi! Enginn hefir þorað að stinga við fótum með alvöru og mótmæla skrípa- leiknum. Margir þegja, og hrista höfuðin þungbúnir, en flestir eru í kapphlaupi um að yfirbjóða hver annan í því að losa öll bönd, hverju nafni sem nefnast. Og þó. í sömu andránni sam- þykkja þeir og leggja á sig ein- hver allra argvítugustu þrælalög nútímans: Aðflutningsbannlögin víð- frægu. Hver skilur annað eins? Petta varð óvart útúrdúr frá efn- inu. Manni kemur ósjálfrátt í hug hver vitleysan af annari, af þeim sem liggja eftir síðustu þing, þessi sem Sjálfstæðismenn hafa borið hærra hlut á. Hver ráð eru til þess að losna við þenna óvinafögnuð, »brauð- pólitíkusana«, og ráðlag þeirra á búi þjóðarinnar? Auðvitað það, að bægja þeim frá þingsetu. Það ætti að verða að fastri reglu, föstu lögmáli í hugskoti þjóðarinnar, Frá Skagfirðingum. Veðrátta og grasvöxtur — Aflabrögð — Pólitík — Af glötunarveginum — Þing- mannsefni. Sauðárkrók 14 ágúst. Hér er viðburðafátt. Hver dagurinn öðrum líkur, með norðan kuldastormi, þoku og sjógangi, og verður ekki annað hægt um tfðarfarið að segja á þessu sumri en að í því sé allmikið öfugstreymi, þar sem vorið alt, og sumarið fram í júlímánuð, var svo þurkasamt að gras gat ekki sprottið, en svo komu miklir óþurkar í byrjun sláttarins. Af öllu þessu horfði til stór- vandræða með heyafla bænda. Fiski- afli hefir verið íremur góður nú síðasta hálfan mánuð, þegar gefið hefir á sjó, og var eigi vanþörf á því eftir eitt- hvert hið mesta aflaleysis vor, sem komið hefir á Skagafirði. Nú á tímum heyrist varla um póli- tík talað. Menn eru uppteknir af ýms- um búskapar- og heimilishugsunum og svo eru menn að safna sannfæringu og búa sig í kyrþei undir kosninguna í haust. Eg vona að ávöxtur allra þeirra hugsana verði góður, að þeir einir verði valdir til þingtarar, sem vit og viija hata á að láta ekki hina íslenzku þjóð falla dýpra í »ánauð og svívirð- ingu« en orðið er og beini henni út af þeim >glötunarvegi«, sem fyrverandi stjórn og undanfarandi þing hafa hrakið hana út á, Ráðherra Kr. Jónsson kemur ekki hingað til Norðurlands í haust eins og sagt hefir verið undanfarið. Hannes Hafstein fyrsti þingm. Eyfirðinga er að halda fundi með kjósendum þessa dagana og sækir þá fjöldi manna. Hann hélt fund á Siglufirði á laugardaginn, á Grund á mánu- daginn, á Möðruvöllum í Hörgárdal í gær og á Dalvík í dag. f næsta blaði verður nánar sagt frá fundunum. Stiórnarskrárbreytinitin- Einar Hjörleifsson ritar um hana í >Ríki« # og hlutdrægt með afbrigðum. Reynir hann að vefa og þæfa, sem hans er vandi í blaðagreinum og svertir þar Heimastjórn- armenn af alefli, en hefir Sjálfstæðisliðið til skýjanna. >N1.« étur greinina eftir. Síldarveiðin . heldur enn áfram, og er alt af góður afli.-Verði gott verð á síldinni í haust er- lendis, sannast enn að „Eyjafjörður er gull- náma". VeOrátta hefir verið köld undanfarið. Rigning og kuldastormur altaf öðru hvoru. Tvíritunarbækur (frumbækur) kaupa nú flestir kaupmenn á Norðurlandi og allmargir á Austurlandi t bókaverzlun Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Gjallarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.