Gjallarhorn


Gjallarhorn - 25.08.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 25.08.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 117 • •••*••••••*••*••••»•*•••*********• • • • • • ••••••• • • • • •• • • • • • • • • •• • » • • • • ♦-•• •-♦•• • • • • • • Kenslustarf við barnaskóla Siglufjarðar er laust. Laun 300 krónur. Verði unglingakensla síðari hluta dagsins, eins og í fyrra, verða launin 420 krónur. Umsóknir sendist til skólanefndar setn fyrst. y\ukaskip frá »Sameinaða félaginu«. E/s „Hó.lar" fara frá Kaupmannahöfn til Norðurlandsins kring- um 5. sept. Kaupmenn og Kaupfélög fá mjög heppileg kaup á ÍL5T allskonar leirvörum (skálum diskum bollum o. s. frv.) frá R. Heron & Sons Kirkcaldy sem er víðþekt verksmiðja fyrir sitt sterka og smekklega leirtau. Aðalumboðsmenn verksmiðjunnar á íslandi eru: G. GÍSLASON & HAY, LEITH og REYKJAVÍK. PANTIÐ SJÁLFIR FATAEFNl YÐAR beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur iengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, ve litað fínullarkíæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (%o pr. meter). Eða 3*/4 mtr. 135 cm. breiff svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikil ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 23U al. að eins 4 kr. 50 aura. y\arhus KlOGd6VO0V6rÍ, Aarhus, DanmarL Ferð til Færeyja og Noregs. Eftir Maíth. Jochumsson. II. Fulltrúi Austfirðinga — Btóðurhugur — Á síðasta fundinum — Gullið dýrasta. Auk mín talaði annar Islendingur af vors lands hálfu, og hafði verið sendur af Ungmennafélagi Austfirð- inga til stefnunnar. Það var kennar- inn Halldór kand. Jónasson frá Seyð- isfirði, hygginn maður og vel ment- ur. Hann talaði á íslenzku, stilt og seint; þóttust allir skilja vel hans mál, og skulum við láta sem svo hafi verið, en fremur grunaði eg þá frændur vora um skilningsskort, þeg- ar eg fór á stað og jós yfir þá ís- lenzkuntii, enda gerði eg engn meiri lukku þegar eg beitti dönskunni, því að hennar sæti virtist vera þar „útarlega á hinn úæðra bekk". En ekki var talað aukatekið orð, sent verða mátti til móðs og rýrðar Dön- um eða Svíum. Er það fagur vottur þess, hve þeir er töluðu voru vel mentir menn og langt komnir í sið- menningaráttina. Ætla eg, að það væri Gjelsvík prófessor, sem tók það frant, að réttindi væri annað en rígur, brígslyrði og ofmetnaður, þar sem þjóðir ættust við. Og einhver annar sagði, að óþarfi væri hinum syðri Norðurlöndum að sjá ofsjónum yfir því, að hinar nyrztu greinir þeirra landa héldi vinamót, því að bæði væri þar málin líkust, enda væri öll viðskifti hægust hjá þeint, þyrfti og þar hvað mest góðs samkomulags og réttrar viðkynningar sem sam- keþiti í atvinnumálum væri mest og hættulegust, ef ágreiningur verður. Pótíí mér það viturlega talað. Sjálf- ur lagði eg fátt til málanna og mest fyrir þá sök, að eins og á stóð var mér varnað málbeinsins. þó vil eg enda þennan Færeyjaþátt með litlu erindi, er eg flutti í þórshöfn á síð- asta fundinum, og munu flestir hafa skilið meining þess máls: „það var mikill siður á söguöld vorri, að íslendingar fóru utan til að afla sér fjár.og frama; þótti sá frægastur, er mest fluttí heim af mjölinu — ekki hafra- eða rúgmjöli, heldur svonefndu Fróða-mjöli, er líka var kallað Kraka-sáð. Það þýðir gull! En gull var og er misjafnlega gott og skírt og vill misjafnt selj- ast út. Hvort er gullið skírast og' bezt? Egill Skallagrímsson, hinn frægasti víkingur vor og höfuðskáld, var all-fíkinn í Fróða-mjölið, en gullhringana góðu, er Aðalsteinn Englakonungur gaf honum, afréð Egill þó að fara ekki með heim til Borgar, heldur gaf hann báða Arin- birni fóstbróður sínum, hinum ó- dauðlega. Sá Egill, þótt ágjarn væri, að ekkert gull er svo dýrt eða skírt, að það jafnist við gull vináttu og drengskapar. „Gat ek aldri vin betra", kvað hann, og hafði gefið dæmi öldutn og óbornutn. Eigið sjálfir ykkar fé og frama, kærir frændur, Norðtnenn og Færeyingar, og skift- umst þó gjöfum við. Og hvert sinn og vér segjum eins og Snorri: Út vil ek! eða: úttin vil ek! þá höfum í huga hið betra gullið, gull vináttu Arinbjarnar! Hver maður má gulli öðrum miðla; svo örlátur ér gjafari allra gæða, að hver sem vill, ber gullnámu í brjósti. Miðlum, lærum að miðla hverir öðrum af gulli kær- leika, menningar og mannkosta! Herjum ekki né rænum einsogfeð- ur vorir gerðu, heldur miðlum, auðg- um, gefum og gleðjum; látum gull- ið ganga unz gullöld fæðist!" , Þetta gull-tal mitt munu flestir hafa skilið, og mér varð orðið að ástríðu, svo eg tók það aftur fram þegar til Noregs kom með breytt- um orðum og á máli, sem allir skildu. III. Ferðin yfir Dofrafjöll. Mér varð orð at órum auðsótt frömum dróttni þá’s óðum mjög móðir mjöll á Dofrafjöllum. Sighvatr. Málarahjónin Rusti — Eg málaður — Norskir málarar og listamenn. í leiðangrinum til Færeyja kynt- ist eg ýmsum merkismönnum, og vil eg sérstaklega nefna málarahjón- in Rusti. Hann heitir Olafur og er hinn skemtilegasti og bezti maður, þéttur á velli og þéttur í lund og talar ekki dönsku, heldur málið, er hann kallar íslenzku; hann hefir Iengst dvalið suður á Þýzkalandi og á þýzka konu, sem er málari eins og hann. Varð miili okkar kær vin- átta og sat eg fyrir þeim, eftir beiðni þeirra í 5 daga; málaði frú- in með olíu flatt andlit (en face), en hann dró mynd mína með blýanti frá hliðinni (en profil), og eru báð- ar myndirnar sönn listaverk; lætur hann ljósmynda sína mynd og selja síðan á kortum. Að skilnaði gaf hann mér mynd eftir sig af Ólafi helga, listaverk mikið, en með held- ur sterkum helgibrag og fyrir því all-ólík þeim „dýra" manni, er við Llendingar hugsum oss. Ólafur Rústi þykir beztur „teiknari" í Nor- egi; aðrir helztu málarar landsins, sem nú lifa eru þeir Munck og Mynthe, Vermehren og Krogh; sá eg myndir eftir þá alla og marga fleiri, og dáði margar - nema mynd- ir þeirra, sem stæla vilja listir Norð- manna til forna, eins og í útgáfunni af Heimskringlu má sjá. Nýr heimspekisdoktor. Prófessor Ágúst Bjarnason hefir samið doktorsritgerð er prófessorar Hafnarhá- skóla hafa lokið miklu lofsorði á og ver hann hana þar í næsta mánuði, sennilega um sama leyti og Guðm, Finnbogason ver sína doktorsritgerð, Silfurbrúðkaup halda 28. þ. m. Jóh. Christensen kaup- maður og frú hans Nikolína (f. Jensen, sál. hóteleiganda). Þau hafa altaf verið búsett hér í bænum, jafnan vel virt og vinsæl. J. C. var um langt skeið verzlunarstjóri við Höepfnersverzlun, stærstu verzlun bæ- jarins, en hætti því starfi fyrir nokkrum árum og hefir síðan rekið verzlun fyrir eigin reikning.— Þau hjón eiga ekki börn á lífi, en kjördóttir þeirra, Gunnhildur, er trúlofuð B. Ryel verzlunarstjóra hér í bænum. Mannalát. Nýlátin er Sigríður Jóhannsdóttir kona i Kristnesi. Hún var gift Sigurði Helga- syni (bróður Jósefs á Stórhóli) og áttu þau þrjú börn, en hann andaðist ungur fyrir nál. 20 árum og öll börn þeirra hjóna um sama Ieyti. Hún hefir síðan verið í Kristnesi. »Var vel látin kona og bar jafn- an sorgir sinar með þolinmæði*. Fasteignasala. Carl F. Schiöth framkvæmdarstjóri hefir keypt íbúðarhús Stefá'ns skólameistara við Eyrarlandsveg, það er Stefán bjó í, áður en hann flutti í gagnfræðaskólann. Orður os: titlar. Tr. Gunnarsson er orðinn kommandör 1. stigs. Sigurður Þórðarson sýslumaður í Arnarholti riddari og Sveinbjörn tónskáld Sveinbjörnsson prófessor að nafnbót. Skipaferðir. E/s »Flora« kom frá Rvík á sunnudag- inn. Farþegar hingað: Hannes Hafstein, Sigurður Hjörleifsson ritstjóri (af peninga- málanefndarfundi), frú hans og dóttir o. fl. — »FIora« fór samdægurs til útlanda. E/s »Valhal« fór til Hafnar á sunnudag- inn. Farþ. Þórhallur Bjarnarson stud. art. (frá Ljósavatni), er hefir fengið styrk til dýralækninganáms í Höfn. E/s »Vesfa« kom á sunnudaginn að sunn- an og fór austur um á mánudaginn. Farþ. Garðar Gíslason stórkaupmaður í Rvík, J. Godtfredsen verzlunarfulltrúi o. fl, Vestmannaeyjasíminn verður fullger um miðjan septbr. næstk. og tekur þá þegar til starfa. Smælki. Móðirin: „Er hún Klara mín ekki væn og iðin í skólanum?" Kenslukonan: „O, jæja, það er að segja: hún er iðin í frítímunum, því þá etur hún einlægt sætindi, og hún er væn í tímunum, því þá sefur hún oftast nær.“ % í Kaupmannahöfn var einu sinni verið að byggja hátt og mikið ráðhús. Steinsmið- ur, sem var að starfi sínu efst uppi á bygg- ingunni, misti frá sér stóran múrstein, sem steyptist ofan á gangstiginn. Nafnfrægur leikari, sem rétt uir leið gekk þar fram hjá og sá þetta, sagði þurrlega: „Þessi múr- steinn er hið fyrsta og verður að sjálfsögðu hið síðasta, sem fær fljóta afgreiðslu frá þessari stofnun." Maður einn, sem fmyndaði sér að hann væri veikur,'sagði við lækninn: „Eg et og drekk með beztu lyst; eg sef lfka vel. Samt er eg talsvert mikið veikur, en eg veit ekk- ert hvernig." —„Láttu mig bara ráða," svar- aði læknirinn; „þetta lagast bráðum." % * Kona, sem lá á banasænginni, bað mann- inn sinn þess, að ef hann gifti sig aftur, þá skyldi hann eiga eina af vinkonum sínum, er hún nefndi. - „Ó, elsku María mín!" sagði maðurinn grátandi, „dey þú nú bara strax; eg veit hvað á eftir kemur." 0 í febrúarmánuði hitti spjátrungur einn góðlátlegan gamlan sjómann nálægt toll- búðinni. Til þess að erta hann eitthvað, sagði hann: „Skipstjóri! Heldurðu að skóg- urinn verði orðinn grænn á mánudaginn?" „Nei, það held eg ekki," svaraði sjómaður- inn, „en," bætti hann við um leið og hann . sýndi honum hægri hnefann, „þú mátt vera viss um, að þú gengur með glóðarauga næstkomandi mánudag."

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.