Gjallarhorn


Gjallarhorn - 02.09.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 02.09.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. V. 35. Akureyri 2. september. • • • • • 7 1911. J5 Lífsábyrgðarfélagið S K A N DIA". Þar sem eg vegna vaxandi anna hefi sagt af mér umboðsmensku fyrir Iífsábyrgðarfélagið „Skandia" frá næsta nýjári, þá tilkynnist hér með heiðruðum skiftavinum mínum, er hafa líftrygt sig í nefndu félagi, að eftir þann tíma ber þeim að snúa sér til aðalumboðsmanns félagsins, hr. kaupmanns Þórarins Guðmundssonar á Seyðisfirði, með borgun á ið- gjöldum og alt annað er að félaginu lýtur. Akureyri, 23. ágúst 1911. 0. C. Thorarensei). Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Nemendur, sem tóku árspróf við skólann í vor eða sqtt hafa um inngöngu í haust, en búast við að geta eigi verið í skólanum næsta vetur, tilkynni mér það tafarlaUSÍ, svo aðrir geti komist að í þeirra stað. Gagnfræðaskólanum 31. ágúst 1911. Stefán Stefánsson. - Stjórnmálafundir. Hannes Hafstein hefir haldið fjóra fundi með kjósendum sínum, eins og sagt var frá í síðasta blaði, og voru þeir allir vel sóttir. Á Siglu- fjarðarfundinum var Hafliði Ouð- mundsson hreppstjóri fundarstjóri. Á Grund Pétur dbrm. Olafsson fundarstjóri og skrifarar Einar Árna- son á Eyrarlandi og Bened. Einars- son dbrm. á Hálsi. Á Möðruvöllum var Guðmundur Magnússon á Ás- láksstöðum fundarstjóri og Árni Jónsson í Lönguhlíð skrifari. Á Dal- vík var Sigurjón læknir Jónsson fundarstjóri, en séra Stefán Kristins- son á Völlum skrifari. Hannes Hafstein lýsti því yfir á öllum fundunum, að hann byði sig fram til þingmensku fyrir Eyfirðinga við næstu kosningar og var gerður að því góður rómur. Ennfremur hélt hann ræðu á öllum fundunum, er varaði oftast rúma klukkustund og sagði þar kjósendum frá hinum helztu málunj, er tekin voru til með- ferðar á síðasta þingi. Hann dvaldi einkum við breytingar þær, er gerð- ar voru á stjórnarskránni. Þótti hon- um þær flestar vera til bóta, og end- urbæturnar í heild sinni svo mikils- verðar, að varhugavert væri að fara að breyta stjórnarskrárfrumvarpinu, ef hætta væri á, að það gæti leitt til þess, að engin breyting næði framgöngu, þótt bæði hann og fleiri væru eigi allskostar ánægðir með ýms ákvæði þess. Virtist hann gruna suma mótflokksmenn sína um að hafa í hyggju að hefta framgang stjórnarskrárbreytingarinnar, ef þeir yrðu í meiri hluta við næstu kosn- ingar. Þá mintist hann á, að nú væri þess ekki getið í stjórnarskrár- frumvarpinu, hvar málin skyldu bor- in upp fyrir konungi, þótti það eðli- legra og réttara, því konungur ætti að ráða þessu í samkomulagi við ráðherra íslands. Sagði hann, að Knud Berlin hefði gert mikið veður út af því, að hættulegt væri fyrir Dani, ef stjórnarskrárfrumvarpið yrði samþykt eins og það lægi fyrir, vegna þess, að úr væri felt ákvæðið um uppburð málanna, og ef til vill mundi hann og fleiri danskir laga- menn reyna að hafa áhrif í þá átt, að frumvarpinu yrði synjað, en hann vonaði fastlega, að konungur færi meir eftir tillögum íslandsráðherra í þessu efni, en skoðunum einhverra danskra manna. Til mikilla bóta taldi hann, að ráðherrarnir yrðu þrír. Gat þess, að sú tillaga hefði oftar en einu sinni komið fram áður, meðal annars á Þjóðfundinum, að ráðherr- arnir yrðu fleiri en einn fyrir ísl. sérmálum. Hann tók fram, að ef það kæmi fyrir, að ráðherra yrði með öllu ófær til að gegna stöðu- sinni, væri það auðvitað sjálfsagt, að hinir ráðherrarnir Iegðu til við konung að leysa hann frá embætti, en tillögur um slíkt frá öðrum en ráðherrum mundu naumast teknar til greina, sagði og, að ráðherrastörfin væru svo margbreytileg, að heppilegra væri að fleiri en einn maður hefði þau á hendi. Eftir stjórnarskrárfrum- varpinu kvað hann kjósendur til al- þingis fjölga alt í einu urn 2/s. Fyr- ir sitt leyti væri hann ekki hrædd- ur við þetta, en þó hefðu þeir mik- ið til síns máls, sem teldu heppi- legra, að auka ekki kosningarréttinn svona alt í einu, heldur smátt og smátt, eins og gert hefði verið að undanförnu, með því að smárýmka um kosningarskilyrðin. Hann kvað breytingartillögu hafa komið í þá átt á þinginu hvað konur snerti, en hann sagði,, að sumum hefði þótt rangt að gera konum lægra undir höfði en öðrum, sem frumv. ætlast til að fengju kosningarrétt. Ef ald- urstakmark hefði verið sett fyrstu árin hjá öllum þeim, er eiga að fá kosningarrétt eftir frumv., hélt hann að slík breytingartillaga mundi hafa fengið framgang. Ræðum. sýndi fram á, að hjú hlytu að vera eins fær um að kjósa skynsamlega og lausafólk. — En þar sem kosningarrétturinn væri aukinn svona gífurlega alt í einu með frumv., þótti honum nauð- synlegt, að nokkur festa væri í efri deild, og að hún yrði sem minst háð neðri deild og einstökum kjör- dæmum landsins. Því taldi hann það spilla frumvarpinu, að neðri deild kysi 4 menn til efri deildar, og yrði frumv. breytt, vildi hann mæla með, að ákvæðin um skipun efri deildar yrðu svipuð því, sem neðri deild ákvað í fyrstu. Hann gat þess, að hlutfallskosningunum til efri deildar mundi eflaust svo kom- ið fyrir, að kjósendur fengju að ráða því, hvernig þeir, hver fyrir sig, röðuðu niður á listann þeim, sem í kjöri yrðu. Var þeirrar skoðunar, að heppilegra væri að hafa sumarþing en vetrarþing fyrir margra hluta sakir. Þá væri fjárhagur landsins. Út- gjöldin hefðu aukist mikið á síðustu árum, og þau yrðu eigi minkuð til stórra muna, nema landsmenn yrðu tilfinnanlega varir við afturför. Það yrði eigi hjá því komist, að auka- þingið Ieitaði ráða til þess að auka tekjur landsjóðs. Eftirhreytur vín- fangatollsins hefðu orðið að góðu liði við samnjng fjárlaganna í vetur, en yrðu líklega úr sögunni við samning næstu fjárlaga. Landsbúinu myndi varla nægjá minna en 600 þús. kr. tekjuauki, þegar vínfangatoll- urinn væri frá. Ræðumaður gat þess, að nefnd hefði unnið að því um tíma, að búa undir tillögur til þings- ins, hvernig hægt væri að útvega landinu slíkar tekjur, og þó hann væri í þeirri nefnd vildi hann ekk- ert láta uppi um, að hvaða niður- stöðu nefndin mundi komast. Hann sagði, að bæði væri það, að nefnd- in hefði enn eigi til fulls lokið störf- um sinum og undirbúningi málsins, og svo væri það samkomulag milli nefndarmanna, að láta fyrst um sinn ekkert uppi um það, hverjar tillög- ur hennar mundu verða, en það taldi hann víst, að nefndin mundi koma fram með tillögur fyrir auka- þingið um, hvernig tekjur landsins yrðu auknar á hagkvæmastan hátt, að hennar áliti. Stjórnarskrárbreytingih tók lengstan tíma á fundunum. Guðm. Guðmunds- son dbrm. á Þúfnavöllum flutti þess- ar tillögur, er voru samþyktar á Grund og Möðruvöllum: 9. gr. orðist þannig: Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í neðri deild eiga sæti 26 þingmenn, kosn- ir óhlutbundnum kosningum í kjör- dæmum landsins, en í efri deild eiga sæti 14 þingmenn, kosnir hlutfalls- kosningum um land alt. Breyta má Gjalddagi »Gjallarhorns« var 1. júlí síðastl. Eyfirðingar, er það vilja, geta borgað blaðið í verzlun Magnúsar á Grund. Yfirleitt má borga blaðið með innskrift í allar hinar helztu verzlanir á landinu. Hánvetningar mega borga blaðið í verzl- un G. Gíslason & Hay á Hvammstanga og Carl Höepfners verzlun á Blönduósi, Skagaströnd og Kálfshamarsvík. Skagfirðingar í verzlun L. Popp og Gránufélagsverzlun á Sauðárkróki. Þingeyingar í »K. Þ.« ogÖrum&Wulffs verzlanir — og Múlsýslungar í Örum & Wulffs og Gránu- félagsverzlanir. tölum þessum með lögum sé tölu þingmanna breytt. 10. gr. breytist í samhljóðun við 9. grein. Á Dalvíkurfundinum voru bornar upp þessar tillögur svo orðaðar: Fundurinn óskar þessara breyt- inga á stjórnarskrárfrumvarpi síðasta þings: a. Að ráðherrum sé ekki fjölgað. Tillagan samþ. með öllum atkv. gegn 1. b. Að skipun efri deildar verði svo, að til allrar deildarinnar verði kosið með hlutfallskosningum um land alt til 12 ára, og að aldurs- takmark kjósenda þangað séu 40 ár, svo og að rýmkun sú á kosn- ingarrétti, 'sem frumvarpið veitir, verði því að eins gerð, að skipun efri deildar verði þannig fyrir komið. Tillagan samþ. með öllum þorra atkv. c. Að ákvæði núgildandi stjórnar- skrár um heimilisfang séu látin standa. Tillagan samþ. í einu hljóði. d. Að alþýðuatkvæði sé leyft með lögum, en ekki nánari ákvæði sett um það í stjórnarskránni. Tillagan samþ. í einu hljóði. e. Að frumkvæði til fjárveitinga og laga, er hafa útgjöld í för með sér, verði eingöngu hjá stjórninni. Tillagan feld með öllum atkv. gegn 1. Boinvörpusektir. Á Siglufjarðar- og Grundarfundunum vildu merm, að Dönum yrði greiddur 2h hlutar sekt- anna, eins og byrjað var á 1905, . ef farið yrði fram á það aftur. 2. þm. kjördæmisins, Stefáni í Fagra- skógi, var og gefin ofanígjöf fyrir afskifti hans af því máli á síðasta þingi. Fœrsla þingtímans. Á flestum f'und- unum var samþykt tillaga um, að reglulegt alþingi hefji jafnan störf sín 17. júní. Yms önnur mál voru tekin til umræðu á fundunum t. d. fjárhags- m'álið og fjárlögin frá síðasta þingi,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.