Gjallarhorn


Gjallarhorn - 08.09.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 08.09.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. V. 36. Akureyri 8. september. Ojalddagi »Gjallarhorns« var i. júlí síðastl. Eyfirðingar, er það vilja, geta borgað blaðið í verzlun Magnúsar á Grund. Yfirleitt má borga blaðið með innskrift í allar hinar helztu verzlanir á landinu. Húnvetningar mega borga blaðið í verzl- un G. Gíslason &Hay á Hvammstanga og Carl Höepfners verzlun á Blönduósi, Skagaströnd og Kálfshamarsvík. Skagfirðingar í verzlun L. Popp og Gránufélagsverzlun á Sauðárkróki. Þingeyingar í »K. Þ.« ogörum &Wulffs verzlanir — og Múlsýslungar í Örum & Wulffs og Gránu- félagsverzlanir. Nýr banki í Reykjavík. Arövænlegt fyrirtæki. Þýzki konsúllinn í Rvík, hr Ditlev Thomsen, hefir í hyggju að stofna. nýjan banka þar í haust. Það er gott fyrirtæki og myndarlega í ráðist af einum manpi. Er hr. Thomsen fyrsti íslendingurinn, er færist svo mikið í fang í þeim efnum, og er það ekki í fyrsta sinni, sem hann reynir að ryðja nýjar brautir þjóð sinni til gagns. Mættu menn óska, að fyrirtækið þrif- ist vel og ætti góða framtíð í vændum Bankinn á að heita »Reykjavíkur- bankinn«. — Eins og getið var í síð- asta blaði; hefir Thomsen selt nokkuð af húseignum sínum í Rvík fyrir sam- tals 132 þús. kr., og er sagt, að hann byrji starfrækslu bankans meðal ann- ars með nokkru af því fé, en hitt fái hann með sölu hlutabréfa erlendis. Verksvið bankans á fyrst og fremst að vera þau bankastörf, »er snerta verzlun, iðnað og fiskiveiðar, kaup og sölu á fasteignum, verðbréfum og öðr- um eignum, innheimtu á kröfum, end- urskoðun viðskiftabóka, upplýsingar um viðskifta-atvinnu og önnur banka- störf eftir atvikum.* Bankinn á að hafa aðsetur í hús- eign Thomsens við Lækjartorg, rétt á rhóti Stjórnarráðshúsinu, þar sem nú eru skrifstofur »D. D. P. A.«. Hr. D. Thomsen verður sjálfur framkvæmdar- stjóri bankans. .lAustri" varð tvítugur 10. ágúst s.1. og getur þess meðofurlítilliæfiminningu. Blaðið varstofn- að af Otto Wathne, og gaf hann það út á sinn kostnað fyrsta árið, en eftir það tók Skapti Jósefsson við því að öllu, en hann hafði verið ritstjóri þess frá upphafi (10. ág. 1891}, er blaðið byrjaði að koma út, og var það síðan til dauðadags. Síðan hefir Þorsteinn sonur hans verið ábyréljarmaður „Austra", en móðir hans og þau systkin útgefendur blaðsins í félagi. —Það er ekkert oflof, þó sagt sé, að „Austri" hafa haft tnikla þýðingu fyrir framfarir Austfirðinga- fjórðungs og öll áhugamál, þessa tvo áratugi. Fundir í Þingeyjarsýslu. Breiðumýri 5fo. Á sunnudaginn (3. þ. m.) var hald- inn hér fjölmennur kjósendafundur og rætt lengi um þjóðmál. Þingmaður kjördæmisins, Pétur á Gautlöndum, sagði gang málanna á síðasta þingi og lýsti ennfremur yfir framboði sínu. Af Heimastjórnarmönnum töluðu þar m. a. Steingr. Jónsson sýslumaður, Sigurjón Friðjónsson á Einársstöðum og Guðm. Friðjónsson á Sandi. Ræða G. F. var mjög vandlega hugsuð og prýðisvel flutt og vakti hún mesta eftirtekt. Hún var aðallega um það, hverja kosti þingmannaefni þau þyrftu að hafa, Sem byðu sig fram við kosn- ingarnar í haust, miðað við það, hvern- ig ástandið er nú að verða í landinu. Af »Sjálfstæðismönnum« töluðu helzt þeir Hallgrímur í Vogum og Sigurð- ur skáld Jónsson á Arnarvatni, og síð- ast í fundarlokin lýsti Sigurður yfir, að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Pétri í haust. Þótti undarlegt, að hann skyldi ekki hafa haft orð á því fyr, og sló óhug á íundarmenn, er þeir heyrðu fyrirætlun hans, því mönnum er að ýmsu leyti sárt um, að hann láti hafa sig fyrir ginningarfífl »Sjálf- stæðismanna* í annað sinn og telja hann of góðan til þess. Á mánudaginn var aukafundur í sýslunefndinni og voru þar mest ýms héraðsmál til umræðu. Síldveiðin heldur enri áfram hér fyrir Norður- landi, en nokkrir eru þó að hætta henni. Þar á meðal er þýzkt félag, sem hefir haft aðsetur á Hjalteyri, og sænskt félag, er hefir haft aðset- ur hér á Akureyri. Norðmenn flestir á Siglufirði halda enn áfram, og margir reka ennfremur veiðina af kappi ennþá, sem selja síldina til bræðslu í síldarverksmiðjurnar. í þeim er nú búið að vinna um 1800 föt af síldarolíu. Alls er búið að salta um 100 þús- und tunnur af síld hér nyrðra í sumar. Um sama leyti í fyrra voru saltaðar um 150 þúsund tunnur. Það er aðgætandi, að í ár dregst frá söltuninni öll sú síld, er verk- smiðjurnar kaupa, og er það mesta ógrynni, en nákvæma skýrslu um, hve mikið það er, getur „Gjh.« ekki gefið í þetta sinn. Atvinna sú, er síldveiðin gefur mönnum, auk þeirra sjómanna, er stunda sjálfa veiðina — er mjög mikils virði og þýðingarmikil, sér- staklega fyrir Akureyri og Eyjafjarð- arsýslu. Fjöldi af kvenfólki t. d., sem annars mundi hafa haft litla atvinnu, hefir unnið sér inn um 100 kr. hver við síldarsöltun síðan veið- in byrjaði í sumar, sumar auðvitað meira og sumar minna. Auk þess vinnur og fjöldi af karlmönnum og unglingum við síldina í landi. Nú er nótaveiði að byrja hér á firðinum, eftir langa hvíld, og væri vel, að þar yrði framhald á. Verzlunarfréttir. Símskeyti frá Khöfn 5. septbr. Kfitsalan. Allmikið af dilkakéti er selt fyrirfram, nokkuð á 56 kr. tunn- an (það sem fyrst kemur) og nokkuð á 55 krónur. Két af sauðum, geldum ám og annað sauðakét er og selt fyrir- fram. Það sem fyrst kemur á 50 kr. tunnan og síðari sendingar á 48 kr. tn. Norðlenzka ull (hvít nr. 1) er hægt að selja í dag á 78 aura pundið og ekkert útlit fyrir, að hærra boð fáist. — (Etazráð J. V. Havsteen símaði þeg- ar og seldi sína ull fyrir það verð.) — Ull af Suðurlandi í lægra verði. Rúgur hefir hækkað upp í kr. 6,80 pr. 100 pd. Talið Hklegt, að hann hækki ennfremur bráðlega upp í kr. 7,00 pr. 100 pd. Verðhækkun enn- fremur í vændum á sykri. Iðnsýningin í Reykjavík. Vel er látið af henni yfirleitt og margir munir höfðu þar verið prýðis- fallega gerðir. Dómnefndunum er samt ekki hrósað öllum, og er ilt, ef mikið er sakast um hlutdrægni, en því máli er »Gjh.« ekki svo kunnugt, að með það geti farið. Má og sennilega segja um það, að »vandgert er svo öllum líki«, svo engum þyki sér óréttur ger. Hér fer á eftir skýrsla um þá, er verðlaun fengu á sýningunni og heim- ilisfang eiga norðan lands og austan: /. verðlaun. Guðfinna Guðnadóttir, Grænavatni, Þing- eyjarsýslu, fyrir tóvinnu. Ingibjörg Þórðardóttir, Hofi, Eyjafjarð- arsýslu, fyrir tóvinnu. Kristín Gunnlaugsdóttií, Belgsá, fyrir tóvinnu. Margrét Símonardóttir, Brimnesi, Skaga- firði, fyrir hannyrðir. Magnús Þórarinsson, Halldórsstöðum, fyrir skrá. Járnsm. Sigurður Sigurðsson, Akureyri, fyrir plóg. Þorbjörg Friðgeirsson, Vopnafirði, fyrir listasaum. Þuríður Hjörleifsson, Akureyri, fyrir hann- yrðir. 2. verðlaun. Jóhanna Jóhannsdóttir, Kolgröf, Skaga- firði, fyrir tóvinnu. Kristrún Jósefsdóttir, Brimnesi, fyrir spjaldvefnað. Margrét Pétursdóttir, Egilsstöðum, fyrir tóvinnu. Margrét Símonardóttir, Brimnesi, fyrir tóvinnu. Magnús Þórarinsson, Halldórsstöðum, fyrir dúnhreinsunarvél. Ólöf Sigurðardóttir, Hlöðum, Hörgárdal, fyrir tóvinnu. 1911. Sigurbjörg Jónatansdóttir, Merkigili, Skagafirði, fyrir tóvinnu. Þorbjörg Kristmundsdóttir, Blönduósi, fyrir tóvinnu. Þórdís Stefánsdóttir, Akureyri, fyrir tó- vinnu. Þórunn Þórarinsdóttir, Seyðisfirði, fyrir silkivefnað. 3. verðlaun. Anna Árnadóttir, Skógum, Axarfirði, fyrir hannyrðir. Hólmfríður Magnúsdóttir, Akureyri, fyr- ir tóvinnu. Kristín Jónsdóttir, Grænavatni, fyrir of- inn dúk. Kristín Jósefsdóttir, Brimnesi, fyrir hann- yrðir. Lovísa Sigurðardóttir, Hofsstöðum, fyr- ir tóvinnu. Smiður Páll Kristjánsson, Húsavík, fyrir amboð. Sigríður Sigurgeirsdóttir, Víðum., Reykja- dal, fyrir tóvinnu. Sigríður Sigfúsdóttir, Arnheiðarstöðum, Fljótsdal, fyrir tóvinnu. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Máskoti, Reykjadal, fyrir tóvinnu. Valgerður Davíðsdóttir, Fagraskógi, fyr- ir tóvinnu. Þóra Jónsdóttir, Auðkúlu, fyrir tóvinnu. Þorbjörg Pálsdóttir, Gilsárstekk, fyrir tóvinnu. Þórunn Stefánsdóttir, Seyðisfirði, fyrir silkivefnað. Brunl. Á Unaósi við Héraðsflóa rekur verzlunin „Framtíðin" verzlun og er þar verzlunar- stjóri Jón St. Scheving. Hinn 16. ág. um kvöldið varð elds vart í sölubúðinni og læsti hann sig á augabragði um alt húsið, svo ómögulegt var að slökkva og engu varð heldur bjargað af verzlunarvarningi eða bú- slóð verzlunarstjórans, er bjó í húsinu, nema örlitlu af sængurfatnaði, sem kastað' var ofan af lofti út um glugga. Ekki vita menn um upptök eldsins eða orsök til hans. Húsið, sem brann, var vátrygt fyrir 4500 kr. og vörubyrgðit alls fyrir 20 þús. kr., en nokkuð af þeim vörum voru þó geymd- ar í geymsluskálum, er ekki brunnu. Verzlunarstjórinn, Jón St. Scheving, varð fyrir tilfinnanlegu eignatjóni sjálfur. Vínsölusektir. Brytinn á „Courier" var sektaður á Siglu- firði um 300 kr. fyrir óleyfilega vínsölu. ' Qránufélagio hefir nýlega sent út ársskýrslu sína fyrir 1910, og virðist hagur félagsins samkvæmt henni vera svipaður og að undanförnu. Skuld þess við umboðsmann sinn, F. Holme, var í árslok kr. 534,841,05. - Svo er sagt nú, að ekkert muni verða úr sölu félagsins, sem talin var fullgerð á tímabili í vetur og vor. Skipaferðir. E/s „Ingolf" frá útlöndum á sunnudag- inn. Farþ. Qunnlaugur Bjarnason prentari. E/s „Vesfri" fór vesturumá'sunnudaginn. E/s „Ryvingen" fór beina leið til Hafnar á þriðjudaginn með fullfermi af síld frá konsúl Tulinius. Fjórir duglegir reglumenn óskast sem umferðabóksalar. Góð árslaun og »prósentur«. Menn snúi sér sem fyrst W OddS BjÖmSSOnar á Akureyri.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.