Gjallarhorn


Gjallarhorn - 04.10.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 04.10.1911, Blaðsíða 1
Gjallarhorn. Ritstjóri: Jón Stefansson. V. 38. • Akureyri 4. október 1911 Gjalddagi »Gjallarhorns« var i. júlí síðastl. Eyfirðingar, er það vilja, geta borgað blaðið í verzlun Magnúsar á Grund og Kaupfélagsverzlun Eyfirðinga. Hér með votta eg öllum þetm sem sýnt hafa mér og minum hluttekningu við lát og jarðar- för minnar ástkœru eiginkonu, mitt innilegasta hjartans þakk- lœti. Akureyri, 23. september 1911. Carl F. Schiöth. Alþingiskosningar. Nú er framboðsfrestur til alþingis- kosninganna liðinn og eru því öll kurl komin til grafar, sem um verð- ur að velja 28. október næstkom- andi. Þykir réttast að gefa hér yfir- lit yfir alla fylkinguna, þó kunnugt sé áður orðið um marga í henni, og áður getið um ýmsa þeirra hér í blaðinu. í höfuðstaðnum Reykjavík eru af Heimastjórnarmanna hálfu L. H. Bjarnason og Jón sagnfrœðingur, af Sjálfstæðism. Jón Þorkelsson og M. Blöndahl, af Andbanningum Halld. Daníelsson og Ouðm. Finnbogason. Þ. J. Thoroddsen læknir hætti við að bjóða sig fram. Björn Kristjánsson og síra Jens vilja komast aftur að í Gullbr,- og Kjósarsýslu, en móti þeim Ieggja þar Björn Bjarnarson hreppstjóri í Oraf- arholti og Matth. Pórðarson útgerð- armaður í Sandgerði. Mundi hvor- ugur þeirra reyna að útvega sér bitl- ing þó þeir kæmust á þing og báð- ir eru þeir atorkusamir, hagsýnir og sjálfstæðir. Sérstaklega væri þinginu ekki vanþörf á að fá reyndan út- gerðarmann í sinn hóp. Kf. Jónsson ráðherra býður sig aftur fram í Borgarfirði, en móti honum einn af meiri háttar bitlinga- þiggjendum Sjálfstæðisflokksins Ein- ar Hjörleifsson. Ekki verður séð hvert erindi hann ætti á þing, ann- að en ef hann gæti krælt sér í enn meiri styrk úr landsjóði. Þá er Mýrasýsla og hafa flestir kjós- endur þar augastað á séra Magnúsi Andréssyni gætnum manni og satn- vizkusömutn er setið hefir áður á þingi fyrir þá. „Sjálfstæðið" lætur Harald Níelsson guðfræðisprófessor ríða móti honum. Blöð „Sjálfstæðisins" hafa logið því að Guðtn. Eggerz vildi á þing fyrir Snæfellinga, en lygi er það, eins og fleira í þeim blöðum. Það er Halldór læknir Steinsson sem þar verður í kjöri fyrir Heimastj. en móti honum á að senda Hall nokk- urn bónda á Gríshóli og er það kunnugast um þjóðmálaþekkingu hans, að hann kvað ætla að fara að „stúdera umræðurnar í skjala- partinum til þess að setja sig inn í pólitíkina". Séra Sig. Gunnarsson hafði verið ófáanlegur til þess að leggja aftur út á djúpið fyrir gömlu flokksbræður sína, og er það virð- ingarvert. Því hefir verið logið að Björn Bjarnarson sýslumaður á Sauðafelli legði til orustu móti Vog-Bjarna í Dölunum (sbr. „Norðurl." síðasta blað). Það er uppspuni. Þar býður sig fram íyrir Heimastj. Guðm. G. Bárðarson bóndi á Kjörseyri, ment- aður maður, ötull og góður bóndi, sjálfstæður maður og einarður í hvívetna. Ættu Dalamenn að sjá sæmd sína í því, að velja hann, en hafna Vog-Bjarna sendiherra, er býð- ur sig þar fram aftur. Mundu þeir vinna landsjóði þar þarft verk, með- al annars, því Bjarni er „premíu-" gripurinn af öllum bitlingasugum síðustu þinga og hinn óþarfasti mað- ur á þingi, er aldrei ætti að koma þar aftur. Björn Jónsson fyrv. ráðherra legg- ur aftur út á djúpið hjá Barðstrend- ingum, en móti honum Guðm. Björns- son sýslumaður. I Vestur-ísafjarðarsýslu býður sig fram Matthías kaupmaður Ólafsson á Þingeyri og séra Kr. Daníelsson fyrv. þingm. kjördæmisins. Á ísafirði býður sig fram hinn fyrv. þingm. kjördæmisins, séra Sig- urður Stefánsson í Vigur og móti honum af sjálfstæðismönnum Sigfús H. Bjarnarson konsúll. Er mælt að „Sjálf- stæðis-"forsprökkunum hafi þótt séra Sigurður of sjálfstœður á síðasta þingi og vilji þeir því helzt vera lausir við hann. Templarar bjóða fram Kr. H. Jónsson prentara og útgerðarmann. Magnús Torfason bæjarfógeti á ísafirði býður sig fram gegn Skúla Thoroddsen í Norður-ísafjarðarsýslu og segja fróðir menn, að þar muni verða harður kosningabardagi. Ari Jónsson vill fara aftur á þing fyrir Strandamenn enn mun lítið erindi eiga sem fyr. Kjósendur þess kjördætnis eiga ekki völ á betri full- trúa en Guðjón Guðlaugsson er, hinn gamli þingmaður þeirra og ættu þeir að fylkja sér um hann sem bezt. Þá eru Húnvetningar. Þórarinn Jónsson i Hjaltabakka og Tryggvi Bjarnason í Kothvammi bjóða sig fram fyrir Heimastj. en þeir Björn á Kornsá og síra Hálfdán upp á „Sjálfstæðið" eins og áður. Skagfirðingum ætlar „Sjálfstæðið" aftur þá Ólaf Briem og Jósef Björns- son. Ef þeir verða kosnir aftur, væri óskmdi að Ó. B. snerist ekki eins ámátlega um ■ sjálfan sig og gæfi sannfæringu sinni ekki eins oft sel- bita, eins og hann gerði á síðasta þingi, en J. B. mætti óska þess að hann yrði heilsuhraustur þegar flokk- ur hans úthlutar bitlingum, svo ekki þurfi að teyma hann fárveikan til slíkra athafna, eins og gert var 3. maí síðastl. Heimastjórnarmenn í Skagafirði eiga að velja um þá Árna Björnsson prófast á Sauðárkróki, Einar Jónsson hreppstjóra í Brim- nesi og Rögnvald Björnsson sýslu- nefndarmann í Reykholti. Eru það alt mætir menn og væri kjördæmið vel sæmt af þeim hverjir þeirra sem næðu kosningu. Hannes Hafstein og Stefán í Fagra- skógi verða endurkosnir aftur í Eyja- fjarðarsýslu og er varla orð á þvf gerandi að aðrir séu þar í kjöri. Þó kvað „Sjálfstæðið" hafa langað til að kosning færi fram, (kjósend- um til óhagnaðar og að þarflausu) og því fengið þá Kristján Benja- mítisson sýslunefndartnann á Tjörn- um og Jóhannes Þorkelsson hrepp- stjóra á Syðrafjalli í Þingeyjarsýslu til þess að „gera grín" og bjóða sig Eyfirðingum til þingmensku. Sig- urður Hjörleifsson skrifaði „formúl- una" fyrir Jóhannes og útvegaði i4 bændur til að skrifa undir, en Krist- ján skrifaði sína sjálfur og útvegaði sér meðtnælendur. Óvíst er talið að allir meðmælendurnir muni ómaka sig á kjörfund til þess að greiða þessum „eindregnu sjálfstæðismönn- um" atkvæði af því lítil von mun vera um að hægt verði að útvega fleiri. Akureyringar eiga að velja um þá Guðlaug Guðmundsson og Sigurð Hjörleifsson. — Sigurður ætlar nú, að sögn, að berjast fyrir því að kon- ungkjörnir þingmenn verði jafnan „böðlar þjóðviljans" á 4 þingum í senn og ennfremur kvað hann vera að semja ritgerð, er á að sanna að alt sem hann skrifaði á móti því í fyrra hafi verið bull og misskilning- ur og vitleysa sem enginn skuli reikna sér til syndar. Hann hefir engan sem stendur til þess, að lesa ritgerð þessa yfir fyrir sig og ætlar því í þess stað, að vitna í skipun Björns Jónssotaar um þetta mál, einu sinni í hverjutn fimm línum. Suður-Þingeyingar kjósa að sjálf- sögðu sinn gamla fulltrúa, Pétur á Gautlöndum. Þar býður sig einnig fram Sigurður Jónsson á Arnarvatni. Norður-Þingeyingar eiga kost á Benedikt Sveinssyni er verið hefir þingmaður þeirra undanfarið og Steingr. Jónssyni sýslumanni á Húsa- vík. Norð-Mýlingar: þar eru í kjöri Jóhannes bœjarfógeti á Seyðisfirði og séra , Einar í Kjrkjubœ. Ennfremur séra Björn á Dvergasteini og Jón á Hvanná. Sunn-Mýlingar: Jón í Múta og Jón Ólafsson tveir einhverjir mikil'- hæfustu þingmennirnir er sátu á síðasta þingi, er sagt að verði endur- kosnir þar. Ennfremur bjóða sig þar fram Sveinn Ólafsson í Firði og séra Magnús í Vallanesi. Seýðisfjörður: Þar berjast þeir dr. Valtýr og Kristján læknir Krist- jánsson. Austur- SkaftfelJingar. Þar verða í kjöri Þorleifur á Hólum og sera Jón Jónsson prófastur á Stafafelli, er var nýtur þingmaður og sam - vizkusamur í þeim störfum sem öðr- um er hann hefir haft á hendi og er það sæti vel skipað er hann sit- ur í. Um Þorleif er það kunnugt, að hann hefir verið auðmjúkt atkvæða- peð brauðbítanna í „Sjálfstæðinu" þessi tvö skiftin sem hann hefir ver- ið á þingi. í Vestur-Skaftafellssýslu bjóða sig fram Gísli Sveinsson lögfræðingur og Sigurður Eggerz sýslumaður og eru báðir ungir og óreyndir sem þing- menn. Gísli hefir um mörg ár gefið sig mikið við þjóðmálum og fram- koma hans þar verið svo, að ekki hefir borið skugga á. Er „Gjh." kunnugt um, að fáum eða engum mun annara en honum, um að blanda ekki saman mönnum og málefnum, og fylgja sannfæring sinni ókúgaðri hver sem í hlut á. En þeir kostir eru góðum þingmanni ómissandi. Gísli er og prýðisvel máli farinn og hefir yfirleitt svo marga nauðsyn- Iega þingtnenskuhæfileika að „Gjh." telur mjög œskitegt að hann næði kosningu. Hann er ekki í „Sjálf- stæðisflokknum", þó „Sjálfstæðið" hafi verið að reyna að hnupla hon- um, enda er skaplyndi hans slíkt, að hann mundi illa geta átt sam- leið við þá, er þar skipa nú önd- vegi. Og hann er heldur ekki Heima- stjórnarmaður og hefir ekki verið ið nokkur ár, en þeim flokki fylgdi hann fyrst er áhugi hans vaknaði á þjóðmálum, og þeirri stefnu er gagn- tók þá hug hans, hefir hann verið trúr síðan. Rangvellingar: Þar bjóða sig nú fram síra Eggert Pálsson og Einat á Geldingalœk og — fyrir „Sjálfstæðið" Tómas Sigurðsson á Barkarstöðum. Vestmannaeyjar: Þaa hefir Karl Einarsson, sem frægastur er af Lands- bankarannsókninni, verið otað móti Jóni Magnússyni, en þýðingarlaus er sögð sú „SjálfstæðisMilraun. Árnessýsla: Þar geysa margir, er talið líklegast að þeir Hannes Por- steinsson og Sigurður ráðunaútur verði hlutskarpastir eins og áður. „Sjálfst." býður þar þá bræður Helgasyni síra Kjartan í Hruna og Ágúst í Birtinga- holti en Heimastj. þá Jón Jónatans- son búfræðing og sr. G. Skúlason. Islenzk málfræði - 2. útgáfa endurbætt og Reikningsbók 2. útvráfa endurbætt fæst í bókaforlagi Odds Björnssonar,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.