Gjallarhorn


Gjallarhorn - 04.10.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 04.10.1911, Blaðsíða 2
132 OJALLARHORN. V. Með síðustu skipum höf- um við fengið mjög mikið úrval af ýmsum vörum, og biðjum því háttvirta viðskiftamenn okkar, að líta sem fyrst inn í sölu- búðina, * * * Af varningi, sem sérstaklega má mæla með til haustsins og vetrarins, skal hér aðeins nefna: Karlmannaföt af ódýrustu tegundum upp til hinna vönduðustu og fínustu. Yfirfrakka sem eru landsþektir fyrir hvað þeir fara vel. Stórtreyjur frá 8—22 kr. Taubuxur frá kr. 3.20. Regnkápur mjög fallegar og góðar. Silki-„plyds“-vesti og Ullartauvesti. Unglinga og drengjaföt og Stórtreyjur handa unglingum. Drengja yfirfrakkar. Vetrarhúfur úr skinni og ull. Mjög mikið úrval. Regnkápur handa kvenfólki. Silkisvuntuefni. Kjóla- og svuntuefni úr ull. Um 250 falleg MILLIPILS frá kr. 1.25—kr. 11.00. Um 2000 al efni í morgunkjóla, treyjur, telpu- kjóla o. fl. Sœngurdúkur, fiðurhelt léreft, flónel, milliskyrtutau, og margt fleira. Ódýrast verðlag. Fljót afgreiðsla. Virðingarfylst Brauns veizlun. Balduin Ryel. Jón óiafsson ^yrv. alþm. var hér á ferð nýlega, kom hingað til að heimsækja son sinn Gísla símastjóra, en ekki í pólitískum erind- um eins og sum blöð hafa logið. Þó varð það úr fyrir beiðni nokkurra manna að hann hélt ræðu, að mestu um gerðir síðasta þings, í samkomu- salnum á »Hótel Akureyri« og bauð mönnum til. Var þess ekki vanþörf því ekki hefir þingmaður Akureyrar gert neina tilraun til að halda leiðar- þing enn, enda var fundur Jóns vel sóttur af báðum flokkum kjósenda. — Sagt var að »Sjálfstæðis«-forustumenn hefðu reynt mikið að fá menn til að sækja ekki fundinn, en engin áhrif hafði það á hina sjálfstæðari þeirra. Ræða J. O. hafði mjög mikil áhrif á kjósendur. Fyrir mörgum brá hún upp alveg nýju ljósi í mörgum atrið- um (t. d. þeim »Sjálfstæðis«-liðum er ekki lesa annað en »Sjálfstæðis«-blöð- in) og margir þökkuðu J. Ó. fyrir orð hans og báðu hann að endurtaka er- indið. Varð það því úr að hann boð- aði aftur til fundar kvöldið eftir og þá *í leikhúsinu og skoraði nú á Sig- urð Hjörleifsson að mæta á fundinum og svara fyrir flokk sinn og sjálfan sig og bjuggust flestir við að S H. léti ekki tækifærið ónotað til þess að halda fram sínum málstað. En það brást. Jón flutti erindi sitt aftur fyrir fullu húsi, en ekki kom S. H. þangað og enginn af hans mönnum er mest halda ágæti »Sjálfstæðis«-flokksins að kjósendum, þegar þeir tala við þá í einrúmi. Undruðust flokksmenn hans mjög þetta atferli og þótti ekki laust við að þar kendi lítilmensku. J. Ó. fór heimleiðis með »Austra« og kona hans og yngsti sonur er hér dvöldu um hríð í sumar. „Verzlunin Edinborg“ á Akureyri lögð niður. Það þótti tíðindum sæta í bænum, þegar það fréttist, sem auglýst er nú hér í blaðinu, að «Edinborg» hætti störfum og vildi selja húseignir sínar bráðlega. Þetta þótti því kynlegra, sem það orð lék á, að umsetning verzlunarinnar hefði nú sfðasta árið vaxið ail-stórfenglega, að sögn, nú síðustu mánuðina, verið um 25 % meiri, en fyrir ári síðan, yfir sama tímabil þá. Og enn fremur hafði verzl- unin ýms fyrirtæki með höndum er voru vinsæl t. d. fiskiþurkhús í Hrís- ey, flutningaskipsútgerð um Eyjafjörð og fleira, sem sennilegt var að gæfi góðan arð, undir stjórn hins duglega og vinsæla verzlunarstjóra »Edinborg- ar» hr. Guðm. Jóhannessonar, er hefir fengið almenningsorð á sig, þann stutta fíma, er hann hefir veitt verzluninni torstöðu. »Gjh« hefir forvitnast um hjá verzl- unarstjóra »Edinborgar«, hvað valda muni þessu tiltæki eigendanná, en hann verst allra frétta um það. Hann segir efnahag þeirra í beztá lagi, svo ekki sé neinu slíku til að dreifa og samkomulag milli sín og þeirra, hafi verið hið ákjósanlegaáta í alla staði. — Þeir þykjast líklega ekki hafa hagnast nóg á verzlunarrekstrinumf — Eg veit ekki, svaraði hr. G. J. Eg get aðeins sagt að eg er mjög ergilegur yfir þessu. Eg hafði gert mér von um, að geta unnið hér upp mikla verzlun fyrir þá, og útlitið sýndist benda í þá átt, að það ætlaði að hepn- ast. En nú fara allar áætlanir um það á ringulreið og þessháttar leiðist manni. íslenzkur botnvörpu-útvegur vex hröðum fetum ár frá ári og er ánægjulegt til að vita, því svo segja glöggir fjáraflamenn, að það sé hinn hyggilegasti sjávarútvegur, er Islend- ingar geti rekið. Þeir bræður P. J. Thorsteinsson og Th. Thorsteinsson kaupmenn í Reykj r- vík eru efstir á blaði Islendinga í botnvörpu-sjósókninni. Um síðasta ný- ár tóku þeir á leigu tvo botnvörpunga frá Englandi og héldu þeim sfðan úti á fiskiveiðar. Hefir »Gjh.« heyrt, að þeir hafi hagnast á þeirri útgerð um IOO þúsund kr., og er það fallegur skildingur. — Nú eru þeir bræður að láta gera tvo nýja botnvörpunga í Englandi; eru þeir smíðaðir á þeirra kostnað, vandað til þeirra að öllu sem bezt. og alt eftir nýjustu og vönd- uðustu gerð. Vélarnar eiga að hafa 400 hesta afl og hver báturinn verð ur 135 feta langur í kjöl, svo sjá má, að þetta verða stór skip, og er nú vonandi að vel gangi útgerðin eins og þetta ár. Þá er félag það í Rvík, sem á »Jón forseta* einnig að láta gera botnvörp- ung í Englandi, og á hann að verða alveg af sömu gerð og skip þeirra Thorsteinssons bræðra, 135 feta lang- ur, með 400 hesta vél og að öllu leyti vandaður. Öll eiga skip þessi að vera ferð- búin til að geta lagt út á veiðar frá Reykjavík nálægt nýjári í vetur. ís- lenzkir yfirmenn: sk'p stjórar, stýri- menn og vélmeistarar verða á þeim ölium. Skipherrar á Thorsteinssons skipum verða þeir Kolbeinn Þorsteins son og Jóhann Jóhannessor, báðir æfð- ir í þeirri stöðu, en hinu nýja t.kipi »Jóns forseta«-félagsins á Halldór Þor- steinsson að stýra, hinn nafnfrægi veiðigarpur, er undanfarið hefir stýrt »Jóni forseta*. Svo segja margir, að að launum til, sé ja/ngoít að vera duglegur og fengsæll botnvörpu-skipstjóri á íslenzk- um botnvörpungum eins og að vera — ráðherra Islands. Og betra sé það að því leyti, að sk pstjórinn hljóti oít ast virðingu og hrós lyrir dugnaðinn, en ráðheriann aldrei annað en skammir! Mannalát. Guðbjörg S. Guðmundsdöttir kona Hall- gríms pósts Krákssonar andaðist að heimili þeirra hjóna hér í bænuin aðfaranótt 11. þ. m. eftir langa og þunga heilsubilun. Hún var af góðu fólki komin, systurdóttir Ólafs „stúdents" en faðir hennar Guðm Gtíð- mundsson dbrnt. Kolbeinssonar er var mikis metinn bóndi í Skagafirði á sinni tíð. Hún var fjölhæf kona og vel að sér ger, vöndnð og vel látin. Hún og maður hennar hafa búið hér í bænum alla tíð, síðan þau gift- ust, samtals 38 ár og voru því með elztu borgurum bæjarins. B. Nýlega er látinn hér í bænum Sigurður Jónsson bróðir Guðlaugs sál. í Hvammi og þeirra systkyna. Hann var dugnaðarmaður mikill, greindur og fylgdi vel með í öllum þjóðmálum. Vigfús /ónsson bóndi á Vakursstöðum f Vopnafirði andaðist nýlega. Akureyri. Gullbrúðkaup sitt halda í dag Frið- ' björn Steinsson dbrm. og kona hans Guð- ný Friðbjarnardóttir. Þatt hafa alt af verið búsett hér í bænum, hann rekið bókaverzl- un og ýmislegt fleira, en hún verið yfir- setukona um fjöldamörg ár. Bæði jafnan verið vel metin og vinsæl. Gagnfrœðaskðlinn var settur á mánudag- inn og héldu þar ræður þeir Stefán Stef- ánsson skólameistari og síra Jónas Jónasson kennari. Margir bæjarbúar voru við setn- ingu skólans. Þar hafa sótt um inntöku 67 nýir lærisveinar en alls er búist við að 126 nemendur verði á skólanum í vetur. Geir Sæmundsson- vígslubiskup verður nú tíma- kennari við skólann. /arðarför frú Helgu Schiöth fór fram 23. septbr. að viðstöddu miklu fjölmenni. Kirkj- an var fallega skreytt og tjölduð innan. Afmœli. Vigfús Sigfússon hóteleigandi 24. septbr. Páll V. Jónsson verzlunarstjóri 1. október. Chr. Havsteen kaupstjóri Gránufélagsins er hér hefir dvalið i sumar, eins og að ttnd- anförnu, fór heimieiðis með „Hólar,,. Gestir í bœnum hafa verið margir undan- farið. Þeirra á nieðal: Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði, Sigurður Fanndal faktor á Haganesvík, Guðm. T. Hallgrímsson hér- aðslæknir á Sig|ufjrðj 0. fi. BrúOkaup sitt héldu á laugardaginn, Páll V. Bjarna- son sýslumaður Skagfirðinga og ungfrú Margrét Árnadóttir frá Höfnum. „Gjh." óskar brúðhjónunum til hamingju. Suðurmúlasýsla er veitt Guðm. Eggerz sýslumanni í Snæ- fellsnessýslu, en settur er til að þjóna henni fyrst umsinn Sigurjón Markússon kand. júris. Vigfús Einarsson kand. júris, er verið hefir lögreglustjóri á Siglufirði í sumar og getið sér þar hinn bezta orðstýr fyrir dugnað og röggsemi, er orðinn fyrsti fulltrúi á skrifstofu bæjarfó- getans í Reykjavík. „DióCólfur" Árni Pálsson sagnfræðingur er tekinn við ritstjórn hans. Árni hefir verið áhtigamikil um öll þjóðmál í mörg ár og jafnan fylgt vel með í öllum þeim svæðum. Skipaferðir. E/s. „Kong Helge" kom með kolafarm o. fl. Fer bráðum til Spánar beina leið með saltfislsfarm. E/s „Hólar" kotnu frá Khöfn 23. septbr. Fóru vestur á Húnaflóa og víðar, að taka þar haustvöru. Komu hingað á útleið 3. okióber. E/s. „Freyja" fór til Hafnar, beina leið héðan 26. septbr. Farþegar: frú Matthea Matthíasdóttir og ungfrú Sigrún Jóhanries- dóttir. E/s. „Austri" í hringferð til Reykjavíkur 28 septbr. Farþ. Alma Thorarensen lyfsala- frú og synir hennar þrír (er aljir fara á mentaskólann) og dóttir, Sigtr. Jónsson kaupm. til Sauðárkróks snögga ferð o fl. Teikning verður kend í vetur á Iðnskólanum. Ágætar kartöflur tunnan á 8 kr. mót peningum fæst hjá Eggert Laxdal. ísa er ennfremur tekin sem borgun.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.