Gjallarhorn


Gjallarhorn - 13.10.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 13.10.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jön Stefansson. V. 39. T • • • • • • • • -•-•- Akureyri 13. október • • •¦• • • • • ••••• • •••••-•• • • • ¦•- Til kaupenda Hi Gjallarhorns. Qjalddagi „Gjh." var 1. júlí síð- astl. og biður útgef. kaupendurna að gera sér þann greiða, -að hugsa eftir því nú í haustkauptíðinni. And- virði blaðsins (3 kr.) munar hvern einstakan litlu, en „safnast pegar saman kemur" hjá blaðinu, og því er örðugt um að eiga margar 3 kr. útistandandi, vegna pess að pví veitir ekki af sínu. Næsta ár fiytur „Ghj." myndir af mörgum merkum mönnum íslenzk- um eins og síðar verður sagt nán- ar frá. Andvirði „Gjh.« má borga í flest- ar hinar stærri verzlanir hér nyrðra og eystra. Ferð til Færeyja og Noregs. Eftir Matth. Jochumsson. VI. Með brautinni. Úr þessu tók að minka torleiðið og vegurinn að styttast. Var nú komið inn á hina fornu Vingul- mörk, sem liggur kringum botna Oslófjarðar; var nú og orðið myrkt, svo ekki naut útsýnar. Liggur brautin fyrst lengi upp á við, unz hún sker Haðalandsbrautina, en síðan niður á við og alla leið til Kristjaníu. Höfðum við pá setið 14 eða 15 stundir á hörðum trébekk, og vorum heldur þreytt og þrekuð, er við komum í hvílu hjá vinum okkar í borginni, og var þá liöið miðnætti. Viðtökur fengum við hin- ar beztu; gisti dóttir mín hjá hjón- um þeim, er lofað höfðu að taka á móti okkur, en eg leigði her- bergi í hóteli því, er „Studenter- hjem" heitir, og fór þar vel um mig. Átta daga dvöldum við í borginni. Gekk eg hinn fyrsta morgun í heitu og björtu veðri upp á hæð eina til þess að sjá yfir hina nýju og voldugu Osló. Eg hafði þá ekki komið þar síðan 1872, og gafst mér á að líta vöxt og við- gang Kristjaníu síðan. fá var íbúa- talan um 95 þúsund, en nú um hálft þriðja hundrað þúsund. Það er mein fyrir ókunnugá, hversu lauftrén og stundum heilir skógar skyggja fyrir eða sundurslíta alt víðsýni; verður að fara upp á hálsa- kollana upp af borginni, áður en sjá má ummál hennar, hverfi, nes og víkur, ekki síður en fjörð og eyjar og alt umhéraðið. Stoðar lít- ið að lýsa því öllu hér, mynda og uppdráttalaust, heldur geta hins, að lega Kristjaníu er eitt hið fegursta og skemtilegasta, sem ltugsað verð- !' 1911. ur, enda keppist mannsandinn, ef ekki gengur fram af sér, við frjó- semi bygðarinnar, að gefa hinu risavaxna landi og þess stórlátu þjóð maklegan höfuðstað. Og þó hefir það ekki tekist með öllu. Út- sýnin er miklu fremur unaðsleg en svipmikil, háfjöll og víðlenda eða hrífandi útsýn vantar. Því að þótt héraðið sé frjótt og fagurt, er Iand- ið í heild sinni ekki suðrænt og milt, heldur norrænt, hart og kalt, og víða fremur skapað handa tröll- um en menskum mönnum. Ólík er útsýn Reykjavíkur, sem fullkom- lega ber með sjer rétta ímynd ís- lands. Eg sagði einu sinni i galsa við nokkra unga kunningja mína í Björgvin, sem báðu mig að grípa í strenginn til vegsemdar norskar fegjurðar.— Land ykkar —mælti eg: „Svo er sagt, að í árdaga bygðu jötnar og títánar víða í veröldu vorri, svo sem fornar bækur votta. Þeir kölluðust að vísu goðbornir, og kunnum vér þó fátt um ætterni þeirra að segja, en hamrammir voru þeir allir og hundvísir. Nú finst þess og getið, að hér í Nor- egi réði snemma sá jötnajöfur, er Dofri hét, og er hans nafn all- frægt orðið alt til vorra tíma. Það er nú hugmynd mín, að land þetta hið mikla er upprunalega af jötn- um smíðað, eða forfeðrum Dofra. Er það smíði svo stórfelt sem allir sjá og lítt hugsanlegt að eintómar goðahendur hafi þar að unnið. Eru allglögg merki þess, að þá er langt var kotnið smíðinni, hafi jötnum sinnast sín í millum og háð hildarleik saman, og með þeitn hamförum, að ekki hélt við; hafa smásteinarnir orðið þeim léttir í höndum og hafa kastast á fjalls- hnjúkum og jöklum, hleypt stór- skriðum á stað með ógnum og ó- dæmum, og gefið landinu þá undir- og yfirbygging, er það enn hefir. En þá er af þeim hefir dregið hinn mesta berserksganginn, hafi þeir er eftir lifðu ófriðinn haldið kyrru fyr- ir, en síðar hafi sjálfur guðinn ofan komið og lagað landið og gert byggilegt að kalla. Mun hann hafa strokið víða högum fingrum; er eitt faíið eftir fingur hans Hadd- ingjadalur, og um leið hefir hann á þeim svæðum hagrætt Hringaríki og vafið armi Vingulmörk og svo alt um Víkina. Skyldi og þaðan hefjast landnám og siðmenning, unz gegnum stórdalina dró alt norður í Þrændalög; þau lét drottinn upp smíða og kostaði öllu til sjálfur. Þar norður af mun hann hafa látið landið að mestu eiga sig, lagað einungis fjörðu og skergarða, og slíkt hið sama suður með endi- löngu landi. Lét hann innleiðina greiða götu hinum veiku en furðu námgefnu börnnm mannanna, svo Kosning alþingismanns • ^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦UBiMBBBBBB^-* fyrir Akureyrarkaupsfað. Laugardaginn 28. okt. 1911 kl. 12 á hádegi verð- ur kjörþing fyrir Akureyrarkaupstað haldið í Good-Templarahúsinu á Akureyri til þess sam- kvæmt kgl. opnu bréfi 11. júlí 1911 að kjósa al- þingismann fyrir kaupstaðinn til næstu 6 ára. Kjördaginn kl. 6 e. h. kemur yfirkjörstjórnin saman á sama stað til að opna atkvæðakassann og telja atkvæðin. Petta kunngerist öllum, er hlut eiga að. Yfirkjörstjórn Akureyrarkaupstaðar 12. okt. 1911. Guðl. Guðmundsson. þau kynni snemma að fleyta sér um sund og eyjar; er Ægi tneð því í skefjum haldið, svo og berg- risum þeim, er yfir gnæfðu höfðutn manna er á land var stigið og vörp- uðu niður stórgrýti. Þannig birtist , hugttlsöm líkn í hinu harða og grimmúðuga. Þó mun almættinu eigi hafa þótt Raumsdalur árenni- legur eða landsins hryggjarstykki þar suður af, og stendur tröllasmíð- ið þar hvervetna enn með um- merkjum. En Rogaland og Agðir, svo og flest fylki þar syðra og eystra, fengu all-góðar umbætur. Björgvin er einkar fróðlegt sköpun- ardætni. Hún liggur í hörðu héraði í faðmi sjö fjalla, og eyjar úti fyrir svo þar er skýlt og hinn værasti bústaður friðsömum mönnum. En hitt er þó eigi minna um vert, að þar er jafn einsætt sem auðvelt að eiga höfn góða og reka verzlun, veiðiskap og siglingar. Má og svip- líkt segja um allar vesturhafnir Noregs og kaupstaði. Er æ síðan fremur sókn en vörn þegar talað er um siðmenning yðar, Norð- menn! Hefir nú dugur yðvarr og dáðrekki stórum umbætt það sköp- unarverk, er eg hér hefi sýnt í fám og einföldum dráttum. Nær nú hönd drottins, hin bætandi og líkn- andi, alla leið norður yfir Háloga- land og Finnabú að hafi hinu hvíta. Er þegar mikið unnið, og er þö mikið eftir, bæði ytra, hin fornu ó- vinnandi jötnabú á fjöllum, og hið innra, í brjóstum yðrum og félags- skipulagi. En framskrið er á flestu." Prestur í 50 ár. Hinn 29. f. m. voru liðin 50 ár írá því, er presturinn í Saurbæ í Eyja- firði séra Jakob Björnsson tók prest- vígslu. Hann var vígður að Gufudal í Barðastrandarprófastsdæmi 29. sept. 1861 og hefir hann nú flest embættis- ár að baki allra- þjónandi presta lands- ins. Séra Jakob hefir ætíð verið sannur heiðursmaður, og í embættisfærzlu sinni árvakur og skyldurækiun. Brjóstgæð- um hans, gestrisni og hjálpscmi er við- brugðið enda hefir hann jafnan verið vinsæll. Fátækur hefir hann altaf verið, enda haft fyrir mörgum að sjá, og í þeim efnum átt við marga og mikla örðug- leika að stríða, en hans sfglaða og létta lund hefir borið hann mjúkt yfir það allt saman, og énn er hann mjög vel ern eftir aldri, hress og glaður og hinn hraustasti til heilsu. Fyrir hönd prestastéttarinnar norð- lenzku flyt eg prestaöldung þessum hamingjuósk á þessu fátíða afmæli hans. Geir Sæmundsson. Albert ÞórAarson bókari við Landsbankann í Rvík er ný- lega dáinn. Vinsæll maður á bézta aldri. Skóla- og kenslu-bœkur, sem fást í bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri: Barnagaman. Stafrofskver Guðmundar læknis Hannesxonar (fyrsti leiðarvísir í lestri). 2. útgáfa 0.15. Sfafrofskver Jónasar Iðnassonar. Ný, end- urbætt útg. Með 50 myndum. Bundiðo.50. Smásögur, nýjar, handa börnum. 0.40 Kvöldúlfur. Barnasögur. Bundinn 0.75. Úrvals æfintýri frá ýmsum löndum. 1.50. Nýjasta barnagullið. Örfá eintök óseld. 1.25 Reikningsbók Jónasarjónassonar. I. Önnur endurbætt útgáfa. Bundin 1.50. II. 1.00 Fyrsfa reikningsbók barna. I. Eftir Jónas fðnasson. Kemur út 18. þ. m. 0.15. íslenzk málfræöi. Eftir Jónas Jónasson. 2. endurbætt útgáfa. Bundin 1.25.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.