Gjallarhorn


Gjallarhorn - 13.10.1911, Side 2

Gjallarhorn - 13.10.1911, Side 2
136 OJALLARHORN. V. Bitar og »bein«. Efnilegur frambjóðenda-flokkur! Nýlega var drepið á það í »Gjh.«, livernig »SjálfstæðisIiðið« hefði not- að meiri hiuta vald sitt á alþingi til þess að skamta sér ýmislegt góð- gæti úr búi þjóðarinnar. Nú er það sýnt, að allir ósvífnustu brauðbít- irnir sækja aftur fast fram til þess að ná þingmensku og segjast allir gera það til þess að vernda sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar. En illa hljóma þau orð í munni slíkra manna, er eiga slíkan feril að baki sem þingmenn »Sjálfstæðisflokks- ins«, eftir hin tvö síðustu þing. Reir hafa teflt sjálfstæðismáli ís- lendinga í þær ógöngur, sem mjög tvísýnt er um, hvenær það kemst út úr, svo engar líkur eru til, að unt verði fyrst um sinn að fá helm- ing þess, er í boði var, áður en þeir tóku við stjórn landsins, auk heldur alt, er þá var fáanlegt. En þeir hafa starfað betur fyrir sinn eigin hag. Þeir hafa búið til feit og tekjumikil embætti fyrir for- menn flokks síns. Reir hafa ausið landsfé út í sjálfa sig með bitling- um, svo öllum hlýtur að, ofbjóða. Rað er reglulegt samábyrgðarfé- lag, sem flokkurinn hefir búið til. Brauðbítirnir styðja hver annan að því, að ausa fénu hver í annan! Bezt sést athæfi flokksins á því, að flestir hinna sárfáu í flokknum, sem engan bita hafa borið frá borði eða ekki hafa viljað þá, og verið sjálfstæðir í raun og veru, þeir annaðhvort segja sig úr flokknum eða bjóða sig ekki fram aftur. Get- ur nokkurt sönnunargagn verið gild- ara fyrir því, hvert flokkurinn er að fara? Séra Sigurður í Vigur vildi eng- an bita þiggja. Hann var óháður samábyrgðinni. Flokksstjórnin lagði móti framboði hans og hann sagði sig úr flokknum. Séra Sigurður í Stykkishólmi var dyggur flokksmaður og auðsveipur flokksstjórunum. Hann gaf sig en seldi ekki. Hann vildi ekki bita né laun. En hann fékst ekki til að bjóða sig fram aftur, notaði tækifærið til þess að draga sig alveg út úr leiknum. Jón á Haukagili vildi ekki bita. Hann var sjálfstœður. Og hann sagði einnig í vetur alveg skilið við »Sjálfstæðis«-liðið. Hann býður sig heldur ekki fram aftur. Svona er um þá sjálfstæðari. En svo koma bitlingamennirnir í þéttum flokk. Hver brauðbíturinn öðrum gráðugri. Ari Jónsson varð aðstoðarmaður í stjórnarráðinu með 1500 kr. árs- launum. Um það er raunar ekki mikið að segja. En »bita« fékk hann annan betri, varð bankaráðsmaður og fær 17—1800 kr. fyrir á ári. Bjarni Jónsson varð viðskiftaráða- nautur, sem frægt er orðið, og var það starf einnig búið til handa hon- um. Flokkurinn er nú búinn að veita handa honum fram að 50 þús. Kr. Á síðasta þingi voru 19 með, en 19 móti fjárveitingu til hans. En þá stóð þessi þjóðrækn- ishetja á fætur og veitti sér sjálfur féð. Björn Kristjánsson varð banka- stjóri með 6000 kr. árslaunum. Rað embætti bjó flokkurinn til handa honum. ' Björn Jónsson varð ráðherra, há- sællar minningar. Ráðherrabitinn mun vera um 15 þús. kr. virði á ári. Svo fær ganili maðurinn 3 þús. kr. á ári meðan hann lifir, í eftirlaun. Haraldur Níelsson hefir ekki set- ið á þingi, en verið átrúnaðargoð þeirra brauðbítanna. Hann var gerð- ur að þrestaskólakennara 1909, sett- ur í það embætti á þeim tíma, er ekkert var kent, og fékk 1200 kr. fyrir. Karl Einarsson var auðmjúkur þjónn Björns Jónssonar í lands- bankanefndinni, sem víðfræg er orðin fyrir afglöp sín, og fékk fyrir það starf um 2000 kr. Auk þess veitti B. J. honum sýslumannsem- bættið í Vestmannaeyjum og gekk þar fram hjá hæfari mönnum. Einar Hjörleifsson hefir um mörg ár legið á landsjóði, sem kunnugt er, með mismunandi háu meðlagi í hvert sinn. Á síðustu þingunum hefir »Sjálfstæðið« gert hann að skrifstofustjóra alþingis og greitt honum á annað þús. kr. fyrir, en kunnugir segja hann vera með þeim ónýtari, er það starf hafa haft á hendi. (Framh.). í flucjvél milli Vesfurheims og Norðurálfu. Fluggarpur einn í Vesturheimi, M. A. Robinson að nafni, ráðgerir að fljúga á næsta sumri milli Vesturheims og Norðurálfu. Hann ætlar að leggja upp frá Terrenauve í Kanada og ná þaðan til Grænlands, þaðan yfir ísland og svo til Noregs, svo íslendingar geta átt von á að sjá flugvél fara hjá næsta sumar. Fjöldi gufuskipafélaga hafa boðist til að láta gufuskip vera hér og þar á hinni áætluðu leið Robinsons til þess að vera viðbúin ef slys bæri að höndum. Akureyri. Qestir íbœnum. Egill Sigurjónsson óðals- bóndi áLaxamýri, Halldór Jónasson kaup- maður á Siglufirði og frú, Jón Guðmunds- son verzlunarstjóri á Siglufirði. Quðm. 1óhannesson er veiið hefir verzl- unarstjóri »Edinborgar< hér í bænum, er búinn að fá stöðu á skrifstofum umboðs- verzlunarinnar ÓI. Johnson & Kaaber i Reykjavík og flytur því þangað þegar hann er búinn að skila »Edinborg< af sér. Gullbrúðkaups Frb. Steinssonar dbrm. og konu hans 4. þ. m. var minst með fánum á stöng um allan bæinn og fjöldi bæjar- búa kom til þeirra að óska þeim til ham- ingju. Ennfremur barst þeim fjöldi af heilla- óskaskeytum víðsvegar að, þar á meðal frá Ameríku. Föðurnafn frú Guðnýjar misrit- aðist í síðasta blaði, hún er Jónsdóttir. Frb. Steinsson var fyrir skömmu gerður að heiðursrreðlim Bóksalafélagsins. Lappafjölskyldan sem verið hefir í Rvík og á Seyðisfirði, kom hingað í vikunni og sýndi skrípalæti sín í leikhúsinu á mánu- dagskvöldið fyrir húsfylli. Fjártakan er nú að hætta. Her hefir verið slátrað í haust um 14,500 fjár. Par er „Kaup- félag Eyfirðinga" efst á blaði með á 12. þús. fjár. Ragur er sá, sem við rassinn glímir. Þegar Jón Ólafsson var hér í s.l. mánuði þá hélt hann, eins og kunn- ugt er, tvívegis tölu um alþingiskosn- ingar þær, sem í hönd fara Allir voru þangað velkomnir meðan húsrúm leyfði, en þó hringdi Jón Ól. Sigurð Hjör- leifsson upp og bauð honum serstak- lega, því Sig. Hj. er, eins og menn vita, forustusauður sjálfstæðisfl hér á Akureyri. Sig. Hjör. og öðrum var því gefið tækifæri til að andmæla, því að hverj- um sem vildi var frjálst að taka til máls, og það hefðu þeir auðvitað gert, ef þeir hefðu getað hrakið með rök- um nokkuð af því, sem ræðumaður sagði. Sumir héldu, að Sig. Hj. mundi ekki vera sú heybrók, að hann þyrði ekki að mæta og halda upp vörn fyr- ir flokkinn með mörgu nöfnunum En viti menn. Sig. Hj. sat heima og fór hvergi, og ber það sannarlega ekki vott um góðan málstað. Og ekki nóg með það, að Sigurð- ur sæti heima, heldur sendi hann skó- sveina sína um allan bæinn til að banna öllum »sjálfstæðismönnum« !! að sækja fyrirlesturinn. Þeir létu þóækki allir skipa sér þannig, það gerðu bara þægustu sauðirnir. Þessi sama aðferð var notuð í haust, þegar boðað var til almenns kjósenda- fundar til að ræða um þingmannsefni fyrir bæinn. Þetta er aðferðin, sem Sig. Hj. ætlar að reyna að sigra með við kosn- ingarnar nú: að láta helzt alla sfna menn hvorki sjá annað né heyra, en lýgina í »Norðurlandi«. En, sem betur fer, er fiokkur hans að þynnast, því öllum má nú ofbjóða, og mun það bezt sannast 28. þ. m. Sig. Hj. hefir séð, að hyggilegra var, að fara ekki á þenna fyrirlestur, því þar gat hann ekki fogið neinu ó- mótmælt, þar hefði lýgin verið rekin ofan í hann aflur, en aftur á móti að hægara var, þegar Jón Ól. var farinn úr bænum, að snúa út úr og rangfæra og segja svo alt lygi, sem hann hafði sagt, eins og' nú er líka komið á dag- inn. En hversu drengiteg sú aðferð er, um það getur hver dæmt sjálíur. I »NorðurIandi« 16. septbr. s.l. er skýrt frá þessum fyrirlestri J. Ól. í greinarstúf með fyrirsögninni: »Jón Ólafsson«, Og er sú grein að mestu leyti útúrsnúningur, rangfærslur og lygi, eins og auðvitað við mátti búast úr þeirri átt. Það væri annars nógu gaman að sjá f næsta »Norðurlandi < vottorð um það, frá tveimur valinkunnum mönn- um, sem hlustuðu á ræðu J. Ó1 , að rétt og satt væri frá skýrt í (yrnefndri grein f »Norðurlandi« frá 16. f. m. Hætt við því, að ritstjóranum gangi erfitt að fá það vottorð, þó hann labbi um allan bæinn. J. Ól. mintist í ræðu sinni meðal annars á fölsku skýrslurnar, sem Iands- bankastjórarnir gáfu síðasta alþingi. Og skal hér prentaður útdráttur úr því, sem hann og Jóh. sýslum. Jóhann- esson bera bankastjórunum á brýn í nefndaráliti meiri hluta bankarannsókn- arnefndarinnar í neðrí deild: »Vér getum ekki varist þess, að láta í ljósi furðu vora á því, að banka- stjórnin skuli hafa látið frá sér í sínu nafni skýrslur eins og þessar, sem sýnilega hlutu að veikja traustið á hag bankans, ef sannar vœru, og auk þess innihalda á ýmsum stöðum bláber rang- hermi og ósannindi, og í fjölda mörg- um atriðum hvíla á þekkingarleysi á því, hvað áhrif hefir á löglegt gildi skjala«. Ut af þessu er það, sem Sig. Hjör. segir í »Norðurlandi«, að J. Ól. farist ekki að tala um, að aðrir gefi faiskar skýrslur, þar sem samnefndarmenn hans sumir í landsbankarannsóknar- nefndinni í neðri deild segja, að hann hafi afbakað gerðabók nefndarinnar. Það er hægt að slá slíku fram, en þeir eiga eftir að sanna það, og með- an þeir ékki gera það, verður að á- Iíta þetta ósannindi, enda væri það engin bót í máli fyrir bankastjórana. Hætt við því, að dómara þætti ekki miklar málsbætur í því fyrir Pétur, sem kærður er fyrir þjófnáð, þó hann segi að Páll hafi líka stolið. Það verður aldrei hrakið, að lands- bankastjórarnir, Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson, hafa gefið alþingi Islendinga falskar skýrslur, enda sjá menn það bezt á því, að mennirnir lig'-.ja undir þessum áburði og þora ekki einu sinni að neita þessu sjálfir, heldur nota þeir Sig. Hjör. og hans nóta til að básúna út, að þetta séu ósannindi. I síðasta »Norðurlandi« er Sig. Hjör. enn að narta í J. Ól. í grein með fyrirsögninni: »Ósæmileg árás á Lands- bankann«. Það er annars hálf undar- legt, að heyra þenna mann tala um svívirðilega árás á Landsbankann, án þess að skammast sín, þenna mann, sem manna bezt gekk fram í því, að tyggj3 upp eftir »ísafold« óhróðurinn og ósannindin um gömlu bankastjórn- ina, og reyndi að veikja traustið á bankanum með því að Ijúga því, að bankinn væri búinn að tapa 400 þús. kr. Tilefnið til þessarar greinar í »Norð- url.« er sú, að Jón OI. sagði í ræðu sinni, að Landsbankinn gæti ekki gefið ávísun á Landmandsbankann nema hann ætti inni fyrir því hjá honum, og að síðan hann kom að bankanum hefði Landsbankinn aldrei átt minna inni hjá Landmandsbankanum en 50 þúsund krónur og mest 150 þús. kr. Að þetta sé satt bera bækur bank- ans bezt vitni um, enda munu banka- stjórarnir ekki geta í móti þessu borið. Það er bara Sig. Hjör. sem er hafður til þess að segja, að þetta sé haugalygi. Dettur nokkrum óvitlausum manni í hug, að bankastjórarnir séu að lána Dönum stórfé að gamni sínu, og það fyrir lægri vexti en þeir fá fyrir þá hér. Eða hefir Landsbankinn úr svo miklu að moða, að hann geti lánað er- lendum banka svo tugum þúsunda skiftir ? Hingað til hefir verið kvartað um eitthvað annað. Þó eg hafi ekki mikla trú á nýju bankastjórninni, þá trúi eg ekki, að hún sé eins bágborin og Sig. Hjör. heldur fram, að hún láni erlendum banka stórfé að nauðsýnjalausu. Sig. Hjör. er tamast að vega aftan að mönnum, því þegar hann sér fram- an í þá, fer hjartað að síga, en strax og þeir snúa í hann bakinu, þá er eins og kjarkurinn hlaupi í hann. Það var hér um árið, þegar Bj. Líndal hætti við ritstjórn »Norðra«,

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.