Gjallarhorn


Gjallarhorn - 13.10.1911, Blaðsíða 3

Gjallarhorn - 13.10.1911, Blaðsíða 3
V. GJALLARHORN. 137 þá byrjaði Sig. Hjör. strax að reyna að mannskemma Líndal t' sannleikans nafni auðvitað, en það tókst ekki. Aftur á móti hafði hann það upp úr því, að vinir hans, Iandsbankastjór- arnir, afsettu Bj. Líndal sem gæzlu- stjóra útbúsins og gáfu Sigurði þann bita. Það eru 500 kr. á ári. Var leik- urinn til þess gerður? Þeir eru fleiri bitlingarnir, sem Sig. Hjör. hefir krækt í síðan hann varð þingmaður. Það eru hans helztu frægðarverk. En hvort kjósendur hans eru jafn ánægðir yfir þessum frægðarverkum hans, eins og hann er sjálfur, það er annað mál. Hafþór. Frá Vestur-íslendingum. Frú Helga Sigurðardóltir (Guðmunds- sonar og Guðrúnar Helgadóttur) kona B. L. Baldvinssonar ritstjóra »Heims- krrnglu* andaðist 13. ágúst s. 1. á sjúkrahúsi í Winnipeg að nýafstöðnum holskurði. Hún var fædd 15. nóvemb. 1866 á Jaðri við Glaumbæ í Skaga- firði, giftist 1886 eftirli fandi manni sínum og átti með honum 4 börn sem öll eru uppkomin. — Hún þótti mikilhæf kona og unni jafnan öllu ís- ienzku eins og maður hennár. Á þjóðhátíð íslendinga í Winnipeg í sumar, voru ungar ógiftar stúlkur verðlaunaðar fyrir fríðleik. Fríðust þeirra þótti dómnetndinni vera Helga Jónasdóttir (Ikkaboðssonar) frá Hóla- koti á Akranesi og hafði hún komið til Winnipeg í sumar. »Heimskr.« flyt- ur mynd af blómarósinni. Dána segir »Heimskr.« þessa ís- lendinga í Ameríku: Steinþór Sigurðs- son Guðmundssonar frá Skálum á Langa- nesi d. 19. júlí, Guðrún Sigurðardóttir ekkja úr Þingeyjarsýslu, dó hjá bróð- ur sínum Sigurvin Sigurðssyni 8. ágúst 78 ára að aldri, Gísli Illugason frá Finnstungu í Húnavatnssýslu andaðist af krabbameini 31. júlt', Guðrún Arna- dóttir frá Katadal í Húnavatnssýslu andaðist 5. maí, Jón Jónsson frá Ekru í Hjaltastaðaþinghá varð bráðkvaddur 3. ágúst. Sveinbj. Sveinbjörnsson tónskáld er t á ferðalagi um íslendingabygðir vest- an hafs um þessar mundir. »Hkr.« flytur mynd af honum og rækilega grein um hann. • íþróttafélag er nýstofnað í Winni- Peg. Formaður þess er Guðm. Stefáns- son glímukappi frá Reykjavík. Dr. Vilhjálmur Stefánsson. »Hkr.« segir svo frá: í Grand Forks Herald 26. ágúst er fáorð frétt frá Vilhjálmi Stefánssyni, tekin eftir Ass Press frétta- skeyti, um það að hann hafi fundið nýjan mannflokk, sem aldrei hafi séð kvíta menn og ekki heldur Indíána. V. St. sendi þessa fregn í bréfi, sem kom til New-York 26. jágúst. Mann- flokk þenna fann hann við íshafsstrend- Ur í löndum Canada-ríkis. EDINBORG. Hafið þið heyrt f i ð i ndi n? »EDINBORG« er að hætta á Akureyri og alt á að seljast! L Komið inn í búðina og reynið hvað mikinn afslátt þið fáið á vöi uiiu/n. a Alt á að seljast. Nafnstimpla hurðaskilti með nafni, signet og fl. þessh. pantar afgreiðsla »Gjallarhorns«. Fröken Thaarup tannlæKnir««- hittist í Hafnarstræti 84 frá 10—3 og 4V2 —6. BARNASKÓLINN verður settur laugardag- inn 14. okt. kl. 12 á hádegi. •• Oll börn á skólaskyldum aldri mæti. Börnum er gert að skyldu, að hafa með sér nærskó, þegar tímar byrja. Þeir geymist í skól- anum. 0/ Skolanefndin. Ágætur hákarl fæst í Carl Höepfners verzlun. Allskonar heiðursmerki, Thor E. Tulinius í Khöfn héfir ný- *ega verið sæmdur heiðursmerki danne- Orogsmanna (var áður riddari) og Emil Nilsen skipherra á »Sterling« r*ddarakrossinum. nauðsynja’ vara nýkomin í Garl Höepfners verzlun. Haustull er borguð bezt í Carl Höepfners verzlun. BNSTEDf dan$ka smjörlihi er besf. Biðji5 iAxn \egundírnar ,Sóleyw „IngóÍPur" „Hehla"e«5a Jsafold* Smjörlihið fcest einungis frcí: Öffo Mönsted h/f. Kaupmannahöfn oqAro'sum i Oanmörku. Konungleg hirð-verksmiðja. Bræðurnir Cloeffa mæla með sínum viðurkendu SÚKKULADE-TEGUNDUM, sem eingöngu erú búið til úr fínasta kakaó, sykri og vanille enn íremur kakaópúlver af beztu teg. Ágætir vitnisburðir frá efnaransóknarstofum.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.