Gjallarhorn


Gjallarhorn - 25.10.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 25.10.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. >-•- •-• •^^•_« • • • V. 40 •¦i •••••••••••••••••••••••••*• • ••••••• ••••••• ? • • • -•-• • • • • •-•-• •- Akureyri 25. október. >••-•-•••-•?•• • • -• ••••••• ••••••• • • • • • -#_ 1911. Til Sigurðar Hjörleifssonar frá Jóni Ólafssyni. Eins og mörgum er kunnugt gat J Ó. ekki fengið S. H. til þess að koma á fundi þá er hann hélt hér í bænum, en síðan J. Q. fór, hefir S. H. stöðugt verið að rangfæra orð Jóns og vega aftan að honum í »NU. J. 0. hefir nú svarað upphafinu af vaðli Sig- urðar í blaðinu »Reykjavík« og er þetta niðurlag þar: »Þetta er alt, sem blaðið hefir að segja um ræðu mína — auk fáeinna persónulegra skammarorða um mi^ og víssvitandi álygi, sem eg þykist he'dur maður að betri að verða fyrir úr þeirri átt. En eftirtektavert er eitt: Eg bar þungar sakir, ákærur, á þingflokk þann sem ritstj. »Norðurl.« er í; sýndi fram á, hvert tjón sá ó- aldarflokkur hefði gert landinu; sýndi fram á mismuninn á þarfa-framkvæmd- um heimastj .flokksins á stjórnarárum Hafsteins og bættan hag landssjóðs á sama tíma, og svo hins vegar, hversu óaldarflokkurinn, sem við tók, heíði nær ekkert gert til þarflegra fram- kvæmda, en þó bruðlað út té og fært landssjóð á gjaldþrotabarm, svo að nú yrði að »ríða víxlum* til að standast lögboðin útgjöld, en landinu sökt í skuldir til eyðslu. Og þetta rökstuddi eg með tölum. Þetta í ræðu minni þegir hr. Sig. Hjörl. um og reynir ekki að hrekja það. Lá það ekki nær honum? Og hvað segja fylgismenn hans um það, að hann skuli ekki þora að koma á fund til að bera hönd fyrir höíuð sér og flokki sínumf Treysti hann sér ekki til þess? Gat hann það ekkif Hitt er létt verk fyrir hann, þegar eg er farinn og hvergi nærri, að ljúga upp hinu og þessu og eigna mér, og leika sér svo að því að hrekja sín eigin ósannindi. Það sem eg bar á flokk hans, sé það rétt eftir haft, verður ekki hrakið. Það má alt sanna með órækum skil- ríkjum.* Skóla- og Kenslu-bœkur, sem fást í bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri: Barnagaman Stafrofskver Guðmundar læknis Hannessonar (fyrsti leiðarvísir í lestri). 2. útgáfa 0.15. Sfafrofskver Jönasar lónassonar. Ný, end- urbætt útg. Með 50 myndum. Bundið 0.50. Smásögur, nýjar, handa börnum. 0.40 Kvöldúlfur. Barnasögur. Bundinn 0.75. Urvals æfinfýri frá ýmsum löndum. 1.50. Nýjasfa barnagullið. Örfá eintök óseld. 1.25 Reikningsbókjónasarjónassonar. I. Önnur endurbætt útgáfa. Bundin 1.50. II. 1.00 Fyrsfa reikningsbók barna. I. Eftir Jðnas , Jónasson. Kom út 18. þ. m. 0.15. •slenzk málfræðt. Eftir Jónas Jónasson. 2. endurbætt útgáfa. Bundin 1.25. ^^^^&jtf£ HVÍTA BÚÐIN. M Hin nýbygða sölubúð sem að öllu samtöldu mun vera fegurst allra sölubúða d íslandi, var opnuð fyrir almenning 21. þ. 111. í tilefni af þvi hefir verzlunin fengið ógrynni af nýjum vörum, svo hvergi l)ér á landi, utan höfuðstaðarins, mun vera fcostur d jafnmiklu úrvali af góðum og fallegum vörum. ( Pað yrði oflangt mál að telja upp vörutegundirnar, þó að ekki vœri nema þœr allra helztu, hitt er heppilegra, að fólkið komi sjdlft inn í búðina, eða jafnvel þó ekki sé nema að gluggunum, og sjái hvað inni fyrir er. Það grœðir meira d þvi en að lesa auglýsingar, sem nd yfir heilar siður i blöðunum. Allmikið af vörum úr gömlu búðinni verður innan skamms selt við uppboð, sem ndnar verður auglýst síðar. Fyrsti póstskipherra íslenzkur. Júlíus Júliníusson, er stýrt hefir strandferðaskipinu ,Austra' í tvö sumur, hefir gert þjóð sinni sæmd með dugnaði sínum í þeirri stöðu. »Austri« er hið eina af skip- um »Thore«-félagsins, sem hingað koma, er ávalt heldur áætlun, og hamlar honum hvorki þokan fyrir Austurlandi, sem öllum sæfarendum er hvimleið, né annar ófögnuður. Júlíus heldur ferð sinni á »Austra« áfram gegnum brim og boða, og kemst alt af í rétta höfn á ákveðn- um tíma. Júlíus er barn þessa bæjar, fæddur hér og uppalinn, fór héðan í sjó- ferðir, og hér býr faðir hans enn. Ýmsuttt borgurum Akureyrar þótti því eiga vel við, að halda honum samsæti, er hann hætti strandferðum hér í þetta sinn, og var það haldið á »Hótel Akureyri« á miðvikudags- kvöldið. Fór það vel fram að öllu og var hinn bezti mannfagnaður. Etazráð J. V. Havsteen leiddi heið- ursgestinn til borðs og mælti síðan fyrir minni. hans. Benti á að hann hefði farið héðan unglingur með tvær höndur tómar, og engan átt að er hefði stutt hann. En hann hefði farið með ákveðið mark fyrir augum og alt af verið því marki trúr. Öfl- ugur, einbeittur vilji væri ávalt 'sig- ursæll, og svo hefði einnig reynst með Júlíus. Hann hefði náð marki sínu bæði fljótt og vel að heita mátti. Óskaði að hann héldi vel á- fram, eins og hann hefði byrjað, og bað menn hrópa húrra fyrir að hann mætti lengi lifa. Pá þakkaði Júlíus með vel völdum orðum, kvaðst engan blett þekkja fegurri en Akur- eyri, og bað menn drekka skál Akur- eyrar. Síðan voru mörg full signd. O. C. Thorarensen lyfsali mælti fyrir húsfrú og heimili heiðursgestsins (hann er giftur danskri konu og á heima í Danmörku), ritstjóri þessa blaðs fyrir Thor. E. Tulinius, Stefán skólameistari fyrir konsúl Otto Tuli- nius, er síðari árin væri mestur at- vinnuveitandi í innbænum, Otto Tuli- nius fyrir Islandi, Björn Jónsson rit- stjóri fyrir verzlunarstéttinni íslenzku, og vék skálinni til kaupmanna, er samsætið sátu, o. s. frv. — Samsætið varaði langt yfir miðnætti, og að lokum fylgdu menn heiðursgestinum fram að »Austra«, er lá við hafnar- bryggjuna, ferðbúinn að leggja á stað með morgni. Til kjósenda í Eyjafirði. Yfirlýsing. í tilefni af orðasveim sem mér er sagt að sé breiddur út um mig, um að eg sé í kosninga-makki við „Sjálf- stæðis"-menn, sérstaklega frambjóð- andann Jóhannes Porkelsson og að eg mæli með honum sem þing- mannsefni, lýsi eg hér með yfir að það eru ósvífin, tilhæfulaus ósann- indi, sem eg vona að enginn flokks- bróðir minn trúi né taki mark á. p. t. Akureyri, 14. október 1911. Stefán Stefánsson, frá Fagraskógi. Hreppstiórar eru nýlega skipaðir þeir Davíð Sig- urðsson á Hámundarstöðum og Stefán Bergsson á Þverá.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.