Gjallarhorn


Gjallarhorn - 27.10.1911, Qupperneq 1

Gjallarhorn - 27.10.1911, Qupperneq 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. Akureyri 27. október. * Í9U. V. 41. f é Til kaupenda •!! W Gjallarhorns. ÞiðsemflyíjiðáAkureyri! Til solu er : 1. (búðarhús tvílyft með kjallara 14X10 ál. alt vel innréttað uppi og niðri járnklætt á norðurstafni og með nýju járnþaki. 2. Qeymsluhús rétt við, 14x^8 ál. mjög vei bygt og hentugt að inn- rétta til íbúðar eða verzlunar eftir þvf sem vera vill. 3. Skúr fast við 12x6 ál. og er í honum 2 kúa fjós, 3 hesta hesthús og heyhlaða er tekur um 80 hesta af heyi. 4. Lóð undir öllum húsunum og umhverfis þau 1344 Q ál. að stærð _ Vatnsleiðsla er í íbúðarhúsinu uppi og niðri og mjög þægt að leggja hana í hin húsin ef þarf. Eignin liggur á góðum stað, og mjög þægilegum að öllu leyti. Kaupverðið fyrir alf þetta er að eins 4000 kr. Borgunarskiimáiar svo góðir sem hugsast má Lítil peningaútborgun eftir samkomulagi og eignin svo arðberandi að hún borgar sig sjálf á fám árum. Ritstj. vísar á seljanda. Gjalddagi „Gjh." var 1. júlí síð- astl. og biður útgef. kaupendurna að gera sér þann greiða, að hugsa eftir því nú í haustkauptíðinni. And- virði blaðsins (3 kr.) rrunar hvern einstakan litlu, en „safnast þegar saman kemur" hjá blaðinu, og því er örðugt um að eiga margar 3 kr. útistandandi, vegna þess að því veitir ekki af sínu. Næsta ár flytur „Ghj.'1 myndir af mörgum merkum mönnum íslenzk- um eins og síðar verður sagt nán- ar frá. Andvirði „Gjh." má borga í flest- ar hinar stærr: verzlanir hér nyiðra og eystra. /tlvarlegur atburður verður alþíngiskosningin sem fram á að fara hér í bænum á morgun. Kjósendur bæjarins —höfuðstaðar og hjarta Norðurlands —eiga þá að skera úr því, hvort þeir eru sam- þykkir þeim sorglega skrípaleik, sem leikinn hefir verið með velferðarmál þessa lands og þessarar þjóðar, síðan slysið mikla henti hana haust- ið 1908, er frumvarpi milliríkjanefnd- arinnar var offrað. Atburðirnir, sem gerst hafa, frá þeim tíma og fram að þessum, eru öllum kunnir. Óhappaverk óaldar- flokksins eru þjóðinni svo dýr, að þau eru flestum í fersku minni. — Menn muna eftir fleðulátum og skriðdýrshætti foringja flokksins, þegar hann var í Danmörku, þrátt fyrir alt gambrið um Dana kúgun og Danaveldi, hér heima á íslandi. — Sigurður Hjörleifsson hafði aldrei neitt við þau að athuga. Hann flatmagaði einungis enn flat- ar fyrir foringja sínum og pólitísk- um húsbónda, á eftir. Menn þekkja Landsbankahneyksl- ið. Retta illræmda svívirðingamál, þegar ráðherra landsins réðist á aðalpeningastofnun þess, svívirti þá menn, er alþingi hafði kosið til þess að gæta hennar, tróð fótum lög og rétt, veikti álit bankans utanlands og innan og sigaði sporhundum sínum á hann, til þess að gera sem mest veður af því, hvað hann væri hugaður. — Öllu þessu athæfi var Sig.Hjörl. samþykkur og samdóma. Hann varð fyrstur af öllum tilberum óaldar- hokksins til þess að votta nðherra hokksins þakkir fyrir skipun »rann. sóknarnefndarinnar« svonefndu og samþykkja traustsyfirlýsing líKhans fyrir. Og síðan hefir hann varið alt það athæfi svo freklega, að jafnvel ýmsum svæsnum flokksbræðrum hans hefir ofboðið. Menn vita um skuldasúpuna, sem landið er komið í. Alt er þar á sökkv- andi leið. Norður og niður, »niður fyrir allar hellur.« Flest framfara- fyrirtæki þjóðarinnar eru látin hvíla sig. Vegagerð er nær hætt. Ar eru ekki brúaðar, sem búið var að ákveða fast. Alt stendur kyrt — eða er í aftur- för. En á sama tíma er fé landsins ausið með óhemju ofbeldi í ymsa glorhungraða brauðbíti óaldarflokks- ins. Síðasti peningur landsins er ét- inn af þeim, í sömu andránni sem landsstjórnin er að fá sér víxillán til þess að greiða með nauðsynleg- ustu útgjöld Iandsins. — Öllum bitlingum var Sig. Hjörl. samþykkur, öllum austrinum í hít óaldarflokksins. Bjarni frá Vogi er búinn að fá (og fær) upp undir 50 þúsund. Hann er éfstur á blaði af öllum bitlingasugunum. EnAriJóns- son, Björn Jónsson, Björn Kristjáns- son, Magnús Blöndahl, Karl Einars- son, Einar Hjörleifsson og Sigurð- ur Hjörleifsson, hafa einnig trygt sér þúsundir króna hver, með tóm- um bitlingum, næstu árin. Það er þeirra innbyrðis lífsábyrgðarfélag! Og með öllu gaf Sig. Hjörl. at- kvæði. Gef þú mér, þá gef eg þér! Svo mætti lengi telja. En það er óþarfi, því kjósendum á Akureyri er allur ferillinn kunnur. Peir vita að Sig. Hjörl. hefir ver- ið samþykkur öllum ofbeldisverkum flokksins, að hann er flokknum því samsekur um allar hinar meiri höfuð- syndir hans. Og nú geta þeir valið um hvað þeir gera, hvort þeir segja »hingað og ekki lengra,« eða þeir styrkja óaldarflokkinn til þess að halda áfram athæfi sínu, með því að kjósa Sigurð Hjörleifsson. Pað verður fróðlegt að sjá úrslit- in annað kvöld. Pauúrslit mun Saga geyma um hríð, því þau verða sá mælikvarði á þroska kjósenda þessa kjördæmis, að betri verður ekki fáan- legur. „Brestur enn“------! »Sjálfstæðis-« stjórnin í Rvík skoraði á séra Sigurð í Vigur að hætta við fram- boð sitt, þegar »liðið« heyrði að honum væri það alvara. Hann svaraði um hæl aftur, kvaðst ekki vera undir þeirra stjórn á neinn hátt, kvaðst mundi ráða gerðum sínum sjálfur, kvaðst ætla að bjóða sig fram hvað sem þeir segðu og sagði sig svo úr Sjálfstæðisflokknum og ætlar ekki í hann næsta dag, þó hann verði grátbænd- ur um það. Hvern á nú þingflokkur >Sjálfstæðisins« eftir, sem frambærilegt ráðherraefni, ef á þyrfti að halda? Hugsa sér annars hvað þeir félagar eru nú annars orðnir samvald- ir allir og svipaðir! Frá Vestur-íslendirjgum. >Kongur vii sig/a — en byr hlýtur að ráða.« »Heimskr.« segir frá að fimmtíu vesturfarar hafi komið til Winni- peg 8. ág. s. 1. og nafgreinir þá alla. Svo heldur blaðið áfram: »Einnig kom með þessum hóp herra Brynjólfur Þórarinsson, frá Brekku í Fljótsdal, hafði búið þar 28 ár. Hann ætlaði að fara með skipinu frá Seyðis firði til Djúpavogs, — lengra var ferð hans ekki heitið. En þoka var mikil um það leyti er skipið átti að koma til Djúpavogs, svo að skipið gat ekki komið þar við. Varð því Brynjólfur til þess neyddur, að ferðast til Skotlands með skipinu; en með því að maður- inn er vel þektur og vinsæll, vildu vesturfarar að hann fylgdist með þeim vestur um haf, úr því hann hafði orðið að fara til Skotlands. Hann lét því tilleiðast og sló í ferðina hingað vest- ur, þó hann væri alls óundirbúinn og peningalaus, eða því sem næst. En svo marga sveitunga og vini mun hann eiga víðsvegar í bygðum landa vorra hér vestra, að hann ætti ekki að bresta þá hjálp, sem hann kann að þarfnast. Og tilgangur hans mun vera, úr þvf sem komið er, að ferðast svo mikið sem honum er unt uin íslenzku ný- lendurnar hér og íhuga ástandið í þeim. Maðurinn er sérlega myndarleg- ur og skýr, og ætti að mega vænta þess, að fá góðar viðtökur, hvar sem hann ferðast meðal landa vorra hér.« Ynarsti hreppsnefndaroddviti landsins mun vera Steingr. Stefáns- son búfræðingur á Þverá í Öxnadal. Hann varð oddviti 25 ára gamall nú fyrir nokkrum vikum. Háskólinn. Frakkneska stjórnin hefir synt oss þann heiður að bjóða að senda á sinn kostnað mann er yrði dócent við háskólann í Rvík Stjórnarráðið þáði auðvitað þetta sæmd- arboð með þakklæti og nú er þessi frakk- neski háskólakennari kominn til Rvíkur fyrir nokkru og tekinn til starfa. Það er kornungur maður (21 árs gl.) Courmont að nafni. Auk kenslunnar í hinni frakknesku tungu ætlar hann að halda fyrirlestra um frakkneskar bókmentir. Fyrirlitningin. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að fyrv. þingmaður Akureyrar Sig. Hjörl. er ófáanlegur til þess að koma á fund með kjósendum, hvernig sem á hann hefir verið skorað með það. Flokksmönnum hans mörgum, hefir mjög ofboðið þetta atferli hans. Þeir hafa undrast að maðurinn skyldi ekki gera tilraun til að verja sig og áhuga- mál sín, jafn-mikið og mönnum hefir þótt athugavert við opinbera stjórnmála- þátttöku hans. — Sennilega hefir sá óánægjuþungi, meðal flokksmanna hans, neytt hann til þess að gefa einhverja skýringu á því, hvers vegna hann hag- aði sér svo, og þá skýringu er að finna í síðasta laugardagsblaði »Norð- urlands.« í svari hans liggur sú aðdróttun, að hann telji helming kjósenda á Ak- ureyri eða fleiri, svo mikla »vitfirr- inga« og svo lítilhæfa menn að hann vilji ekki sitja fundi með þeim. Og yfir þessu virðist hann vera fremur upp með sér og kveðst ekki hugsa til að breyta áformi sínu í þeim efn- um!! Það er ekki svo mikið um, að hann haldi fundi með >sínum mönnum« heldur, nema ef til vill einhverja fá- menna klikkufundi. Og ekki er vfst verið að hafa fyrir að ræða um lands- mál á þeim Þar er umtalsefnið aldrei annað, að scign, en hvernig fara skuli að því að geta komið Sigurði Hjör- leifssyni aftur á þing! En þeim flokks- mönnum sem ekki er haft svo mikið við, að þeir fái að koma á klikku- fundina, er ætlað að elta forustusauð- ina í blindni og skilningslaust. Það er svo sem óþarfi líka að vera að tala um málin við þá!! Þetta atferli gæti lítillega verið skiljanlegt, af mjög mikilhæfum yfir- Hreppsgjalda- og Sóknargjaldaseðlar fást í prentsmiðju Odds Björnssonár.

x

Gjallarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.