Gjallarhorn


Gjallarhorn - 18.11.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 18.11.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. V. 43. T Ritstjóri: Jón Stefansson. Akureyri 18. nóvember. • • •-•-•- -•••••• • • • • • •¦¦¦ 1911. _•_•_•_ Freistið gœfunnar! Jólagjafir gefins. Auglýsing sú, sem stendur hér á síðustu síðu í blaðinu mun verða lesin með eftirtekt frá upphafi til enda þegar menn hafa rent augunum yfir fyrstu línurnar. — Það er lítt þekt hér á landi að gefa mönnum tækifæri til »að spila« í þess- háttar „lotterii" þar sem eng- in áhætta fylgir og engin útgjöld, ekki um annað að gera en að VINNA eða í öllu falli að verða skaðlaus. En til þess að sem flestir reyni þetta, skal það útskýrt nánar fyrir mönnum. Glas það sem hneturnar eru í, er búið út og innsiglað af lögreglunni, enginn veit hvað margar hnetur voru látnar í glas- ið, svo allir renna þar »blint í sjóinn«. Innsiglin á glasinu standa óhreyfð þangað til 15. desbr næstk. N verður glasið opnað undir eftirliti lögreglunnar, hnet- urnar taldar og verðlaununum útbýtt eins og segir í auglýs- ingunni. Alt þetta fer fram undir eftirliti lögreglunnar til þess að öll vélabrögð séu útilokuð og vissa sé fyrir, að allir standi jafnt að vígi, til þess að verða gæfunnar aðnjótandi. Penna tíma, til 15. desbr. nœstk., geta því allir reynt lán sitt, með því að kaupa fyrir tvœr krónur í »Edinborg« og geta svo upp á hve margar hnetur séu í glasinu, láta skrá- setja nöfn sín og tilgátu og muna sjálfir tilgátuna þangað til búið er að telja úr glasinu. Sá sem kaupir fyrir 4 kr. má geta 2 sinnum, sá sem kaupir fyrir 10 kr., fimm sinnum o. S. frv, Ef tveir hafa getið upp á sömu tölu, hlýtur sá fyrri verðlaunin, sem fyr gat til. — Menn ættu að hugsa til að þetta er ekkert skrum, heldur fullvissa sig um, að hér er tæki- færi til að eignast fyrir ekk- ert fallega og verðmikla jóla- gjöf frá Edinborg. Rjúpur kaupir Gránufélagsverzlun á Oddeyri hœstu verði. Neta- slöngur Rjúpur eru bezt borgaðar í Carl Hoepfners verzlun. Sunn-Mýlingar. Kosningu hlutu: JÓn JÓnSSOtl frá Múla með 323 og Jón Ólafsson ritstjóri með 299 atkv. — Sveinn Ólafs- son í Firði fekk 236, séra Magnús í Vallanesi 193 og Ari á Þverhamri 38 atkv. Barðstrendingar. Kosningu hiaut: Björn Jónsson fyrv. ráðherra með 235 atkv. — Guðm. Björnsson sýslumaður fekk 120 atkv. Austur-Skaftfellingar. Kosningu hlaut: Þorleifur JÓnS- son í Hólum með 82 atkv. — Jón Jónsson prófastur í Stafafelli fekk 68 atkv. fyrir millisild fást í Carl Höepfners verzlun. mánuði 1888, þegar faðir yðar (Skapti rtstjóri Jósefsson) og minn háttvirti gamli vinur, Tryggvi Gunnarsson, sóttu mig heim á skipi mfnu »Sumatra« á Eyjafirði. Skúli fógeti. Minningardags- og minningarsjóðs- málið er nú að komast í allgott horf. Nefnd úr »Verzlunarmannafélagi Akureyrar* starfar kappsamlega að framkvæmdum þess hér í bænum og sýslunni. í nefnd þessari eru: Eggert Stefánsson, Hallgrímur Davíðsson, Otto Tulinius, Pétur Pétursson og Ragnar Ólafsson, en þeir hafa fengið sér til aðstoðar þá Magnús kaupm. á Grund og Stetán alþm. f Fagraskógi. Nú þegar, hefir nokkurt fé safnast, og yfirleit eru undirtektirnar góðar, sem vænta mátti. — Nefndin gerir ráð fyrfr, að öllum sölubúðum verði lokað á afmælisdegi Skúla (12 des.) í öllu falli síðari hluta dagsins. t Kaupfélögin íslenzku. Sigurður Jónsson Ummæli L. Zölners. Alþingiskosningar. Húnvetningan Þórarinn Jónsson bóndi á Hjaita- bakka hiaut 264 og Tryggvi Bjarna- SOn bóndi í Kothvammi 245 atkv. — Hálfdán Guðjónsson prófastur fekk 176 og Björn Sigfússon umboðsmað- ur 163 atkvæði. Dalasýsla. Bjarni Jónsson frá Vogi fekk 132 atkv. og Guðm. G. Bárðarson, stúdent og óðalsbóndi á Kjörseyri 82 atkvæði. Norð-Mýlingar. Kosningu hiutu: Jóhannes. Jó- hanneSSOt) bæjarfógeti á Seyðisfirði með 229 og Einar Jónsson prófast- ur frá Kirkjubæ með 222 atkv. — Jón á Hvanná fekk 156 og séra Björn Þorláksson á Dvergasteini 136 atkv Blaðið »Austri« á Seyðisfirði segir frá samtali er ritstjóri þess átti við konsúl L Zöllner frá Newcastle er hann var á Seyðisfirði í haust. — Eins og kunnugt er, hefir Zöllner verið umboðsmaður flestra íslenzku kaupfé- laganria og er því mjög kunnugur hag þeirra. Hér fer á eftir kafli úr sam tali því er »Austri« fiytur: — Hver er skoðun yðar á hinum íslenzku kaupfélögum? »Af öllum hinum mörgu og stóru félögum, sem eg hefi staðið í sam- bandi við, síðan 1885, hafa aðeins fá unnið sigur á erfiðleikunum; fremst og öflugast allra félaganna er »Kaup- félag Þingeyinga*. — Og hver haldið þér að sé ástæð- an til þess ? »Stjórnin; án góðrar stjómar fá jafnvel hin beztu fyiirtæki eigi þrifizt. »Kaupfélag Þingeyinga« hefi r borið gæfu til að hafa samvizkusama og dug- lega stjórnendur; Jón heitinn á Gaut- löndum og synir hans hafa verið mátt- arviðir félagsins — haldist það sem lengstN -*¦ Það heyrist minna um kaup félagshreyfingar nú heldur en fyrir nokkrum árum síðan. »Getur verið, en því verður ekkt neitað, að hreyfing sú hefir haft gagn- leg áhrif og hefir verið nauðsynlegur liður í hinni frjálsu, efnalegu fram- þróun íslands. Það er feykilegur mun- ur á ástandinu nú og í september- óðalsbóndi í Baldursheimi í Mý- vatnssveit andaðist í f. m. eftir langa vanheilsu. Hann var fæddur og alin upp í Baldursheimi og bjó par all- an sinn búskap (milli 20 og 30 ár) mesta sæmdarbúi. Hann var fjármað- ur mjög góður og átti eitthvert hið vænsta sauðfé í Þingeyjarsýslu, er hið svonefnda ,;Baldursheims sauð- fjárkyn frægt um alt Norðurland og mikil eftirspurn eftir því. Sigurður sál. mun hafa verið um sextugt. Hann var kvæntur Sólveigu Pétursdóttur frá Reykjahlíð, er lifir mann sinn asamt 2 mannvænlegum sonum er heita Þórólfur og Jón og hafa báðir verið hér á gagnfræða- skólanum. 0r Þiniteyiarsýslu (miðri 15/u). Kosningarúrslitin um land alt gleðja alla hér um slóðir. Við þóttumst viss- ir um að Heimastjórnarmenn mundu vinna, en að þeir fengju svona mikinn meiri hluta og svona eindreginn sig- ur gerðum við okkur tæplega í hug- arlund. Kosningaúrslitin á Akureyri þótti öllum mjög vænt um, enda hlaut það að fara svona þar, eftir alt sem á undan er gengið. Bara að þið hald- ið nú áfram í horfið sama . . .« Verzlunarreikningar og umslög meo áprenfuðu firmanafni fást í prentsmiðju Odds Björnssonar,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.