Gjallarhorn


Gjallarhorn - 18.11.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 18.11.1911, Blaðsíða 2
150 GJALLARIIORN. V. Kosningarnar. Kosningaúrslitin eru nú orðin kunn úr öllum kjördæmum lands- ins nema Norður-ísafjarðarsýslu. Þar verða atkvæðin talin saman 20. þ. m. og eftir þeim fréttum er borist hafa þaðan, mun áreiðanlegt að Skúli Thoroddseu hafi verið kosinn. íslenzka þjóðin hefir sýnt það með þessum kosningum, að enn er hún ckki á glapstigum, að enn er nokk- uð eftir af gamalli þrautseigju og rólegri athugun hjá henni. Þótt æsingamenn og brauðbítir stjórn- málanna geti vilt henni sýn í svip, sér hún fljótt hvert horfir, þegar hún fær lóm til að átta sig og tek- ur þá í íaumana fast og eindregið. Og c i initt þessir eiginlegteikar þjóðarinnar eru fjöregg hennar og lífsneisti. Það eru þeir sem hafa haldið henni uppi, sem sérstakri þjóð, í gegn um allar hörmungar liðinna alda, er yfir hana hafa dun- ið. Og enn mun margt gott af þeim leiða í nútíð og framtíð. Kjósendur hafa séð það, yfirgnæf- andi meiri hluti þeirra, að ekki mátti lengur svo búið standa með ráðs- mensku Sjálfstæðisflokksins, hafa séð að þar var öllu stefnt norður og niður. Þess vegna hafa kjósendur tekið ráðin af þeim flokk, slitið upp margar mestu gorkúlurnar og kast- að þeim burtu þangað sem þær eiga heima. Alþingi er nú orðið skipað fjölda góðra og samvizkusamra manna, er munu hugsa um annað og fleira, en að ná í bitlinga af opinberu fé. — Það á nú á að skipa, mönnum, er munu telja það fyrstu og helgustu skyldu sína, að reyna að græða þau sár er Óaldarflokkurinn sló landi og þjóð, meðan hann sat við stýr- ið, reyna að koma góðu skipulagi á fjárhag landssjóðs, tryggja samhug landsmanna í öllum þjóðlegum fram- faramálum, efla frið og sáttgirni manna á meðal í landinu o. s. frv. Og síðast en ekki síst, verður það hlutverk hins nýkosna þings, að reyna að vinna að sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu íslendinga og efla álit vort út á við, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir nær eyðilagt hvor- tveggja. Peir konungkjörnu. Svo er sagt að fáir af hinum kon- ungkjörnu, er sátu á síðasta þingi, komi þangað aftur, sem slíkir. Lárus H. Bjarnason er orðinn þjóðkjörinn, Steingr. Jónsson kvað helzt vilja hvíla sig í þetta sinn (og yæri skaði að missa af þingi, jafn nýtan, dug- legan og áhugamikinn þingmann), Eiríkur Briem kvað og vilja drága sig út úr pólitík um sinn og Júlíus Havsteen er orðinn háaldraður. Þá eru eftir þeir Ágúst Flygenring og Stefán skólameiatari og gefa þeir báðir kost á sér að sögn og þá sjálf- sagðir. Þó að hér sé vonandi ekki nema um skamina setu á þingi að ræða fyrir hina konungkjörnu, er þó nauð- synlegt að góðir menn verðí valdir og ber ,/Gjh." fult traust til núver- ^ndi ráðherra um það. —Bezt þætti því fara á, að helzt enginn þeirra yrði tekinn úr embættismanna- og uppgjafa-(eftirlauna)mannakássunni í Reykjavík, heldur bændur, útvegs- menn, kaupmeim eða sjálfstæðir at- vinnurekendur, hingað og þangað af landinu. Má nefna ýmsa hér nyrðra og eystra, er virðast vel fallnir til starfsins og líklegt er að yrðu nýtir og góðir þingmenn, en ekki hafa viljað leggja til kosninga-orustu eða haft tækifæri til — t. d. þá bænd- urna Sigurð Jónsson í Yztafelli, Guðm. Friðjónsson á Sandi, Sigurjón Frið- jónsson á Einarsstöðum og Helga Laxdal 1 Tungu, Olgeir Friðgeirsson verzlunarstjóra á Vopnafirði, Pál Bergsson kaupmann í Ólafsfirði o. fl. — Heyrst hefir að ráðherra muni hafa komið til hugar um nokkra af þessum, en ekki veit »Gjh." hvort það er rétt hermt. Benda má enn fremur á Magnús Kristjánsson, sem er reyndur, nýtur þingrnaður, þótt ófáanlegur væri hann til þess að gefa kost á sér hér á Akureyri. Magnús er með hinum stærstu útvegsmönnum hér nyrðra og fróður um alt er lýtur að út- vegi og kaupskap. Þessi nöfn eru að eins nefnd hér af handahófi, en um marga fleiri er auðvitað að ræða nyrðra og eystra. Bezt mun að bíða rólega úrslitanna frá ráðherra, því Kristján Jónsson hefir sýnt það, síðan hann tók við stjórn, að hann ræður málunum svo vel til lykta, að allir sanngjarnirmenn, geta verið ánægðir. Akureyri. Dáin er hér á sjúkrahúsinu 16. þ. m. ekkjufrú Guðrún Jónsdóttir Trampe Hún var myndarkona um flesta hluti, vel látin og mjög nærfærin við sjúka, enda hafði hún oft gegnt hjúkrunar- konustörfum á sjúkrahúsinu eftir að hún varð ekkja. Maður hennar, Sophus Trampe (sonur Trampe greifa) er lát- inn fyrir mörgum árum, en börn þeirra á lífi eru, Jón, búfræðiskandídat hér í bænum og Halldóra. Síldarafli hefir verið mjiig góður undanfarið hér á Pollinum í lagnet. Nótaveiði engin enn þá. — Nótaút- hald þeirra bræðra Sigv. og Jóh. Þorsteinssona »kastaði« um síðustu helgi en fekk mestmegnis ufsa. >Nordlysel< skipherra Schou kom hingað IO. þ. m. með steinolíufarm til Carl F. Schiöths og fór aftur á þriðjudaginn beina leið til Reykjavík- ur. — Héðan fór með skipinu Stein- grímur Guðmundsson prentari. Tíðarfar. Gott veður og frostlítið oftast. Fjúk nokkurt af og til, en snjólétt þó víðast hér nyrðra. »Leikfélag Akureyrar« er nú lagt niður. Guðmundur Guðlaugsson keypti eignir þess nýlega og tók að sér' skuldir. Leiktjöldin, ýms leikrif o. fl. hefir hann nú selt aftur framkvæmdar- nefnd samkomuhússins á Barðsnefi og er mælt að hún ætli svo að gangast fyrir að leikið verði í húsinu í vetur, meðal annars kvað hún hafa í huga að sj nc. »Skugga-Svein« svo fljótt sem unt er. Edinborgarverzlun hefir stofnað nokk- urskonar »lotterí« um þessar mundir, eins og auglýst er hér í blaðinu og fer þangað fjöldi fólks daglega. t Jóhann Pétur Thorarensen lyfsali, bróðir Stefáns sál. Thoraren- sen bæjarfógeta á Akureyri, andað- ist 10. maí síðastl. í Sydney í Ástralíu 81 árs gamall. O. C. Thorarensen lyfsali fekk bréf um það í dag, frá ekkju hans, þýzkri konu er hann giftist þar. Jóhann var lysali hér í allmörg ár, en fór héðan 1862 til Ástralíu og seldi þá lyfjabúðina Hansen lyf- sala, er svo seldi hana síðar Oddi lyfsala bróðursyni Jóhanns. — Jóhann byrjaði þegar á lyfjasölu, er hann kom til Sydney, rak það starf eða lét reka ttl dauðadags og græddist vel fé. Hann var blindur 5 sfðustu árin og 3 síðustu árin, lá hann nær altaf í rúminu. — O. C. Th. fekk ennfremur bréf frá dönskum tann- lækni M. Kjöller sem verið hefir 51 ár búsettur í Sydney og um mörg ár haft verzlunarviðskifti við Jóhann lyfsala. »Sódómatrúin« á kaupstöðunum. Mér hefir opt ógnað hve sveitamenn hafa slæma trú á kaupstaðalífinu í sið- ferðislegu tilliti. Nýlega sá eg hjá kunningja mínum bréf frá kunningja hans, merkisbónda í sveit og lánaði hann mér það til að biðja »Gjh.« fyrir kafla úr því. Mér finst gott að fleiri lesi hann en eg. »Eg var að hugsa um það í haust, að senda hana dóttir mína, sem nú er 17 ára, til skólanáms annaðhvort f Reykjavík eða á Akureyri, en eg hætti við það í þetta skiíti, því eg veit að æskunni er »hægt að freistast, en sigra þungt« og eg álit freistingarnar, vera meiri á þessum stöðum, en hér heima í sveitinni. Mig grunar að jafnvel á Akureyri séu til ungii, og auðvitað laglegir menn, sem af öllum mætti reyna að telja ungu stúlkunum trú um að »den frie Kærlighed* sé þ ið sem bezt á við menningu vorra tíma, og sumir menn eru því miður svo sam- viskulausir, að þeir hugsa a<'eins að fá vilja sínum framgengt, en ekkert um afleiðingarnar fyrir ungu stúlkurn- ar — og aumingja stúlkurnar trúa þeim ef til vill, og hálflangar á hinn bóginn til að reyna þetta óþekta, sem frá alda öðli er hulið »rnystiskri« blæu, og gera að vilja marg/a mann- anna, til ævarandi skaða fyrir sig sjálf- ar, því aliar vilja þær giltast og verða »lukkulegar«, en ef þær vissu, að maðurinn þeirra tilvonandi hlyti að komast að því, að konan hans, sem hann væri nýgiftur væri ekki óflekkuð mær, — þá mundu þær hugsa sig betur um áður en þær færu út á »ís- inn veika og hála«. — En nú halda þær að þetta komist aldrei upp! Lækn- arnir okkar ættu að fræða þær um það gagnstæða, og yfir höfuð lifta þéirri blæju, sem hvílir yfir athöfninni um viðhald mannkynsins. Peir ættu að skrifa bók fyrir fólkið með glöggri lýsingu á öllu þar að lútandí. — Er- lendis er til fjöldi af slíkum bókum eftir fræga lækna, en hér á landi ekki ein einasta. — Eg held það hefði góð áhrif á unga fólkið að fræðast um það, °g ungu stúlkurnar þurfa að vita að manninn sinn tilvonandi geta þær ekki dregið á tálar í þessu. Eg hygg að það sé 'orsökin til margra »óiukku- legra« hjónabanda, að mennirnir kom- ast að raun um, að »hið bezta sem má bjóða, hver brúður sínum vin,« er gefið burtu fyrir giftinguaa, og fá þar af leiðandi lítilsvirðingu og van- traust á konunni sinni. —« Ekki veit eg hvernig það er, en ekki finst mér opinberar skýrslur benda á, að meira lauslæti sé í kaupstöðum en sveitum. Ekki fæðast færri »’ausa- leiksbörn« og »framhjátektarbörn« í sveitum en kaupstöðum og ýmislegt fleira mætti benda á er fer í sömu átt, sem eg hefi ekki tíma til f þetta sinn. — Annars er eg bréfritaranum samþykkur um margt er hann segir t. d. bókavöntun á íslenzku í þessum efnum. Enginn vafi er á að fjöldi af ungu fólki eyðileggur sjálft sig jvegna vanþekkingar á þvf sem þeim er nauð- synlegt að vita, heilsunnar vegna. Vilja ekki læknarnir íslenzku fara að ráðum bréfritara? ,, , Lausavísur um brælalögin. Óðum mannskaps þrotnar þol, þjakast fjöldinn dapur. Nú er lagt í kalda kol kœli og félagsskapur. Villan hefst á hœsta stig, hroki ftelsið treður. Bezt er að fara að búa sig Bakkus þegar kveður. Háir tollar kveða kalt, Króknar flest hálf-rúið. Bannlög jafna yfir alt, er svo taflið búið, Fjörubúi. Lítið inn í gluggana hjá vefnaðarvöruverzlun Gudmanns Ffterfl. eftir að s|s »Ceres« er komin. SÖLUBÚÐ OG ÍBÚÐ hvortveggja á sama gólfi — pláss kaupm. Jóh. Cristensen — er til leigu frá 14. maí n. k. íbúðin fæst leigð sér ef óskað er. Akureyri 10/n 1911. Jóhann Ragúelsson.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.