Gjallarhorn


Gjallarhorn - 23.11.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 23.11.1911, Blaðsíða 2
154 OJALLARHORN. V. Ferðapistlar frá Steingrimi lœkni Matthiassyni. I. Edinburgh 5. nóv. 1911. *Braut dýrr dreki - — - hrygg í hverri, hafs glymbrúði.« Oóða Ojallarhorn! Fáeinar línur eins og eg lofaði. Sjórinn var úfinn og ylgdur næst- um alla leið. Ýmist norðan- sunn- an- eða suðvestan-stormar hvinu í reiðanum og rótuðu upp sjónum í fjallháar bylgjur, en Vésta flaut, vaggaði á bylgjunum og lyfti á víxl stafni og skut hátt í loft upp. Enginn gat stuðningslaust staðið á þilfari né undir piljum. Svalt var á seltu, eins og sæmir vel í október- lok; var því heillavænlegt að hypja sig niður í káetu. Svo lá maður í leti sinni hálfan og heilan daginn og harkaði af sér að selja ekki upp. Leiðinlegt á sjónum í svona veðri. Vlfrið 1 Kára og hávaðinn allur, þegar laushentur Ægir lætur á brigg löðrunga þétta dynja." Stundum, þegar verst lét, hélt eg mig vera á leiðinni til Skollans en ekki til Skotlands. Manni verður þó stundum að hugsa um fleira en tím- anlega velferð. Þegar við létum til hafs og sigld- um frá Skrúðinum, sem skrýðir inn- siglinguna til hins fáskrúðuga Fá- skrúðsfjarðar, þá kvaddi eg Skrúð- inn, þennan yzta skika ættjarðarinn- ar, og mér fanst mín fósturfold teygja þar út hönd sína tii að kveðja mig og svo skáldlega hugs- aði eg, að mjöllin sem fallið hefði á Skrúðinn væri líkust hvítri veifu til fararheilla, eins og þegar vinkona veifar hvítum klút. Þegar eg var í þessum þægilegu og eg þori að segja þjóðlegu hugleiðinguin og Skrúðurinn var í þann veginn að hjúpast þoku og hverfa mér sjón- um — mundi þá ekki bannsettur Hvalbakurinn iða til hryggnum og senda hvítfyssandi brimrótið hátt í loft upp, skamt frá skipinu. Hel- vízkur dóninn, hugsaði eg — hann er þó líka partur af vorri fósturjörð. Hvalbakur er nefnilega illræmt blind- sker, sem liggur suðaustur að Skrúð- inum langt úti í hafi. Allir sjómenn þekkja hann og hata hann frá innsta hjartans grunni. Skerið sézt ekki nema þegar sjórinn er nægiiega ó- kyr til að geta brotið á því. En nú var eg þetta heppinn að sjá óhræs- ið. Hvað er þó þetta — hugsaði eg aftur—ekki er þetta þó útrétt hönd. Fjallkonunnar. Skyldi þó ekki vera einhver af tánum — sú litla — eða sú stóra. Spark? Satt er það, eg er ekki Sjálfstæðismaður, en þrátt fyrir það fanst mér ekki eg eiga neitt spark skilið frá Fjallkonunni — nei þvert á móti, skyldi maður halda. Þegar eg hugsaði betur, skildi eg hvað hún meinti. Alþingiskosningar áttu fram að fara einmitt þennan sama dag sem eg var sa ódrengur að láta til hafs í staðinn fyrir að vera heima og kjósa sýslumann. Þarna svifti eg hann mínu dýrmæta atkvæði! Von að hún sparkaði, enda kallaði Laxdal það föðurlandssvik af mér að fara á undan 28. okt. Heilsaðu kærlega öllum kunning- jum og eins þeim þeirra sem kusu kollega minn. Nýkomið í bókaverzlun Kr. Guðmundssonai Pjóðvinir. Rausnarlegar gjafir. Æfisaga Skúla fógeta eítir Jón Jónsson sagnfræðing, gefin út í tilefni af 200 ára afmælinu. Mi'n aðferð eftir I. P. Miiller. og ýmsar fleiri nýjar bækur. Finnur Jónsson prófessor í Khöfn á eitt hið mesta »prívat«-bókasafn, er vér höfum séð og f því fjölda af bók- um, sem eru nær ófáanlegar, sérstak- lega af eldri bókum íslenzkum og alt er safnið í mjög góðu útliti. — Þetta mikla bókasafn hefir hann í eríðaskrá sinni gefið háskóla íslands eftir sinn dag og hefir kona hans og sonur sam- þykt gjöfina.—Er þetta bæði rausnar- lega gert og ræktarlega af prófessor F. J., sem hans var von og vísa. Tryggvi Gunnarsson fyrv. banka- stjóri gaf Ungmennafélagi Islands mik- íð land til skógræktunar, og er gjafa- bréfið dagsett á 76. afmælisdegi hans 18. f. m. — Landið er í svonefndri Ondverðarnestorfu í Árnessýslu, 140V2 vallardagslátta að stærð; liggur aust- an við Sogið, upp frá brúnni, og tak- markast að norðan af Álftavatni. Það er mjög vel fallið til skógræktunar. Á því miðju eru tvö falleg reynitré og alt má það heita þakið lágum skógi og blómjurtum. í gjafabrefinu segir svo : »Sú hugsun er fögur að vilja klaeða landið aftur, þótt ekki sé meira en á smáblettum fyrst í stað. Þeir blettir, þótt smáir séu, geta verið öðrum til uppörvunar og eftirbreytni.« Landssjóður á að eignast landið, ef að Ungmennafélagið hættir eða vill ekki starfa að skógræktinni og ekki má félagið heldur selja gjöfina né veð- setja. Fallega gert af Tr. G. og honum líkt. Skúli fógeti. Minnisvarða allveglegan á að reisa honum í Viðey. Þar átti Skúli lengi heima og starfaði þar mest í þarfir þjóðarinnar. Varðinn verður afhjúpað- ur 12. desember næstk. Æfisaga Skúla eftirjón sagnfræðing er og nýútgefin. Utgáfan mjög vönduð. Kostnaðarmað- ur Sig. Kristjánsson bóksali. Hennar verður getið nánar við tækifæri. (arðskjálftar í Vesturheimi. Nóttina milli 11. og 12. f. m. urðu stórfeldir jarðskjálftar f Suður-Kali- forníu og Mexíkó og gereyddust þá nótt fjórir bæir en 700 menn fórust. Flóðbylgja mikil gekk á land og reif með sér all sem fyrir varð og þar með fjölda manns, sem urðu háfunutn að bráð. Margar þúsundir manna eru húsviltir. Laus sýs'an. Fiskiyfirmatsmaðurinn á ísafirði Krist- inn Magnússon hefir fengið lausn frá stöðu sinni, frá 1. desember næstk., samkvæmt beiðni. Umsóknarfreslur um hana er til 1. desbr. Umdæinið er frá Öndverðarnesi að Reykjarfirði í Strar.dasýslu Árslaun 1800 kr. ,Köbenhavns Margarinefabrik.4 Nýkomnar eru miklar byrgðir af hinu góðfræga smérlíki verksmiðjunnar til forðabúrsins á Akureyri og fæst það nú enn fremur í smásölu hjá flestum kaupmönnum hér í bænum. Síðustu fréttir af stríðinu. ítalir illa staddir. Tyrkjum hefur nú komið mikil hjálp frá Aröbutn og er lalað að þeir hafi um 60 þúsundir manna á að skipa. Nú hafa Tyrkir rekið á flótta her- deild ítala, sem var við Derna, eftir tveggja daga hvíldarlausa skothríð og féll mikið af Iiði ítala og var höndum tekið. Tyrkir náðu þar og í mikið af skotfærum og vistum. Við Bengasi höfðu ítalir náð nokkrum útvirkjum. Þar lögðu Tyrk- ir að 18. f. m. og stóð orustan nær hvíldarlaust fram á miðvikudag 1. þ. m. Þá var aðaláhlaupið gert af hendi Tyrkja og náðu þeir virkj- unum og ráku ítali á flótta. Þar varð mjög mikið mannfall af beggja hálfu og margir ítalir teknir til fanga. Enn hafa Tyrkir gert hverja atlög- una á fætur annari að Tripolisborg og unnið þar nokkur útvirki. Herskip ítala hafa lítið getað hjálp- að landliðinu í þessum síðustu or- ustum, þar sem stormar miklir hafa gengið með ströndum Tripolis. Þetta hafa Tyrkir séð og verið því atiögu- harðari. Enn bætist það ofan á allan ó- sigur ítala, að kólera mögnuð hefir komið upp í hernum. Mikið af hernum steig á skip í Sikiley, en hún hefir í alt sumar verið hið versta lólerubæli; er því óvarkárni herstjórnarinnar kent um. ítalska stjórnin hefir ekki viljað láta uppi neinar upplýsingar um ástandið í Tripolis, nú um langt skeið og vita menn af því, að það muni vera mjög bágt, og er nú sigurgleðin með öllu runnin af ít- ölum. í stríði þessu hefir nú síðustu dagana verið beitt fádæma grimd á báðar hliðar og er það frekar tekið illa upp fyrir ítölum, sem teljast meiri menningarþjóð en Hund- Tyrkinn. Fangar og særðir menn eru óspart drepnir og á stóru svæði utan Tri- polisborgar hafa ítalir boðið að skjóta hvern Araba er sæist með vopn. í Tripolisborg eru og Arabar drepnir hrönnum saman, án dóms og laga. Mun það stafa af því, að einhverjir þeirra höfðu skotið úr gluggum sínum á ítalska hermenn er gengu um göturnar. Tyrkir bera sig og upp undan ítölum fyrir að þeir hafi eitur" í sprengikúlum sínum og hafi einnig eitrað neyzluvatn. En þessar ásakan- ir geta verið algerlega rakalausar. Tyrkir hafa verið margstaðnir að lygaáburði á ítali. Nú er talið að Tyrkir liafi freka 1000 ítalska fanga og hafa þeir í hótunum að skjóta þá alla. Annars mun það vera hreint hörmungalíf, sem fangar hafa hjá Tyrkjum, þar sem Tyrkir sjálfir eru altaf illa stadd- ir með vistir og lifa mest á her- teknum vistum. »Vísir.« Matth. Jochumsson varð 76 ára n. þ. m. Hraustur enn sem fyr — og fjörugur eins og unglamb þrátt fyrir aldurinn. Umsjónarmaðnr áfengiskaupa er skip- aður Jón Á. Egilsson bókhaldari í Ó- lafsvík. Umsækjendur voru 16. fshús- Sn. Jónsson kaupmaður hefir nú í vetur bygt allstórt íshús. Það er 20 álna langt og 15 álna breitt og að öllu leyti vel útbúið. Þó tvö séu íshúsin hér fyrir, er þó eigi vanþörf á því þriðja, því oft eru beituvandræði hér tilfinnanleg. Þorsteinn Þorsteinsson hreppstjóri á Daðastöðum í Núpa- sveit andaðist 14. f. m. á áttræðis- aldri. Merkisbóndi, röskur og vcl ger um marga hluti. Opinberunarbók. Páll Einarsson borgarstjóri og Sig- ríður Siemsen, dóttir fyrv. sýslum. Fr. Siemsens. Nóbelsverðlaun voru nýverið veitt Maeterlinck belg- iskum sjónleikahöfundi.— Maurice Mae- terlinck er belgist skáld og sjónleika- höfundur, fæddur 1862. Fyrsta kvæða- bók hans kom út 1889, en síðan hefir hvert leikritið og skáldverkið rekið annað Hann er afar-einkennilegur höfundur, og einhver þunglyndislegur dulspekisblær yfir öllum ritum hans. Hann hefir dvalið í París siðan 1896, og ritar allar sínar bækur á Frakknesku,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.