Gjallarhorn


Gjallarhorn - 16.12.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 16.12.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. ? 1911. ••••••• ••••• Skúli JVIagnússon landfógefi. h> Kvæði eftir Matth. Jochumsson, flutt og sungin á Akureyri 12. desember 1911. I. Heyrið íslands ungu stéttir óma hetjulag þess er fyrst á Fróni réttir fallinn þjóðarhag! Skú/a mikla jflagnússonar minnis- kveðum -brag, faðir vorrar frelsisvonar fæddur var í dag! Hvaðan kom þér, kappinn sterki, konungborin sál, Ragnars þrek í víkingsverki, viljans sigurstál? Lúður þinn og frána fána fékkstú ei »úr búð«, alt sem þér nam auðnan lána, átti sál þín prúð. Fólkið svalt með sinateygjum, sífelt barði lóm, landið alt í bóndabeygjum bundið okursklóm. Islands hagur, orka, sómi, aldrei lægra stóð, einokunar dauðadrómi drakk þess hjartablóð. — Ungur Skúli einn á þiljum orkuramur stóð. »Hér (hann kvað) í kröppum byljum kenni eg mína þjóð! Fá mér stýrið, danski drengur, dáðlaust brottu hik! Sjálfur vil eg sjá hve gengur, — sigli hærra stryk.« Síðan vandist stjórnarstarfi, stormi og þungum sjó, meðan lands og lýða arfi láusn und fargi bjó. Löng var þrautin, þung var snerra þrjátíu ára skak, þar til íslands okurherra út með sneypu rak. — Aleinn stóðstú stríðs á vengi, sterka skörungssál, enginn skildi langa lengi landsins varnarmál; smáðir hatur, hróp og pretti, hærra sigldir stryk, þar til lutu landsins rétti langvinn okursvik. Heyrið, Islands ítru synir, unga kaupmanns þjóð: Skúla saga, vösku vinir, vermi yðvart blóð! Rækið dæmi rausnarþjóða, reisið landsins kjör, fagra siði, frægð og gróða flytjið heim í vör! »Vogun vinnur, vogun tapar,«— völt er kenning sú, »bygt á sandi húsið hrapar,« höldar segja nú. Fólkið svaf á fyrri dögum, fékkst því lítil trygð; nú skal félags festa Iögum fóstru vorrar bygð! — Lifi Skúla frægðin frána fram um tímans höf! Reisum Islands unga fána yfir skörungs gröf! — Lof sé þeim, sem lýðum sendir líkan stýrimann, sem úr fári fleyi vendir fósturlands, sem hann! II. Kór. Vor sterki Skúli skálmöld nýja vakti og skarst í leik er þrotin sýndust ráð. Hans lúður fyrstur lokaráð þau hrakti, að lifa og deyja upp á kóngsins náð. „Á Jótlandsheiðar fjárinn sjálfur fari í fangið á svo blindri okurstjórn; á lands míns dreggjum dey eg eða hjari, en danskri miskunn verð eg aldrei fórn!« »Og fyr skal íslands fáráðlinga hefna, og fépúkunum kenna spánný skil, og fyr til dóms þeim digru herrum stefna og draga í ljósið þeirra svikaspil. Eg trúi á Guð, eg treysti á Islands vini, eg trúi á ærlegt blóð í hverri stétt; til lífs og dáðar landsins vek eg syni: Með lífi mírtu heimta eg Islands rétt!« Svo mælti hann, og knör á kólgu setti og konungdjarfur hét á jöfur sinn: »Að Islands þraut og mæðumyrkri létti, þarf meir en orðin, tignarherra minn! þín andlitssól er íssins ströndum fjærri, en óðar mætti bjarga vorri þjóð, ef yðrár tignar náð oss skini nærri með nægri hjálp af ríkri elfarglóð!« — Hinn ungi fylkir orðlaus lengi starði, því aldrei fyr svo djarflegt heyrði tal, né ægishjálm und þungu brúnabarði á burgeis nokkrum leit í konungs sal, En — vinur hitti vin á þeirri stundu, og viðreisn Islands græddi sigurvon, því fáir þágu fé úr öðlings mundu með fyllri rausn en Skúli Magnússon! III. Sóló. í sorgarsögu þjóða, er sækjast líf og hel, skín guðdómslíknin góða sem glaðast fagrahvel — sem löndin veki vorið og vermi freðna slóð — sem barn á hjarni borið, er bjargar heilli þjóð. Það sannar Skúla saga, það sýnir alt hans stríð; að búa oss betri daga hann barðist sína tíð. Hann verk sitt hóf um vetur, og vann í krafti og trú. Hvað aleinn unnið getur oss undrun vekur nú. Svo grýtt er gatan lýða, og gæfan völt og hál, og löngum langt að bíða að landsins vakni sál. En helgur hulinskraftur, er harðna kjör þín, Frón! þér ávalt vekur aftur upp annan Skúla og Jón. IV. Kór og finale. Svo stóð hann aleinn eftir langa æfi á eyjarþröm, og hinzta niðjann grét: »Nú kveð eg landskuld lokna grimmum sævi, og land mitt aldrei framar stutt eg get. Mitt líf er þrotið. Hvað er eins manns aldur, og eins manns stríð, við flesta menn í þrá?' En dauðinn von' eg verði minna kaldur en vinir þeir, sem reytur mínar flá.« Og loksins þáði »lausn í náð« hinn sterki, og launin urðu köld og nakin gröf. En samt hann féll und fósturlands síns merki, og fáninn gnæfir enn, við tímans höf. Og vel sé Skúla! Fáir fegri byrði af frægðarauði niðjum gáfu í arf: hans menjar eru millióna virði; hans minning sé vort þjóðvekjandi starf!

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.