Gjallarhorn


Gjallarhorn - 16.12.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 16.12.1911, Blaðsíða 2
V. OJALLARI !ORN. 160 IVefnaðarvoruverzlun Gudmanns Efferfl fást margar mjög hentugar jólagjafir. 1711 — 12. desember — 1911. Skúli fógeti Magnússon. Tvö hundruð ára afmælis hans var minst með viðhöfn, eftir beztu föngum, hér í bænum á þriðjudag- inn Allir fánar voru á lofti, þegar um morguninn og öllum búðum og starfstæðum var lokað um hádegi. Kl. 4 e. h. hófst minningarhátíð í leikhúsinu. Formaður verzlunar- mannafélagsins, Otto Tulinius kon- súli, setti hátíðina, en hornaflokkur- inn lék »Ó, guð vors lands". Þá sagði præp. hon. Jónas Jónasson kenn- ari æfisögu Skúla, svo ítarlega sem tími var til, en varð auðvitað að fara fljótt yfir víða. Næst las Stefán Ste- fánsson skólameistari upp kvæði Matthíasar skálds um Skúla, það sem prentað r hér í blaðinu, og síðan var það sungið af ungfrú Herdísi Matthíasdóttir (sóló) og söngfélaginu „Gígjan" (kór), en frú Kristín Matt- híasson slöngdi slaghörputónunum hljómþýðum og hrífandi út á með- al áheyrendanna. Þá héltGuðlaugur Guðmundsson alþingismaður langa og snjalla raéðu um áhrif Skúla á eftirkomendur hans. Kvaðst telja rétt- ara að kalla þessa minningarhátíð áminningarhátíð og lagði svo út af því. — Síðast lék hornaflokkurinn „Eldgamla ísafold". Um kvöldið kl. 9 hófst samsæti í samkomusalnum á „Hótel Akur- eyri" og sátu þá veizlu um 100 manns. Pétur Pétursson verzlunar- stjóri bað menn fyrir hönd nefndar- innar að ganga að snæðingi. Horna- flokkurinn lék meðan setið var und- ir borðum og salurinn var prýðilega skreyttur (það hafði Bjarni Einarsson timburmeistari og nokkrar frúr gert daginn áður). Var þar fangamark Skúla yfir öndvegi, en í því sat Matthías skáld. Meðan setið var und- ir borðum voru margar ræður haldn- ar og mörg minni drukkin — en að því öllu loknu skemtu menn sér við drykkju, dans og spil nóttina á enda. Nefnd sú er fyrir hátíðahaldinu stóð (Otto Tulinius, Eggert Stefáns- son, Hallgr. Davíðsson, Pétur Pét- ursson og Bjarni Einarsson) hafði ómak mikið og leysti það vel af hendi, sem skylt er að þakka. Svo margt er ritað utn Skúla Magn- ússon og starfsemi hans um þessar mundir, að „Ojh." finnur ekki ástæðu til að leggja þar orð í belg og læt- ur sér nægja að benda mönnum á að lesa hina nýsömdu æfisögu Skúla eftir Jón sagnfræðing. Á þann veg kynnast menn bezt lífsferli hans, hug- sjónum og óbilandi ættjarðarást. íslendingar erlendis. Ólafía Jóhannsáótlir starfar nú að viðreisn ungra, »fallinna« kvenna í Kristjaníu. »Politiken« flutti nýlega mynd af henni og grein með yfir- skriftinni »Söster Island«. Er þar hlý- lega minst starfsemi hennar í Krist- janíu og látið vel yfir. Enn fremur er þar sagt frá, að hún hafi barist með áhuga fyrir stofnun háskóla á Íslandí. Finnur Jónsson prófessor er kosinn »dekanus« viðHafnarháskóla fyrir næsta ár. Jónas Guðlaugsson. Mynd af honum flutti Politiken nýlega og vingjarnlega grein um bókmentastarfsemi hans, sér- staklega þýðingar hans. Ferðapistlar frd Sieingrimi lækni Matthiassyni. II. Sunnudagur á Englandi. Allir rísa seint úr rekkju, því nú er hvíldardagur. Alstaðar í borg- inni ríkir friður og spekt. Á göt- unum er mesta kyrð og ró. Aðeins einstaka sporvagnar eru á ferðinni, annars lítil umferð. Allan þann ys og þys, sem hversdagslega á sér stað, verður maður ekki var við. Maður getur óhultur gengið yfir þvera götu án þess að eiga á hættu að verða yfir keyrður og limlestur af hjólum hraðskreiðra bifreiða og og flutningsvagna, eða fótum troð- inn af ferlegum skaflajárnuðum hesta- hófum (ókunnugum íslendinguin verður á fátt jafn-starsýnt og á hina tröllsauknu ensku púlshesta). Óp og köll ýmsra vörubjóða og mjóraddað hróp litlu berfættu strákanna, sem eru að bjóða blöðin — Scotsman og Evening news — og baulið í bif- reiðunum sem á að vara menn við að verða í vegi — alt þetta ligg- ur í þagnargildi á sunnudögum. Og þó maður í rauninni hati þetta alt saman hversdagslega og manni liggi víð að öskra á móti: „haldið þið kjapti" eins og sagt er að einn landi hafi gert, þegar hann fyrst kom til Hafnar og fiskikerling hrópaði við eyrað á honum um gott verð á geirnef og síld — þá saknar inað- ur þessa alls á sunnudögum og leið- ist kyrðin. Það er ekki svo mikið sem neitt blaðið komi út um hvíld- ardaginn, til að færa einhverjar fregn- ir, allar búðir eru auðvitað lokaðar og látum vera þó allar vínknæpur og ölstaðir séu harðlæstir um messu- tímann, nei, heldur eru líka lokað- ir allir matarstaðir, nema á vissum tilteknum tímum. Pað er ekki. um annað að gera en að fara í kirkju. Um kl. 11 fer fólk að tínast út úr húsunum, sunnudagabúið. Gentle- men með pípuhatta og í diplómat- frakka með sálmabók, gamlar og ungar konur með sálmabók undir hendinni og litlir krakkar. Allir með sálmabók í giltu bandi. Eg fylgi straumnum inn í eina af stærstu og fegurstu kirkjum borgarinnar, og sezt inn í kór. Veglegasta guðshús og gullfalleg kirkja í gotneskum stíl. í þessari“kirkju prédikaði John Knox, og hamaðist móti heimsku páfadóms- ins fyrir rúmum 300 á'um síðan. Hún er bygð úr grásteini, ramm- byggileg og getur staðið í margar aldir enn. Gluggarnir eru háir, allar rúðurnar prýddar með skrautleguin myndum, er sýna ýmsa merkustu viðburði ritningarinnar. Alt mestu listaverk og mundi hver gluggi varla vera falur, þó í boði væru beztu jarðir í Kræklingahlíð. Þar eru mynd- ir af Abraham, ísak og Jakob, Jós- ef og bræðrum hans, Davíð með afhöggvinn haus af Golíat svo ó- frýnilegum, að vel gæti verið af Agli Skallagrímssyni. Spámennirnir eru þar, bæði stærri og smærri, að ógleymdum Habakuk. Þar eru ótal myndir af viðburðum Nýja- testamentisins — og meira að segja af sjálfum skrattanum. Postularnir eru þar mjög svo spengilegir að sjá, að eg ekki tali um guðspjalla- mennina, sem mér sýndust langt um fiíðari en eg hafði átt von á, eftir því sem eg hafði séð þá upp- málaða á altaristöflum heima á Fróni. Kirkjan er vel sótt, en rétt áður en tekið er til, ganga 50 menn í skrúð- göngu inn eftir kirkjunni, allir í rauðum hempum. Þetta eru borgar- fulltrúar Edinborgar. Það hafa ný- lega farið fram kosningar og það er gamall siður, að nýkosin borgar- stjórn fari í kirkju og sæki þangað guðsblessun, áður en hún tekur til starfa. Á undan borgarstjóranum, sem hefir gullfesti digra um herðar, geng- ur maður ineð gyltan og skrautleg- an veldissprota með kórónu efst, en á undan borgarfulltrúunum ganga fjórir menn, með langa atgeira. Hin prúðbúna fylking tekur sér sæti inn- arlega í kirkjunni, gagnvart prédik- unarstólnum. — Nú byrjar orgelið og tekur undir í súlnagöngunum og kirkjuhvelfingunni eins og drynji þrumur. Valinn söngflokkur uppi við orgelið syngur sálm. Söngurinn er yndisfagur og fyllir alla kirkjuna með undirspili þessa feikna orgels, sem er svo stórvaxið að það nær upp undir rjáfur. Tónarnir hrífa mig og snerta með töfrandi áhrifum mín- ar instu hjartans taugar, svo eg vikna við og hjá mér vaknar auðtnjúk lotning fyrir guðdómskrafti þeim, sem eyrað hefir skapað og sem augað hefir tilbúið, fyrir guði, sem öllu ræður. — „Sem verandi úti ok inni uppi ok niðri ok þar í miðju" — eins og stendur í „Lilju". Þessi til- finning, sem réttilega hefir vertð kölluð guðhræðsla, og allir þekkja meira og minna, er svo hugnæm, að við viljum njóta hennar sem lengst (sbr. Göthe: Verweile doch, Du bist so schön!) — en eg verð að segja söguna eins og hún gekk — hún hvarf, eins og slökt væri ljós, þegar ungur, velrakaður, en ó- fríður, kinnbeinastór klerkur, með leiðinlegum rórn, fór að þylja margra alda gamla og heimskulega trúar- játningu, sem eg vildi alls ekki að- hyllast þó flest alt fólkið tæki und- ir með lionum og hefðu eftir hon- um mumlandi í lágum róm hverja setningu, svo að suðaði í allri kirk- junni,— Eg hætti um stund öllum guðrækilegum hugleiðingum, og þó sumum þyki máske ljótt, verð e'g að geta þess að mér datt í hug vísa eftir Einar frænda: Það mér kristnum þykir verst að það ei varðar lögum, er Lúters prestar Ijúga mest við ljós á sunnudögum. Eg fór að horfa í kringum mig sér- staklaga á al'a borgarstjórana í rauðu hempunum, er sátu skamt frá. Þeir nmmluðu sumir, en sumir ekki að mér virtist,— Söngurinn byrjaði aft- ur og þótti mér vænt um, því hann lyftir huganum hærra. — Presturinn sem la- trúarjátninguna, fór úr stóln- um og er hann úr sögunni. En nú steig í stólinn annar klerkur, mað- ur gamall og gráhærður en gáfu- legur og góðlegur. Hann mælti snjalt og skörulega og beindi ræðu sinni að miklu leyti til borgarstjóranna, og hvatti þá til að rækja vel köllun sína, fara vel með völd sín og ráða fram úr því með sátt og samlyndi, sem borgarbúum væri fyiir beztu. Ræðan var snotur og snerti alla, þó hún aðallega væri ætluð borgarstjór- unum. Eg tók eftir því að sumir borgarstjórarnir (sem allir sýndust vera „valinkunnir menn") tóku ekki eins vel eftir ræðunni og skyldi, heldur voru að geispa og smádotta. Þeim hefði ekki veitt af að fá sér í nefið og láta pontuna ganga. Eftir ræðuna hófst aftur söngur með orgelspili, guðdómlega fagur, gömul sálmalög frá katólskum tíma sungin af völdum söngmönnum. — Söngsins vegna mun eg fara í kirkju á hverjum sunnudegi meðan eg dvel hér. — Einkennilegt var það við guf sþjónustuna, að ekkert tón fór fram fyrir altarinu og hér var eng- inn meðhjálpari til að lesa bæn í kórdyrum á undan og eftir. Ekki svo að skilja, að eg saknaði með- hjálparans, mér hefir ætíð fundist þeir mættu missa sig, nema til að skrýða prestinn. Einkennileg er hring- ingin í ensku kirkjunum. Það er klukkuspil, margar klukkur sin með hverjum róm, sem hringt er hverii á eftir annari, svo að framkemur lag mjög óbrotið og einfalt, sem end- urtekst hvað eftir annað. — Eitt gleymdist mér að geta um. í lok ræðu sinnar gat presturinn um að

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.