Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.12.1911, Page 1

Gjallarhorn - 19.12.1911, Page 1
Gjallarhorn. V. 47. • Sigurðurí Baldursheimi. Heimagrafinn. Til hagmœlsku töfrar mig heiðríkjan blá, sem hnjúkana i faðmi sér vefur. Mín skáldgáfa er stengur i örœfa á, sem isa við bakkana hefur og kaldavermsl gilvœttum gefur. Og þvi er mér veturinn beztur til brags er brosin á himninum dvina. Við kulnaðar glœður hins deyjandi dags eg dreg þá fram hörpuna mina með einhœju ómana sína. — Eg kem til þín, höldur, um kalviðra leið og krystalla veguna Ijósa. Við sauðlöndin snjógu við sitjum vorn bekk og sjáum hve elfarnar frjósa frá uppsprettulindum til ósa. Á upplendi héraðs, við örœfa geim, er einrúm þitt skipað með prýði. í öndvegi siturðu enn þá sem fyr, hjá afréttalyngi og víði, ' og engjanna árgœsku smiði. Og þaðan sér alt það, sem ísland á bezt um örcefin blámóðudregin — tim Grœnavatn alautt hinn syngjandi svan i sólveig og snjólaugum þveginn, en hinsvegar Hofslanda regin. Ein sannheilög vatnadis sveitina ver með sólrœnum, brjóstheilum anda. í Vogum og Garði þá vörn hennar sér, er veturinn herjar til landa með aðsúgi óvœgra handa. Við brjóst hennar verðurðu, Sigurður, sœll, þó sól gangi vestur i álinn og Reykjahllð tali á heitasta hátt við Heklu um byltingamálin, svo örvœnti alþjóðarsálin. Þú elskaðir sjálfs þins og œtternis þins þá atorku af mannrænu tœgí, sem yrkir úr lynginu afburða sauð og angandi túnjurt úr flagi og starir úr deiglendisdragi. En gjallið ei þarna, þið lausingjar lands, sem lofmœli tildrinu berið, þvi útlœg úr Baldursheim óreiða hver frá ómunatið hefir verið, — / lágildi litaða glerið. Nei,—húsbóndinn vill ekki hark ykkarþar, þvi hljótt var um ráðsvinna manninn. í túninu situr hann afrendur, einn og einhuga-tryggur við sanninn, með alúð við œtternisranninn. Á Bláfjall þú horfir, úr bólstœði þvi, sem bœr þinn af höndum þér seldi. Hún Ijómar á sumrin sú landvœtta bygð og leiftrar á skammdegiskveldi af margskonar auðœfaeldi. í umsýslu hljóður og aflögu fær að atgerfi — svo varstu gejinn. Er sól rekur austan á Bláfjall sem bezt jrá Bjarmastorð purpura vefinn þá eru þér erfiljóð gefin. Guðmundur Friðjónsson. Heilsuhælinu á Vífilsstöðum hefir Jóh. Jóhannes- son kaupmaður gefið vandað stofu» orgel er kostaði yfir 400 kr. Sæsiminn var slitinn nokkra daga í síðustu viku, en nú er búið að gera við hann aftur. Ritstjóri: Jón Akureyri 19 Jóhanti Sigur/ónsson. Dómar danskra ritdómara. „Fyllilega jafnfœtis Björnson og Ibsen.“ Gyldendals bókaverzlun í Höfn hef- ir gefið út »Fjalla-Eyvind«, hið nýja leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, eins og áður er sagt frá í «Gjh.« Er leik- ritið þar í danskri þýðingu og heitir »Bjærg-Ejvind og hans Hustru«. Dönsk blöð lofa leikritið öll einum rómi og hafa mikiihæfir ritdómarar skrifað ýms af ummælunum »Politiken« segir meðal annars: »Þetta leikrit, eftir hinn unga, efni- lega, íslenzsa höíund, vekur almenna eftirtekt bókmentavina og mikla að dáun«. . . . »Illust. Tidende« segja: Leikritið er fult af skáldlegu (jöri, þrótti og fegurð. í stuttum setningum, sem per- sónurnar slöngva fram, logar lífið. Þess dýpra sem grafið er í þessar setning- ar, þess glöggvar kemur fram skáld- skapurinn í þeim. Leikritið er lfkt gjósandi eldfjalli sem brennur lengst niðri.« . »Berl Tid « . . . »og hver sá sem hefir áhuga á fegurðar bókmentum verð- ur að lesa þetta leikrit. Það stendur fyllilega jafnfœtis ungdóms-leikritum þeirra Björnsons og Ibsens.« . . . Þessar klausur eru teknár af handa- hófi úr dönskum blöðum, en allir dóm- arnir, er »Gjh.« hefir séð, eru á sömu leið. Alþingi næst, ætti að bæta Úr gloppu síðasta þings og veita Jóhanni dálft- inn styrk. Það er sýnt að þjóðinni er að verða sæmd að starfsemi hans, en það er þungt fyrir efnalausan mann að hafa ofan af fyrir sér í Khöfn og þjóna skáldgyðjunni jafnframt. Bókmentir. (Bækur sendar Gjallarhorni.) Jónas Quðlaugsson: Sanze frá Nordhavet. - Islandske Digte Krist- iania og Kbhavn Gylden- dalske Boghandel. 1911 Jónas Guðlaugsson á þakkir skilið fyrir þessa bók, þó ekki sé stór (84 bls.). F*að er þarft verk að láta ná- grannaþjóðir vorar vita um starfsemi nútíðarskálda vorra og rithöfunda og heppilegast er þegar skáldin sjálf geta þýtt á erlendar tungur skáldrit sín og gera það jafn vel og J. G. hefir hér tekist. — Kvæðin sem eru í þessari bók eru öll frumkveðin á íslenzku og prentuð áður bæði í kvæðasöfnum Jónasar og í blöðum og því almenn- ingi kunn. Um þýðingu þeirra er yfir- leitt það að segja að þau hafa mjög lítið tapað sér og einstaka þeirra jafn- vel betur kveðin en á frummálinu. Jónas er hamhleypa til ritstarfa og Stefansson. . desember. skáldverka. Hann er víst yngstur þeirra íslendinga sem eru viðurkendir sem skáld, en hefir þó rutt sér svo lil rúms, að tekið verður fyr eftir hon- um í þeirri fylkingu, en mörgum hinna sem nokkuð eru eldri. Og víst er um það, að hann er á því framfara og þroskaskeiði í listinni, að óhætt er að gera sér hinar beztu vonir um hanu sem skáld Haldi hann bara áfram á þeirri þraut sem hann er — og fræði nágrannaþjóðirnar um íslenzkar nútíð- ar bókmentir, sem mest og bezt. Bœndaförin- Rvík 19)1. Bókaverzlun Sigf, Ey- mundssonar, Retta er ferðasaga Norðlendinga er ferðuðust um Suðurland í fyrrasumar að tilhlutun Ræktunarfélagsins. Reir Jón Sigurðsson í Yztafelli og Sigurður Jónsson skáld á Arnarvatni voru ritarar flokksins á ferðinni og þeir hafa svo samið ferðasöguna sem yfirleitt er lag- lega skrifuð. Sérstaklega er ferðasagan sjálf, læsilega og skemtilega samin og er hún eftir Jón. Mun það vera í fyrsta sinni er hann fæst við ritsmíðar, því hann er kornungur, en auðsætt er á þessu, að honum er vel sýnt um það og ekki að vita hvað úr yrði, ef liann legði stund á. Þættirnir á eftir ferðasögunni eru þunglamalegri og meira í »skýrsluformi«, en þá hefir Sigurður samið. Hann bætir þá aftur upp með einkar snotru kvæði er hann nefnir »Á Norðlingaflöt«, en svo nefndu þeir Bændafararmenn flöt einn á f ’ing- völlum, er þeir höfðust við á um stund og var það raunar óþarfa fordild að fara að skíra landshluta þar.—Yfirleitt er »Bændaförin« eiguleg bók eins og »Gjh.« átti von á og fróðleg síðari tíma mönnum. Höfundar hennar virð- ast hafa athugað með »glöggu gests- auga« það er fyrir bar f ferðinni og lýsingar þeirra bera allar vott um að vera sannar og rauplausar, en það varðar jafnan mestu er semja skal slík- ar bækur. Orður oz titlar. Th Jensen, vélstjóri á »Botníu« var nýlega særr dur riddarakrossi danne- brogsorðunnar fyrir áhuga og starf- semi í því að kenna íslendingum véla- meðferð. Eirikur Briem fyrv. prestaskólakenn- ari, var sæmdur prófessorsnafnbót, er hann lét af embætti. Gull-letruð Jólakort fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. Reikninga- Og hásetasamninga-eyðublöð fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. ; i9u. Ferðapistlar frá Steingrimi lœkni Matthiassyni. III. Guðskistan og góður „dinner“. Edinborg 15. nóv. 1911. í síðasta bréfi gat eg um, hvernig safnað er fé til ýmsra fyrirtækja í kirkjunum. Það líður enginn sunnu- dagur svo, að ekki sé safnað pen- ingum í hverri kirkju til einhverra fyrirtækja, og safnast þannig stórfé. Einu sinni á ári er t. d. á sama sunnudeginum safnað fé í öllum kirkjum landsins til allra sjúkrahúsa í landinu, sem ekki þiggja styrk af opinberu fé. Mikill hluti enskra sjúkrahúsa eru stofnanir reistar af einstökum mönnum eða félögum og veita ókeypis hjúkrun öllum sem þeirra leita. Eins og skiljanlegt er þarf ekki lítið fjármagn til viðhalds þess konar stofnunum; en pening- arnir Streyma að, sumpart frá félög- um eða einstökum mönnum, Iifandi eða dánum, sem hafa arfleitt spftal- ann, og sumpart frá sunnudagafjár- söfnunínni. Það tekst furðu vel að lokka fé frá auðmönnum hér á Eng- landi. Kirkjan hefir reynst góður staður til þeirra hluta. Þegar prest- urinn hefir sýnt Englendingnum í tvo heimana, fer Englendingurinn ofan í vasa sinn og dregur upp gull; og því meira, sem hann lætur af hendi rakna, til góðra fyrirtækja, þess meira léttist ekki einasta pyng- jan hans heldur líka — (að honum finst) — syndabyrði samvizkunnar. Og hann gengur glaður frá kirkju. Þegar hann gefur í kirkjunni gerir hann það ekki í þeitn tilgangi að sýnast fyrir mönnum, því enginn sér hverju hann laumar niður í söfn- unarpyngjuna, og allir lauma frá sér einhverjum skilding, nei, hann veit að einn er sá, sem alt sér, ogf að hann muni einhverntíma muna sér það. - í gamla daga keyptu menn sér aflátsbréf, og gáfu stórfé fyrir sálu sinni — sem kallað var. Þetta tíðkast í rauninni víðast hvar enn þá. — En það er viðar en í kirkj- unum, sem safnað er fé úr vösum auðmannanna til ýmsra þarfafyrir- tækja. Aðferðin er vanalega þessi. Einhver málsmetandi maður, mikils metinn meðal höfðingja, sem hlynt- ur er þeirri stofnun eða fyrirtæki sem hlut á að máli, stofnar til kvöld- máttíðar (dinner) og býður þangað ýmsu stórmenni, t. d. konungi, syni hans, hirðmönnum, ráðherrum, mil- jónamæringum, lávörðum o. s. frv. og enn fremur hafa menn af lægri stigum aðgöngu, ef þeir kaupa sér aðgangsmiða fyrir nokkuð hátt verð. Öllutn þykir sómi að sitja til borðs

x

Gjallarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.