Gjallarhorn


Gjallarhorn - 19.12.1911, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 19.12.1911, Blaðsíða 2
164 GJALLARHORN. V. Gleðjið ykKur um jólin og riýjárið með því að drekka hin ljúffengu vín frá J. Y. Havsteens verzlun, Oddeyri. WHISKY margar sortir góðar og ódýrar. COGNAC beint frá Frakklandi. PORTVIN, SHERRY, MADEIRA o. fl. frá Spáni og Portúgal, það eru vín sem ekki fást hjá öðrum á Norður- og Austurlandi, heilsusamleg og holl. — Enn fremur vín frá Kjær & Sommerfeldt í Khöfn, bitterar og líkörar. KORNBRENNIVÍN danskt, alþekt að gæðum. með konungi eða öðrum mjög tign- um gestum, svo þar verða fljótt fullskipaðir bekkir og »er þá setinn Svarfaðardalur". Nú er etið og drukk- ið og vantar ekki gómsætan mat og gott munngát. Forseti sumblsins biður menn að drekka full konungs og síðan rekur hvert fullið annað og fer þá ekki hjá því að hinir tignu gestir, sem mælskastir eru, láti upþ- skátt ýmislegt sem snertir landsmál- in og stórpólitíkina, og er það ekki hvað sízt þetta, sem gerir veizluna eftirsóknarverða. Hrýtur sumum þá margt það af munni, sem annars væri ótalað og berst fregnin um það óðfluga til blaðanna og þaðan út um heim. Hnakkrífast síðan blöð- in út af þessu og vill oft til að ýmsar ræður stjórnmálamanna við- víkjandi utanríkispólitíkinni valda megnri óánægju í útlöndum. Þannig hefir það komið fyrir, að Pjóðverjar hafa orðið sárgramir út af því sem mælt hefir verið í þeirra garð við þessháttar tækifæri, og hafa út af því spunnist ýmsar hótanir milli land- anna um að grípa til vopna og fara í stríð. — En þegar veizlan er kom- in á þetta stig, að menn eru orðnir þægilega saddir og hið ágæta vín hefir ekki að eins losað tunguhaftið heldur hleypt fjöri í andann og skapað í bili miklu meira sjálfstraust en daglega á heima í kollinum og þar af leiðandi gert menn grobbna og yfirlætismeiri en þeir eiga að sér að vera — þá er hentugt augnablik notað og forseti (sem hefir gætt nægilega hófs) biður sér hljóðs og segir: »Yðar hátign, yðar konung- lega tign, yðar hágöfgi, þér lávarðar, herrar og frúr! Vér höfum komið hér saman í kveld til að heiðra hundrað ára minningu hinnar þjóð- frægu stofnunar (t. d.) The Royal Infimary of Edinburgh (frægur spít- ali) Við vitum öll að þessi þarfa og volduga bygging var reist að tilstuðlun hans hásálugu hátignar Georgs konungs hins 3. og að þessi sami konungur lagði hyrningarstein- inn að henni. Það yrði of langt uþþ að telja allar þær miklu gjafir sem stofnunin hefir þegið frá konungum, drottningum og örlyndum velgerða- mönnum lífs og liðnum. — Vegna stöðugt vaxandi aðsóknar að stofn- uninni og vegna erfiðs viðhalds, sem tíminn heimtartil að stofnunin standi að öllum útbúnaði jafnfætis sam- svarandi vísindastofnunum annar- staðar, vantar fé. Það eru vinsamleg tilmæli mín að hinir tignu gestir láti eitthvað af hendi rakna stofnun- inni til viðgangs og velmegunar framvegis." Að svo mæltu er skraut- ritað skjal látið ganga milli gestanna þar sem konungur fyrstur manna skrifar sig fyrir svo og svo mörgum sterlingspundum til stofnunarinnar. Síðan gengur listinn mann frá manni frá þeim æðri í tign til hinna Iægri og nú kemur keppni í alla að standa ekki öðrum að baki. Peningarnir streyma inn; þeir sem gefa mest komast í meira álit en þeir aður voru í, og til þess eru refir skornir. Eigingirni og sjálfselska — eru mátt- arstoðir í mannfélaginu. Spursmálið er, hvor gjöfin sé meira virði, sú í kirkjunni, eða sú í veizlusalnum, sú gjöfin sem ætlast til endurgjalds ann- ars heirns, eða sú sem væntir viður- kenningar þessa heima. Það er bezt að hver svari þessari spurningu af eigin hyggjuviti. Landsýn. Man ég það kvöld. Eftir hafrót og hríðar, heim undir landið var knerrinum stýrt. Mér voru faldar fósturlands hlíðar. Fallinn var stormur. Loftið var skírt. Hafið var síbreitt af hrynjandi fossum, himininn kvikur af norðljósa blossum. Flögrandi kögrar aj litglœstu Ijósi lyftust og sviftust um blásala hvel. Sindrandi straumar frá ókunnum ósi ólguðu, geystust og hurfu í himindjúpt haustnœtur þel. Stóð eg við siglu. Hugklökt var hjarta, heimþrá og kviði skiftust þar á. Góðsviti leist mér tjóskvikið bjarta, leiftrandi vonum i huga mér brá. Starði’ eg og starði. Loks fékk eg líta langt út við sjónarrönd undramynd hvíta. Vafið í draumþoku iyfiist upp landið líðandi saman við himinsins rönd. Haustnœtur stjörnuskin, blikljósi blandið blakti um glitrandi jökla og lék yfir stórvaxna strönd. Alt sýndist róit. í aldanna straumi ósnortin skjaldmey hvildi þar. Sýndist að dreyma sögunnar draumi. Sjónhverfing vafurlogans bar. Þá — yfir jöklunum húm sá eg hniklast, hjúfra sig, breiða sig, teygja sig, miklast. Hret kom að vestan, haglél að austan hriðþrunginn myrkva norðan dró. Hreggbylur sunnan. Harðlega laust’ann hafbárumúginn við skipið og ofviðri yfir oss sló. Land mitt! Þú ert sem órœttur draumur, óráðin gáta, fyrirheit. Hvernighann rœðstþinn hvirfingastraumur hverfulla bylja — enginn veit. Hvað verður úr þinum hrynjandi fossum ? Hvað verður af þínum flöktandi blossum ? Drottinn lát strauma af lifssólar Ijósi lœsast i farveg um hjartnanna þel. Varna þú biljum frá ólánsins ósi, unn oss að vitkast og þroskast. Gef heitl sem er sterkar' en HeL Hannes Hafsfein. Hannes Hafstein varð fimtugur að aldri 4. þ. m., eins og áður er getið í »Gjh.«, og gripu þá Reykvíkingar tækifærið til að halda honum samsæti. Tóku þátt í því 160 manna, konur og karlar. Guðm. Björns- son landlæknir hélt ræðu fyrir minni heiðursgestsins, en prófessor Björn M. Ólsen fyrir minni konu hans frú Ragn- heiðar, barna þeirra og frú Kristjönu Hafstein, móður H. H. Þá talaði heið- ursgesturinn og þakkaði, og bað menn að lokum að drekka minni islands. Þá las hann upp kvæðið »Landsýn«. Síðan héldu ýmsir ræður. Dr. Guðm. Finnbogason um H. H. og gleðina, Kr. Þorgrímsson konsúll um framfara- framkvæmdir á íslandi í stjórnartíð H. H., Jón Ólafsson alþm. las upp gömul óprentuð kvæði eftir H. H., Thor Jensen kaupm. um hve álit hefði auk- ist á landinu út á við undir stjórn H. H. og síðast mælti Sighv. Bjarnason bankastj. fyrir minni kvenna. Sama dag var stofnaður »Minning- arsjóður Hannesar Hafstein«, er konur hafa safnað til í sumar og orðinn er 1295 kr. Sendu þær H. H. skrautritað ávarp um sjóðstofnunina og báðu hann að semja skipulagsskrá fyrir hann. Ríkisráðssetu-ákvæðið í stjórnarskrárfrumvarpinu. Rógburðartilraun gegn ráðherra Kr. Jónssyni. Ritstjóri „Norðurlands" sem um þessar mundir dvelur í Reykjavík, mun hafa sent blaði sínu simskeyíi er það flutti á laugardaginn og sem á víst heldur en ekki að vera send- ing er um muni í garð núverandi ráðherra. Það hermir svo frá, að fyrverandi yfirráðherra Dana, I. C. Christensen, beri það á Kristján ráð- herra, í blaði sínu „Tiden", að hann hafi ekki skýrt íslendingum rétt frá afstöðu konungs til ríkisráðsseíu- ákvæðis stjórnarskrárfumvarpsins, konungur hafi neitað því samþykkis en Kristján ráðherra hafi leynt ís- ienzku þjóðina því fyrir kosningar- nar. — Og svo er því bætt við, að I<r. J. hafi „ekkert sagt við þessu enn" eins og til þess að gefa í skyn, að hann sé hér sannur að sök og geti engu svarað. Hætt er við að ánægjan, sem „Sjálfstæðið" hefir af þessari sann- söglis-frásögn „Norðurl." verði sorg- lega skammvinn. Raunar hafa J. C. Christensen far- izt orð nokkuð á þessa leið í blaði sínu, svo þetta er ekki algerður upp- spuni að því leyti. En skýzt þótt skýrir séu, og hér hefir J. C. Christ- ensen lent afvega, ranghverfu meg- in við sannleikann. Eins og flestum mun skiljanlegt, gat ekki um það verið að ræða að ráðherra bæri stjórnarskrárfrumvarp siðasta þings upp fyrir konungi í ríkisráðinu á sama hátt og önnur lagafrumvörp þingsins er leggja átti þar smiðshöggið á til staðfesting- ar. Enda gerði hann það heldur ekki. Hitt gerði hann sem sjálfsagt var, að skýra konungi rækilega frá frumvarpinu, svo konungurgætifylgst sem bezt með gerðum þingsins í því sem öðru. Til þess að fá fulla vissu í þessu efni, gerði „Gjallarhorn" fyrirspurn til ráðherra, um þetta, í gærdag, í símtali, og svaraði hann því, að sam- ræðu sinni í sumar við konung, um rnáhð, hefði lokið svo, >að konungur tók enga afstöðu Í málinu að svo koninu«. Ennfremur kvað ráðherra það álit sitt, að konungur mundi ekki ætla sér að láta nokkra skoðun í Ijósi um þetta atriði, fyr en afgert yrði um stjórnarskrárfrumvarpið í lok næsta alþingis og það Iægi al- veg hreint fyrir —og í öllu falli alls ekki fyr en ef hann kynni að gera það um það leyti er alþingi kæmi saman næst. Hér er mikill munur á, sem sjá rná og er þetta ólíku sennilegra en það sem skeytishöfundurinn í „Norð- urlandi" hefir eftir „Tiden". Enda er enginn vafi á, að hér er rétt liermt frá, en þar rangt. En líkt væri það „Sjálfstæðinu" að vilja heldur trúa Dönum en löndum sínum og reyna nú að glamia á þessari sögu þangað til þeir trúa henni sjálfir. Það er svo lítið og fátt sem þeir geta reynt að finna sér til, í því augnamiði að rógbera Kristján ráðherra við þjóð- ina, að ekki veitir af að „taka alt með", og nota alt í nauðum skal. Utan úr heimi. Carnegie, miljónamæríngurinn ame- rikanski, hefir enn á ný stofnað »Hetju- sjóð«. Það var Noregur sem í þetta skifti varð fyrir heppninni. Gjöfin var 120 þúsund dollarar. Rjder Haggard hinn frægi enski rit- höfundur, er var á ferðalagi um Dan- mörku í fyrra, eins og þá var getið um í »Gjh.« — hefir nú skrifað ræki- lega um þann leiðangur. Er þegar búið að þýða bókina og gefa út á dönsku og eru Danir ánægðir yfir vitnisburði þeim er hann gefur þeim. Gabrielle d’ Annunzio sagnaskáldið ítalska, dvelur um þessar mundir sem gestur við hirðina í Prag í hinum mestu hávegum. Hann er enn með skáldsögu mikla í smíðum. Dr. Cook.— Eins og áður hefir ver- ið getið um f »Gjh.«, kom hann til Danmerkur seint f októbermáuði, og hugðist að byrja á fyrirlestraleiðangri.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.