Gjallarhorn


Gjallarhorn - 28.12.1911, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 28.12.1911, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. • • • • • • • • • • • • • • V. 48. • • • • • » » • • ••••••• • •-•- Akureyri 28. desember T 1911. t Frú Elín Olgeirsson, kona Karls Olgeirssonar verzl- unarstjóra á ísafirði andaðist 19. p. m. af hjartaslagi.-Hún hafði nokkrum dögum áður verið á gangi á götu þar í kaupstaðnum og hrasað eitt- hvað lítilsháttar, en hélt svo áfram leið sína, sem ekkert væri að. Einni eða tveimur mínútum síðar kom í ljós, að hún hafði fótbrotnað ofan við öklann, því bein stakst þá út úr fætinum. Læknir batt þegar um brotið og gerði við, en sárið hafðist illa og lá hún sarþjáð með hitaveiki nokkra daga, unz fóturinn var tekinn af, en henni gat ekki batnað að heldur. Hefir hér slysalega tekist til í frekara lagi og þess verið getið til, að læknishjálp hafi verið áfátt. Frú Elín sáluga varð aðeins 26 ára að aldri. Hún var fædd í Hnífsdal við ísafjörð, dóttir Ouðm. kaupmanns Sveinsson- ar þar. Hún stundaði nám hér á kvennaskóla Akureyrar og síðan í Khöfn. 1904 giftist hún eftirlifandi manni sínum og áttu þau eitt barn. Hún var höfð- ingleg kona og fríð sýnum, gáfuð og skemlileg og einkar prúð í viðmóti. • • Bruni á Siglufirði. Á jólanótt brann sölubúð Gránu- félagsins á Siglufirði, mikið hús og vandað, nýlega bygt, með öllu er í var. Ekki vita menn hvernig eldurinn hefir komið upp, en fregnir segja, að enginn hafi gengið um húsið síðustu 24 klukkust. áður en eldsins varð vart. Fullyrt er og, að eldurinn hafi komið upp uppi á lofti í húsinu, eða þar hafi menn séð hann fyrst. Höfuðbækur verzlunarinnar voru í eldtraustum skáp í miðju húsinu og voru þær mjög skemdar, en þó læsi- legar. Geymsluhús stóð nær áfast við sölu- búðina og varð því bjargað með mik- illi karlmensku og lffshættu að heita mátti. Jón Guðmundsson verzlunar- stjóri sýndi mikinn dugnað við björg- unina og ýmir fleiii Siglfirðingar. Gullletruð pjýárskort fást -f prentsmiðju Odds Björnssonar. Kvæði til Hannesar Hafsteins. á 50 ára afmæli hans. Hvísla' um þig í hljóði hópar glaðra minna, eins úr leik sem óði. yndi bræðra þinna! Þar varð afli ungu alt að leik og skeiði: Straumastrengir sungu, stormur glímdi' á heiði. Stefnir þú að stríði, stýrðu sömu hendur; horfðir hátt við lýði, hverjum manni kendur. Fleýi' og frægð var bjargað, fram úr þröng var ratað, engum auði fargað, engum vini glatað. Heyrðu, Hannes góði. Heilsaðu fríðri gígju, sem bar sól í óði sumri björtu' og nýju. Hreimar hörpuljóða himin landsins yngja. Gott er vorið góða. Gaman er að syngja. Pinn Þ. E. Hörpu þú stiltir, hvelft sungu strengir, manndóms og munar magnaðan klið. »Heill fyrir eldfjörug yngjandi ljóðin, góðskáldið snjalla!« gellur nú við. þygg þökk hins liðna þú, sem öld téðir dáðir og snilli, drenglyndi mest! Hollar æ fylgi þér hamingjudísir. Ung hneigð í æginn eygló þín sezt. Stgr. Thorsteinsson. Svona vermdi vetrarkvöld vorsins barn á keltu sinni. Sittu heill með hálfa öld, heila drenglund, glæstan skjöld; enn á glettin geislavöld gígjan vors í hendi þinni; því er ljóði ljúft í kvöld listaskálds og vinar minni. Porsteinn Erlingsson. Fógeta-afmæliO. ísfirðingar mintust þess myndarlega. Guðm. Guðmundsson frá Gufudal flutti rækilegan fyrirlestur um Skúla Magn- ússon. Þá var sungið kvæði það, sem hér er í blaðinu, eftir Guðm. skáld Guðmundsson og síðast talaði Helgi Sveinsson bankastjóri um starfsemi Skúla. Samskot eru orðin þar allmikil f minningarsjóðinn og þeim haldið á- fram. verziunarbuð J. V Havsfeens á Oddeyri verður lokuð frá í dag, vegna vörukönnunar, til 7. janúar n. k., getur pví ekkert lán átt sér stað á meðan, en selt verður gegn peningum og vörum daglega frá kl. 10 f. h. til kl 3 e. h., og innborgunum veitt móttaka alla virku dagana upp í skuldir. Kjörþing fyrir y\kureyrarkaupstað verður haldið í Good-Temlarahúsinu miðvikudag- inn 3. jan. 1912 og byrjar kl. 12. á hádegi. Verða þar kosnir 2 fulltrúar í bæjarstjórn kaupstaðar- ins til næstu þriggja ára. Fulltrúalista ber að afhenda oddvita kjörstjórn- ar fyrir hádegi tveim sólarhringum á undan kosn- ingu, og fer hún fram samkvæmt lögum 10. nóv 1903. — Bæjarfógetinn á Akureyri 20. des. 1911. Guðl. Guðmundsson. Opinbert uppboð. Mánudaginn 8. janúar 1912, kl. 11 f. h., byrjar afarstórt uppboð sem verzlunin Edinborg lætur halda á öllum vöruleifum sínum. Gjaldfrestur 6 mánuði. Aðrir skilmálar verða auglýstir á uppboðs- staðnum. Akureyri 27. desember 1911. G. Jóhannesson. Fjalla-Eyvindur. Vélarbátur ferst. Rvik "/12. »Fjalla-Eyvindur«, hið nýja leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, var leikið hér í fyrsta sinn í gærkvöldi fyrir fullu húsi áheyrenda, er gerðu mikinn róm að leiknum. Ungfrú Guðrún Indriða- dóttir leikur »Höllu« og tekst mjög vel. Leikurinn er sérlega áhrifamikill og er gert ráð fyrir mikilli aðsókn að leikhúsinu, meðan hann verður sýndur. Leiktjöldin eru einkar vönduð og falleg. Máluð af mikilli list. Isaf. M/12, Sex menn druknuðu af vélarbát úr Alftafirði við ísafjarðardjúp á mánu- daginn var. Veður var ekki vont og er haldið að vélin hafi bilað og bát- urinn þess vegna ekki komist til lands og farist svo nóttina eftir, því þá gerði hvassviðri. Mennirnir voru allir úr Álftafirði og hétu : Jón Rögnvaldsson (formaður), BæringGuðbrandsson, Krist- ján Auðunsson, Magnús Guðmundsson, Ótafur Ólafsson og Ragnar Aðalsteins- son.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.