Gjallarhorn


Gjallarhorn - 06.01.1912, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 06.01.1912, Blaðsíða 1
Gjallarhorn Ritstjóri: Jón Stefansson. • • • V. 49. • * Akureyri 6. janúar • 1912. / Mánudaginn 8. janúar 1912, kl. 11. f. h., byrjar afarstört uppboð, sem verzlunin EDINBORG lætur halda á öllunt vöru- leifum sínum. — Qjaldfrestur 6 mánuðir. — Aðrir söluskilmál- ar verða auglýstir á uppboðsstaðnum. Akureyri 27. desember 1911. G. Jóhannesson. Ferðapistlar frá Steingrími lœkni Matthíassyni. IV. Hvernig dagurinn líður. Edinborg 17. nóv. 1911. Altaf sama leiðindaveðrið. Suddi og þoka og rigning skiftast á dag- lega. Aldrei heiður himinn, heldur þessi sami reykjarmökkur, sem hvíl- ir eins og mara yfir þessari borg, eins og öllum enskum bæjum. Mesta undur, að lungun skuli þola þennan óþverra, og að ekki skuli vera miklu meiri tæring og brjóstkvillar hér en annarstaðar, en svo er ekki. Jafnvel meðal kolanámumanna, sem anda að sér stöðugu kolaryki, svo að lungu þeirra verða kolsvört, er brjóst- veiki ekki algengari en meðal ann- ara verkamanna,— Þetta suddaveður og svæluloft leiðist mér og eg sakna mjög hreina loftsins heima. Ekki undarlegt þó Englendingar þvoi sér oft. Kolastibban gerir mann krím- ugan. Hreinn fhbbi að morgni er illbrúkandi að kveldi. — Eg rís úr rekkju um kl. 8 og fyrsta verkið er að borða. Enginn fær hér kaffi í rúminu, heldur verða menn að hypja sig á fætur, og engum dettur í hug að drekka þá dýru veig á fastandi maga, heldur eta fyrst undirstöðugóðan mat, eins og t. d. egg og steikt svínsflesk, brauð og smér og svo kaffi eða te. Síðan fer hver til sinna starfa. - Eg geng daglega á spítala, horfi þar á uppskurði, og hlusta á fyrirlestra í iæknisfræði. Royal In- firmary er stór spftali og rúmar yf- ir 800 sjúklinga. Allir sjúklingar fá ókeypis hjúkrun, en siður er, þeir sem geta, gefi spítalanum einhverja fjárupphæð, þegar þeir fara. Má þar sjá mörg mannameinin. Merkasti læknirinn þar heitir F. M. Caird, á- gætur skurðlæknir. Hann hefir ver- ið mér sem bezti bróðir síðan eg kom hingað og hefi eg þá ánægju, að mega daglega standa við hlið honum, þegar hann er að skera upp sjúklinga. Skurðarstofan er spor- öskjulöguð og ákaflega hátt undir loftið. Annar helmingur stofunnar er fyrir áhorfendur - bekkjaraðir í hájfhring í þremur loftsvölum, sem hver eru upp af öðrum og bekkj- unum á þeim þannig raðað, að hver bekkur er öðrum ofar. Pegar ópera- tión fer fram, eru allir bekkir fjöl- skipaðir af læknum og læknastúd- entum, og má þar sjá margskonar andlit, því háskólinn hér er mjög sóttur af nemendum hvaðanæfa að úr nýlendum Englendinga. Eg hefi séð Japana, Kínverja, Hindúa, Sing- halesa, Kaífa, Súdannegra og Síams- búa, sem allir stunda hér læknanám. Kl. 2 — 3 er vant að borða mið- degisverð (lunch; dinner er við- hafnarmeiri og kemur vanalega í stað kveldmatar). Kl. 5 er drukkið te. Te er þjóð- drykkur hér, en kl. 9 kveldverður (supper). Seinni hluta dags og á kvöldin situr maður heima við að lesa eða skrifa. Eg bý hjá enskum lækni, á- samt þreinur læknastúdentum, og fer vel um mig í alla staði. — Þetta bréf átti að verða lengra, en þar eð eg verð að flýta mér að koma bréf- um mínum og þessu með póstinum, læt eg hér við sitja Með kærri kveðju. Eitthvert óvitabull var í »NI.« nýlega, út af greinar- korni er »Gjh.« flutti um »ríkisráðs- málið« og simskeyti »Nls.« um það á dögunum og byrjar »NI.« prédik- unina svona: »Osæmilegur áburður. Blaðið »Gjh.« (er heimskulegum og illgirnislegum orðum« o. s. frv. Lesendur »Gjh.« munu fara nærri um, hversvegna það ætlar ekki að svara þessari dálkslöngu prýði »Norðurl.« öðruvísi en með því að kvitta hér með fyrir að það hafi séð hana og athugað! 1 l 1 r KjðtbúðiiTl SLÁTURHÚS i mm L KAUPFJELAGSINS. ^ — 1 L J Vaó/a um boðsjai ðii lausar frá næstkomandi fardögum: Flög:usel í Hörgárdal, Skriðuhreppi, Björjf í Arnarneshreppi, Hálfir Möðruvellir í sama hreppi og Syðri-Grenivík í Grímseyjarhreppi. Skrifleg beiðni um þessar jarðir verður að vera kotríin til undirskrif aðs fyrir 10. febr. næstkomandi. Umboðsmaður Vaðlaumboðs. Akureyri 5. janúar 1912. Stephán Stephensen. Skuggasveinn var leikinn hér í leikhúsi bæjarins 2 °g 3 jan. s. I. Yfirleitt, má segja að leikendur leystu hlutverk sín mjög vel at hendi, og leiksviðið var prýðisvel úr garði gert. Ef eg vildi eitthvað setja út á leikend- urna yrðu það þá helst stúdentarnir, sem eg var ekki ánægður með; leikur þeirra fanst mér ekki eðlilegur, en sér- staklega er söng þeirra áfátt. Þá er Haraldur í sumum hreifingum sínum líkari æfðum leikfimismanni og nútíð- ar snyrtimenni en fjallabúa; er það sér- staklega þegar hann er að tala við Ög- mund, »gangandi um gólf« og snýst á hæl, annars skilur hann auðsjáan- lega vel hlutverk sitt og leikur vel, er þó heldur raddlítill ör til söngsins kemur. Sumar persónurnar eru prýðisvel leiknar og vil eg sérstaklega nefna: Mpngu, Skuggasvein, Smala-Gvend og Ögmund. Annars skal eg ekki frekar fara út í þessa sálma, því ritstj. »Gjh ♦ mun nánar minnast leiksins, við tæki- færi, en eggja vil eg menn fastlega á að nota tækifærið að sjá Skuggasvein hann er þess fyllilega verður, og eng- inn mun sjá eftir aurunum er hann ver til þess. Mjög miklu hefir verið kostað til alls útbúraðar við leiksviðið. Hallur. Reikningar, stórir og smáir, fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. Enn um póstmál. í næst síðasta blaði »Gjh.« er grein (undirrituð »Friðrik«) um póstafgreiðsl- una hér í bænum og er hún til að benda á ýmislegt sem höfundinum þyk- ir athugavert og áfátt. Eg vil rita þessar línur til þess að benda á, að það er höf. helzt telur aðfinslu vert er ekki póstafgreiðslumanninum hér að kenna, heldur er það af öðrum ástæð- um, enda mun flestum bæjarbúum kunn- ugt, að hann er afar skyldurækinn maður og samvizkusamur í embættis- starfsemi sinni, svo ekki verður á betra kosið með það. Það er þá fyrst, að pósthúsið er opið á sunnudögum og öðrum helgum dögum á sama tíma og pósthúsið í Reykjavík og er það samkvæmt fyrir- mælum póststjórnarinnar, svo Akur- eyrarbúum er gert jafnhátt undir höfði og Reykvíkingum. Að hafa pósthúsið opið síðari hluta dagsins, kemur víst þeim einum bezt, sem vilja hafa enda- skifti á nótt og degi og eiga slæmt með að komast á fætur fyrri hluta dagsins. í öðru lagi er það föst venja póst- afgreiðslumannsins, að spyrja stýri- menn skipa eða afgreiðslu, hvenær póstur eigi að vera kominn um borð, í siðasta lagi, og getur hann ekki gert að, þó skip slæpist von úr viti. Eða má eg spyrja: Hverjum á hann að trúa um það, ef ekki einmitt stýri- mönnum eða afgreiðslu skipsins, er

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.