Gjallarhorn


Gjallarhorn - 06.01.1912, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 06.01.1912, Blaðsíða 2
168 GJALLARHORN. V. Leikfélag Akureyrar. Skugga Sveinn verður sýndur í leikhúsi bæjarins Laugardag 6. janúar, k|. 8 e. h. og Sunnudag 7. janúar kl. 7. e. h. STEI dan$ka smjörlihi er be5f. Biðjið í4m tegundirnzir „Sóley* „Ingótfur** eöa Jsírfold Smjðrlihið foesf einungis fra : Ofto Mönsted h/f. Kaupmannahöfn og/írdsum i Danmðrku. hlut á að máli? — Þó hefir póstaf- greiðslumaðurinn oft Og einatt sent póst hvað eltir annað um borð f skip, þegar fararstund þeirra hefir seinkað og menn hafa verið að slæpast með bréf á pósthúsið til að senda með skipi, sem samkvæmt áætlun sinni átti að vera farið! Er hægt að heimta meira af póst- afgreiðslunni ? Eg held ekki að sann- gjarnir menn, sem vita hvað þeir eru að segja, geri það. Öllum er kannugt um samvizkusemi póstafgreiðslumanns- ins, nákvæmni hans Og skyldurækni í starfi sfnu, bæði smáu og stóru er að því lýtur, og að hann gerir alt sem af honum verður með sanngirni heimt- að til þess að þjóna því óaðfinnanlega. Að endingu tek eg upp orð »Frið- riks« um að blöðin ættu að »gjamma« um eitthvað sem þarft er bænum, en helzt þarfara en þetta. —Því tila þau t. d. ekki um barnaskólann ýmislegt sem þar er ábótavant. Það rnál snert- ir alla bæjarbúa og þar er að ræða um stofnun sem gleypir gífurlegan hluta aí tekjum bæjarins, en sem margir á- líta að tæplega beri þann ávöxt er hægt væri. Teitur. Athugasemd. »Gjh.« vildi ekki vera ósanngjarnt við »Teit« með því að neita honum um rúm þó hann dul- klæði sig. Og nú vill það gera betur. Það vill bjóða bæði »Friðrik« og »Teit« að ræða um bæjarmál í blaðinu, póst- mál, barnaskóla o. s. frv. bæði þeim og öðrum, góðum mönnum, en væntir þess að þeir og aðrir gæti þar allrar orðgætni og sanngirni, því svo jafn- ast öll deilumál bezt og ágreiningur að allri málsaðilar beri hóglega fram ástæður sínar. Lýgin í „Landinu.“ í síðasta tölubl. »Norðurlands« er getið um það, að Jón alþm. Ólafsson hafi nýlega haldið því fram í »Rvík« að sjálfsagt væri að fella orðin »í ríkisráðinu« burtu úr stjórnarskrár- frumv. úr því að Dönum væri það móti skapi. Það þarf varla að taka það fram, að þetta er haugalýgi eða með öðr- um orðuin alveg þveröfugt við það, sem jón 01. hefir sagt. J. Ó:. segir í ofannefndri grein í »Rvík«, að það hafi verið samantekin ráð beggja flokka á síðasta þingi, að setja ekkert það inn í frumvarpið, sem orðið gæti til þess, að synjað yrði um staðfesting á því. Það væri þess- vegna líklegt, að orðin »í ríkisráðinu« hefðu verið feld burtu, ef menn hefou vitað það fyrirfram, að það yrði frum- varpinu að falli, en úr þvf nú að bú- ið væri að þessu, og Danir væru að sletta sér fram í þetta »þá vœri sjálf- sagt að halda fasl við það, sem búið vœri að gera.< Ritstjóri »Norðurlands« Sigurður Hjörleifsson dvelur í Reykjavík nm þessar mundir, og ætti honum því að vera innanhandar að láta blað sitt segja satt frá fréttum þaðan, en það er öðru nær. Þegar blöð skýra þannig vísvitandi rangt frá, þá er slfkt kallað óheiðar- leg blaðamenska og þau blöð, sem það gera ættu að vera fyrirlitin al- staðar. Hafþór. Akureyri. Opinberunarbók. Hallgrímur Einars- son myndasmiður og ungfrú Guðný Marteinsdóttir á Seyðisfirði. Gesiir í bœnum. Sigurður Guðmunds- son prestur á Ljósavatni og frú, Jón Guðmundsson verzlunarstjóri á Siglu- firði. Leikhúsið. Þar var Skuggasveinn leik- inn fyrir húsfylli 2. Og 3. jan. Guðm. Guðlaugsson er leikstjóri og leikur einnig Ögmund, er hann þykir gera prýðisvel. Brennur voru á gamaárskvöld eins og vant er, flugeldum skotið hér og þar o. s. frv. Veðrátta góð. Hreinviðri og veður- hægð daglega. Aflalaust á Pollinum. Oröur o* tltlar.) Ben. S. Þórarinsson kaupmaður í Rvík er orðinn riddari af Dbr. fyrir gjöf sína til háskólans. Prenstmiðja Odds Bjömssonar Joröin Hólar í Fljótum er föl til kaups og ábúðar í næstu fardögum — annað hvort eða hvort tveggja. — Nánari upplýsingar fást hjá útbúi íslandsbanka á Akureyri eða Jóni Guðmundssyni verzlunarstjóra á Siglufirði. Reynið hin nýju ekta litarbréf frá litarverksmiðju Buchs Nýtt, ekta demantsblátt. Jiýtt, ekta meðalblátt. Nýtt, ekta dökkblátt. Nýtt, ekta sæblátt. Allar þessar 4 nýju litartegundir lita fallega og ekta í aðeins einum legi (bœsislaust). Annars mælir verksmiðjan með sínum viðurkendu sterku og fallegu litum, með allskonar litbrigðum, til heimalitunar. Litanirnar fást hjá kaupmönnum alstaðar á Islandi. Buchs Farvefabrik, Köbenhavn (stofnuð 1872 og verðlaunuð 1888.) Reykið alt af undantekningarlaust Vindla og reykfóbaK frá C. W. Obel í Aalborg. Vindlarnir eru búnir til eingöngu úr hreinu og ósviknu tóbaki og verðið svarar að öllu leyti til gæðanna. Vörur frá Obel eru hollar og góðar. S IRIUS Fína Vanille Ghccolade er næringarmest og bragðbezt hreina, kraftmikla Gacaoduft er bragðbezt og drýgst. Smjorlíki frá A/s „Köbenhavns Margarinefabrik“ hefir á skömmum tíma rutt sér mjög til rúms hér á landi. Það er búið til úr bezta efni, er ólitað og laust vlð allar olíur — hvítt eins og bezta kúasmjör. Háttv. skiftavinir eru beðnir að senda pantanir sínar til vorsins, hið allra íyrsta til undirritaðs fulltrúa verksmiðjunnar. Langur gjaldfrestur er gefinn á- reiðanlegum skiftavinum og verðlagið er hvergi betra. /ón Stefánsson, Akureyri. PANTjÐ SJÁLFIR FATAEFNI YÐAR......... beint frá verksmiðjunni. Stórkostlegur sparnaður. Hver maður getur tengið gegn eftir- kröfu, burðargjaldsfrítt, 4 mtr. 130 cm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt, vel litað fínullarklæði í fallegan og haldgóðan kjól eða útiklæðnað (Spadseredragt) fyrir einar 10 kr. (2so pr. meter). Eða 3H mfr. 135 cm. breilt svart, dökkblátt eða grá- möskvað nýfízkuefni í haldgóð og falleg karlmannsföt fyrir að eins 14 kr. 50 aura.. Séu vörurnar ekki eins og óskað er eftir, þá verður tekið við þeim aftur. Þykk ullar- mikii ferðateppi 2x3 al. að eins 5 kr. Gráleit hestateppi mjög þykk 2 x 2 34 al. að eins 4 kr. 50 aura. Aarhus Klædevœveri, Aarhus, DanmarK. Klædevœver Edelinq, gwwwmrwmwwwwwwwiwiwt Viborg Danmark sendir burðargjaldsfrítt, móti eftirkröfu, 10 al. svart, grátt, dökkblátt, dökk- grænt eða dökkbrún ceviot, úr góðri ull, í fagran kvenkjól, fyrir að- eins kr. 8.85. Ellegar 5 al. af tvíbreiðu, svörtu, dökkbláu, eða grámöskv- uðu nútýzkuefni úr alull, í haldgóðog: mjög- falleg: karlmannsföt, fyrir aðeins kr. 13.85. Engin áhætta. Ef sendingin ekki líkar má skifta um hana eða endur- senda. Ull er keypt á kr 0,65 pr. pd. og prjónaðar druslur úr ull á kr. 0,25 pr. pd.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.