Gjallarhorn


Gjallarhorn - 16.01.1912, Side 1

Gjallarhorn - 16.01.1912, Side 1
UJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. V, 50. • Akureyri 16. janúar 1912. Leikfélag Akureyrar. Skugga-Sveinn verður leikinn leikhúsi bæjarins 20. þ. m. kl. 8 e. h., aðgöngumiðar seldir með venjulegu verði. — Enn fremur sunnudaginn 21. þ. m. kl. 6 e h í minningu þess, að þá er hálf öld liðin slðan hann var leikinn fyrst. _ Salur- inn verður skreyttur. Hljóðfærasláttur milli þátta (Hornaflokkur og Piano til skiftis) og fleira til hátíðabrigða. — Aðgöngumiðar seldir með uppsettu verði. Leikst/orinn. Þrælalöffin lllroemdu gengu í gildi I. janúar síðastl. sem kunnugt er, illu heilli fyrir land vort og þjóð. Þau eru einn allra svartasti bletturinn f siðmenningarsögu íslands á síðari öldum, endemisávöxtur af æsingastarfi manna er hafa misþyrmt góðu málefni, (hófsemi og bindindi) í þeirra þarfir, og afvegaleitt með því fjölda manna út á glapstigu og skræl- ingjavegi Úr því þau eru komin 1 gildi er þess að óska, að þau geri landi og þjóð sem minsta bölvun og svívirðing að unt er, og að augu þjóðarinnar opnist svo að hún brjóti aftur fljótt af sér þá þrældómshlekki er hún hefir verið svo auðtrúa að leggja á sig með þei m. Með því sýndi hún menningarbrag og manndómslund og bætti artur fyrir skammsýni sitt Bóndahjal frá Mývatni. 1. Illa og leiðinlega lætur mér í eyr- um ómur barlómsbumbunnar: vílið og volið um ókleyft skuldabasl og örbyrgð þjóðarinnar. Annað er manndómslegra og tiltækilegra, til þess að losna úr kreppingnum en sakast um orðinn hlut og glúpna; nú þarf að herða sig og vinna, fara forsjálega og ;parlega að ráði sínu. Læra af illhleypu élinu, sem yfir landið þaut, að kunna fótum sín- um forráð — reisa ekki þann hurðarás um öxl, sem heykir til jarðar. Að búast í skart um efni fram hefir mörgum orðið til þess, að klæðast vondum flíkum að lokum; betra verð- ur að fara hægra og bæta búnaðinn með auknum efnum; sækja á brekk- una en ekki að sígast niðurettir. Svo koma risuleg hýbýli bezt í hag og Verða vistlegust, að óttinn sitji ekki í öðru öndvegi gagnvart bónda og bandi burtu; niður í Fótaskinn, mn f moldargrenið þar. Auðvitað er það, að byggja þarf og bœta, svo fljótt sem efnin leyfa. Baðstofuna—oftast — fyrst allra húsa; gestastofan og skrautið verður að bíða þess að eíni og ástæður leyfa; koma síðar en búr og eldhús og matmælaskemma. Sé sá dugur í þjóðinni, að reynast nú vinnugefin, verkhög, skuldvör og þrifin, þá batnar efnahagurinn furðu fljótt; framkvæmdaþrekið vex Og áræði til menningarlegra starla. Eg geri ráð fyrir því, að hún hafi styrk t.l að standa á traustum fótum og stefna að ákveðnu marki, að hún vilji verða sjálfstæð þjóð, frjáls þjóð og fjötralaus. Reynist það °ftrú mín mun Magur-Helgi skjótast lengi og vesallega milli moldarkofanna og signor Sörensen teyma >Mörland- ann« í múlbandi. Braskið og gróðabrallið hafa svo lengi lagt land undir fót, að eg vænti að sá dansinn sé nú að lokum kom- inn. Reynslan er áþ'eifanlega búin að sýna og sanna heimskuflan og forsjá- leysi þeirra manna, sem ætluðu sér að græða á hinu og þessu, setn bygt var í lausu lofti, á iánum og draum- órum, um fjárvon, án erflðis og hygg- inda. Kaupmangið hefir brent þjóðinni þá díla, sem lengi ættu að benda á, að sá eldurinn er ekki óvita meðfæri. Nú er staðreyudin fengin fyrir þvf, að til kaupmensku þarf vitsmuni, hygg- indi og fræðslu í þeim efnum er hana snerta, orðheldni og hrekkleysi í öll- um viðskiftum, bæði innanlands og er- lendis. Svo margir Kaupahéðnar hafa far- ið um meðal bænda og borgara, sjó- manna og vinnumanna, til þess að fá þá til að ganga í ábyrgðir fyrir sig, mælt fagurt og unnið þá á sitt mál, að nú ætli bikarinn að vera barma- fullur og beiskur sannleikurinn kom- inn i Ijós. Með Kaupahéðni tákna eg alla þá, sem hafa einkunn hans, hvort sem mennirnir braska við smærri eða stærri fjárreiður, minna eða meira mang. Það eru sjaldnast einyrkjar og smá- bændur sem taka ábyrgðarmönnum sín- um blóð. Flestir veiðimennirnir komu frá kauptúnum, verzlunarþorpum og fiskiverum og á öngulinn runnu góð- viljaðir, einfaldir og greiðviknir menn; þeim blæddi á degi reikningsskapar- ins. Efnin hurfu, ánægjan lamaðist, sjálfstæðið og framkvæmdahugurinn kraup á kné. Eftir gróðabralls- farganið kemur betri tími — eg vænti að hann se runn- inn—. .Skaðinn gerir mann hygginn« Vonin um bjartari daga og staðlast- ari menn—eftir áreksturinn og reynsl- una — gefur mér þrótt til þess, að berja ekki á bumbuna eins og svo margir gera. Svo úrættaður er íslendingurinn ekki, þrátt fyrir hallæri og önnur verri firn, að hann eigi ekki sannan metnað í djúpi hugans, að hann rísi ekki á fæt- ur eftir eitt eða fleiri knésig og taki til starfans aftur, eftir skaðaveðrið. Munið það samlandar, að verri og myrkari tfmi var þá, þegar Þorvaldur á Sauðanesi kvað þessa vísu: »Mas er að hafa Mammons grát þó mjatlist nokkuð af auði; þá er að efna í annan bát og ala upp nýja sauði.« Æði-veður braut bát skáldsins og drap sauðina, þá var vísan orkt; og til framkvæmda snúið. Þetta Þorvaldareðli lifir enn og er_því beturekki einstætt—,það bjarg- ar og fleytir þjóðinni. Og skömm væri landsmönnum ef þeir tækju ekki á öllu því sem bezt er og manndómsmest í eðli þeirra nú. Þegar augun eru opnuð fyrir ógæfu þeirri sem engu síður hefir heimsótt stórþjóðirnar og þær hallast fyrir um stund. Þegar sést betur en nokkru sinni áður, að landið okkar er fært um að fóstra sjálfstæða og mentaða þjóð—ef hún er fylgin og hagsýn — Þegar sjálfstæðis baráttan er hafin og berjast skal til fulls frelsis og eigin ábyrgðar. Þá verður hver og einn að duga drengilega, leggja fram alla krafta sína. Þorgils giallandi. + Arni Friðriksson gagnfræðingur frá Syðri-Bakka í Kelduhverfi, lézt hér í gagnfræðaskólanum á þrettándadagskvöld laust fyrir lágnætti af heilablóðfalli. Sýkt- ist hann um klukkan 7 kvöldinu áður, var þá á gangi niður í bæ, og úr því var hann rænulítill og mátti ekki mæla nema lítið eitt daginn eftir. Hugðu menn honum þó líf. En er áleið kvöldið, elnaði honum sóttin skyndilega og að stundu liðinni var hann örendur. Árni var fæddur 5. september 1886 að Nýja-Bæ á Hólsfjöllum, sonur Friðriks bónda Erlendssonar,Oottskálkssonarí Oarði í Kelduhverfi og konu hans, Guðmundu Jónsdóttur, er nú búa á Syðra-Bakka. Fór hann ungur frá foreldrum sínum í vinnu- mensku og græddist snemma nokkurt fé. Haustið 1908 kom hann hér í gagnfræða- skólann og útskrifaðist þaðan n. 1. vor með mjog góðum vitnisburði, því hann var vel skynsamur eins og hann átti kyn til og eftir því ástundunarsainur. Skólaveru sína kostaði hann víst að öllu leyti sjálf- ur, og munu þó efni hans fremur hafa aukist en rýrnað meðan hann dvaldi í skólanum. Hann var einkar vel látinn í skóla, bæði af kennurum sínum og skóla- systkinum og voru falin ýms trúnaðarstörf þar. Hann var t. d. skólaumsjónarmaður síðasta árið og gegndi því starfi með hinni mestu skyldurækni. Um tvö ár var hann í forstöðunefnd heimavistarfélagsins og ann- aðist öll innkaup fyrir það og reiknings- hald. Er það mikið starf og vandasamt, en hann leysti það afbragðsvel af hendi og sýndi í því eins og öðru hinn mesta ötulleik, ósérplægni og hagsýnb Leyndi það sér ekki, að hér var efni í fyrirtaks búsýslumann, enda var hugur hans allur við sveitabúskap. Hann var í engum vafa um það, hvað hann ætti að taka fyrir. -- Þegar hann kom,í skóla, sagði hann. »Eg hefi nú unnið af kappi frá því eg gat nokkuð, nú ætla eg að veria 3—4 árum mér til mentunar, svo fæ eg mér jörð og fer að búa.« En það fór á annan veg, en hann hafði hugsað sér. Fósturjörðin okk- ar átti ekki fá að njóta starfskraftanna hans miklu, sem knúðir voru fram af einbeitt- um vilja og lifandi áhuga á því að vinna gagn og verða að verulegu liði. f vetur ætlaði Árni að dvélja hér á Ak- ureyri, var húskennari hjá Ra gnari kaup. manni Ólafssyni og las auk þess með all- mörgum piltum. Var hann í heimavista- fjelagi gagnfræðaskólans og hafði þar vist enda hafði hann tekið því ástfóstri við skólann, að hann vildi hvergi fremur vera. Árni var gleðimaður mikill, kátur og hvers manns hugljúfi, bónþægur og fljót- ur til ef einhvers þurfti við og drengur hinn bezti, er hans því sárt saknað af öll- um sem kyntust honum nokkuð gjör. Hann var meðalmaður á hæð, en þéttur á velli, rösklegur í allri framgöngu, hraustur vel og fylginn sér. Ef margir jafnaldrar Árna á landi hér væru hans líkar og landið fengi að njóta þeirra, þá yrði gaman að fara um þetta land að mannsaldri liðnum. Ouð gæfi að svo væri. Skugga-Soeinn á leiksoiði. Ekkert leikrit, sem leikið hefirverið á íslandi, hefir átt jafnalmennum vin- sældum að fagna eins og Skugga- Sveinn. Orsökin er sú að þegar hann var saminn og leikinn fyrst (fyrir 50 árum) var hann að heita mátti sung- inn út úr hjarta þjóðarinnar og hún fann ekki til þess, þó nokkur missmíði væru á honum frá leik/rœð/slegu sjón- armiði leiklistarinnar. Það mun tæpast vafamál að »Skuggi« hefir átt einna mestan og fyrstan þátt í því að útvega hofundi sínum þjóðskáldsviðurkenning- una. Nú hefir »Skugga-Sveinn« verið Húsaleigusamningar, Hjúasamningar, Byggingarbréf jarða fást í prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri.

x

Gjallarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.