Gjallarhorn


Gjallarhorn - 25.01.1912, Blaðsíða 1

Gjallarhorn - 25.01.1912, Blaðsíða 1
GJALLARHORN. Ritstjóri: Jón Stefansson. • • • • • •-•-•' V. 51. Akureyri 25. janúar •••••• 1912. 50 ára afmœli Skugga-Sveins var haldið hátíðlegt í leikhúsinu á sunnudagskvöldið, jafnframt pví að leik urinn var sýndur. Leikhúsið var fallega skreytt og alt tjaldað flöggum. Stór brjóstmynd af höfundinum, Matth. Jochumssyni, hékk í sveigaumgerð framan við leiksviðið. Lúðraflokkur Akureyrar iék mörg lög milli þátta og ungfrú Herdís Matthíasdóttir lék á slaghörpu við og við. Áður en byrjað var að leika, héit alþm. Quðl. Ouðmundsson ræðu um leikinn og höfundinn og las því næst upp hið fallega kvæði, er hér fer á eftir, sem orkt hefir Páll skáld Jónsson: Þú listaskáld! sá leikur, er vjer sýnum, — þó list oss vanti' og bresti tækin góð — er eitt af mörgum afbragðsverkum þínum, sem aldrei munu gleymast vorri þjóð. Þú harmasögu þinnar þjóðar raktir, úr þráðum hennar leikinn saman ófst: með nýrri andans öldu fólkið vaktir, þá upp hinn bjarta listafána hófst. Þú listaskáld, oss Ieiðir fyrir sjónir vort líf, og stríð við ilsku, svik og tál. Vjer erum kaldir klettar mosa grónir, ef kunnum ei að skynja Ieiksins sál. Hann sýnir hvernig harðúð heiftir skapar, um höfuð frjálst svo enginn strjúka má, hann sýnir hvernig saklaus stundum hrapar í sekt og útlegð, rekinn klakann á. Hann sýnir líka', að ástin ein má bæta það alt, sem mannsins vonska hefir smáð, með einu líknarorði' er ljett að kæta þann ólánsmann, er Ioksins finnur náð; hann sýnir og, þeir aumu' og lítils virtu, sem oft af veröld leiknir voru grátt, á málin stundum bregða skírri birtu, þó beri ekki kyndla sína hátt. Pó Laurentíus lagasverðið reiði, svo loksins verði hverjum bófa náð, og höggin sviklaust grimmum Skugga greiði, það gagnar lítt, ef þrýtur dýpri ráð. Því »skuggum« þeim, er liggja þyngst á landi með lagahörku seint til bana vinst, um stund þó hnigi fyrir beittum brandi, úr böndum losna, þegar varir minst. Ei heppnast Jóni »heiðarsvein« að vinna, þó hreykinn sje, því vit og lagið brast. Af hendi Ásta verkið vel má ínna, hún viltum sveini haldið getur fast. Það mundi gefa vængi vonum bestu og vekja heilladísir þessa lands, ef ást og tryggð þeim tökum næðu' og festu, að tamið gætu viltan huga manns. Pá mundi birta' um fjöll og fagra dali og frjálsar leiðir opnast vorri þjóð, þá mundi lýsa ljós um vora sali, og lukkan brosa öllum hýr og góð; þá mundu ýmsir æfi byrja nýja, sem áðúr tæpast þekkja' á réttu skil, þá mundu allir »skuggar« feigir flýja, og fossinn bera þá í gleymsku-hyl. Þá söng ungfrú Herdís Matthíasdóttir eftirfarandi erindi, er P. J. hafði einnig kveðið til séra Matth. Jochumssonar í tilefni af 50 ára afmæli leiksins (og er það orkt undir lagi eftir P. Heise) en að pví loknu var hann kall- aður fram á leiksviðið og fagnað með hirra-hrópum og lófaklappi, sem aldrei ætlaði að taka enda. Skófatnaðarverzlun Guðm.Vigfussonar,Akureyri hefir nú eins og undanfarið mestar birgðir af ¦*> allskonar skófatnaði. «*> Sérstaklega skal sjómönnum, er purfa að fá sér sjóstígvél bent á, að hér er stærst og fjölbreittast úrval af stígvélum, sem til er norðanlands. Er því vert fyrir menn að kynna sér birgðir þessar, athuga verð o. s. frv. áður en þeir festa kaup hjá öðrum. Fátt er of vandlega hugað. Aðgerðir á skófatnaði eru afgreiddar svo fljótt sem hver óskar. Vönduð vinna og lágt verð. Þjóðskáldið ágæta, þjer í dag vjer þökk og vinmæli hlýleg seg- jum. Pú kvaðst oss fjölmargan fagr- an brag, sem firnist aldrei, þó sjálfir dey- jum. Pín harpan snjalla oss hrífur alla þar hljómar falla svo ljúft og létt. Þú ljóðsvanur Islands, þín list er kunn, og Iengra enginn þjer vængi þreytti. Pjer lagði óðgyðjan orð í munn, og ástgjöf dýrustu hún þjer veitti: sem hljómhvelt stálið svo hlýtt sem bálið ið hreina málið á ljóði' og leik. Ferðapistlar frá Steingrimi lœkni Matthiassyni. IV. The Royal Museum of Scotland. Edinborg 24. nóv. 1911. Það er stórt og veglegt safn af allskonar dýrgripum, fornmenjum, náttúrugripum, listaverkum, vélum og verkfærum, sem heitir svo. Það er næstum því hægra að telja upp það sem ekki er til í pessu safni, en að telja upp pá hluti, sem par er að sjá. Eg er daglegur gestur á pessu safni, pví pað er á leið minni til spítalans, og pó eg sé búinn að koma par oft, á eg enn pá marg óséð og margt sem eg vil sjá aftur. Flestir dýrgripirnir, sem parna eru samankomnir, hafa verið gefnir af félögum og einstökum mönnum og eru pær gjafir margar stórmannleg- ar. — Að lýsa safninu hefi eg kki tíma til, enda kæmist sú lýsing ekki fyrir í minna en 10 árg. af Gjallar- horni, og mætti engin pólitík né skammir til Norðurlands komast að á meðan, en auglýsingar pó. Eg ætla bara að minnast á einstaka hluti, sem vöktu sérstaklega eftirtekt mína. Við innganginn er reist á rönd stór flaga, úr járni, 5 þumlunga 'þykk. Á henni eru nokkur kringlótt göt, eins og þau hefðu verið boruð með beittum og hörðum nafar jafn-digr- um læri á karlmanni. Þessi járnflaga er partur af brynjusúðinni úr göml- um bryndreka sem Englendingar notuðu sem skotmark við heræfing- ar þegar hann var orðinn of gam- all til vígaferla. Stálkeiiurnar frá fall- byssunum hafa stungist í gegnum þessa brynju eins og fingri væri drepið i gegnum smjörsköku (sam- líkingin er hálfleiðinleg, en eg held, keiprétt). „Ok pótti engum fýsilegt' at eiga náttstað undir exi hans", var sagt um Þormóð Kolbrúnarskáld. Hvað ætli karlarnir hefðu sagt um kanónurnar hans Krúpp. Brynjan á vígdrekanum var ekki sterkari en þetta, þess vegna þurftu Englending- ar að smíða nýja bryndreka með enn þá þykkri - alt að því álnar- þykkri brynju úr hertu járni - til þess að standast fallbyssuskotin — og nú byggja þeir hvern Dread- nought (órag) á fætur öðrum til að veija strendur sínar og óðul fyrir Þjóðverjum og öðrum ránfuglum.- Inni á safninu eru nokkur af nýj- ustu lierskipum Englendinga ná- Stafseti)ingarorðabókin YosZ, nauðsynleg handbók fyrir hvern mann, fæst hja bóksölum Bóksalatélagsins og í bökaforlagi Odds Biörnssonar. Kostar einungis 35 aura.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.