Gjallarhorn


Gjallarhorn - 25.01.1912, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 25.01.1912, Blaðsíða 2
176 OJALLARHORN. V. kvæmlega eftirgerð í litluni mæli- kvarða (tvær til þrjár álnir á lengd) meðöllum hernaðartækjum um borð Oet eg ekki hugsað mér öllu ákjós- anlegri eign fyrir drengi, en þessi skip; en dýr væru þesskonar leik- föng. Dálítill spotti af akke iskeðj- unni úr Mauritania sem var þangað til í fyrra stærsta skip heimsins og hraðskreiðast allra skipa í förum yfir Atlantshaf —(Oceanic heitir nýtt skip enn stærra) — Iiggur á gólfinu. Hver hlekkur er D/2 fet á lengd og 3/4 á breidd, samansoðin úr járn- teinum á sverleika við digran upp- handlegg. Allskonar vélar eru þar til sýnis. Vélar úr skipum, eimreið- um, bifreiðum, spunavélar, kemb- ingavélar, pappírsgjörðarvélar námu- graftrarvélar, borunarvélar o. s. frv. o. s. frv. og það sem mest er gam- an, þessar vélar komast í gang ef maður styður á lítinn tappa, og getur þannig, hver sem vill, fengið að athuga, hvernig gufuafl eða raf- urmagn kemur þeim af stað og hversu hugvitssamlega hjólum og ásum er fyrirkomið. í einum salnum eru gipssteypur af margskonar lista verkum Forngrikkja og Rómverja, og þarf ekki að lýsa því hvað gam- an er að horfa á þau. Þar eru lítii gerfi af ýmsum merkilegustu bygg- ingum frá miðöldunum, eins og Péturskirkjunni í Róm, ýmsum ensk- um kirkjum í gotneskum stíl, dóm- kirkjan í Mílanó, höllin í Alhambra o. m. fl. alt með nákvæmlega eftir- gjörðum litum og listaskrúði, svo vel eftirgjört, að manni finst óþarfi að fara til Ítalíu og Spánar, til að skoða þessar byggingar sjálfur. Þar er gerfi af kolanámum og málm- námum og sést mjög greinilegal hvernig farið er að vinna þau þarf- leg þing úr iðrum jarðarinnar, líka er sýnt hvernig farið er að hrcinsa kolin og bræða málmana, sjóða stál steypa járn o. s. frv. Með öðrum orðum, maður fær á stuttum tíma afnmikinn fróðleik og úr þéttprent- aðri þykkri skruddu. Pá er dýrasafn- ið, steinasafnið, jurtasafnið o. fl. o fl. Tveir fílar standa í glerkössum, geigvænlegir mjög, og nýgotinn ungi á stærð við folald. Nashyrn- ingur, flóðhestur, Ijón og tígrisdýr og eg veit ekki hvaða dýr má ekki sjá. Alt úttroðnir belgir, en svo vel uppsettir að dýrin sýnast lifandi. — Fiskar allskonar og ferleg skrýmsli. Fuglar af öllu tagi, dásamlega vel og náttúrlega uppsettir, ýmist fljúg- andi eða sitjandi í ýtnsum stelling- um) figtíjandi á eggjum í hreiðrum sínum og ungar nýskriðnir úr egg- jum. Gaman að sjá fuglabjarg eins og væri frá Grímsey, nteð lunda, fýl, haftirðlum, súlum, ,skeglum og kríum, sumir með unga sína í hreiðri á klettastalla, kongaörn fljúgandi með kálf í klónum og margt fleira mundi eg minnast á væri eg ekki orðinn syfjaður. Óska eg öllum héraðsbúum góðrar nætur og að þeir megi sofa værum svefni án þess að vakna af kveisu eða sting; svo að settur héraðslæknir á Akureyri þurfi ekki að rífa sig upp úr rúminu. Sæll er sá sem ekki þarf að vera héraðs- læknir að nóttu til. Pr«nt»iriðja Odds 1912. Við andlátsfregn Oktaviu Þórðardóttur frá Móbergi. (Fœdd 9. október 1891. Dáin 28. ágúst 1911. Hún var einkabarn Þórðar Qu'ó- mundssonar Ilúnvetnings er verið hefir á sjúkrahúsi Akureyrrt rúm 11 ár, og hafði komið til þess að heimsœkja hann á sið- asta vori, þegar höf. kvœðisins lá einnig á sjúkrahúsinu. Hún var falleg stúlka og tápmikil, gáfuð, og orðin vel mentuð, enda hafði móðir hennar, kona Þórðar, lagt mikla alúð við uppfóstur hennar og menn- ingu. Hún var heitin efnismanni í Húna- vatnssýslu, er nú syrgir hana, ásamt for- etdrunum, sem með henni sáu á bak á- nœgju og von lífs sins.) Eg get ei kveðið kceri vinur minn, Mig kvelur svo að hugsa’ um missi þinn Þvi ef eg skygnist inn í sálu mína, Er opin bók sem skyrir hörmung þína. Að vita það! að þú er sviftur rós, Sem þitt var yndi, og skœrast vonar tjós, Hver rœður þessu ranga heiftar boði, Eg reiknings krefst! en alt er þögn ogvoði. Og hún sem var svo stór og sterk að sjá, Með styrka sál, svo göfug frið og há; Að hún sé dáin ? Hjálp mér Quð að trúa, Svo hyldjúp efans takist mér að brúa. Eg endurtek, hve ógnar þungt mér finst, þvi orði að trúa sem i fregnum binst, Að hún sé dáin? Allir sem að unnu, Og augun lokuð, sem af lifLbrunnu. Því mér finst enn, sem eigi’ eg von á þvi, Sú endurtekning muni verða á ný, Sem engill komi’ hún enn að hvilu minni. Og eyði skuggum lífs, með návist sinni. Þvi hennar unga óflekkaða sál, Sá inn í tifsins þungu dularmál, Og reyndi þau að ráða á bjarta vegu, Og ráða bœði djúpt og skynsamlega. Og því var eins og legði Ijós og yl, Af lifi hennar hvar sem náði’ hún til, Svo allir þeir sem eitt sinn henni kyntust, Með ást og þökk á hana siðar mintust. Eg má ei hugsa mér hve djúp og sár, Er móðursorgin, hve mörg hennar tár, Guð hjálpi þeim er syrgja sárt og gráta, Og sínar vonir hljóta að ‘grafa láta. Og er eg hugsa um þig vinur minn, Eg eins og spyr; Hvert hrökkur mátturþinn, Með öðru fleira að bera þessa byrði, Þá byrði, sem er þúsund sorga virði. J. D. Leikhúsið. Skugga Sveinn hefir verið leikinn hér nú nokkrum sinnum, og þar all mikil aðsókn, sem vel fer, enda Ieikurinn yfirleitt all-vel leikinn, og tjöld og útbúnaður þolanlegur, eftir því sem hér mun völ á, þótt margt mætti betur fara, og skal hér bent á einstaka smá- atriði, sem létt mundi að lagfæra t. d að borðræfil! sá, er notaður er hjá Sígurði í Dal, sem er merkismaður og efnabóndi, lætur illa í augum, samanburði við búning bónda og dóttur hans, sem eru látlausir og smekklegir. Búningar þeirra Geirs og Grana, eru lélegir, því þó ef tii vill að margir á þeim tíma, hafi verið illa og ræfils- lega búnir, má of mikið úr öllu geia og svo er hér. Skuggasveinn (Jón Steingr.) er mjög vel leikinn. Kemur hann og fram eins og menskur maður, en ekki eins og forynja eða tröll, hvað hann ekki á að vera þótt útilegumaður sé, og tekst honum einkar vel sitt hlutverk. Laur- entius (Páll Jónsson) er vel leikinn, enda áður leikinn hér af sama manni, þó finst mér að hann í stöku stöð- um mætti beita sér meir, sem yfir- vald. Sigurður í Dal (I. Eydal) er gegn um allan leikinn, vel leikinn. Ásta (Guðr. Jóh.) er mjög vel leikin, og sumstaðar prýðisvel. Manga (Mar- grét Valdemarsd.) leysir eins og að vanda sitt hluiverk mjög vel af herdi enda ein af okkar beztu leikkonum hér í bæ. Gvendur (Þóra Þorkelsd.) er prýðisvel leikinn víðast hvar. Ket- ill (Páll Vatnsdal) sömuleiðis. Gudda (V. Knudsen) er að mestu góð, en er víða helzt til of giktarveik. Stúdent- arnir (L Rist og Bergur Sigurðsson) eru sízt leiknir, þá vantar fjör og kátínu, og þó aðallega saunghæfileika, sem þó einmitt þarfnast í þessu gerfi. Ögmundur (Guðm. Guðlaugsson) er sæmilega leikinn en mætti takast bet- ur. Haraldur (Aðalsteinn Kristinsson) sömuleiðis, einkum mætti hjá honum bregða fyrir stöku sinnum meira fjöri og lífiegri hreyfingum. Jón sterki (Pétur Ásgr(msson) má heita vel leik- inn. Leikurinn mun yfirleitt, verða þeim er hann sækja til skemtunar og ánægju og ættu menn því að kappkosta að sjá hann, og ekki síst þar sem nú ern liðin fimmtíu ár síðan að leikur þessi fyrst var sýndur á leiksviði, og höfundur hans, þjóðskáldið okkar fræga, séra Matth. Jochumsson, enn þá lifir, ern og frískur, með fullu fjöri, mitt á milli okkar Eyfirðinga. Komið því á leikinn og ykkur mun ekki iðra þess. Akureyri 5. janúar 1912. Friðrik. Leikdómur þessi hefir legið lengi hjá »Gjh«, sem höf. er beðinn velvirðingar á. Lelðréttins. Áreiðanlegur maður á ísafirði sím- aði til »Gjh.« og kvað það missögn að læknishjálp hefði f nokkru verið áfátt, er frú Elín sál. Olgeirsson fót- brotnaðí. — »Gjh.« vill engum gera rangt til og fiytur því ummæli þessa manns með ánægju, þótt hina fregn- ina hefði það og eftir sannorðum manni. Veðrátta afbragðsgóð altaf um alt land, svo elztu menn muna varla slík veður- gæði yfir jafnlangan tíma um hávetur- inn. Úr tapaöist á leiðinni frá húsi Boga Daníelssonar veitingamanns og út að Bandagerði á sunnudag- inn var. — Ritstj. vísar á eigandann er borgar góð fundarlaun. Kaupið ólitaðsméi líki þá getið þið fullvissað ykkur um að í því eru að eins hrein, heilnæm og ósvikin efni. Smérlíki frá Kabenhavns MargarinefabriK er ólitað bráðfeitt og heilnæmt. Telegram! Enestaaende Tilbud! Vi forærer 2000 k/. i Pi œmiei For at göre vore Varer bekendte over alt, bortgive vi til enhver som köber hos os et Anker Remontoir Herre eller Dameuhr, eller en anden værdifuld Genstand paa Betingelse af at enhver vedlægger en Bestilling paa en fortrinlig Dame imit. Guldkæde og samtidig indsender Belöbet derfor 1 kr. 65 öre pr. Postanvisning eller i Frimærker. Forsendelsen skeer aldeles omgaaende Post. Husk at der med enhver Forsendelse medfölger gratis et Uhr eller en anden vœrdifuld Genstand. Forsendelsen sker Franko overalt. Vor store Pragt Katalog over alle Sorter Varer vedlœgges enhvcr For- seildele. Skriv straks til C. Chrisiensens Varehus, Saxogade No. 50 Köbenhavn V. Grundlagt 1895. Grundlagt 1895. Leikfélag Akureyrar. Skuggasveinn verður Ieikinn » síðasta sinn sunnudaginn 28. janúar. með niðursettu verði. Stutt námsskeið fyrir bændur og bændaefni fer fram við bændaskólann á Hólum í Hjalta- dal, 24. —30. marz næstk. Fyrirlestrar verða þar fluttir um búnaðarmálefni af kennurum skólans. Auk þess flytur dbrm. Sigurður Jóusson frá Yzta-Felli fyrirlestra um sam- vinnufélagsskap. Umsóknir um námsskeið þetta sendist sem fyrst til S. Sigurðssonar skólastóra.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.