Gjallarhorn - 10.07.1913, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 10.07.1913, Blaðsíða 2
2 GJALLARHORN « Ijífsábyrgðarfélagið „Andels-Anstalten Tryg“ er meðal hinna stærstu og beztu danskra lífsábyrgðarfélaga og selur lífsábyrgðir með mjög góðurh kjörum. Sér- staklega eru toarnalíftryg-ging-ar félagsins vel samkepnisfærar. Umboðsmenn óskast í Reykjavík og víðar á Suðurlandi. Upplýsingar gefur ritstj. þessa blaðs. Arni Eiríksson Austurstræti 6. Dömuklæðið eftirspurða er nú komið í verzlunina aftur. Ennfremur nýkomið: I trigtreyjueíni, Tvistdúkar og Kjóla- dúkar; mjög fjölbreytt og smekklegt úrval. Silkiinittissmirur. Sokkar og Ullarnærfatnað ur fyrir kon- ur og karla, unga og gamla og mýmargt annað. Ódýrasta og bezta vefnaðarvöruverzlunin í borginni. Jón Sigurðsson rithöfundur frá Kallaðarnesi dvelur hér ura þessar mundir og starfar að útgáfu á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Einar skáld Benediktsson kom nýlega hingað til lands á enskum botnvörpungi. Á leiðinni yfir hafið orkti hann kvæði sem er í röð hinna fegurstu Ijóðmæla hans. Það heitir »Eldur«. Svo er sagt að í vændum séu mikil mannvirki við Skerjafjörð er ekki verði minni háttar en hafnargerðin sem nú er verið að byrja á. »Gjh.« væntir að geta sagt nánar frá þeim málefnum áður en langt líður. l>i ngtídindi. Alþingi var sett 1. júlí eins og lög stóðu til. Allir fulltrúarnir voru mættir. Kristinn prestur Daníels- son sté i stólinn við þingsetningu og lagði út af ritningarstað, er hljóðar á þá leið, að synd og last- mæli verði fyrirgefin mönnum á æðstu stöðum, og þótti mörgum það gott að heyra. Kosningar hin- ar fyrstu í þinginu og öll þau tíð- indi, er fyrst gerðust, eru mönnum nú löngu kunn, og þýðir ekki að segja hér frá þeim frekar. Fánamálið. Þingmenn Rvíkur og Guðm. Eggerz flytja svol. frum- varp: »Hér á landi skal vera löggiltur sérfáni. Sameinað alþingi ræður gerð fánans«. Það var fyrsta frumvarpið frá þingmönnum. Áður höfðu nokkrar konur í Rvík sent þinginu að gjöf bláa veifu með orðinp ALÞlNGÍ í hvít- um stöfum og mæltust til, að veif- an yrði notuð á þinghúsinu í sum- ar. Á einkafundi þingmanna var samþykt að nota ekki veifuna. (Framh.) Stúlka druknaði í Fnjóská nyðra um helgina, ætlaði að ríða yfir ána á næsta vaði ofan við brúna, en vöxtur var svo mikili í ánni að skall yfir hestinn sem hún reið, Stúlkan hét Sesselja Halldórsdóttir frá Veigastöðum á Svalbarðsströnd. Botnvörpungarnir eru um þess- ar mundir að fara norður fyrir land og munu ílestir ætla sér að hafa bækistöð á Siglufirði og við Eyjafjörð. íslenzka kvikmyndaleikliúsið »Nýja Bíó« hefir að undanförnu sýnt mynd er heitir »Vesalingarn- ir«, er mun vera hin stærsta og áhrifamesta kvikmynd, sem sýnd hefir verið hér á landi. Auk þess sem myndin er átakanlegur sorg- arleikur hlýtur hún að hafa betr- andi áhrif á hugarfar þeirra sem hana sjá, þar felast hinir mestu mannkostir undir gerfi fátæktar og óhamingju, þar má sjá ilt launað með góðu o. s. frv. Myndin verð- ur sýnd þessa viku fram að laug- ardegi og ætti enginn að sleppa tækifærinu að sjá hana, því það býðst ekki aftur. Tóbaksyerzlun R. P. Leví í Austurstræti hefir eins og áður ætíð mestar og beztar birgðir af allskonar tóbaki, vindlum og vindJingum. M* Þið sem þuríið að ferð- ast, kaupið nesti ykkar í „Nýhöfn44, þar er það bezt og ódýrast! Nýr Svartfugl kom í morgun til Jóns Zoega. Eimiig; cru til 14 urtöflur, mjög góðar, á 5 aura pd. m i 1 Reykið undantekningarlaust reyktóbak, vindla og vindlinga frá C. W, Obel í Aalborg. Obels munntóbak hætta menn ekki við þegar þeir hafa notað það um tíma. Vörur frá Obel eru einungis búnar til úr hreinum og vönduðum efnum. Þær eru því góðar og neytendum hollar. ffi ■ Nyja verzlunin (V allarstrœti) hefir til sölu afbragðs góðar og ódýrar Saumavélar, einnig vandaðan Skófatnað er selst með niðursettu verði, og margskonar góðar og ó- dýrar vörur. Notið tækifærið og kaupið ykkur skó og annað sem hvergi fæst betra en í Nýju verzluninni. C. A. Hafnarstræti. Hvítir dömukjólar tilbúnir frá 9 kr. til 14 kr. Sérlega fallegar gerðir. Mousseline í kjólaefni frá 50 au. al. L ífstykki frá kr. 1,15, 1,60, 2,25. BXillipilæ ór silki og ull á kr. 2,40, 2,75, 3,75, 3,90, 4,25, 4,75, 5,50, 8,40, 9,50, 11,25. Vefnaðarvöru og fatnað kaupið þið bezt og ódýrast i Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Útgefandi: Jóu 8tcl'án8Sou. Prentsmiðjan Gutcnberg.

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.