Gjallarhorn - 11.07.1913, Síða 1

Gjallarhorn - 11.07.1913, Síða 1
GJALLARHORN VIII., 3 Reykjavík, föstudlag-inn 11. júlí 1913 Fatnaður ytri sem innri. Karlmanna og drengja Höfuðföt, langmest úrval hjá T h.T h. & Co. Austurstræti 14 (horninu.) Ræða próf. Lárusar H. Bjarnason í fánamálinu. Þegar spurning rís um það, hvort reyna eigi að löggilda íslenzkan sérfána, þá krefst sú spurning úr- lausnar þriggja eða fjögra annara spurninga: 1. Hvort íslendingar óski þess al- ment, að íslenzkur fáni blakti yflr höfði þeim. 2. Hvort sú ósk sé eðlileg og réttmæt. 3. Hvort oss sé fært, að löghelga liti vora sem fána, og sé það fært, þá að hve miklu leyti. Þriðju spurningunni mætti skifta í tvent: 1. hvort oss sé heimilt að nota íslenzkan fána, og 2. hvort oss myndi lánast það, þótt lög- heimilað væri. Þessum spurningum ætla ég nú að leitast við að svara. Viðvíkjandi fyrstu spurningunni þarf ekki að fara i grafgötur um svarið. Ég hygg, að það þurfi ekki nein heilabrot eða vangavelt- ur til þess að færa mönnum heirn sanninn um það, að sá sé vilji ís- lendinga. Þjóðin hefir fyrir all- löngu valið landi sínu liti, bláa og hvíta litinn, og konungur hefir staðfest það kjör fyrir tæpum 10 árum með skjaldarmerkinu: hvít- um val í bláum feldi. Stúdentar og ungmennafélög hafa tekið ást- fóstri við þessa liti með eldmóði æskunnar, og konur staðfest þá með veifugjöfinni 1. þ. m., sem alþingi vantaði því miður þrek til að nota. Öll þjóðin hefir svarist undir þessa liti, heitast og almenn- ast, þegar hún hefir fundið blóðið renna sér til skyldunnar, skyldunn- ar við sjálfa sig, svo sem á aldar- afmæli vors bezta manns, Jóns Sig- urðssonar, og nú seinast 12. f. m., þegar erlend flónska brendi bláa og hvíta litinn inn i ‘bein og merg þjóðarinnar. Þangað til hafði blá- hvíti dúkurinn blaktað fyrir and- vara, sem likja má við »blæ, er bylgjum slær á rein«. Nú þenur hann veður, »sem brýst fram sem stormur, svo hriktir í grein«, í gömlu feysknu fauskunum. Það er orðinn almennur þjóðarvilji, að lögleiða islenzkan fána. En er nú þessi fánahreyfing eðli- leg og réttmæt? Þeirri spurningu vildi ég mega svara með tveimur öðrum spurningum. Er eðlilegt, að hugsa, tala og rita á móður- máli sínu? Er eðlilegt, að unna því landi, sem geymir samtímis beztu minningar manns og björt- ustu vonir? Sé þetta eðlilegt og réttmætt, þá er fánahreyfingin eðli- leg og réttmæt. Sérstakur fáni er lífsmark sérstaks þjóðernis. Þá kem ég að þriðju spurning- unni: Er oss íslendingum fært að löghelga liti vora sem fána? Og sé það fært, þá að hve miklu leyti? Úrlausn þeirrar spurningar velt- ur aðallega á þvi, hvort og að hve miklu leyti dönsk flagglög ná hing- að. Hér að lúlandi dönsk ákvæði eru þessi: Bann 17. Febr. 1741 gegn því, að skip einstaklinga sigli undir klofnu flaggi. Tilskipun 2. Júlí 1748 § 6 sbr. § 9 um að öll verzlunarskip hafi danska verzlunarflaggið. Flota- reglugerð 8. Jan. 1752 § 818 um að verzlunarskip hafi ekki klofið flagg og sjóliðsforingjar gæti þess, að verzlunarskip noti ekki óheim- ilt flagg, og svo loks tilskipun 7. Des. 1776 um að verzlunarskip megi hvergi nota annað flagg en verzlunarflaggið. — Um öll þessi dönsku lög er það að segja, að þau hafa aldrei verið lögleidd sér- staklega hérálandi; þau hafa held- ur aldrei verið birt hér og eru því ekki sjálfgild hér, enda hefir eng- inn neitað því mér vitanlega, hvorki í ræðu né riti, að ísland hafi frá upphafi verið sérstakt, sjálfstætt löggjafarumdæmi, en af því einu út af fyrir sig leiðir það, að dönsk lög geta ekki verið sjálfgild hér á landi. — Lög þau, sem ég nú hefi nefnt, taka auk þess að eins til skipa á sjó, og að eins til vverzl- unarskipa«, á dönslcu máli »Kof- fardiskibe« eða »Handelsskibe«, eða til vöruflutningaskipa og mannflutn- ingaskipa, sbr. 1. gr. tilsk. 25. Júní 1869 um mæling skipa. Hins vegar ná þau ekki til fiskiskipa, skemti- skipa eða líkra skipa, hvorki op- inna né undir þiljum. Og það er öldungis víst, að ekkert þessara á- kvæða nær til flaggs á þurru landi, enda eru engin dönsk lagaákvæði til um flagg á landi ekkert nema bréf frá dómsmálaráðherranum danska frá 2. Ág. 1854, en með því bréfi er öllum í konungsríkinu leyft að flagga með verzlunarflagginu í kaupstöðum og til sveita. í sama bréfi er verzlunarræðismönnum leyft að flagga með flaggi þess lands, sem þeir eru fyrir. Dönsk lög eru því ekki til fyrirstöðu sér- flaggi- Til sannindamerkis má geta þess, að útlendum einstakl- ingum, sem hér eru búsettir, er leyft eða liðið að flagga með flaggi sinnar þjóðar, og þurfa menn ekki annað til að sannfærast um það en að líta hér út um gluggana nú. Eg veit, að okkar röggsami lög- reglustjóri myndi ekki líða það, ef það kæmi i bága við lög. Hitt er óþarfi að minna á, að flaggað hefir verið átölulaust með bláhvita fán- anum á húsum einstakra manna. — ísland er, að því er sérmálin snertir, framandi land gagnvart Danmörku. Þá er næst spurningin um það, hvort »ríkiseiningin« svokallaða geti orðið því til hindrunar, að við lögleiðum íslenzkan sérfána. En að ríkiseining sé milli Danmerkur og íslands, því get eg hvorki neit- að samkvæmt stöðu minni né langar til að neita. »Ríkiseiningunni« til sönnunar skal eg leyfa mér að vitna lil eftirtaldra laga: Stjórnarskráin 1., 18. og 25. gr.; lög nr. 28, 7. Nóv. 1879, 4. gr.; lög nr. 14, 21. Sept. 1883; lög nr. 13, 22. Marz 1890, 52. gr.; lög nr. 31, 13. Des. 1895, 1. gr.; lög nr. 16, 3. Okt. 1903, 8. gr.; lög nr. 13, 20. Okt. 1905, 27. gr. En hvað liggur nú í orðinu »ríkiseining«? Ekkert annað en það, að ísland og Dan- 'mörk standi saman gagnvart fram- andi löndum. Ríkiseiningin er þvi ekki til fyrirstöðu heimaflaggi, sbr. 8. lið 3. gr. millilandanefndarinnar og upphaf 2. málsgr. nefndarálits á bls. XIV. í 3. gr. er »kaup fánínn út á við« talinn meðal sammálanna, en í 2. mgr. XIV er sagt, að sammálin samkv. frumvarpinu séu og nú skoðuð sem sammál, en í því liggur að heimafáni sé ekki sammál, og þá getur liann ekki verið annað en »sérmál«. Enda þarf ekki annað en að benda til þýzka ríkisins og Stóra-Bretlands og sérríkja hins fyrnefnda og sérlenda hins síðar- nefnda. — Þýzka ríkið hefir einn allsherjarfána, en hvert sérríki hef- ir sérstakan heimafána. Sama er um Bretland. Athugull maður, sem kemur til Edinborgar mun hafa séð flaggað þar með St. Andrew- krossinum og eg held að flestar nýlendur Breta, að minsta kosti hinar stærri, hafi sérstaka heima- fána. (Jón Ólafsson: Nei, nei, nei.) Jú, að minsta kosti Canada. Eg get sagt vini mínum, sem hristir höfuðið, að eg hefi það úr enskri fræðibók og til frekari fullvissu hringdi eg upp breska konsúlinn hér og spurði hann um þetta, og sagði hann að eg mætti hafa það eftir sér. Það er þannig ekkert til fyrirstöðu íslenzku sér- flaggi vegna danskra laga eða rikiseiningar. í íslenzkri löggjöf ]iekki egekki í svipinn önnur ákvæði um danskan fána en þessi: Lög nr. 31, 13. Des. 1895, sérstaklega 2. gr., sbr. augl. 16. Jan. 1893 og 20. Apr. 1893, og tilsk. 2. frá 2. Marz 1903, 11. gr. — Lögin frá 1895 taka að eins til hér skrásettra verzlunarskipa, stærri en 12 smálesta, og þekki eg engan löglesinn mann, sem dregur það í efa. Meira að segja gera þau ráð fyrir skipum hér á landi, sem ekki mega flagga með danska flagginu. Tilskipunin frá 1903 nær að orða- laginu til að eins til fiskiskipa utan landhelgi, og jafnvel að eins til 30 smálestaskipa. Danska tilskipunin frá 1748 er að eins lögleidd is- lenzkum uerz/unarskipum til handa, enda hefir blahvíti fáninn verið notaður á bátum aðfinningarlaust. — En þó að framannefnd dönsk ákvæði væru talin gild hér, og þá líklega helzt vegna tilsk. frá 24. Jan. 1838, þá yrði þeim ekki beitt hér, síst til refsingar eða ábyrgðar, og það þegar af þeirri ástæðu, að þau liafa ekki verið birt hér á landi, sbr. tilsk. 21. Des. 1831 og 2 hæstaréttardóma frá 1842. Það er því ugglaust, að vér höf- um fulla heimild til þess að setja lög um sérfána á landi. Og I VEFNAÐARVORUR Saumavélar. Prjónavélar. Fiður. Er hvergi betra að kaupa Th. Th. enn hjá Ingólfshvoli.

x

Gjallarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.