Huginn - 10.10.1907, Side 3

Huginn - 10.10.1907, Side 3
H UJG I N N 31 Fréttir um tiðarfar, atvinnu m. fl. kemur í næsta fréttabréfi í september. (Skýring: Minnesotarikið, sem bærinn Minneota er í, og bréf þetta er skrifað úr, er eitt af ríkjum Banda- ríkjanna, og liggur beint austur af Norður-Dakota og nær norður áð merkjalínunni milli Canada og Bandaríkjanna. Ríkin Minnesota og Norður-Dakota eru nálægt pví i miðju landinu (Norður-Ameriku. A. J. J.l. Fréttabréf frá fréttaritara i Blaine Wash. U. S. A. (10. sept.). Tíðarfar liefir verið hér gott og liagslætt síðastl. mánuð eins og venja er til. Sólskin og hreinviðri með litlum vindblæ dag eftir dag, að eins fáar regn- skúrir komið. Heilsufar fólksins yfir höfuð gott, og fjárhagsleg líðan sömuleiðis. Atvinna hefir verið hér á ströndinni yfirleitt mjög góð í sumar, og þar af leiðandi hátt kaup borgað. Hér í Blain var mjög góð átvinna næstl. mánuð á laxveiða-niðursuðuliús- unurn. Laxveiði var óvenjulega mikil. Fjöldi af fóllci hefir stundað þá atvinnu með miklum hagnaði. í bænum Blaine og nágrenninu eru margar þakspóns- verksmiðjur sem veita mikla atvinnu. Einnig hefir verið hér talsverð vinna við að höggva málþráðar- staura. Nokkrir skipsfarmar af þeim hafa verið sendir héðan til San Francisko í Californiu. Upp- skcra af heyi og liöfrum var dálítið minni en venju- lega, sem orsakaðist af of miklum þurkum næstl. vor. Garðávextir verða dálítið minni en vanal., en aldinauppskera liygg eg að verði í góðu lagi. ís- lendingmn sem hér búa líður flestum vel, eignir þeirra eru að vaxa, og margir eru að ná eignarhaldi á landblettum, því að þeir sjá að framtíðarvelgengnin byggist að miklu leyti á landbúnaðinum. Skógur gengur til þurðar eftir tiltölulega fá ár, og þar af leiðandi aðalvinnan sem nú er — mylluvinnan — líður undir lok. 2. ágúst var haldinn hátíðlegur hér í Blaine. Skemtanir fóru vel fram. Nýja íslen/.ka flaggið og Bandaríkjaflaggið voru hátt upp hafin við þá athöfn. (Skýring: Bærinn Blaine er í Washington ríkinu í Bandaríkjuniim, sem er norðasta ríki Bandankjanna vestur við Kyrrahaílð. Allmargir íslendingar eiga heima víðsveg- ar í rikinu, en langfjölmennastir eru þeir í bænum Blaine, scm framanritað fréttabréf er skrifað úr. A. J. J.). Frá fréttaritara í Markerville Alberta. (1. sept.). Héðan er nú ilt eitt að segja um tíðina, með öllum sínum illu afleiðingunt. Hér var alment byrjað að heyja síðustu dagana af júlí, að eins fáeinir sem byrjuðu nokkru fyr. Grasvöxtur óvíða í meðallagi, og tíðin í ágúst óslilt og votviðrasöm, svo útlitið með heyskapinn er alt annað en glæsilegt, því að fæstir rnunu vera búnir að heyja helming þeirra heyja sem þeir þurfa. Svo hætist það á, að öll heylönd, sem lág eru, eru rneira og minna undir vatni. sem ekki þorn- ar til gagns þetta sumar. Litlu betur áhorfist með akuryrkju í þetta sinn. Að vísu hafa akrar hér aldrei sprottið eins vel yíirleitt sem nú, en svo kom hér hörkufrost aðfaranótt 19. ág. (9 stig) sem stórskemdi og eyðilagði hér yfir alt. Sumir akrar eru gersam- lega ónýtir, og það er enn ómögulegt að segja hvað að gagni verður af ökrunum, hvort það verður nokk- uð cða ekki neitt, því að útlitið er mjög ískyggilegt. — Komi góð tíð -svo sem 2—3 vikur munu þeir akrar sem nú eru grænir verða að gagni, en um slíkt er tæpast að ræða, lteynist nokkur uppskera að gagni liér á næsta bausti, þá er það fram yfir allar vonir, því að eg J)ori að fullyrða að austur í Manitoba og Dakota hefðu akrar dauðfrosið undir sama gráðu- tali af frosti. Þetta munu þykja öfgar, cn eg ætla það muni alveg rétt. Eg álit, að við Albertabúar séum betur af með tíðina, þó vond hafi verið, en ýms héruð önnur, þar sem þúsundir akra hafa á svip- stundu eyðilagst með öllu, en heylöndin undir djúpu vatni. Það er sjálfum okkur að kenna ef við höfum ekki gott skepnufóður af ökrunum, og er það mikils virði. Vonandi að þessi mánuður verði þurrari og og hagstæðari veðurátta. Heilsufar gott fyrir lengri tíma hér um slóðir. íslendingadagur var haldinn liér 2. ágúst og þótti takast vel. Einn meðal ræðumann- anna var skáldið Stephán G. Stephánsson. (Skýring: Alberta-fylkið er næsla fylki fyrir austan Klettaijöllin Canada megin. Suðurtakmörk þess er línan milli Canada og Bándárikjanna. Framan ritað bréf er úr bygð Isl., hinni einu sem er í þessu fylki. Sú bygð er það austarlefea, að að eins sést otan á fjöllin (sem þó eru afar- há) úr henni i björtu og heiðskíru veðri. A. J. J.) ökrum bænda og á nýslegnu heyi. Á stöku stöðum kveiktu eldingar í húsum og öðrum byggingum og hlauzt af því eignatjón. Einnig veittu eldingar 3 mönnum bana, og nokkrum áverka þar að auki. Uppskera stendur nú sem hæzt, og er talin að vera góð. Sykurrófur eru með langbezta móti. Uppskera á þeim byrjar um miðjan sept. Jarðepli eru með rýrara móti og afar dýr 2^2 c. pd. (nál. 10 a.) og ávextir af trjám eru því nær engir, vegna frosta, sem komu hér í maímán. og eyðilögðu þá á einni nóttu. Heilsufar ágætt í alt sumar. Engir nafnkunnir ísl. hafa dáið. Löndurn líður hér öllum bærilega, og una vel hag sínum. Við erum ekki neinir hávaða- rnenn, og þar af leiðandi kveður ekki mikið að okk- ur í félagsskap, þó eigum við hér menn sem eigi gefa eftir annarar þjóðar mönnum. Atvinna hefir verið með bezta móti hér í sumar og kaupgjald gott. Stjórn Bandaríkjanna er að gera hér þrekvirki, sem er að veita vatni á eina miljón ekrur af þurru landi, sem ekki hefir áður verið hægt að stunda jarðyrkju á vegna þurka. Vatnið er leitt langar leiðir að í pípum. í aðalskurðinum sem vatnspípurnar liggja eftir, verður útbúin foss —þar sem þær liggja niður fjöllin — til að knýja áfram rafvélar, og raflýsa með þeim bæ okkar (Spanish Fork). (Skýring: Framan ritað fréttabréf er úr langsyðstu bygð Isl. í þessu landi. Bærinn Spanish Fork er i Utalp ríkinu sem er vestan til í miðjum Bandarikjunum. Annað ríki austar, California, veðursælasta ríki Norður-Ameríku. ___________ A. J. J.). Borgarfirði 8. okt. Barn á Sámsstöðum 1 Hvítársíðu féll ofan í pott og brann til bana. Mjög mikill snjór fallinn í Borgai'firði. Fenti alt fé í Sveinalungu, margt fundið. Haglaust varð niður í sjó á laugardaginn (5.). Fjárrekstramenn ýmsir komust í mikla mann- raun. Rekstrarmenn úr Hvítársíðu sem lögðu upp byldaginn suður Kaldadal á leið til Reykjavíkur kom- ust með illan leik í Brunna. Stóðu þar úti alla nótt- ina yfir fénu. Svo mikinn snjó gerði, að að eins sáust hausarnir á fénu upp úr. Þeir komust þó óskemdir loks til Reykjavíkur. Akurcyri 9. okt. kl. 2. síðd. Ótíð míkil hefir verið hér undanfarið. Síðastl. laugardag (4.) og sunnudag (5.) snjóaði afar mikið mikið og fenti fé, það er nú dregið úr fönn ýmist dautt eða lifandi. Svo mjkill var snjórinn að til bar að hestar köfnuðu. Ofsarok var á] Sigluíirði, fauk þar þak af stóru húsi en veggirnir hrundu síðan. Bátar brotnuðu og fleiri skaðar urðu. Aflalaust á Eyjafirði með öllu enda litlar gæftir og síld engin. Hér starfa engin frystihús. Kartöfluuppskera með lang minsta móti sem menn muna. Síðan á mánud. (6.) heflr tiðin verið betri, sunn- anátt og hláka á daginn en frost um nætur. Nú er verið að koma á fót nýju leikfélagi, hefir ekkert fast leikfélag starfað hér um tíma. Þegar gagnfræðaskólinn var settur liér gat Hjalta- lín þess, að hann mundi ekki verða lengur við Jiann skóla en Jienna vetur. Halldór Briem kvaðst og myndi liætta kenslu við þann skóla á næsta ári. e/s »Reykjavíkin« misti skrúfuna og var lögð inn í Grafarvog lil aðgerðar. Þar rak hana upp á á kletta og kom á hana gat, og er ógert við hana enn. Þó eru menn frá björgunarskipinu að gera við liana. Botnvörpuskipið »Marz« hefir farið 2 Borgar- nesferðir hennar. í verzlun Frá fréttaritara í Spanish Fork Utah U. S. A. (1. sept. Yíirleitt hcfir ágústmánuður liðið án stórtíðinda. Fyrri parturinn af honum var þur og fjarska heitur, 100 stig í skugga á F. Urn og eftir þann 20. brá til óþurka, ekki saint stöðugra rigninga, heldur skarparegn, og haglskúrir við og við, með þrumum og eldingum, sem gerðu talsverðan skaða bæði á korn- Gunnars Einars^ouai fæst: K.JÖT af uxum, kvigum, nautum og sauðum. Nýreyktur I ^ - V X. Allskonar matvörur og álnavöriu' m. m. Klæðsölubúð Guðm. Sigurðssonar selur ódýrast liér í hæ föt og fataefni, hálslín og slaufur, vetrarhúfur o. 11. sem að fatnaði lítur. rO Bjarni Þ. Johnson yfirréttarmálaflutningsmaður Heima kl. 12—1. Pósthússtræti 14 (vestustu norðurdyr). . r r| _ Sweinn Björnsson yfirréttarmálaflutningsmaður Kirlijustrœti ÍO. | Heima kl. ÍÖ‘/a—íí’/a og 4—5. || Talsími 53. V «e-r-z-l-u-n Mattiíasar MattMassoBar ♦ eina búðin milli bankanna + aug'lýsir sig liezt með yörng'æðum og verð- gæðum. --------% Allskonar sælgæti fæst í Söluturninum. Sandpappír fínn hjá <§uðm. (Blsen. Stór tombóla. Lúðráfélag Reykjavíkur heldur tombólu laugard. og sunnud. 12. og 13. okt. næstk. í Iðnaðarmanna- húsinu. Samkvæmt samningi við bæjarstjórn Rvík- ur hefir félagið tekið að sér að borga að hálfu lúðra J)á er keyptir voru síðastl. vetur og á því væntanl. arður af tombólunni að ganga til þess. Eins og flestum er kunnugt er félagið félaust, þar sem það vinnur vanalega án borgunar og treystir það því bæjarbúum að hlaupa undir bagga og styrkja áðurnefnda tombólu. — Gjöfum verður J)akksamlega veitt móttaka af félagsmönnum. Reykjavík 23. sept. 1907. Stjórnin. cTCálslín, %3tataafni) cTöi. — tJlíf vanóaé. HAqderseq&Sörj. Afgreiðsla Ing-ólfs er flutt i vesturenda á Hótel ísland, í herbergið gegnt skrifstofu Stórstúkunnar. Ivaupendur blaðsins tilkynni þangað, ef van- skil verða á því. TOMBÓLU heldur félagið »Aldan« 19. og 20. október næstkomandi í Bárubúð, til ágóða fyrir styrktarsjóð félagsins. Gjöfum frá félags- mönnum og öðrum, er styrkja vilja þessa tombólu, veitum við undirritaðir móttöku. Kristinn Magnússon. Jóhannes Hjartarson. Páll Matthíasson. Porsteinn Sveinsson. Kristinn Brynjólfsson. Hannes Hafliðason. Matthías Pórðarson. Hrómundur Jósepsson. Magnús Magnússon.

x

Huginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.