Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 14.02.1904, Blaðsíða 4

Ingólfur - 14.02.1904, Blaðsíða 4
INGÓLFUR 24 Ingvi kouungur. Eftir Gustav Freytag. Benti hann nú á unga furu, er vatnið hafði slitið upp með rótum og jarðvegi og rak standandi niður hávaðana. „Minkandi fer jarðvegurinn og brotnaraf rótunum“, mælti Ingvi alvörugefinn, „og að síðustu deir viðarteinungurinn í grjótinu". Ermungerð- ur stóð upp og horfði á ferð viðarins milli vonar og ótta. Rak hann niður dal- inn, hringsnerist í straumiðunum og þaut síðan áfram, þar til er hann varð vart eigður milli þokunnar og vatnsins. Loks kallaði hún upp ifir sig af gleði: „Nú hefur hann numið staðar“. Hljóp hún síðan niður með gilinu þar til er viðurinn stóð við tanga einn. „Sjá máttu nú“, kallaði hún til Ingva, „að hann stendur hér laufgaður við bakkann okkar megin. Má vel vera að hann grói hér fast við landið“. Þá mælti Ingvi hugfanginn: „Seg mér nú með sannindum, hvort þú mundir það kjósa“. Ermungerður þagði við. Þá kom sólin upp fram undan þoku- bakkanum og léku nú bjartir sólargeislar um hina ifirlitsbjörtu konu og sló gull- bjarma á ljósbjart hár hennar, er liðaðist niður um höfuð hennar og herðar. Stóð hún firir framan Ingva, rjóð í kinnum og horfði til jarðar. En honum svall móður af ást og gleði. Gekk hann til hennar en hún stóð grafkir. Þó hreifði hún höndina lítið eitt sér til varn- ar og sagði í hljóði: „Blessuð sólin sér það.“ En hann kisti hana innilega og mælti við hina skínandi sól: „Heil þú hin milda drotning dagsins, ver þú okkur vinveitt og gæt þess vel, er þú sást.“ Hann kisti hana á ní og hún rétti hon- um sínar heitu varir. En er hann vildi taka hana í faðm sér, þá hóf Ermungerð- ur arminn. Leit hún hlíum ástaraugum til hans, en nú hafði fölvi færst ifir kinn- ar hennar. Benti hún honum upp til hlíðarinnar. Hann hlíddi og gekk frá henni. En er hann leit um ögsl til hennar, þá sá hann að hún kraup á kné undir trénu og baðst firir í sólarljómanum og rétti hend- ur til himins. Þenna sama morgun voru saman komn- ir í höll Ásvalds jarls hinir tignustu og vitrustu menn, sveitarhöfðingjar og reindir hermenn. Sátu þeirá bekkjum beggja megin arins. Húsráðandi sat firir miðju en Þjóð- ólfur stóð að baki hans. Stallari læsti dirum, en jarl hóf að tala og mælti: „Hingað er kominn til húsa minna Ingvi konungur Ingibjartsson og er hann gisti- vinur minn að erfðum. I dag bið ég hon- um landsvistar svo að hann megi vera ó- hultur firir innlendum og erlendum óvin- um, eigi á mínu heimili einu, heldur um land alt, svo að hann megi retti ná á ill- ræðismönnum og nábúar verji hann vopn- um firir hverjum þeim, er fjandskapast við hann og vilja ná fé hans eða fjörvi. Þessa bón mína ber ég fram firir iður firir þenna tigna mann, og gerið nú ann- aðhvorl að veita eður neita.“ Nú varð þögn, er hann hafði lokið máli sínu. Loks stóð Járnskeggi upp; féll hárið sítt og grátt niður með örum settu andliti hans og studdisthinn hávagsni öldungur fram á staf sinn, en rödd hans var aflmikil og hlíddu menn til með athigli: „Vel fer þér jarl“, mælti hann. „Vanir erum vér af þér að þiggja, og er þú biður þá er- um vér fúsir að veita. Mikil ágæti filgir manni þessum og höfum vér glögg merki þess, að hér er rétt frá manni sagt og að hér er engi farandmaður. Er þar drápa skáldsins til sanninda og jartein sú, er hann hefur jarli sínt, en þó fremur öllu tíguleiki hans á ifirbragð og vögst. En vér erum til varnar settir almannaheill og samir oss því gætni, er aldarfarið er svo geigvænlegt. Þarf því vel um að ráða og verða menn uppi að láta hugsanir sínar, ef þjóðskörunga vora greinir á.“ Saknaðarstef frá J. G. til liósu Þ. Pálsdóttur. I sárum stunum sollins harms ég svala minni önd, — því kulnað h'f, — mins kærsta barms um kveld á eyðiströnd var reiðarþruma, — mér um megn, sem máttur enginn stoðar gegn. Æ, þung er sorg, mér svella. tár í sál er rökkur dimt; ■— ég lauga þreyttar, bólgnar brár því bölið ögrar grimt. Nú gnapir við mér auðnin ein þar áður gleðibros þitt skein. 0, hjarta míns þú hreyfiug varst og helft af minni sál. Þú með mér sæld og sorgir barst en saknaðarins skál nú drekk ég ein og óstyrk finn við opinn grafarmunna þinn. Hallgr. Jónsson. Skilagrein firir samskotum til líkneskis Jónasar Hallgrímssonar. Eign 1. janúar 1902 (sbr. skilagrein mína í 2. tbl. Þjóðólfs 1902) . . 801 08 1902. Júní 27. Aheit frá student 2 BO Des. 20. Samskot safnað af héraðslækni (xeorg Georgssirii 35 00 Vegstir árið 1902 (33. 38) . 33 38 1903 Jan. 23. Gjöf frá sra Þor- valdi á Melr..................... 5 00 Júní 10. Ágóði kvöldskemt- unar Heklunga................... 80 85 Júlí 10. Gjöf frá sömu mönn- um..................... 31 75 — — Gjöf frá sísluraanni Kl. Jónssini . . 10 00 — 30. Gjöf frá kirkjusöngs- félagi .... 100 00 Seft. 26. Gjöf frá ungfrú Sig- riði Björnsdóttur 5 00 Okt. 9. Samskot frá Jóh. Jóhannssini o. fl. . 40 00 — 20. Erá studentafélag- inu í Rvík (firir findni) 1 32 — — Vegstir ánð 1903 42 10 VLÍ87 98 Útborgað firir auglísta skilgrein 1902 4 50 Eign 1. janúar 1904 .............. 1183 48 (I bankavagstabréfum 1100 kr., í sparisjóðs- deild landsbankans 83 48.) Hálldór Jónsson. [14. febr. 1904.] Hvergi ódírara. Mikið af tilbúnum fatnaöi, flestar stærðir. Hálslín, Fataefni og alt sem karlmenn þurfa til fatnaðar, er selt með stórum afslætti til 1. apríl næst- komandi á SAUMASTOEUNNI í Bankastræti 12. klæðskeri. Tilbúin drengjaföt f'ást einnig. Saum og til fata kostar a ð e i n s 14 krónur. Nítt! nítt! Hér með gefst hinum heiðraða almenn- ingi til vitundar, að ég tek aðeins mindir á ljósmindaverkstofu minni með því skil- irði, að borgað sé minst um leið og setið er firir 2 krónur. Verð á mindunum er firir 12 stk. Visitkortmindir kr. 5,50 6 — do. — 4,00 12 — Cabinet-mindir — 11,00 6 — do. — 8,00. Þeir sem panta alt að 6 mindum fá sínismindina gefins, og þeir sem kaupa 12 mindir geta fengið s t ó r a m i n d firir að eins kr. 2,50. Líki mindin ekki, þá tek ég aðra mind, viðkomanda að kostnaðarlausu. Vandaðasta verk og efni, sem hægt er að framleiða á íslandi. Reikjavík 31. jan. 1904. Virðingarfdst P. Brinjólfsson. Sögusafnið .1Ó LA S VEI NN“ kostar 10 aura og fæstí Félag'sprentsmlðjunni. r 5 Utgefandi: Hlutafélagið Ingólfur. Bitstjóri og ábirgöarmaður: Bj arni Jónsson frá Yogi Eélagsprentsmið j an.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.