Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 12.06.1904, Blaðsíða 3

Ingólfur - 12.06.1904, Blaðsíða 3
[12. júní 1904]. INGOLFUR. 99 um er nú svo að sjá, sem saltvíkurtíra þeirra sé sloknuð til fuls og að þar um muni enginn kveða svo vongóður sem Björn Gunnlaugsson var í vísu þessari, er ég nefndi. Er svo að sjá sem þeir viti eigi að „eldur erbestur með íta son- nm og sólarsín.“ En þótt jafnan verði sólarlitlir dagar hjá þessum mótstöðu- mönnum vorum, þá munum vér mega vekja eld í hug alþíðunnar og veita henni sólarsín. Höfum vér og fastráðið að skiljast eigi við þessi mál fir en svo er orðið. Því að landvarnarmönnum er það ljóst, að lognið, friðurinn, svefniun og kulnuð askan hefur enga þjóð á hærra stig. En það gerir stormurinn, stríðið, vakan, eldurinn. Þeim er það öllum hlutum ljósara að arineldur þjóðarinnar, frelsisþráin og sannleiksástin, má aldrei slokna. Því að þá er þróttinum lokið, ef svo fer, og verður þá svefn og friður en ekkort stríð. En þá verður og enginn sigur. Þenna arineld vilja iandvarnar- menn glæða, en eigi munu þeir kúgast láta af óvild eða illmælum til að rétta „krækiber af þrældómslúsalingi“ að ættjörð sinni. Umhitt má þeim og enginn bregðaað þeir haíi eld að sinni eigin köku skarað. Bjarni Jónsson frá Yogi. Listir og vísindi. Séra Bjarni Þorsteinsson í Siglufirði: Tíu sönglög með islenskum og dönsk- um tegsta. Kaupmannahöfn 1904. Ritstjóri Ingólfs hefur farið þess á leit við mig, að ég segði eitthvað um ofan- greind tíu sönglög. Jeg hef ekki viljað skorast undan því, og skal nú efna lof- orð mitt til ritstjórans, sem sagðist i vanda staddur og eiga bágt með að fá einhvern annan til að segja álit sitt um söngheftið. Eg get ekki annað sagt en að það gladdi mig mjög að sjá heftið og allan frágang og snið á því, dást að pappírn um og prentinu. Alt er þetta að [ukka kostnaðarmannÍDum herra bóksala Sigurði Kristjánssini, hefur hann sínt það nú sem áður að hann vill stiðja okkar ungu og efnilegu tónskáld og ekkert til spara. Tvö af sönglögunum eru áður prentuð í „segs sönglögum“ eftir séra Bjarna, nfl. „Siskinin“ og „Kirkjuhvoll“ eru þau því kunn. „Siskinin“ er gullfallegt og mun geimast í hugum manna og verða sungið á meðan nokkur hirðir um söng og söng- list. Aptur á móti get jeg ekki stillt mig um að lasta áhersluna sem tón- skáldið við hefur í laginu „KirkjubvolT': Hún amma mín það sagði mér um sólar- lags bil, — með áherslunni á orðunum: mín, mér, og atkvæðinu ar í sólarlagi og svo þar eptir áframhaldið t. d. samhljóm- ur kluknanna á kvöldin. Þannig verð- ur einnig áherslan í dönsku þíðingunni röng t. d: „Hun sagde til mig“, áhersl- an á „til“, „Alfernes“ með áherslu á „nes“ o. s. frv. Ennfremur væri náttúr- legra að hafa þögn í einsöngsröddinni á undan orðunum: ,.og barn er jeg var“, sem er innskotssetning. 1 heftinu „Segs söuglög“ eftir séra Bjarua er Kirkjuhvoll í E-dur en hann hefur í þessu heftinu fært það niður í Es-dur og finnst mér lagið hsfa unnið við það. Þetta sama með áhersl- una brennur við hjá tónskáldinu í laginu: Taktu sorg mína svala haf; þar er áhersl- an lögð á „a“ í orðinu „mína“. Það lít- ir lagið sem er gullfallegt. Ein prentvilla er í laginu „KirkjuhvolU sjá bassann í filgiröddunum við orðin „gakk þú ei“; Þar hefur óvart orðið nót- an „g“ í staðinn firir „a.s“. Klafa vantar á miðri bls. 19 er að öðru leiti er allur frágangur hinn besti eins og áður er sagt. Bestu löginn þikir mér „Vor og haust“ og „Taktu sorg mína“, sérstaklega hið firnefnda, en ifir höfuð er þarna nóg að velja úr firir einsöngvara vora t. d. lagið „í djúpið, í djúpið mig langar". Þar þarf sterka og hljómgóða söngrödd en þá er jeg líka viss um að lagið verður áhrifamikið. „Sólsetursljóð“ veit jeg ekki betur en sé hinn firsti íslenski tvísöngur (dúett) með filgiröddum, sem prentaður hefur verið. Lagið er fagurt og verður vonandi bráðlega sungið hér í höfuðstaðn- um. Mun þetta vera hið firsta sönghefti er birtist firir einsöngsrödd þar sem lögin eru öll samin af einum manni, og er það gleðilegt tímanna tákn, og vonandi að seljist vel; verðið aðeins 2 krónur. Er þetta sómastrik af hr. Sigurði Kristjáns- sini og á hann skilið að skaðast ekki á útgáfunni. Allir söngvinir ættu því að hraða sér að eignast heftið. Það mun enginn iðrast þess. Árni Thorsteinson. Hvað næst? Tvö eða þrjú blöð hafa tekið að sér að verja aðferðina við sldpuu ráðherra vors. Það hefur orðið aðalástæðan að ekki hefði mátt víkja frá danskri venju í þessu. Menn muna ef til vill eftir hæstaréttar- dómi í vínsölumáli einu hér á landi, sem bigður var á danskri venju. Sá dómur var víttur að maklegleikum í Ingólfi í vetur. En hann hafði þó eitt fram ifir ráðherraskipunina. Það er þetta, að sú danska venja sem var talin helgari og réttmætari en íslensk lög, hún var til. En um skipuu íslenska ráðherrans getur engin dönsk venja verið til, svo að nú þikir þessum blöðum nóg ástæða til að sætta sig við brot á stjórnarskránni, ef nefnd er dönsk venja, þótt hún sé vit- anlega engin til. Eitt þeirra, Vestri. segir að ráðh. ísl. sé einn af alríkisráðgjöfunum. Munu flestir verða að kaunast við að hann sé ekki feiminn, drengurinn sá. En gleggri er hann en hin. Því að ekki leiða rök þeirra að neinni annari niðurstöðu en þessari. Það hefur víst aldrei sést hjá neinni þjóð, að löggjafar landsins hafi gert sitt til að svifta 1 ana sjálfstæði með lögum, en hafi svo ætlað ráðgjafanum, sem hlíða á lög- unum, að gera þau afllaus. En þetta ætla þeir bestu úr flokknum Hannesi Hafstein. Hinir eru ánægðir með hlutina eins og [æir eru og þó verra væri. En hvað á þá Hannes að gera til þess að óníta lögin. Hann á að koma á venj- um, se m ganga í móti þeirn, segja þeir. En hver er þá sú firsta venja sem hann átti að koma á? Það er óneitanlega sú sem firirvari þingmanna fór fram á, að ráðberrann okkar væri skipaður af sjálf- um sér. Það hefur hann ekki gert. Hvað er þá næst? Það ætti að vera að hann setti ifirlísing í Ingólf um að hann telji sig eigi alríkisráðgjafa. Því að enginn mun trúa honum til að auka sjálfstæði vort, ef hann lítur svo á stöðu sína. Er það varúðarvert firir hann að eiga slíka vini, er höggva þá er hlífa skal. Mun hann að lokum þiggja vilja rúm í Ingólfi til þess að verja sig firir vinum sínum. Hvað verður þá næst, er hann hefur losað af sér þennan halaklepp? Það verður eflaust að breita til, hætta að trúa því að lögum verði hnekt með venju eða að það sé æskilegt, en breita heldur lögunum. Þeir sögðu það þingmennirnir 1903 að ríkisráðsákvæðið i stjórnarskránni væri íslensk lög og mætti því breita því af sama löggjafarvaldi. Það má því telja víst að næsta v«k Hannesar verði að fá þessi orð tekin burt úr stjórnarskránni á næsta þingi. Er það eitt verst að eigi er þing á hverju ári, því vér bíðum þossa með óþolinmæði. Flakkarar. Eirarbakka, 24. mal 1904. í morgun komu hingað 3 útlendirflakk- arar, og er haft eftir þeim, að þeir hafi gengið hingað með ströndum fram sunnan úr Reikjavík. Þeir litu mjög aumkunar- lega út og kváðust vera Armeningar. Hafi þeir verið 6 í hóp hingað til lands, en skift sér í 2 flokka (3 í hvorn); hafihinir haldið samtimis á stað úr Rvík og ætlað norður um land. Eftir því sem ég komst næst var hver félaga þessara með sína gilt krossuðu betlibók á brjóstinu, enda gengu þeir hér hús úr húsi með miklum angistarsvip og hefur trúi ég orðið töluvert ágengt. Ég leit í eina af þessum betlibókum þeirra og hafði safnast upp undir 2 00 kr. í hana síðan þeir lögðu á stað úr Rvík. Auk peninga hefir þeim verið gefið talsvert utan á sig, svo ég tali ekki um mat og gistingu. Bók sú er ég leit í hafði að innihaldi meðmæli frá málsmetandi mönnum þar siðra um að félögum þessum irði tekið vel og leiðbeint af landsmönnum, þar sem þá kinni að bera að garði. Ég efast um að innlendum betlurum hefði verið sínd jafn- mikil hugulsemi. Það er enda kátbros- legt nú á tímum, þegar hinn afarhvim- leiði og siðspillandi ósiður, betlið, er svo að segja alveg dottinn úr sögunni meðal

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.