Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 02.07.1906, Blaðsíða 1

Ingólfur - 02.07.1906, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. 1Y. ÁR. Reykjavík, mánudaginu 2. júlí 1906 29. blað. Hudsons sápa. Hudsons sápa. Hafið þér reynt Hudsons sápu? Hudsons sápa er bezta þvottaduft sem hægt er að fá. Hudsons sápa leysir bezt alla bletti og óhreinku úr þvottinum. Hudsons sápa gerir þvottinn mjúkan og hvítan. — Hudsons sápa fæst í Þar fæst einnig hin annálaða XjUX SápCI; sem bezt hefir reynst til þvotta, að undantekinni Hudsons sápunni. Hudsons sápa. Hudsons sápa. 1903 og nú. Ný eðlíleg flokkaskifting i landinu. Oss landvarnarmönnum verður öllum lengi minnisstætt árið 1903. Allir stjórn- málamenn íslendinga lögðust þá á eitt og drógu mestalla þjóðina með sér til þess að skrínleggja sjálfstæðismál Islands. Þeir létu Dani fá sig til að taka ákvæði inn í stjórnarskrána (ríkisráðsákvæðið), sem ávalt og af öllum íslendingum, og þeim sjálfum með, hafði verið talið rot- högg á rétt íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Og það var enginn vegur til að koma neinum röksemdum að til að hindra þetta. Þó að landvarnarmenn reyndu eftir megni að skýra málið, og sýnafram á að verið væri að ofurselja réttindi þjóð- arinnar og stofna sjálfstæðinu í hættu, þá var því ekki tekið með öðru en ópi og óhljóðum. Landvarnarmönnum var brugð- ið um Danahatur, fyrir það að þeim þótti of vænt um ísland til þess að vilja fleygja því í Dani. Þeir voru sagðir fara með sérkreddur, af því að þeir höfðu sömuskoð- un og danska stjórnin um afleiðing ríkisráðs- setunnar Það var kallað „firrur“ ogjafnvel vitfirring að sjá nokkra hættu í ríkisráðs- ákvæðinu, sem aftur á móti var talið af leiðtogum þjóðarinnar „dýrmæt réttar- bót“, „aukning á landsréttindum vorum“ o. s. frv. Það mátti ekki eiuu sinni fara frarn á það við stjórnina, að hún lýsti því skýrt yfir, hvernig hún skildi ríkisráðsá- kvæðið; það þótti ósæmileg tortryggni við hinn „allra frjálslyndasta“ ráðgjafa (Al- berti) sem vér Islendingar hefðum haft. Sjálfstæðismál þjóðarinnar var þá ekki mikils metið. Það ekki mátti einu sinni rann- saka það, hvort því væri nokkur hætta búin. Menn höfðu þó auðsjáanlega á tilfinn- ingunni, að þeir voru að falla frá ein- hverjum af sjálfstæðiskröfum íslendinga, en þeir vildu ekki með neinu móti gjöra sér það Ijóst að svo væri, til þess að þurfa ekki að krukka í frv. Albertis, fleyga það, beint ofan í skipun hans og fyrirvara, og gjöra hann með því andvíg- an sér, en vinna andstæðingaflokknum gagn með því, lofa honum með því að vera einum um vinfengi og ást Albertis og þar með vonina um ráðgjafatignina. Það var Sturlungaöldin upp aftur. Bn nú var það danskur ráðherra, sem báðir keppinautar leituðu skjóls hjá og vildu koma sér í mjúkinn við til að ná völdum í landinu, en þá var það konungurinn. Báðir flokkar prédikuðu evangelíið um náðina I)ana: Þeir ætla að vera okkur góðir, fara vel með völdiu yfir okkur. Það hefir enga „praktiska þýðingu“ að halda fram þesaum gömlu kröfum, þær hafa aldrei verið viðurkenndar af Dönum og eru því enginn réttur. Danir hafa valdið, eru meiri máttar og pappírsréttur stoðar lítið móti þeim meiri máttar o. s. frv. Landvarnarmenn biðu ósigur þá. Þeir gátu ekki komið í veg fyrir að ríkisráðs- ákvæðið var samþykkt. En þeir mistu ekki kjarkinn. Þeir hafa síðan stöðugt verið á varðbergi og vakið athygli manna á hverju atvikinu eftir annað, sem sann- að hefir mál þeirra, að landsréttindin voru í voða, og þeim hefir orðið mikið ágengt. Nú er sjálfstæðismálið á hvers manns vörum, að kalla má. Það þykir nú ekki lengur vera „ópraktiskt“ að vera að stagl- ast á rétti þjóðarinnar, landsréttindunum. Landvarnarmenn bjuggust við og töldu víst, að menn myndu viðurkenna það sem áþreifanlega sönnun fyrir því að þeir hefðu haft rétt að mæla, er ráðgjafinn var skipaður af forsætisráðherranum danska því að það höfðu þeir sagtfyrir að verða myndi. En það var ekki hinum vantrú- uðu næg sönnun. Það voru Danir sjálfir, nokkrir stúdentar danskir og vísindamað- urinn dr. Birck, sem hjálpuðu landanumtil að skilja, eða að minnsta kosti til að „viðurkenna“ að landvarnarmenn hefðu rétt fyrir sér. Þegar þessir dönsku menn lýstu sig sömu skoðunar og landvarnar- menn, þá snerist Fjallkonan. Hún kvaðst þá „ekki þurfa frekari vitna við“, um það að landvarnarmenn hefðu haft á réttu að standa, en ekki Þjóðræðisflokkurinn, sem hélt þá enn trúnni á ríkisráðsákvæð- ið. Ritstjóri Fjailkonunnar, sem 1903, er hann var ritstjóri Norðurlands, hafði verið einhver háværasti mótstöðumaður land- varnarmanna, var með þessari yfirlýsing sinni sjálfur orðinn landvarnarmaður. Og ísafold sem kallaði landvarnarkenn- inguna 1903 „sérkreddu“, lýsti því nýlega yfir, að Framsóknarflokkurinn hefði átt að vera landvarnarmönnum fylgjandi 1903, með því að vera á móti ríkisráðsákvæðinu, og getum vér því talið hana landvarnar- blað. Sama er nú um Þjóðviljann og Norðurland að segja; þau hafa á síðustu tímum stuðst við og jafnvel lýst sig samdóma landvarnarmönnum, einkum þó hið síðar- nefnda. Öll Þjóðræðisblöðin má þannig telja vera orðin landvarnarblöð. Þau hafa yfirgefið skoðun þá, er þau héldu fram 1903, og gengið inn á skoðun landvarnarmanna. Og þjóðin og þingmennirnir, sem talist hafa til Framsóknarflokksins hafa að lík- indum meira og minna breytt skoðun með þessum málgögnum sínum. Það er sannarlega ástæða til fyrir Ing- ólf að líta með ánægju á þennan framgang málsins, þessa fjölgun verkamannanna, sem vinna vilja að hinu sama marki og hann, sjálfstæði íslands. Því var spáð fyrir landvarnarhreyfing- unni 1903, í einu ónefndu blaði íslenzku, að hún myndi verða dauð á næsta ári (1904) og enginn á hana minnast framar. í stað þessa er nú landvarnarkenning- in búin að vinna á sitt mál hálfan lands- lýðinn og allan framsóknarflokkinn sem þá var. Og meira enn. Stjórnarblöðin sum eru farin að finna til nauðsynjarinnar að taka í sama streng- inn, auðvitað af því að þau sjá, að hugur þjóðarinnar er að snúast alvarlega í sjálf- stæðisáttina. Þau eru farin að kannast við að stjórnarbreytingin hafi farið í öfuga átt 1903 og að telja íslendingum nauð- synlegt að „losa sig undan stöðulögunum" (sbr. ræðu Guðm. Björnssonar í Lögréttu ia/6). Guðm. Björnsson, sem áleit í sumar að vér ættum ekki ráðin yfir því, heldur Danir samkv. stöðulögunum, hvernig hrað- skeytasamband vér hefðum við útlönd, og ekki þótti neitt gera til þá, þótt forsætis-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.