Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 02.07.1906, Blaðsíða 3

Ingólfur - 02.07.1906, Blaðsíða 3
[2. júlí 1906.] INGOLFUR. 113 • Á skuggi Valtýskunnar að standa í vegi fyrir því um langan ókominn tíma enn, að góðir drengir af öllam flokkum samein- ist um hið sameiginlega hlutverk, fyrst og fremst að bæta úr óheillaverki alþing- is er það lögleiddi ríkisráðstjóðrið — eða vill „Fjk." og flokksbræður hans vinna það fyrir góðan félagsskap að draga þetta óhappa merki niður af siglunni? Það er jafoholt fyrir hvorn af tveim, — Heimastjórnaræenn að hætta að lifa á því og andstæðinga þeirra að hætta að falla á því. Einar Benediktsson. J. C. Poestion, hinn frægi og ágæti tslandsvinur í Vínar- borg, kom hingað til Reykjavíkur um fyrri helgi, kynnisför til landsins í fyrsta sinn. Honum var haldið samsæti í Iðnaðar- mannahúsinu á föstudagskveldið. Þar var 60—70 manns. Benedikt Gröndal, Nestor íslenzkra skálda orkti til hans kvæði það, sem prentað er hér í blaðinu og var það sungið yfir borðum. En Grön- dal gat ekki verið í samsætinu sakir las- leika. Steingrímur rektor Thorsteinsson mælti fyrir minni heiðursgestsins og svar- aði hann með ræðu fyrir minni íslands. Þeir fluttu og ræður þar Ágúst Bjarnason og Dr. Helgi Pétursson. Allar vóru ræð- urnar á þýzku. Loks vóru sungin íslenzk kvæði og þjóðlög. — Poestion fór í gærmorgun áleiðis til Þingvalla og ætlar þaðan austur í Rang- árþing. Kemur hann hingað aftur innan hálfs mánaðar og fer þá norður um sveit- ir allt að Jökulsá í Öxarfirði. Tekur sér síðan fari á Akureyri til útlanda. (jráhnúkagrjótið. Gott til bygginga? Verulega gott efnigrjót heíir mönnum ekki verið kunnugt um á landi hér; blá- grýtið er ótækt og Reykjavíkur grágrýt- ið, sem menn hafa notast við, heíir þann kost einan að vera auðunnið, en sá kost- ur verður að galla undir eins og lokið er að vinna það; það er mjög endingar- laust. Austantil við Skálafell er þyrping af mjóg einkennilegum klapparhólum og ás- ura, sem Gráhnúkar nefnast; í þeim er lika einkennilegt grjót, sem er talsvert frábrngðið bæði blágrýti og grágrýti, miklu svipaðra graníti í sárið, enda er það, eins og granít, grjót sem storknað heíir neðanjarðar, en ekki á yfirborði eins og hraun. Þess vegna er það svona þétt og stórgert. Mér virðist þetta vænlegt efnigrjót og þess vert að þeir reyni það sem vit hafa á slíku; mitt er að eins að vekja eftirtekt á því. Helgi Pétursson. Þakkarávarp við Joseph Calasanz Poestion. Þér heilsar tslands alda, þú Austurrikis son, og frónið fjarra' og kalda, þú frægi Poestion! Af blómgum sunnan-ströndum, trá sælum Vínar glaum þú svölum leiðst að lönduru um langan ægi-straum. Hvern skyldi heldur prísa og hverjum flytja þökk en þeim sem öldin isa skal ávalt minnast klökk: til fjarra lífsins landa vort léstu berast hrós; þin orð um aldir standa sem eilift stjörnu-jjós. Það er ei þjóðin eina sem þér nú fiytur lof, en fjöldi fróðra sveina þér frægðar opnar höf. Þú vaktir dimma daga og drunga bægðir frá, , Svo yfir okkur Saga í einu ljósi brá. Þó ýmsar raddir reyni að rýra land og þjóð, þá ertú samt sá eini sem annað vekur hljóð. Það orð sem upp var kveðið það ætíð finnur stað, og huggað getur geðið ef gengur nokkuð að. Því mun í veröld vara þitt vinalega mál, og yfir aldir fara sem ekta gull og stál. Vór geymum æ í anda þig, Austurríkis son; þitt lof skal lengi standa og lifa, Poestion! B. G. „Þjóðviljinn" er beðinn vinsamlega að minnast þess, að það var hvorki „ísafold" eða „Fjallkonan" einsog hann gefur í skyn í síðasta blaði sína. heldur „Ingólf- ur", sem hreyfði fyrst eftirgjöfinni til Þjóðólfs á hálfu gjaldinu fyrir opinberu auglýsingarnar. Heldur en að reyna að skreyta fiokk sinn þannig með annara fjöðrum hefði mátt búast við því, að Þjóðviljinn hefði leitast eitthvað við að afsaka ritstjóra sinn eða hreinsa hann af því að hafa tekið þátt í því á síðasta alþingi að samþykkja þessa ólöglegu eftirgjöf, sem landsreikn- ingurinn bar svo greinilega með sér að hafði átt sér stað. Fyrri klnta læknaprófs hafa þeir lokrð: Guðmundur Tómásson I. eink. 62 st. Valdemar Steffensen II. — 48 — Kirkjugripir og yfirvöld. Héraðsfundur Aruesinga kvað hafa ályktað á nýafstöðnum fundi sínum að skora á stjórn- ina að ganga í það að láta landshöfðingja Magnús Stephensen skila aftur skirnarfati úr Stokkseyrarkirkju, er hann hefir „komist yfir". Sóknarnefndin í Stokkseyrarsókn hafði á sínum tíma slept gripnum við þennan þáver- andi „verndara kirknanna", en héraðsfundi þykir það auðsjáanlega ekki algjörlega lög- mætt og kemst því þannig að orði um það. Fundurinn vildi jafnframt að stjórnin ræk- ist í því að ná aftur frá nefndum landsvakt- ara og öðrum til (Júlíusi Havsteen) skírnar- fötum, er þeir hafa verið að safna að sér úr kirkjunum á embættis-árum sínum, til þess að geta prýtt hús sín á líkan hátt og vinur- inn Vídalín. Ingólfur ætlar næst að minnast nokkuð á þetta atvik og önnur þessu lík, er heima- stjórnarblöðin hafa ekki haft sömu hvöt til að halda á lofti eins og afsalinu á oblátudósun- um úr Bessastaðakirkju, sem þau héldu að sr. Jensi Pálssyni gæti orðið til áfellis. Það er vonandi að áskorun síðasta alþing- is um verndun fornmenja, verði til þess að vekja fleiri héraðsfundi en héraðsfund Arnes- inga, sem hér hefir riðið myndarlega á vað- ið, til einarðlegra afskifta af „skammarlegu brutli og prangi með helgidóma kirkna", sem mjög víða mun hafa átt sér stað hér á, landi, einkanlega á síðari árum. Landar í Khöfn, Páll Jónsson frá Seglbúðum í Skafta- fellssýslu hefir tekið embættispróf í lög- um með II. einkun. Kristján Linnet fyrri hl. lagaprófs með I. einkunn. Skúli Bogason fyrri hl. læknaprófs með ágœtiseinkunn. Höfuðborgin, Skot kljóp úr skammbyssu á þriðjn- daginn var og varð fyrir drengur 7 ára gamall, sonur Þorvarðs prentara Þor- varðssonar. Kúlan kom undir hendina og gekk á hol. Drengurinn var borinn í sjúkrahús meðvitundarlaus. Hann lifir enn og vonir um að honum batni. Piltur misti kcndina í Völundi á mánudaginn var. Varð fyrir sög. Stúdentspróf í latínuskólanum: Sigurður Nordal (U) I, 104 st. Arni Árnason (U) I, 104 st. Stefán Sch. Thorsteinsson (U) I, 97 st. Magnús Gíslason (U) I, 94 %t. Jóhannes A. Johannessen, I, 91 st. Konráð R. Konráðsson (U) I, 90 st. Páll Sigurðsson I, 84 st. Hafsteinn Pétursson (U) H, 82 st. Jón Sigurðsson (U) n, 81 st. Pétur Jónsson II, 81 st. Vernharður Þorsteinsson (U) II, 77 st. Þórður Oddgeirsson (U) III, 43 st. (U þýðir utanskóla).

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.